Tíminn - 15.09.1982, Blaðsíða 1

Tíminn - 15.09.1982, Blaðsíða 1
íslendingaþættir fyigja blaðinu í dag Aðstoðar- maöur Bunuels: — bls. 23 Kosið í Svíþjóð — bls. 7 I Getrauna leikurinn — bls. 15 Hrossa- eignin — bls. 8-9 TRAUSTOG FJÖLBREYTT FRÉTTABLAÐ Miðvikudagur 15. september 1982 209. tbl. - 66. árgangur. DR. KRISTJAN ELDJÁRN LÉST SÍODEGIS í GÆR að hafa gengið undir uppskurð í Bandaríkjunum ¦ Dr. Kristján Eldjárn, fyrrum forseti íslands, lést á sjúkrahúsi í Cleveland í Ohio í Bandaríkjunum síðdegis í gær eftir að hafa daginn áður gengið undir uppskurð, sem stóð í níu klukkustundir. Hann var 65 ára að aldri. Frú Vigdís Finnbogadóttir, for- seti íslands, sendi frá sér ávarp vegna fráfalls dr. Kristjáns Eld- járns, og segir þar: „Hryggð mín við fráfall dr. Kristjáns Eldjárns, fyrrverandifor- seta íslands, er dýpri en ég fæ tjáð í orðum. Vér íslendingar, hver og einn, hófum misst mikinn og mætan vin. íslensk þjóð sameinast í söknuði og horfist í augu við örlög, sem kallað hafa ,jvo vænan vinnu- mann afvelli heim á bæ um miðjan dag"." Dr. Kristján var fæddur 6. desember árið 1916 á Tjörn í Svarfaðardals- hreppi í Eyjafirði. Foreldrar hans voru Þórarinn Kristjánsson Eldjárn bóndi og kennari þar og kona hans Sigrún Sigurhjartardóttir. Hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Akureyri árið 1936 og hélt þá til náms við Kaupmannahafnarháskóla, þar sem hann stundaði nám fram á árið 1939. Hann tók mag. art. próf í íslenskum fræðum frá Háskóla íslands árið 1944, og varði doktorsritgerð sína, Kuml og haugfé úr heiðnum sið á íslandi, við háskólann árið 1957. Dr. Kristján stundaði kennslu við Menntaskólann á Akureyri 1939-41. Hann var aðstoðarmaður við Þjóð- minjasafn fslands 1945-1947 og skipað- ur þjóðminjavörður 1. desember 1947. Því starfi gegndi hann til ársins 1968, er hann var kjörinn þriðji forseti íslenska lýðveldisins í glæsilegri kosn- ingu, þar sem hann fékk 65% greiddra atkvæða. Dr. Kristján gegndi forseta- embættinu í þrjú kjörtímabil; var endurkjörinn án kosninga 1972 og 1976. í nýársávarpi sínu 1. janúar 1980 tilkynnti hann þjóðinni, að hann gæfi ekki kost á sér á ný, og lét af forsetaembættinu um mánaðamótin júlí/ágúst það ár. Hann ritaði margar bækur og ritgerðiium fræðileg efni og sat í stjórnum ýmissa félaga og stofnana. Dr. Kristján kvæntist 6. febrúar árið 1947HalldóruIngólfsdóttur Eldjárn og varð þeim fjögurra barna auðið. Dr. Kristján Eldjárn var ástsæll með þjóð sinni og er fráfall hans lands- mönnum öllum harmafregn. Tíminn sendir frú Halldóru Eldjárn og börnum þeirra hjóna innilegustu samúðarkveðjur. -ESJ. Dr. Kristján Eldjárn, fyrrum foiseti íslands Sjómenn og útgerðarmenn á Höfn: NEITA AÐ RÓA FYRR EN SÍLDARVERÐ ER AKVEÐIÐ ¦ Sjómennogútgerðar- fyrir. Síldveiöarnar eftir miðnætti nk. föstu- menn á Höfn í Hornafirði máttu hefjast á miðnætti dags. hafa samþykkt að hefja sl., en sökum stöðvunar ekki sfldveiðar í reknet fiskveiðiflotans var óvíst „ílafur ^björnsson, skipstjóri & a. /ii * .. -....» Hoín sa8ðl ' samtah við blaðið að ryrr en sildarvero hggur um framhald veiðanna aigjör samstaða hefði verið meðai þeirra 50-60 útgerðarmanna sem sóttu fundinn og hefði verið ákveðið að róa ekki fyrr en sfldarverðið lægi fyrir. Væri þetta í samræmi við samþykkt sem gerð hefði verið á Neskupstað í fyrra. -ESE

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.