Tíminn - 23.09.1982, Blaðsíða 12

Tíminn - 23.09.1982, Blaðsíða 12
16 FIMMTUDAGUR 23. SEPTEMBER 1982 V STÁL-ORKASSr SIJIMJ- 0« VIIMSKIIIfeAMtlNIJSTAN Leigufyrirtæki Höföar þjónusta okkar til þín? Veltu því fyrir þér. Viö höfum yfir aö ráöa þjónustubifreiö m/öllum bún- aöi, sem viö getum sent hvert á land sem er ásamt starfsmönnum. Er fyrirtækiö þitt yfirhlaöiö verkefn- um? Hefur þú oröiö aö vísa frá þér verkefnum vegna mannaleysis? Ef svo er, haföu þá samband viö okkur og viö veitum þér tímabundna aöstoö. Athugaöu þaöll H Söluskattur Viðurlög falla á söluskatt fyrir ágústmánuð 1982, hafi hann ekki verið greiddur í síðasta lagi 27. þ.m. Viðurlög eru 4% af vangreiddum söluskatti fyrir hvern byrjaðan virkan dag eftir eindaga uns þau eru orðin 20%, en síöan eru viðurlögin 4% til viðbótar fyrir hvern byrjaöan mánuð, talið frá og með 16. október. Fjármálaráðuneytið, 17. september 1982 íþróttir FH-sigur í hörkuleik FH sigradi Stjörnuna 26-21 f 1. deild í handknattleik ■ Mikil harka var í leik Stjörnunnar og FH í 1. deild í handknattleik, sem háður var á Selfossi í gærkvöldi. Dómarar leiksins þeir Karl Jóhannsson og Björn Kristjánsson urðu til dæmis að útiloka tvo leikmenn frá frekari þátttöku í leiknum og segir það meira en langar lýsingar. FH-ingar byrjuðu ekki alltof vel, því þeir brenndu af víti strax á 1. mínútu. Það var hins vegar Gunnar Einarsson sem skoraði fyrsta mark 1. deildar- keppninnar í ár fyrir Stjörnuna. En um leið og hann hafði tekið forystuna fyrir Stjörnuna tóku FH-ingar á það ráð að taka Gunnar úr umferð og setti það mark sitt á leik hans. Lið Stjörnunnar lék þennan leik mjög þokkalega miðað við aðstæður. Þetta var þeirra fyrsti leikur í 1. deild, en þeir hafa góðu liði á að skipa og ættu að geta spjarað sig í 1. deildarkeppninni. FH-ingar hafa reyndari leikmönnum á að.. skipa og það reyndist þeim traust veganesti í leiknum í gær. Bestir í liði FH voru Þorgils Óttar, sem skoraði 7 mörk, eða jafn mörg og Kristján Arason sem var markahæstur í liði FH. Þá var Pálmi Jónsson mjög góður og skoraði 5 mörk. Brynjar Kvaran var góður í markinu hjá Stjörnunni. Þá var Ólafur Lárusson traustur og Eyjólfur Bragason var atkvæðamikill í markaskoruninni. Mjög glæsilegt mark, sem Ólafur Lárusson skoraði á 15. mín. fyrri hálfleiks vakti verulega athygli. Hann stökk upp jafnfætis og negldi í samskeyt- in, glæsilegt mark hjá Ólafi, sem lék sinn fyrsta leik í 1. deild með nýju félagi. Lék áður með KR. Mörkin. FH: Kristján Arason 7, Þorgiis Óttar 7, Pálmi Jónsson 5, Hans Guðmundsson 4, Sveinn Bragason, Sæmundur Stefánsson og Guðmundur Magnússon eitt hver,- Stjarnan: Eyjólfur Bragason 8, Guðmundur Þórð- arson 4, Magnús Teitsson 3, Ólafur Lárusson og Gunnlaugur Jónsson 2 hvor og Gunnar Einarsson og Heimir Karls- son eitt mark hvor. Þeir Björn Kristjánsson og Karl Jóhannsson dæmdu erfiðan leik vel. Litlu munaði að þeir misstu á honum tökin, en þeim tókst að koma í veg fyrir það. KB/sh ■ Kristján Arason skoraði 7 mörk fyrir FH í leiknum gegn Stjömunni í gxr. Jarfntefli f Kaupmannahöfn ■ Englendingar og Danir gerðu jafntefli í Evrópukeppni landsliða í Kaupmannahöfn í gærkvöldi. Danir þóttu sýna mjög góðan leik, enda þótt að í lið þeirra vantaði þeirra besta mann gegnum tíðina Allan Simonsen og einnig vantaði þá Frank Arnesen, sem er einn sterkasti miðvaUarspUari Dana. Það var Trevor Francis sem skoraði bxði mörk Englendinga hið fyrra á 7. mínútu. AUan Hansen jafnaði úr vítaspyrau og aftur tóku Englendingar forystuna. En rétt fyrir leikslok tókst Jesper Olsen að jafna fyrir Dani. HoUendingar og írar, sem leika í sama riðli og íslendingar í Evrópukeppni landsliða léku í gxr og sigruðu HoUendingar með tveimur mörkum gegn einu. Önnur úrsUt í gærkvöldi urðu: Wales-Noregur....................1:0 V.Þýskaland-Belgía...............0:0 Portúgal-Finnland................2:0 Waterschei, lið Lárusar Guðmunds- sonar lék í Evrópukeppni bikarhafa gegn bikarmeisturunum frá Luxemburg. Waterschei sigraði með 7 mörkum gegn einu og skoraði Lárus tvö þeirra. Þess má geta, að landsleikur Englendinga og Dana var fyrsti leikurinn sem Bobby Robson nýi einvaldurinn hjá enska knatt- spyrnusambandinu stýrir liðinu. 45.000 áhorfendur sáu leikinn í Idrætsparken. England sigraði Dan- mörku U—21 ■ Englendingar sigruðu Dani í landsleik þjóðanna með Uðum skip- uðum leikmönnum undir 21. árs aldri. Leikið var í Kaupmannahöfn í fyrrakvöld og var leikurinn liður í Evrópukeppni landsUða. Enska Uðið skoraði fjögur mörk, Danir eitt. Það var Gary Mabbut, sem leikur með Tottenham sem skoraði tvö mörk ■ leiknum, en CyriUe Regis og Paul Davis skoraðu eitt mark hvor. Mark Dana skoraði Bent Christian-

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.