Tíminn - 15.09.1982, Blaðsíða 12

Tíminn - 15.09.1982, Blaðsíða 12
16 MIÐVIKUDAGUR15. SEPTEMBER1982 GLUGGAR OG HURÐIR Vönduð vinna á hagstœðu verði. Leitið tilboða. ÚTIHURÐIR Dalshrauni 9. Hf. S. 54595. E Auglýsing Landsvirkjun mun næsta vetur auglýsa útboö í þriðja áfanga Kvíslaveitna sem Ijúka á 1983. Verkið er fólgið í hreinsun stiflugrunna, ídælingu og stíflufyllingum. Ákveöið hefur verið að kynna væntanlegum bjóðendum verkið, og verður í því tilefni efnt til skoðunarferðar inn að Kvíslaveitum fimmtudaginn 16. september 1982. Lagt verður af stað frá skrifstofu Landsvirkjunar, Háaleitisbraut 68, Reykjavík, kl. 08:00. Þátttaka tilkynnist á skrifstofu Landsvirkjunar í síðasta lagi kl. 16:00 þriðjudaginn 14. 09. 1982. Bilaleigan\$ CAR RENTAL ^ £j> 29090 ffEYKJANESBRAUT 12 REYKJAVIK Kvöldsimi: 82063 • Öll almenn prentun • Litprentun • Tolvueyðublöð • Tölvusettir strikaformar • Hönnun • Setning • Filmu- og plötugerð Prentun • Bókband. PRENTSMIÐJA n C^ddc Cl HF. SMIÐJUVEGI 3, 200 KÓPAVOGUR, SÍMI 45000 UMBOÐSMENN Akranes: Guðmundur B)Omsson Jaðarsbraul 9. s 93-1771 Borgarnes: Unnur Bergsvemsdottir. ÞofoMsgotu 12. s 93-7211 Rif: Snædis Kristmsdottir. Haarifi 49. s 93-6629 Ólafsvik: Stelan Johann Srgurðsson Engihlið 6 s 93-6234 Grundarfjörður: Joharma Gustalsdottir. Fagurholstuni 15. s 93-8669 Stykkishólmur: Esther Hansen. Silfurgotu 17. s 93-8115 Búöardalur: Patreksfjörður: Vigd,s Helgadoltv Siglúni 8. s 93-1464 Bildudalur: Dagbjort Bjarnadottir. longuhlið 37. s 94-2212 Flafeyri: Guðrun Kristjansdottir. Bnmnesvegi 2, s 94-7673 Suðureyri: Lilja Bernodusdottir. Aðalgotu 2. s 94-6115 Bolungarvík: Kristrun Benediktsðottir. Halnarg 115.S 94-7366 Akureyri: Viðar Garðarsson. K3mbagerdi 2. s 96-24393 Stöðvarfjörður: Johann Johannsson VarmaLindi. s 97-5850 ísatjöröur: Guðmundu' Sveinsson Engiavegi 24. s 94 3332 Húsavik: Halhðt Joslemsson. Garðarsbraul 53 s % 41444 Höfn: Knslm Sæbeiqsdollif Kirk|ubraul 46 s 97 8531 Súðavik: Hetðar Guðbrandsson. Neðn-Grund s 94 6954 Raufarhöfn: Arm Heiðar Gytlason Solvollum. s 96-1258 Vik: Ragnai Guðgenssi'n Kirk|uvegi 1. s 99-7186 Hólmavik: Guðbtorg Stelansdotlu Brotlugotu 4. s 95 3149 Þórshöfn: Knslmn Johannsson Auslurvegi 1. s 96-81157 Hvolsvóllur: Bara Sdmundsdotti' Solheimum s 99 5172 Hvammstangi: Eyjolfur Eyjollsson s 95-1384 Vopnafjörður: Margrel Leilsdottir. Kolbemsgolu 7 $ 97-3127 Hella: Guðiun Arnadottii Þiuðavangi 10 s 99-580» Blönduós: Olga Ola Btamadottir Arbraut 10. s 95 4178 Egilsslaðir: PaH Petursson. Arskogum 13. s 97-1350 Vestmannaeyjar: Buna Þorhallsdotlir Skagastrónd: Arnar Arnorsson Sunnuvegt 8. s 95-4600 Seyðisfjórftur: Þordis BergsdoHn Oldugotu 11. S 97 2^91 Kiik|uvegi 64 s 90 1592 Stokkseyri: Sturla Geir Palsson Sauftárkrókur: Guttormur Oskarsson. Skag lirðingabr 25. s 95-5200 og 5144 Neskaupstaður: ÞorteiturG Jonsson Nesbakka 13. s 97-7672 SnæteUi s 99 3274 Eyrarbakki: PtMur Gislason Gamla l ækmshusinu Siglufjörður: Friðtinna Simonatdottir. Aðaigotu 21. s 9671200 Eskifjórður: Asdis Vakkmarsdonn Hhðarend.ivegi 4B Ólafsfjórður: Helga Jonsdotlir. Hrannatbyggð 8. s 96 62308 Reyðarfjörður: Marmo Sigurbiornsson. Heiðarvegi 12 s 97-41» 9 Þorlákshöfn: Franklin Benodikfsson Skalhollsbfaul 3. s 99-3624 Dalvík: Brynjar Fnðletlsson. Asavegi 9. s 96-61214 Fáskrúðsfjörður: Sonta Andresdottir Þingholti, s 97 5148 Selfoss: Þunðuf Ingollsdottu Hjarðarholti tf s 99-1582 Hveragerði: Slemunn Gisladottir Breiðumork 11. s 99-4612 Grindavik: Qhna Ragnarsdotlu Asbraut ' s 928207 Sandgerði: Sniolaug Siglusrk'tln Suðurgotu 18 s F2-7455 Keflavik: Erta Guðmunosoortir Grprateig 45 s 92 1165 Ytri-Njarðvik: Slemunn SnjoHsd Ingim Hafnaibyggð 27 « 92-3826 Innri-Njarðvík: Johanna Aðaisleir >flotlir Slapalelli s 92-6047 Hafnarfjörður: Hilmar Kristmsson Helga Gestsdottir , Nonnustig 6 s h 91-53703 s v 91-71655 Garðabær: Sigrun Fnðgeirsdotlu Heiðarlundi 18. s 91-44876 á hvert heimili AÐALSKRIFSTOFA SÍÐUMÚLA 15 AUGLÝSINGAR REYKJAVÍK RITSTJÓRN SÍMI 86300 Sigra Víkingar Real Sociedad? ■ í kvöld klukkan 17.30 hefst leikur Víkings og Real Sociedad í Evrópu- keppni meistaraliða í knattspyrnu. Þetta ■ Arconada er leikur tveggja meistaraliða sem eiga það sameiginlegt að hafa unnið meist- aratitil í sínu landi tvisvar í röð. Real Sociedad, mótherjar Víkings í Evrópukeppni meistaraliða, hafa á undanförnum tveimur árum verið spút- niklið spánskrar knattspyrnu - náð að skjóta risunum Rea! Madrid og Barce- lona ref fyrir rass. Félagið varð spánskur meistari í fyrsta sinn vorið 1981 og fáir áttu von á, að Real Sociedad tækist að leika sama leikinn aftur að ári. En það tókst - frábær endasprettur lagði grunn að sigri liðsins á Spáni og í síðustu umferðunum tókst Real Sociedad að skjótast fram fyrir Barcelona. Real Sociedad byggir ólíkt risunum í Madríd og Barcelona, einungis á innlendum leikmönnum - engir erlendir leikmenn eru í liðinu. Félagið hefur öflugt unglingastarf og árangurinn hefur ekki látið á sér standa. Liðið byggir mjög upp á „þrístirninu“ - markverðinum Arconada og framherjunum Ufarte og Satrustegui. Arconada þykir einn besti markvörður heims, en eins og margir félaga hans í spánska landsliðinu á HM, þá náði hann ekki að sýna sínar bestu hliðar. Ufarte er mjög leikinn, eldsnöggur og hann hefur oft verið maðurinn á bak við mörk miðherjans Satrustegui. Víkingar verða að hafa nánar gætur á þessum þremur leikmönnum, ef þeir ætla sér sigur gegn spánska liðinu. ■ Satrustegui aðalmarkaskorari Real Sociedad andstæðinga Víkings í Evrópu- keppni meistaraliða. yyGetum sigrað á góðum degi” — segir Ómar Torfason, fyrirliði Víkings ■ „Það er mikil ánægja í herbúðum okkar Víkinga nú eftir að sigur í íslandsmótinu er í höfn. Nú höfum við hugann við Evrópuleikinn gegn Real Sociedad, sem verður mun erfiðari. En ef við leikum af skynsemi þá er ég bjartsýnn á góð úrslit," sagði Ómar Torfason, fyrirliði Víkings. „Aðstæður verða okkur í hag og það tekur Spánverjana vonandi drjúgan tíma að átta sig á vellinum. Við erum betur í stakk búnir til þess að takast á við Real Sociedad, en við vorum í fyrra gegn Bordeaux. Við erum reynslunni ríkari og lærðum mikið á þeim leikjum. Víkingsliðið er heilsteyptara nú en í fyrra. Leikmenn eins og Heimir Karls- son, Aðalsteinn Aðalsteinsson, Gunnar Gunnarsson hafa tekið miklum framför- um - blómstrað í sumar. Þá kom Stefán Halldórsson sterkur út úr stöðu miðvarð- ar og Ögmundur Kristinsson hefur verið öryggið uppmálað í markinu. Við höfum sterkan kjarna 18 leik- manna og styrkleiki Víkings hefur öðru fremur verið í því hve leikmenn eru jafnir. En maðurinn á bak við velgengni okkar hefur verið Youri Sedov - hann hefur unnið þrekvirki hjá Víkingi. Snjall þjálfari, og .við stöndum í mikilli þakkarskuld við hann. Ég er því bjartsýnn - þegar við gengum til leiks gegn Bordeaux þá í raun vissum við ekki hvað við vorum að fara út í. Flestir leikmenn voru að leika sína fyrstu leiki gegn erlendum liðum. Nú erum við ári eldri - reynslunni ríkari eftir leikina gegn Bordeaux og æfinga- ferðina síðastliðið haust til Sovétríkj- anna. - Á góðum degi þá getum við unnið sigur hér heima,“ sagði Ómar Torfason. „Við munum leggja áherslu á að leika sterkan varnarleik gegn Real Sociedad og síðan beita skyndisóknum. Þessari lcikaðferð hefur íslenska lands- liðið beitt og þetta er raunar sú leikaðferð sem íslensk lið verða að beita í viðureign við sterk og þrautþjálfuð erlend félagslið. Við erum betur í stakk búnir tjl þess, að takast á við Real Sociedad, en þegar við lékum gegn Bordeaux. Við erum reynslunni ríkari,“ sagði Heimir Karlsson, miðherji I. deildar og markakóngur 1. deildar ásamt Sigurlási Þorleifssyni. Heimir Karlsson er aðeins 21 árs gamall en hefur þegar unnið sex meistaratitla. Hann hefur þrívegis orðið íslandsmeistari með Víkingi í hand- knattleik, nú tvívegis í knattspyrnu og auk þess, íslandsmeistari í knattspymu innanhúss. „Ég hef verið lánssamur að vera með réttum mönnum á réttum tíma. Ég hef lagt meiri áherslu á knattspyrnu, einfaldlega vegna þess, að þar var mér ætlað stærra hlutverk. Því er ég ánægðari með þá titla. Ég taldi þegar í vor, að við myndum eiga góða möguleika á að verja íslandsmeistaratitilinn og það hefur nú tekist á eftirminnilegan hátt. Það að ég yrði markakóngur, hvarflaði ekki að mér. Ég lék stöðu miðvarðar í yngri flokkum Víkings - síðan stöðu tengi- liðar og nú í fremstu víglfnu. Það var ekki fyrr en fór að líða á sumarið að það rann upp fyrir mér, að ég var markahæstur í 1. deild. En ég tók hvem leik fyrir sig - hugsaði um liðsheildina og litillinn vannst. En skemmtilegast finnst mér, að leika á miðjunni - sú staða á best við mig, þó auðvitað sé stórkostleg tilfmning að skora mark,“ sagði Heimir Karlsson.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.