Tíminn - 25.09.1982, Blaðsíða 2

Tíminn - 25.09.1982, Blaðsíða 2
Viltu fá silfur- orm í eyra ■ Hvernig þxtti ykkur að hafa litla silfurslöngu á eyrun- um, eðaþá vínviðarlauf með klasa hangandi niður úr eyrna- sneplinum. Það eru margir möguleikar sem koma til greina, þegar gerð hafa verið tvö eða þrjú göt í eyrað. Þá er hægt að gera heilmiklar kúnstir með eyrnalokkana, segja gull- smiðir. Danskur gullsmiður fékk sérstakt hrós á skartgripasýn- ingu nýlega fyrir lítinn gull- karl, sem var að leika sér með tvo bolta í höndunum og einn á lofti. Boltarnir voru túrkis- steinar, og sá boltinn sem var á lofti var lítill túrkissteinn, sem settur var í aukagatið á cyranu miðju. FALLEG STÚLKA MEÐ FALLEGT HAR ■ Silfurslangan gerði mesta lukku á sýningu gullsmiða Danmörku, og margar stúlkur ganga nú um mcð silfurslöngu í eyranu. ■ Jane Jabina er aðeins 16 ára, en hún hefur þegar unnið sem fyrirsæta á annað ár í Danmörku. Nú er hún í fullri vinnu hjá fyrirtæki, sem heitir Scandinavian Models. Jane hafði stutt hár í sumar, en er nú að láta það vaxa fyrir veturinn, og sýnir hún hér hártísku, sem danskur hár- grciðslumeistarí fann upp handa henni meðan hún er að láta háríð vaxa. Hárgreiðslu- meistarínn „setti strípur" i hárið á Jane til að lífga upp á það, en hún sagðist ráðleggja þeim sem hefðu pcrmanent í hárinu að fara varlega í það að láta lýsa hártoppa, því að það gæli farið illa. „Hárið hrein- lega datt af vinkonu minni, sem hafði permanent og fékk sér strípur í hárið“,sagði Jane. Charlotte Rampling hef ur ákveðn- ar skoðanir á mótleikurum smurn og er óhrædd að láta þær f Ijós ■ Inska leikkonan Char- lottc Rampling, sem nú er orðin stjarna í Bandaríkj- unum, er ekki að hika við að segja sína skoðun á mönnum og málefnuin. Hún segir m.a. um nokkra fræga leikara, scm hún hcfur lcikið með: Ég hef leikið á móti Peter OToole, Kichard Burton, Ko- bert Mitchum, og Sean Conn- ery og það verð ég að segja, - að þeir eru allir duglegir og snjallir leikarar, en það er mjög erfitt að vinna með þeim og yfirleitt að umgangast þá eins og venjulegt fúlk. - Sá eini af þcim stúrleik- urum, sem ég hefi kynnst, sem er með gúða dómgreind og almenna skynsemi er Paul Newman, segir Charlotte ákveðin. Svo heyrast aðrar raddir, sem eru ckki alveg sammála leikkonunni. T.d. starfsfólkið á hinu fina hóteli í New York, sem heitir Carlysle, segir öðruvísi frá kynnum sínum af Newman:,, Það þarf að stjana og dekra við hann og hann er einn af kröfuhörðustu gestum okkar", segir einn af þjónustu- fólkinu þar, og segist áreiðan- lega geta talað fyrír munn fieiri þar á hótclinu. En hvað um það - Charlotte Kampling finnst hann gáfaður skemmtilegur og stórsjarmer- andi. Fyrsta hraðbraut Þýska- lands 50 ára ■ 6. ágúst 1932 var slegið upp stórum fyrirsögnum í blöðum í Köln þar sem kynnt var opnun fyrstu hraðbrautar Þýska- lands, sem tengdi saman borg- irnar Bonn og Köln. Hrað- brautin var 20 km. löng, hafði 4 akreinar og að henni lágu engir hliðarvegir. Umferð um hana var aðcins leyfð bílum, ökutæki dregin af hestum og reiðhjól voru bannlýst. Þetta var ekki einungis fyrsta hrað- braut Þýskalands, heldur einn- ig allrar Evrópu. Þeir, sem hlutu þann heiður að opna hraðbrautina fyrir umferð, voru borgarstjórarnir Wilhelm Múrken í Bonn og Konrad Adenauer í Köln, en hann varð síðar fyrsti kanslari sambandslýðveldis- ins. Adenauer tók þátt í undirbúningi hraðbrautargerð- arinnar frá upphafi, en hann hófst 1926. Sjálf vegarlagn- ingin tók hins vegar 3 ár og voru fengnir til að inna hana af hendi 5.500 atvinnuleysingjar frá báðum borgunum. Hún var eingöngu unnin með handafli. 700.000 tonn af jarðvegi þurfti að færa til í sambandi við vegargerðina. Allt frá árínu 1959 hefur hraðbrautin Bonn-Köln verið hluti af 7.500 km. löngu hraðbrautarkerfi Vestur- Þýskalands. Nú eru á henni 6 akreinar og um hana fara 70.000 ökumenn á degi hverj- Ný aukabúgrein á breskum herragarði ■ Breskir aðalsmenn, sem sitja uppi með stórar og dýrar landareignir.verða að grípa til allra tiltækra ráða til að afla sér tekna til að standa undir rekstrinum á eignum sínum. Algengt er, að þeir opni hallir sínar fyrir ferðamenn, sem ólmir vilja líta á dýrðina, en nú hcfur markgreifinn af Bath, fundið enn betra ráð. Markgreifinn hefur komið sér upp dýragarði á landareign sinni, Longleat. Þar selur hann aðgang dýrum dómum. Fljót- lcga komst hann þó að raun um, að aðgangseyririnn einn nægði ekki fyrir þeim útgjöld- um, sem rekstur dýragarðsins hafði í för með sér. En markgreifinn hefur ráð undir rifi hverju. Hann hyggst nú hasla sér völl í áburðarsölu. Hráefnið í áburðinn kemur frá úrgangi þeim, sem nas- hyrningarnir í dýragarðinum skilja eftir sig, en það eru lítil 36 tonn á árí. Þessi áburður er sagður henta einkum vel við ræktun vínviðs, ávaxtatrjáa og begónía. Hann læknaðist af staminu — um tíma ■ I margar vikur hafði lög- reglan í Cooperville, Kansas í Bandaríkjunum staðið ráð- þrota yfir því að einhver gekk þar um stræti og braut glugga, og helst stóra glugga. Loksins stóðu þeir sökudólginn að verki, - en hann sagðist gera þetta samkvæmt læknisráði. Það þótti lögreglunni heldur einkennilegt svar, og tóku lögreglumenn hann til yfir- heyrslu til að fá nánari skýr- ingar. Barry Parks, 31 árs versl- unarmaður, sagði við yfir- heyrsluna, að hann hefði þrisvar sinnum misst atvinnu vegna þess að hann stamaði svo mikið. Hann var þá orðinn svo niðurdreginn að hann leitaði til sálfræðings. Sálfræðingurínn sagði Barry, að hann væri of þvíngaður og niðurbældur, þess vegna stam- aði hann svona mikið. Líklcga yrði það til bóta fyrir alla líðan hans og þá ekki síst til að lækna stamið, ef hann færí að prófa það, að gera bara það sem hann langaði til, - láta eitt- hvað eftir sér sem hann hefði lengi langað til. Barry Parks sagðist hafa farið eftir ráði sérfræðings- ins. Allt frá barnæsku hcfði hann haft löngun til að brjóta rúður. Nú fór hann bcint frá lækninum og þeytti músteini í gegnum sýningarglugga í nær- liggjandi stórverslun. Brot- hljóðið sagði hann að hefði haft góð áhríf, - hann hætti að stama þann daginn. Síðan kom aftur yfir hann að hann réði ekki við stamið, og þá endur- tók sama sagan sig. Hann braut rúðu og varð léttara um að tala, og eftir nokkum tíma var málhelti Barrys horfin. Barry Parks var dæmdur til að greiða skaðabætur fyrir brotnar rúður - og nú stamar hann meira en nokkru sinni!

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.