Tíminn - 14.09.1982, Síða 7
ÞRIÐJUDAGUR 14. SEPTEMBER 1982
7
erlent yfirlit
■ Castró Kúbuforseti hefur oft sýnt
áhuga á að bæta sambúðina við
Bandaríkin og draga úr þeirri spennu
sem er á milli ríkjanna. Bandaríska
stjómin hefur vart virt þessar tilraunir
Castrós viðlits og vill ekkert við hann
tala. Á síðustu 18 mánuðum hafa
Kúbumenn sýnt lit á að taka upp bætta
sambúð við Bandaríkin og boðist til að
taka upp sáttfúsari stefnu í málefnum
Rómönsku Ameríku en Bandaríkja-
stjórn lætur allt slíkt hjal sem vind um
eyru þjóta.
Wayne Smith heitir maður sem lengi
hefur þjónað í utanríkisráðuneytinu í
Washington, um árabil, sem yfirmaður
þeirrar deildar sem fer með málefni sem
tengjast samskiptum Bandaríkjanna og
Kúbu og um skeið sem yfirmaður
sendinefndarinnar sem sér um hagsmuni
Bandaríkjanna í Havana. Fyrir rúmum
mánuði sagði hann stöðu sinni lausri og
hætti störfum í utanríkisþjónustunni í
mótmælaskyni við stefnu Bandaríkja-
stjórnar gagnvart Kúbu.
Hann skrifaði grein um sjónarmið sín
í tímaritið Foreign Policy sem mikið
hefur verið vitnað til í heimspressunni
síðan. Hann heldur því fram að hin
einstrengingslega afstaða Bandaríkja-
stjómar til Kúbu og ríkja Mið-Ameríku
þjóni alls ekki hagsmunum Bandaríkj-
anna, síður en svo. Kúbumönnum sé
aðeins þrýst enn fastar í fang Sovétríkj-
anna og það séu fyrst og fremst þeirra
■ Castró vill sættast.
Castró vill f riðmælast
en Bandaríkjastjórn
vill ekkert vld hann tala
Bandarískur diplómat segir af sér í mótmælaskyni
hagsmunir að stjórnvöld í Washington
vilji ekkert við Kúbustjórn tala. Á Kúbu
hefur þessi stefna einnig þveröfug áhrif
á það sem til er ætlast. Almenningur þar
í landi snýst öndverður gegn Bandaríkj-
unum eftir því sem þeir vilja hafa minna
við Castró saman að sælda og stendur
fast að baki stjórninni í Havana þegar
Bandaríkjamenn senda Castró tóninn
og herða refsiaðgerðir sínar.
Wayne Smith heldur því fram að í
Washington haldi menn að þeir geti
rekið fleyg á milli kúbönsku þjóðarinnar
og kommanna í Havana með stefnu
sinni en Castró er aldrei fastari í sessi
en einmitt þegar harðast er að honum
ráðist í Washington
Skömmu eftir að Reagan tók við
völdum í janúar 1981 friðmæltust
Kúbumenn við Bandaríkin. Um það
leyti vann stjórnarherinn í E1 Salvador
mikinn sigur á uppreisnarmönnum. Þá
sendi Smith skilaboð til Washington
þess efnis að Kúbumenn og Sandinistar
í Nicaragua væru tilbúnir að draga mjög
úr aðstoð við uppreisnarmenn og
endurskoða afstöðu sína. Kúbustjórn
dró verulega úr vopnasendingum til
Nicaragua og þar með til E1 Salvador.
Smith lagði til að viðræður gætu hafist.
En hann fékk aldrei neitt svar frá
Washington.
Vorið 1981 bauðst Kúbustjórn til að
beita sér fyrir aðgerðum til að draga úr
spennu í Mið-Ameríku og taka þátt í að
tryggja frið í heimshlutanum. Smith og
ambassador Bandaríkjanna í Nicaragua
lögðu til að þessu boði yrði tekið, en því
var harðneitað í Washington.
Í desembermánuði 1981 tilkynnti
Kúbustjórn að hún hefði stöðvað alla
vopnaflutninga til Nicaragua og af sjálfu
leiddi að vopn bárust þá ekki áfram til
E1 Salvador. Og í apríl í ár óskaði
Kúbustjórn eftir viðræðum við Banda-
ríkjamenn án skilyrða. Svarið sem
Smith fékk var að Washington hefði
engan áhuga á viðræðunum. Ekkert lát
varð á kalda stríðinu við Castró.
Wayne Smith hefur haft aðgang að
öllum gögnum bandarísku leyniþjónust-
unnar varðandi vopnasendingar frá
Kúbu til Nicaragua og segir þær fjarri
öllum sanni. Hann heldur því fram að
ef upplýsingar leyniþjónustunnar um
vopnasendingar væru réttar mundu
uppreisnarmenn í E1 Salvador hafa yfir
að ráða tuttugu sinnum meiri vopnum
en stjórnarherinn.
Afsögn Waynes Smith er áfall fyrir
,en Reagan vill ekkert við hann tala,
Bandaríkjastjórn. Þetta er í annað sinn
sem háttsettur maður í utanríkisþjónust-
unni segir starfi sínu lausu til að
mótmæla stefnu stjórnarinnar í málefn-
um Mið-Ameríku. í fyrra hætti ambassa-
dorinn í E1 Salvador, Robert White,
vegna stefnunnar þar. Hann hélt því
fram að kosningarnar sem þá voru
ákveðnar mundu ekki gera annað en
fella þá stjórn sem Bandaríkjamenn
studdu, stjórn kristilegra demókrata
undir forsæti Duares, og koma hinum
hægri sinnaða hryðjuverkamanni
d’Aubuisson major til valda. Spá hans
rættist.
George Shultz utanríkisráðherra vís-
aði ásökunum Waynes Smith á bug.
Hann staðfcsti að Bandaríkjastjórn
hefði engan áhuga á að taka upp
viðræður við Castró, fyrr en hann hætti
að flytja út byltingar í stórum stíl. Og
þar við situr.
erlendar fréttir
300 komust
lífs af í
flugslysi
á Spáni
■ Farþegaþota, með næstum 400
manns um borð hrapaði til jarðar í
flugtaki af Malagaflugvelli á Suður-
Spáni í gær.
Fregnir í gær hermdu að um 70
manns hefðu beðið bana í flugslysinu
og um 100 manns verið fluttir á
sjúkrahús, meira eða minna slasaðir,
og þar af voru sumir með mjög
alvarleg brunasár, en um 50 fengu
fljótt að fara af sjúkrahúsinu. Aftari
útgöngudyr þotunnar klesstust svo
við fallið að ekki var hægt að opna
þær, með þeim afleiðingum að fjöldi
farþega lokaðist inni í aftari hluta
vélarinnar. Svo virðist sem um 250
manns hafi sloppið ómeiddir með
öllu. Flestir farþeganna voru banda-
rískir ferðamenn á leið heim til
Bandaríkjanna að afloknu sumarfríi
á Spáni.
Þotan var af gerðinni DC-10, á
leiðinni til New York í leiguflugi fyrir
spánska flutningaflugfélagið Span-
tax.
„Vélarnefið lyftist frá jörðu, en
síðan virtist vélin missa afl,“ sagði
einn sem komst lífs af við fréttamenn
í Malaga í gær. Vélin skall niður
aftur flugmaðurinn reyndi án árang-
urs að hemla, en þotan hentist fram
af brautinni og yfir aðalumferðaræð-
ina, þar sem hún rakst á 3 bifreiðar
og fjöldi manna slasaðist við það.
Stórfelldar
loftárásir
■ ísraelskar hcrþotur héldu í gær
uppi stöðugum loftárásum á stöðvar
Sýrlendinga í Líbanon. Loftárásirn-
ar stóðu samfleytt í yfir sjö
klukkustundir og voru þær mestu í
meira en mánuð. Útvarpið í Beirút
greindi frá því að a.m.k. 40 manns
hefðu látið lífið og hundruðir hefðu
flúið svæðið.
fsraelsmenn sögðust hafa verið að
ráðast á birgðastöðvar þar sem
skotvopna og eldflaugar væru
geymd, auk þess sem þeir hefðu
ráðist á loftvarnarpalla. Réðust þeir
á svæðið á milli Beirút og Damaskus.
Héldu þeir því fram að þeim hefði
tekist að gera mikinn usla í
höfuðstöðvum Palestínumanna á
þessu svæði.
Páfagardur
haf nar ásök-
unum ísraela
■ Því hefur algjörlega verið hafnað
í Páfagarði að ásakanir ísraelsmanna
þess efnis að rómverrsk-kaþólska
kirkjan hafi af ásettu ráði látið það
óátalið og þagað, þegar Gyðingar
voru myrtir svo milljónum skipti í
síðari heimsstyrjöldinni, af nas-
istum. Talsmaður Vatikansins sagði
aö svo fáránlegri ásökun, mætti ekki
láta ósvarað.
Þessi ásökun fsraelsmanna var
opinber gerð þegar talsmaður ríkis-
stjórnarinnar í Jerúsalem fordæmdi
þá ákvörðun páfa að eiga fund með
Yasser Arafat, leiðtoga PLO, síðar
í þessari viku.
Batnandi samband
Breta og Argen-
tínumanna
■ Bretland og Argentína hafa náð
samkomulagi þess efnis að aflétta nú
efnahagstakmörkunum þeim sem
löndin settu hvort á annað, þegar
deilan um Falklandseyjar stóð sem
hæst, en takmarkanirnar hafa verið
í gildi síðan. Fjárupphæðir þær sem
hér um ræðir eru alvarlegar, því fé í
eigu argentínskra aðila og var fryst í
Bretlandi var að upphæð um þúsund
milljónir dollara, og fé breskra
banka og fyrirtækja í Argentínu sem
fryst var hvorki meira né minna en
fjórum sinnum sú upphæð, eða um
fjögurþúsund milljónir dollara.
Viðskiptahömlur eru enn í gildi á
milli landanna en heimildir frá
Bretlandi herma að bresk stjórnvöld
hyggist beita sér fyrir því að báðir
aðilar í deilunni fallist á að nema úr
gildi viðskiptahömlur.
RUSSAR HAFA
VAKANDI AUGA
MEÐ PÓLVERJUM
■ Utanríkisráðherra Póllands,
Stefhan Oshosky hefur að undan-
förnu verið í Moskvu, þar sem hann
hefur átt fundi með sovéska starfs-
bróður sínum, Gromyko. Hafa
fréttamenn í Moskvu getið sér þess
til að rekja megi þessa heimsókn
pólska utanríkisráðherrans til þcss
að Sovétmenn vilji sýna pólskum
stjórnvöldum fram á að fylgst sé
náið með gangi mála í Póllandi frá
Moskvu, og þetta sé eins konar
áminning til pólskra stjórnvalda,
eltir mótmælaöldu þá er reis nýlega
í Póllandi, gegn herlögunum í
landinu.