Tíminn - 18.09.1982, Blaðsíða 19

Tíminn - 18.09.1982, Blaðsíða 19
og leikhús - Kvikmyndlr og ieikhús 0 Með botninn úr buxunum ★★★ Kafbáturinn ★★★ Breaker Morant ★★★ Staðgengillinn. ★★ Okkarámilli ★★★ Síðsumar ★★★ Fram í sviðsljósið ★★ Stripes Stjörnugjöf Tímans ★ * * ★ frábær • * * * mjög góö * ★ * góð * * sæmlleg * 0 léleg ÍGNBOGir TT 10 000 Síðsumar Heimsfræg ný óskarsverðlauna- mynd sem hvarvetna hefur hlotið mikið lof. Aðalhlutverk: Kathrine Hepbum, Henry Fonda, Jane Fonda. Leikstjóri: Mark Rydel Þau Kathrine Hepbum og Henry Fonda tengu bæði Óskarsverð- launin i vor fyrir leik sinn i þessari mynd. Sýnd kl. 3-5,30-9 og 11.15 Hækkað verð Himnaríki má bíða 1 ■" 'V'J'- 1 Bráðskemmtileg og fjörug banda- risk litmynd, um mann sem dó á röngum tíma, með Warren Beatty - Julia Christie-James Mason Leikstjóri: Warren Beatty íslenskur textl Sýndkl. 3.05,5.05,7.05,9.05 og 11.05. Hammersmith er laus Spennandi og sérstæð bandarísk litmynd um hættulegan afbrota- mann, með dularfulla hæfileika, með Elizabeth Taylor, Richard Burton og Peter Ustinov. Leikstjóri: Peter Ustlnov. íslenskur textl. Bönnuð Innan 16 ára. Endursýnd kl. 3.10, 5.10, 7.10, 9.10 og 11.10. Jón Oddur og Jón Bjarni Sýnd kl. 3.10 og 5.10. Morant liðþjálfi Úrvabmynd, kynnið ykkur blaðadóma. Sýnd kl. 3.15,5.15,7.15,9.15 og 11.15. #' ÞJÓDLFIKHÚSID Litla sviðið: Tvíleikur eftir Tom Rempinski i þýðingu Úlfars Hjörvar. Leikmynd: Birgir Engilberts. Ljós: Asmundur Karlsson. Leikstjóri: Jill Brooke Árnason. Frumsýning i kvöld' kl. 20.30. Uppselt. 2. sýning fimmtudag kl. 20.30. Tónleikar Kristjáns Jóhanns- sonar í dag kl. 19.00. Miðasala 13.15-20. Simi 1-1200. Tonabíö a*3-l 1-82 Bræðragengið (The Long Riders) Frægustu bræður kvikmynda- heimsins í hlutverkum frægustu bræðra vestursins. „Fyrsti klassi besti vestrinn sem gerður hefur verið í lengri lengri tima.“ - Gene Shalit, NBC-TV (Today) Leikstjóri: Walter Hlll. Aðalhlut- verk: David Carradine (The Serpents Egg), Keith Karradine (The Duellisls, Prelty Baby), Robert Carradine (Coming Home), James Keaeh (Hurric- ane), Stancy Keach (Doc), Randy Quaid (Whats up Doc, Paper Moon) og Dennis Quaid (Break- ing Away). Islenskur texti. Bönnuð börnum innan 16 ára. Sýnd kl. 5,7,9 og 11. ZS* 1 -1 5-44 Rokk i Reykjavík Endursýnum nú óklippta eintakið af þessari umdeildu mynd, aðeins [ þessa einu helgi. EINA TÆKI- FÆRIÐ TIL AÐ SJÁ MYNDINA I DOLBY-STERIÓ. Bönnuð bömum innan 14. Sýnd kl. 5,7,9 og 11. Nútíma vandamál Sýnd kl. 3. 1-1 3-84 klule Aðalhlutverk: Jane Fonda og Donald Sutherland. islenskur texti. Bönnuð innan 14 ára. Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11.15. Árásin á lög- reglustöð 13 PBEO“,n » Æsispennandi og viðburðarhröð bandarisk litmynd, um bófaflokka unglinga í átökum við lögreglu, með Austin Stoker, Darwin Joston og Laurie Zimmer. Leik- stjóri: John Carpenter. Islenskur texti. Bönnuð innan 16 ára. Sýndkl. 5,7,9 og 11. Laugardagur og sunnudagur Stripes Sýnd kl. 3, 5, 7, 9 og 11. með ^ BO DEREK# Hin umdeilda kvikmynd sýnd kl. 5,7 og 9. Lukku Láki Bamasýning kl. 3 sunnudag. jmo^Bioj 2F 2-21-40 Kafbáturinn (Das boat) OíAjI/AaIIam aa AkÁlAmtLíl mimjJ Mvmvwoy uy cuiincuiur\ji uiyiiu sem alistaðar hefur hlotið metað- sókn. Sýnd I Dolby Stereo. Leikstjóri: Wolfgang Petersen Aðalhlutverk: Jiirgen Prochnow Herbert Grönmeyer Bönnuð Innan 14 ára. Hækkað verð. Sýnd kl. 5, 7.30 og 10. Sunnudagur Sýnd kl. 5 og 10. I lausu lofti Sýnd kl. 3. Dávaldurinn Frisenette sýnlr kl. 20.00. I.KIKLKI A( j KKYKjAVÍKi IK Frestun Af óviðráðanlegum ástæðum | verður að fresta sýnlngum á nýju lelkritl Kjartans Ragnars- sonar.Skilnaðiumnokkradaga. [ Elgendur aðgangskorta eru sér- staklega beðnir að athuga I þessa breytingu þar sem dag- stlmplaráaðgöngumiðumgilda | ekki lengur. Aðgangskort frumsýningarkort. Kortasala stendur ennþá yfir, I ósóttar pantanir óskast sóttar i síðasta lagi 15. sept. annars | seldar öðrum. Uppselt á 1.-6. sýningu. Miðasala í Iðnó kl. 14-19 simi 16620. *ZS* 3-20-75 Næturhaukamir Ný æsispennandi bandarisk sakamálamynd um baráttu lög- reglunnar við þekktasta hryðju- verkamann heims. Aðalhlutv.: Sylvester Stallone, Billy Dee Wllliams og Rutger Hauer. Leikstjóri: Bruce Malmuth. Sýnd kl. 5,7 og 11. Hækkað verð. Bönnuð yngri en 14 ára. Töfrar Lassý Spennandi ævintýramynd | um hundinn Lassý. Islenskur texti. Sýnd sunnudag kl. 3. OKKAK A MILLI Sýnd kl. 9. ZS* 1-89-36 A-salur Frumsýnir úrvals gamanmyndina STRIPES Bráðskemmtileg ný amerísk ur- vals gamanmynd i litum. Mynd sem allsstaðar hefur verið sýnd við metaðsókn. Leikstjóri Ivan Reit- man. Aðalhlutverk: Bill Murray, Harold Ramis, Warren Oates, P.J. Soles o.fl. Sýnd kl. 3, 5, 7, 9 og 11 l'slenskur texti Hækkað verð B-salur Geðveiki morðinainn Æsispennandi ensk kvik- mynd um mann sem haldinn er geiðveilu. Mynd þessi vann fyrstu verðlaun á alþjóðavisindaskáld- skaps- og vísindafantasíuhátíð- inni i Róm árið 1981. Einnig lékk hún verðlaun sem besta hryllings- mynd innan mánaðar frá frumsýn- ingu hennar. Myndin er sýnd um allan heim við góða aðsókn um þessar mundir. Bönnuð börnum innan 16 ára. Endursýnd kl. 5, 7,9 og 11. Einvígi köngulóarmannsins Sýnd kl. 3. LAUGARDAGUR 18. SEPTEMBER 1982 kvikmyndahornið ■ Eitt af eftirminnilegum glxfraatriðum í Staðgenglinum. STAÐGENGILLINN (The Stuntman). Sýningarstaður: Bíóhöllin. Leikstjóri og framleiðandi: Richard Rush. Aðaihlutverk: Peter O’Toole (Cross leiktjóri), Steve Railsback (Cameron), Barbara Hershey (Nina). Handrit: Lawrence B. Marcus eftir skáldsögu Paul Brodeur. Myndataka: Mario Tosi. Framleidd 1980. Staðgengillinn er stórskemmtileg og vel gerð mynd, þar sem Richard Rush tekst með eftirminnilegum hætti að sýna hvað eftir annað, að ekki er allt sem sýnist, já, reyndar, að yfirleitt er ekkert eins og það sýnist. Sem er auðvitað kjarni þeirra sjónhverfinga, sem kvikmyndin í raun og veru er. Saga þessarar kvikmyndar er út af fyrir sig ekki ómerkilegri en kvikmyndin sjálf. Hún skal ekki rakin hér, en látið nægja að minna á, að það tók Richard Rush tæpan áratug að útvega fjármagn til þess að gera myndina, og síðan nærri tvö ár að fá myndina sýnda, loksins þegar hún var tilbúin. Trú hans á að hér væri efni í góða mynd bilaði aldrei, og það er ótrúlegri þrautseigju hans einni að þakka að hún varð að veruleika. í myndinni segir Rush frá ungum manni, Cameron, sem er á flótta undan lögreglunni. Hann rekst á flóttanum inn í kvikmyndaupptöku, þar sem leikstjóri að nafni Cross er að gera mynd um hetju í fyrri heimsstyrjöldinni. Cameron vekur athygli leikstjórans, sem býður honum að taka við hlutverki glæfragosa, sem látist hafði við myndatökuna - kannski jafnvel fyrir tilverknað Cameronssjálfs. Pilturinn tekur þessu boði þótt hann hafi aldrei áður komið nálægt þeim hættulegu glæfrum, sem hann verður nú að framkvæma fyrir myndavélina. Cameron stendur sig vel og vekur athygli Ninu, sem leikur helsta kvenhlutverkið í myndinni, og þau verða elskendur. En Cameron er maður á flótta og hann sér hættur og óvini í hverju horni. Og brátt sannfærist hann um, að Cross hafi ekki ráðið sig af einskærri manngæsku, heldur hyggist hann láta sig deyja í lokaatriðinu til þess að fullnægja brjálæðislegri þörf sinni fyrir að kvikmynda raunveru- leikann. Og kannski er það svo? Söguþráðurinn er þannig hlaðinn spennu, sem er margefld með snjöllum atriðum, þar sem Rush gerir hversdagslega atburði ógnvæn- lega í besta Hitchcockstíl. Þannig tekst honum að skapa óvissu og ógn í hverju atriðinu á fætur öðru. Þar fyrir utan eru svo glæfraatriðin í myndinni, sem eru eins konar dýrðaróður til þeirra fjölmörgu glæfragosa, sem hafa á liðnum árum átt sívaxandi þátt í bandarískri kvikmyndagerð, þar sem alltaf eru gerðar kröfur um stórkostlegri og hættulegri atriði. Það þarf mikla tækni og hugrekki, sumir myndu jafnvel segja fífldirfsku, til þess að stunda þá atvinnu, en án glæfragos- anna yrðu margar spennumyndirnar heldur daufar. Peter O’Toole stendur sig með afbrigðum í myndinni; leikstjórinn hans er að sögn byggður á John Huston og er brjálæðislegur en engu að síður trúverðugur. Steve Rails- back gerir einnig unga manninum góð skil. Staðgengillinn er öðru fremur um töfra og sjónhverfingar kvikmynda- gerðarinnar og því skyldusýn allra þeirra, sem áhuga hafa á þeirri íistgrcin. Elías Snæland Jónsson skrífar

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.