Tíminn - 25.09.1982, Blaðsíða 5

Tíminn - 25.09.1982, Blaðsíða 5
Glitaugu í miklu úrvali. Nýkomnir efripartar á Land/Rover hurðir Póstsendum Erum fluttir í Síðumúla 8 BÍLHLUTIR H/F Sími 3 83 65. I LAUGARDAGUR 25. SEPTEMBER 1982 erlent yfirlit OPIÐ til kl 16.00 í dag laugardag K^^TMQ{D@TftoXS)ORÍ] LAUQALÆK 2. ■ íml 35020 Nýkomið mikið úrval af LJÓSUM Autobianchi A 112 Fíat 127 V.W. 1300-1303 V.W. Golf V.W. Passat Vinnuljós Snúningsljós Vörubílaljós ■ Jafnaðarmenn taka nú við stjórnar- taumunum í Svíþjóð eftir að borgara- legu flokkarnir hafa haldið um þá í sex ár. Olof Palme og flokkur hans vann frækilegan kosningasigur og sest r' sæti forsætisráðherra á ný. Jafnaðarmenn hafa verið harðir í stjórnarandstöðunni og kennt borgaraflokkunum um allt það sem aflaga hefur farið í Svíþjóð á undanförnum árum. Þeir gengu til kosninganna með stefnuskrá, sem um margt skar sig frá kosningaheitum borgaraflokkanna. Á það á eftir að reyna, hvort jafnaðarmönnum tekst að standa við kosningaloforð sín og hverju ný stjórnarstefna kann að koma til leiðar. Meðal kosningaloforða sem standa verður við er að hækka sjúkratrygging- ar, að verðtryggja eftirlaun, hækka atvinnuleysisbætur úr 230 s.kr. á dag upp í 280 kr. og auka verulega framlög til barnaheimila. Borgaraflokkarnir spyrja hvernig eigi að afla tekna til að standa undir auknum útgjöldum og Palme er ekki í vandræð- um með það. Hækka á skatta á gróða og eignum, taka kúfinn af hagnaði orkufyrirtækja og hækka virðisauka- skattinn um 2 af hundraði. Fjárfestingar verða auknar og skatta- lögum breytt. Pað mun einnig minnka atvinnuleysið, sem er eitt af höfuðverk- efnum jafnaðarmanna og þeir hafa lofað að útrýma. Ef þetta tekst án þess að botninn bresti úr ríkissjóði, getur það orðið til eftirbreytni í öðrum löndum Evrópu, þar sem kreppa hefur gripið um sig í atvinnulífi. Launþegasjóðirnir voru mjög til umræðu fyrir kosningarnar. En eftir því sem nær dró að þeim kom fram sáttavilji hjá Palme, og hann tók það fram aftur ■ Olof Palnte er glaðbeittur sem fyrr, en hvernig tekst að standa við kosningaloforðin? Svíþjód: Tekst jafnaðarmönnum að standa við kosnlngaloforðin? og aftur í lok kosningabaráttunnar, að stofnun launþegasjóðanna yrði ekki framkvæmd nema með samvinnu við borgaraflokkana og atvinnurekendur. Að minnsta kosti yrði haft samráð við alla viðkomandi aðila um hvernig að sjóðunum verði staðið. Palme lagði áherslu á að hann vildi helst sem breiðasta samvinnu við að kljást við efnahagsvanda þjóðarinnar. Stockholms Tidningen, aðalmálgagn jafnaðarmanna, segir að innan skamms muni Palme bjóða fulltrúum borgara- flokkanna til umræðna um launþega- sjóðina, stofnun þeirra og starfssvið. Daginn fyrir kjördag stóðu fulltrúar borgaraflokkanna fast á því að þeir væru ekki til viðræðu um þetta efni. En það kann að breytast þegar þeir fara að hugsa sig betur um og kosningamóður- inn er farinn af þeim. Pað gerir Palme erfiðara fyrir um samkomulag um þessi mál, að LO, sænska Alþýðusambandið, vill ekkert makk og múður um launþegasjóðina, heldur drífa í gegn lagafrumvörp sem að þeim lúta og koma þeim á án samráðs við aðra stjórnmálaflokka eða atvinnu- rekendur. Þessi afstaða gerir Palme erfitt um vik að fara rólega í sakirnar og ná breiðari samstöðu um þetta mikla deilumál. En það urðu fleiri breytingar í sænskum stjórnmálum við þessar kosn- ingar en að jafnaðarmenn komast til valda á ný. Miklar breytingar urðu milli borgaraflokkanna. Miðflokkurinn, flokkur Fálldins, tapaði fylgi og hrun varð í flokki Ullstens utanríkisráðherra, Þjóðarflokknum. Aftur á móti unnu íhaldsmenn stærsta kosningasigur sinn síðan fyrir stríð. Hægfara flokkurinn er nú stærsti borgaraflokkurinn í Svíþjóð og hefur tekið við því hlutverki af Miðflokknum. Vera má að þetta verði til þess að hinir borgaraflokkarnir beygi stefnu sína nokkuð til hægri, og aðlagi stefnu íhaldsins fyrir kosningarnar 1985. Ulf Adelsohn hefur verið formaður íhaldsmanna í aðeins eitt ár. Hann dregur enga dul á að fylgisaukning flokksins sýni að sænskir kjósendur, sem greitt hafa borgaraflokkunum atkvæði, séu að gerast íhaldssamir. Strax eftir kosningarnar sagði hann að ■ Fálldin er ekki lengur forsætisráðherraefni, en lagt er hart að honum að halda áfram sem leiðtogi Miðflokksins. næsta kosningabarátta væri hafin, og hrósaði fyrirfram sigri í kosningunum sem fram fara eftir fjögur ár. Með fylgisaukningunni og þeirri staðreynd að Hægfara flokkurinn er hinn stærsti af borgaraflokkunum liggur í hlutarins eðli að Adelsohn lítur á sig sem forsætisráð- herracfni borgaraflokkanna. Sögusagnir ganga um að Thorbjörn Falldin hyggist draga sig í hlé frá stjórnmálum. Hann sé búinn að fá nóg af stjórnarsetu í sex ár, og vilji snúa sér að búskapnum á ný. En þrátt fyrir fylgistap flokks hans cr hann fastur í sessi sem formaður Miðflokksins og fylgismenn leggja fast að honum að standa áfram í forystusveit. Fari Fálldin út úr sænskri stjórnmála- baráttu verður tómarúm í miðjunni. Menn koma ekki auga á neinn leiðtoga sem fyllt geti skarð hans og sænsk stjórnmálabarátta getur snúist upp í einvígi milli jafnaðarmanna og íhalds- manna. Úrslit kosninganna 19. sept. sl. sýna að kjóscndur eru ekki þeirri þróun fráhverfir. Oddur Ólafsson skrifar Sjúkrahús Suðurlands Selfossi óskar eftir hjúkrunarfræðingum og sjúkraliðum sem fyrst. Upplýsingar hjá hjúkrunarforstjóra í síma 99-1300. Til sölu er rafmagnshitatúba og Westinghouse hitavatns- kútur úr tveggja ára gömlu 200 ferm. einbýlishúsi. Allar tengingar fylgja. Gott verð. Upplýsingar í síma 91-52172 og 91-54644.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.