Tíminn - 14.09.1982, Side 3

Tíminn - 14.09.1982, Side 3
MUÐJUDAGUR 14. SEPTEMBER 1982 fréttirl Ólafur Jóhannesson veitir fjórum togurum leyfi til sölu afla erlendis: VISSI EKKI BETUR EN SOL- IIR HEFÐU VERID BANNRUAR” — segir sjávarútvegsráðherra. „Engin bókun gerd á rikisstjórnar- fundi’% segir Ólafur, starfandi viðskiptaráðherra en að svörin yrðu jákvæð þegar ég vissi að um þetta yrði fjallað af mönnum sem þekkja tii þessara mála,“ sagði Kristján Ragnarsson. Ólafur Jóhannesson sagði í samtali við Tímann að honum hefði ekki þótt óeðlilegt að veita þessi leyfi miðað við það sem átt hefði sér stað í fisksölumál- um á svipuðum tíma undanfarin ár. Aðspurður um hvort sjávarútvegsráð- herra hefði ekki borið fram tillögu um að banna sölur erlendis á ríkisstjórnar- fundi, sagði Ólafur: „Það var engin bókun gerð um þetta mál. Ríkisstjórnin getur gert um þetta samþykkt, en það var ekki gert.“ Óvíst er um framvindu þessa máls, en 16 umsóknir um sölur erlendis verða sendar viðskiptaráðuneytinu í dag. Steingrímur Hermannsson sagði þó að hann myndi mótmæla þessum sölum harðlega og ræða við Ólaf Jóhannesson vegna þessa. -ESE ■ „Ég er því algjórlega mótfallinn að þessar sölur séu heimilaðar á meðan hætta er á að vinna stöðvist í landi vegna hráefnisskorts. Þess vegna lagði ég fram tillögu í ríkisstjóminni um að banna allar sölur erlendis á meðan stöðvun fiskveiði- flotans stendur og ég vissi ekki betur en að það hefði verið samþykkt,“ sagði Steingrímur Hermannsson, sjávar- útvegsráðherra í samtali við Tímann vegna þeirrar ákvörðunar Ólafs Jó- hannessonar, sem nú gegnir störfum viðskiptaráðherra, að leyfa fjórum íslenskum togurum að selja afla í Englandi og Þýskalandi í lok þessarar viku. Fjórar umsóknir lágu fyrir viðskipta- ráðuneytinu um sölur erlendis og voru þær allar samþykktar. Ýmir HF selur því afla í Englandi á fimmtudag, en Sölvi Bjarnason BA og Heimir KE selja afla í Þýskalandi og Englandi á föstudag og Júpiter RE selur væntanlega eftirhelgi. „Ólafur Jóhannesson er viðskiptaráð- herra núna og ákaflega réttsýnn maður ■ Steingrímur Hermannsson eins og alltaf áður,“ sagði Kristján Ragnarsson, formaður LÍÚ er hann var spurður að því hvort leyfisveitingin „Það er ekkert athugavert við þessar hefði komið honum á óvart. sölur og mér datt bara ekki annað í hug ■ Kristján Ragnarsson ■ Ólafur Jóhannesson Safnaðarfélag Áskirkju: Fjársöfnun til kirkju- byggingar ■ Þessa viku gengst Safnaðarfélag Áskirkju í Rcýkjavík fýrir fjársöfnun til kirkjubyggingar safnaðarins. Verður leitast við að heilsa uppá öllum heimilum sóknarinnar og beðið um fjárstuðning við bygginguna eða fyrír- heit um framlag síðar. Tilefni þessarar fjársöfnunar eru þau tímamót að síðasti áfangi bygginga- starfsins er hafinn. Tekið er til við múrhúðun kirkjunnar að innan jafn- framt því að vinnupallar utanhúss hafa verið teknir niður, enda ytra frágangi hússins lokið. Þær framkvæmdir, sem nú eru að baki, hafa verið dýrar og það, hve vel hefur unnist, ber mikilli fórnfýsi safn- aðarins vitni sem og áhuga. Er því ekki að efa að vel verður brugðist við nú, er leitað verður eftir stuðningi til að gera myndarlegt átak innan dyra í kirkjunni. Á næsta ári eru liðin 20 ár frá stofnun Ásprestakalls og standa vonir til að á þeim tímamótum verði unnt að taka hluta kirkjubyggingarinnar í notkun. Sunnudaginn 19. september verður guðsþjónusta í Áskirkju og gefst sóknarbömum og velunnurum kirkj- unnar þá kostur á að skoða húsið og væntanlega aðstöðu safnaðarins. rmcrrccm Rekstrarvandi útgerdarinnar: Tillögurnar tilbúnar ■ Tillögur Sjávarútvegsráðuneytisins um aðgerðir vegna rekstrarvanda út- gerðarínnar verða lagðar fyrir ríkis- stjómarfund á flmmtudag, sagði Stein- grímur Hermannsson, sjávarútvegsráð- herra í samtali við Tímann er hann var inntur eftir hvað vinnu ráðuneytisins vegna þessa máls liði. Steingrímur sagði að vinnu ráðuneyt- isins væri nú lokið en eftir væri að fá upplýsingar frá bönkunum og Fiskveiða- sjóði. Þessar upplýsingar lægju væntan- lega fyrir einhvem næstu daga. Við höfnuðum tillögum Sjávarútvegs- ráðherra sl. miðvikudag og okkur er ekki kunnugt um neinar nýjar tillögur, sagði Kristján Ragnarsson er hann var spurður um hvort LÍÚ væri kunnugt um innihald tillagna ráðuneytisins. Kristján Ragnarsson, sagðist því svartsýnn á að róið yrði á næstunni. Steingrímur Hermannsson sagði að tillögur ráðuneytisins hefðu ekki verið kynntar viðræðunefnd LÍÚ í smáatrið- um og hann skildi því ekki hvernig hægt væri að hafna tillögunum óséðum. - Ríkisstjórnin mun bjóða það sem hún framast getur í þessu máli, sagði Steingrímur og bætti því við að það væri mál útgerðarmannanna hvort þeir ætluðu að stoppa eða ekki. Það væri víða pottur brotinn og þeir ættu að líta í eigin barm. Staðreyndin væri nefnilega sú að margir þeirra hefðu reist sér hurðarrás um öxl með offjárfestingum, en ætluðust til að ríkið kæmi þeim nú til hjálpar. - ESE Dótturfyrirtæki Sambandsins í Bretlandi: Mikil sölu- aukning á íslenskum fisk- afurdum ■ Sala Icelandic Seafood Limited, dótturfyrirtæki Sambandsins í Bretlandi jókst að verðmæti til um 54% fyrstu átta mánuði þessa árs miðað við sama tímabil í fyrra. Að magni til var salan um 43% meiri, en þess ber að geta að síldarsölur á vegum fyrírtækisins eru þar ekki meðtaldar. Samkvæmt upplýsingum Benedikts Sveinssonar, framkvæmdastjóra fyrir-' tækisins í Sambandsfréftum, var salan þessa fyrstu átta mánuði að verðmæti 3250 sterlingspund, en var á sama tímabili 1981 um 2105 pund. Að magni til var salan þetta tímabil 2250 lestir, en var 1570 lestir í fyrra. Það háir fyritækinu nokkuð að nægilegt hráefni hefur ekki borist frá íslandi og eru birgðir fyrirtækisins nú aðeins innan við 100 lestir. Sérstaklega var hráefnisskorturinn tilfinnanlegur fyrstu mánuði ársins, en ræst hefði þó úr þeim málum þegar líða tók á árið og nú síðast hefði borist það mikill fiskur að all veruleg söluaukning hefði náðst. Talsverðar birgðir af fiski eru nú til hér heima þannig að sæmilegt útlit er með sölumál á Bretlandseyjum í haust. - ESE VIDEO SPORT s/f Miðbæ Háaleitisbraut 58-60 - Sími 33460 Höfum fengið mikið af myndefni í V.H.S. með og án íslensks texta. Opið alla daga kl. 13.00-23.00

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.