Tíminn - 15.09.1982, Blaðsíða 2

Tíminn - 15.09.1982, Blaðsíða 2
CASABLANCA ER ORMN 40 <UtA EN ALLTAF JAFN VINSÆL AGNETHA BERST GEGN EITURLYFJUM ■ Hún Agnetha Fáltskog, sem við þekkjum betur sem Agneta í ABBA, er sem stendur í stríði á mörgum vígstöðvum. Hún á í heilögu stríði við sænsku vikuhlöðin og hefur ásamt félögum sínum tekið þátt í pólitískri umræðu að undanförnu í sambandi við launþegasjóð- ina, sem eru eitt helsta kosningamál Svía nú. Og nú er hún farin að láta til sín taka á einum vett- vanginum enn. Hún tekur virkan þátt í baráttunni gegn eiturlyfjanevslu, sem nú er í fullum gangi í Svíþjóð. í blaði þeirra samtaka, sem herferðinni stýra, er nýlega birt viðtal við Agnetu. Þar segir hún m.a.: - IVIér finnst að hver og einn eigi að taka þátt i þessari baráttu. Eg á sjálf börn og hef í huga að fræða þau um eiturlyf og áhrif þeirra. Agnetha segir einnig frá því, hvernig hún fylgdist með nánum vini sínum verða fórnarlamb eiturlyfj- anna, svo að tvísýnt var orðið með. hvernig honum myndi reiða af. Svo fór þó að honum tókst að losa sig undan yfirráðum þeirra áð- ur en þar var um seinan. - Eg lít svo á, að sem hstamaður beri ég sérstak- lega mikla ábyrgð. Allir, f seni eru í sviðsljósinu, bera JÉHMtf sérstaklega mikla ábyrgð. * ' Við verðum að gæta þess,^' að við höfum ekki áhrif a , i fólk til neikvæðra hluta, f segir Agnetha. Hún heldur því fram, að lausn á eitur- lyfjavandanuin felist í auk- inni fræðslu, sér í lagi verði eiturlyfjaneytendurnirsjálf-1 ir uppfræddir betur um hin^ ,1 geigvænlegi, áhrif fíkniefn- anna. En ekki sé síður mikilvægt að hafa hendur i jgr' hári eiturlvfjasalanna. • Er vonandi, að Agnethu verði sem best ágengt í haráttunni. s ■ - Ég ætla að fræða mín börn um eiturlyf og áhrif þeirra, segir Agnetha Fált- skog. í spegli tímans ■ Þekkt atriði úr fræg- ustu og vinsælustu kvik- mynd allra tíma. llsa hefur rekist inn á krána hans Ricks í Casablanca. Þjóð- verjar illa að sér í getnað- arvörn- um — þrátt fyrir alla fræðslu síðustu ára ■ Þrátt fyrir alla kynlífs- fræðslu síðustu ára og opinskáa umræðu þar um, hefur komið í Ijós, að Þjóðverjar eru enn fákunnandi um fjölskylduáætl- anir og getnaðarvamir. Reynd- ar finnst þeim þau mál ekki vera umræðuefni. Þessar upp- lýsingar koma fram í nýlegri skýrslu, sem fjölskyldumála- ráðuneyti Vestur - Þýskalands hefur sent frá sér. Þar kemur fram, að í hugum Þjóðverja sé svo óviðurkvæmi- legt að ræða þessi mál, að fólk fær sig ekki til að leita eftir nauðsynlegri fræðslu, sem þó er auðfengin þar í landi. Annar hver þeirra, sem höfðu sig í að heimsækja ráðgjafarstofnun í þessum máium, reyndist hafa ófullnægjandi vitneskju um getnaðarvarnir og 10% þeirra höfðu m.a.s. fengið rangar hugmyndir um slíkar varnir. Aðeins í innan við þriðjungi tilvika hafði verið reynt að afla sér upplýsinga hjá sérfróðu fólki í þessum málum. Þessi vankunnátta mun vera aðalá- stæðan til þess, að helst er leitað eftir ráðgjöf í þessum efnum eftir að í óefni er komið og konan orðin vanfær. Það reynist því aðalverkefni ráðgjafastofnana að sinna konum, sem hafa óviljandi orðið barnshafandi. Sjaldgæft er að feðurnir láti sjá sig. Konurnar koma fyrsl og fremst í þeim tilgangi að fá fóstureyð- ingu, og segja ráðgjafarnir það Ijósasta punktinn í starfi sínu, hversu margar konur fara af þeirra fundi ákveðnar í að ala börn sín, þrátt fyrir allt. Þessi rannsókn leiddi einnig í Ijós, að þörfin fyrir ráðgjöf á kynlífssviðinu er mjög stétta- bundin. Það kom sem sé upp úr kafinu, að þeir, sem leituðu ráðgjafar komu nær eingöngu út betur mcnntuðu stéttunum. aður óhæfur til herþjónustu sökum gamalla meiðsla, sem hann hlaut í heimsstyrjöldinni fyrri. Hann varð þó ekki fyrir valinu fyrr en George Raft og enn einn leikari höfðu hafnað þvi! Eftir á gat Ronald Reagan ekki einu sinni huggað sig við að hafa sýnt sérlegar hetju- dáðir í stríðinu, fyrst hann varð af frægðinni í Casablanca. Hann var aldrei sendur á vígvöllinn vegna sjónskaða og varð að láta sér lynda að vinna við gerð á kvikmyndum, sem áttu að kenna nýliðum ýmis herbrögð. En kvikmyndin Casablanca ávann sér strax hylli kvik- myndahúsagesta og fólk fýlgd- ist af ákefð með, hvernig Ilsu (Ingrid) tækist að velja á milli tveggja manna í lífi sínu, eiginmannsins (Paul Henreid, eini eftirlifandi leikarinn í myndinni) og Ricks, kráareig- anda í Casablanca. Sjálf hefur Ingrid aftur á móti sagt, að hún geti ómögulega skilið vinsæld- ir myndarinnar, hún hafi virst léleg og handritið alveg kol- ómögulegt. - Við vissum ekki einu sinni, hvernig myndin átti að enda, sagði hún. - Mér var aldrei Ijóst hvorn manninn ég ætti eiginlega að elska. Þó að Ingrid Bergman sjálf liti svo á, að sitt besta hlutverk væri Jóhanna af Örk, leikur enginn vafi á því, að aðdáend- ur hennar munu minnast henn- arlengst sem Ilsu í Casablanca. ■ Mest umtalaða kvikmynd allra tíma, sú, sem flestar greinar hafa verið skrifaðar um og oftast sýnd úti um víða veröld, er kvikmyndin Casa- blanca. Hún er m.a.s. próf- verkefni til doktorsprófs við einn bandarískan háskóla. Og þau, sem fara með aðalhlut- verk, eru engin önnur en Ingrid Bergman og Humphrey Bogart, hafi það farið framhjá einhverjum. í kjölfar Casa- blanca urðu þau einhverjir mestu dýrlingar kvikmynda- húsagesta og eftirsóttustu leik- arar kvikmyndaheimsins. Það fór því víðs fjarri, að þeim hafi verið ætluð hlutverk- in frá upphafi. Reyndar var Ingrid Bergman 3. leikkonan, sem boðið var hlutverkið, og hlutverk Ricks, það sem Hum- phrey Bogart fer með, hafi upphaflega verið ætlað öðrum upprennandi leikara. Sá heitir Ronald Reagan! En þegar myndin var gerð, árið 1942, geisaði síðari heims- styrjöldin í öllu veldi og Reagan, sem var ákafur ætt- jarðarvinur, mat það meira að komast í herþjónustu en að leika eitthvert asnalegt hlut- verk í ómerkilegri kvikmynd. Humphrey sem þá var 43 ára, hafði hins vegar verið úrskurð- ■ Ronnie sagði: Nei! Hefði honum tekist eins vel upp og Bogey?

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.