Tíminn - 02.10.1982, Side 1
Fyrsti áskriftar-getraunaseðillinn birtur á bls. 8-9
Bla 1 ð 1 Tvö blöð í dag
Helgin 2.-3. okt. 1982 224. tbl. - 66. árg.
Indland:
Stefnu-
breyting
— bls. 5
% m
Fjala-
kötturinn
- bls. 15
Redgrave-
fjöl-
skyldan
bls. 2
Volvo
reynslu-
ekið
— bls. 8-9
Samúdarverkfall starfsmanna á Siglufirði fær óvæntan endi:
MÆTTll TIL VINNU EFTTR
HÓTANIR UM UPPSAGNIR
■ „Sá cinstæði atburður skeði hér í
morgun, að þeir sömu aðilar sem að
undanförnu hafa sagt mönnum upp
starfi með vinnubrögðum sem minna
mann óneitanlega á vinnubrögð vald-
hafa í Póllandi - þeir Geir Zoega,
skrifstofustjóri og Gísli Eh'asson,
verksmiðjustjóri Sðdarverksmiðja rík-
isins á Siglufirði - skiptu því á sig að
hringja í hvem einstakan starfsmann
og tðkynna þeim að ef þeir ekki mæti
tð vinnu í dag, þá yrðu þeir hver um sig
reknir úr starfi. Menn hafa verið og
em hræddir, því hér er piikill vandi í
atvinnumálum. Þegar Ijóst var að
þeim hafði tekist að hræða nokkum
hluta starfsmannanna til að mæta tíl
vinnu þá lögðum við hjá verkalýðs-
félaginu til við aðra starfsmenn að þeir
gerðu það líka. Vinna hófst þvi aftur
kl. 13.00 í dag,“ sagði Kolbeinn
Friðbjamarson, form. Vöku á Siglu-
firði í gær.
Forsaga þessa máls er sú, að eftir
uppsagnir um 25*28 manna smám
saman síðustu mánuði, án nokkurra
reglna, þannig að enginn hefur vitað
■ „Ekki tifir maðurinn á brauðinu einu saman“ stendur að vísu í bók bókanna. Ekki ætlast bakarar þjóðarinnar heldur til þess. Þeir
telja á hinn bóginn að landsmönnum muni betur famast en ella ef þeir borða að minnsta kosti 6 sneiðar af brauði á dag. Þessa álitlegu
kringlu hafa þeir væntanlega bakað í tilefni af norrænni brauðviku sem stendur yfir dagana 4. til 10. október. Tímamynd G.E.
hver næstur yrði, fyllti það mælinn
þegar elsta starfsmanni fyrirtækisins -
Jóhanni Möller sem er 64 ára gamall
- var sagt upp störfum eftir 48 ára starf
hjá Síldarverksmiðjum ríkisins. „Upp
á þennan mann er ekkert að klaga og
því ljóst í huga okkar hér, að þarna
var verið að beita persónulegum
hefndarráðstöfunum og grófri vald-
níðslu. En Jóhann hefur verið í stjórn
Vöku í áratugi og því gjaman lent á
honum að standa í ágreiningsmálum
fyrir félaga sína. Menn fylltust því
réttlátri reiði“ sagði Kolbeinn. Á
fundi starfsmanna sjálfra ákváðu þeir
að mótmæla þessum vinnubrögðum
kröftuglegar en til þessa, með því að
fara heim úr vinnu og mæta ekki aftur
fyrr en eftir helgi.
„Með fyrrnefndum ógnunum tókst
þeim að brjóta þessar eðlilegu mót-
mælaaðgerðir á bak aftur. Minnist ég
þess ekki að hafa heyrt af slíku hér á
landi síðustu 30 ár eða svo“, sagði
Kolbeinn. - HEI
Fimm
stöðu
um
dómara
■ Fimm umsækjendur eru um stöðu
sakadómara við sakadóm Réykjavík-
ur, stöðuna sem Gunnlaugur Briem
nýskipaður yfirsakadómari gegndi.
Þau eru Birgir Þormar, fulltrúi
sakadóms, Erla Jónsdóttir, deildar-
stjóri hjá rannsóknarlögreglu ríkisins,
Ingibjörg Benediktsdóttir, fulltiúi
sakadómara, Jón Erlendsson, fulltrúi
ríkissaksóknara og Karl F. Jóhanns-
son dómarafulltrúi á Selfossi. -Sjó
Ölvaður tjónvaldur í umferðinni:
HANDSAMADUR AF IÐGll-
BÍLSTJÓRA 0G DYRAVERDI
■ Ungur maður sem var að koma af
dansleik í Hollywóod í fyrrinótt gerði
sér lítið fyrir og brá sér upp í bíl sinn,
vel við skál, og ók honum síðan á
kyrrstæðan bíl sem var fyrir utan
veitingahúsið. Kyrrstæði bíllinn varð
fyrir talsverðum skemmdum, en öku-
maðurinn drukkni var ekki á því að
standa gerðum sínum skil, heldur ók
hann á brott eins og ekkert hefði í
skorist.
Nokkrir sjónarvottar voru að þess-
um atburði. Þeirra á meðal voru
leigubílstjóri, sem beið við véftinga-
húsið eftir farþegum, og dyravörður.
Brugðu þeir skjótt við, fóru á bílum
sínum á eftir þrjótnum og náðu að
handsama hann áður en hann var
kominn úr Ármúlanum, götunni sem
Hollywood stendur við. Héldu þeir
þrjótnum þar til lögreglan kom á
vettvang og færði hann til blóðprufu.
-Sjó.