Tíminn - 02.10.1982, Blaðsíða 4

Tíminn - 02.10.1982, Blaðsíða 4
LAUGA.RDAGUR 2. OKTÓBER 1982 fréttiri Útvarpslaganef nd vlíl afnema einkarétt Ríkisútvarpsins: EINSTAKLINGAR OG SVEITAR- FÉLÖG FAl ÚTSENDINGARLEYFI — að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. Sjónvarpið skyldað til að senda út dagskrá allt árið ¦ „Grundvallarbreytingin í okkar hug- myndum er sú, að auk Ríkisútvarpsins verði sveitarfélögum eða félögum sem sérstaklega eru til þess stofnuð, gert- kleift að sækja um leyfi tit útsendingar, að sjálfsögðu með ýmsum skUyrðum", sagði Markús Á. Einarsson, formaður útvarpslaganefndar þeirrar er hélt sinn síðasta fund í gær. Meðal þeirra skilyrða nefndi Markús: Að einn maður yrði að bera ábyrgð á hverri stöð. Væntanlegar stöðvar yrðu staðbundnar þar sem þeim yrði aðeins úthlutað bylgjum á svonefndum metra- bylgjum og mundi Póstur og sími setja reglur og sjá um tæknihlið þeirra mála. Þá yrðu sveitarstjórnir að mæla með veitingu leyfa. Óheimilt yrði að veita erlendum aðilum leyfi. Leyfi til útsend- ingar miðast alfarið við efni sem aflað hefur verið leyfis til að flytja og liggja viðurlög við ef út af er brugðið. Minnti Markús m.a. á í því sambandi að höfundarréttarlög eru nú í endurskoð- un. Þá verður t.d. óheimilt að stórfyrir- tæki fái að kosta almenna dagskrárgerð. Hvað þá með auglýsingatekjur? „Við leggjum til að þráðlausum stöðvum verði heimilað að selja auglýsingar í svipuðu hlutfalli og Ríkisútvarpið, þar sem þær hafa engin tök á að innheimta - afnotagjöld. Ekki er hins vegar lagt til að kapalsjónvarp fái að nýta sér auglýsingar". Jú, sjálfsagt missir Ríkis- útvarpið auglýsingatekjur. En við ætl- umst til að það fái sínar tekiur eftir sem áður - líka þær sem tapast vegna þessa - þar sem Ríkisútvarpinu eru lagðar svo viðamiklar skyldur á herðar", sagði Markús. En samkvæmt tillögum nefnd- arinnar er hljóðvarpi gert skylt að senda út að lágmarki 16 tíma dagskrá á sólarhring og sjónvarpi að senda út dagskrá allt árið. „Jafnframt viljum við veita heimildir til að taka upp dagskrá 2 og landshluta - eða héraðsútvarp, ef fjármunir verða síðan veittir til þess", sagði Markús. . „Þegar sekúndur skipta máli": Hjálparsveitir skáta senda svar sitt við slysabylgjunni — Bók sem kennir almenningi ad bregðast rétt vid, ef slys ber að höndum verður seld íhús nú um helgina ¦ Allt of margur maðurinn hefur orðið fyrir þeirri lífsreynslu að koma fyrstur á slysstað og komast að raun um að hann er ekki fær um að veita hina réttu aðhlynningu slösuðu fólki og á jafnvel í erfiðleikum að koma boðum til réttra aðila. Hjálparsveitir skáta hafa sent sitt svar við slysabylgjunni á markaðinn og hyggjast selja landsmönnum bókina „Fyrsta hjálp, - þegar sekúndur skipta máli", sögðu hjálparsveitarmenn í gær, þegar þeir kynntu bókina. „Bókin er hvorki mikið lesmál né flókin. Hver og • einn ættí með aðstoð bókarinnar að geta orðið að gagni á slysstað, og einmitt slík aðstoð getur skipt sköpum, því sekúnd- urnar skipta verulegu máli". Bókin verður seld á laugardag og heimsækja hjálparsveitarmenn og skát- ar þá heimili víða á landinu, en alls munu verða um þúsund manns í sölustarfinu. Bókin kostar 100 krónur. Ráðleggja hjálparsveitarmenn fólki að hafa slíka bók til taks á heimilum og eins í bílum, - en jafnframt að menn kynni sér efni bókarinnar fyrirfram. Pað kostar varla nema tveggja tíma lestur og skoðun. ¦ Þau Gísli Halidórsson og Margrét Guðmundsdóttir fara með hlutverk afans og mömmunnar sem sonurinn og dóttursonurinn (Emil G. Guðmundsson) grípður allt í eiiiu glóðvolg við hassreykingar, sem þau virðast jafnvel farin að rækta líka. Leikhúsin kom- in á f ulla f erð Framsóknarflokkurinn: Flokksþing haldið um miðjan nóvember ¦ Flokksþing' Framsóknarflokksins verður haldið á Hótel Sögu dagana 13.-15. nóvember n.k. Var ákvörðun um þetta tekin á fundi framkvæmda- stjórnar flokksins sem haldinn var sl. fimmtudag. Á þinginu verða almennar umræður um stjórnmálaviðhorfið auk þess sem ræddar og afgreiddar verða ályktanir fra hinum ýmsu málefnanefndum þings- ins. Á þinginu fara fram kosningar 25 manna í miðstjórn Framsóknarflokksins til viðbótar þeim 90 miðstjórnarmönn- um sem kosnir eru í kjördæmunum. Flokksþingið verður opið frétta- mönnum. Svæðiskærleikur um nón og svæða- nudd að kvöldi ¦ Svæðiskærleikur, heilabrot, svið tækifæranna og endurmat eru meðal dagskrárliða á svæðismóti JC félaganna á Reykjavíkursvæði, sem sett verður í Félagsheimili Seltjarnarness á morgun kl. 13.00. Þar verður m.a. rætt um landsverkefni JC íslands „Aðstoð við aldraða". Eftir rútuferð úr Grófinni 1 í Skíðaskálann í Hveradólum verður mótinu fram haldið þar til fjalla, þar sem gestir háma í sig háfjallagúllasið að loknu svæðisnuddi. Eftir gróusögur og draugasögur verður svæðismóti hleypt upp (um fjöll og firnindi) á 2. tímanum aðfaranótt sunnudags. - HEI ¦ GARBVEISLA, nýjasta leikrít Guðmundar Steinssonar mun vera það leikverk sem beðið hefur verið eftir með hvað mestri eftirvæntingu af þeim verkum sem verða á fjölum leikhúsanna í borginni nú uui helgina. Eins og áður hefur verið frá greint fjallar Guðmundur þar - eins og í fyrri verkum siiiiini - á óvæginn hátt um nútímamanneskjuna. Garð- veisla verður sýnd á aðalsviði Þjóðleikhússins bæði í kvöld og annað kvöld. Barnasýningin sem Brynja Bene- diktsdóttir samdi og leikstýrði eftir sógunni um GOSA kemur aftur á fjalirnar á sunnudaginn kl. 14.00. TVÍLEIKUR á litla sviðinu hefur verið vel sóttur, en næsta sýning á honum verður á sunnudaginn. Pá kemur AMADEUS aftur á fjalirnar í Þjóðleikhúsinu næsta miðvikudagskvöld, en aðeins örfáar sýningar eru fyrirhugaðar á þessu leikári. HASSID HENNAR MÖMMU, ærslaleikur eftir Dario Fo, sem sýndur var í Iðnó í vor við góðar undirtektir hefur nú verið fluttur í Austurbæjarbíó til miðnætursýninga á laugardagskvöldum. Dario Fo mun sjaldan svíkja þá sem langar til að hlæja hátt og innilega svo sem eina kvöldstund. JÓA hans Kjartans Ragnarssonar dugði að sjálfsögðu ekki eitt leikár á fjölunum í Iðnó fremur en öðrum vinsælum sýningum í okkar litlu gömlu Iðnó. ¦ Gísli Rúnar Jónsson hefur nú tekið við hlutverki hins miskunnarlausa Loga leikhússtjóra í bamaleikritinu Gosa, af Flosa Ólafssyni, sem margir krakkar minnast sjálfsagt frá því í fyrravetur í Þjóðleikhúsinu. „Eitt af bestu íslensku leikritunum sem samin hafa verið og sýnd í mörg ár", sagði Jónas Guðmundsson m.a. um JÓA í Tímanum í fyrra. JÓI kemur aftur á fjalirnar í Iðnó næsta þriðjudagskvöld. -HEI Kirkjudagur n.k. sunnudag kl. 2 e.h. ¦ Frá stofnun þessa safnaðar fyrir 32 árum hefir verið venja að halda svonefndan Kirkjudag hátíðlegan síð- sumars ár hvert til þess að treysta tengslin við kirkjuna sérstaklega inn byrðis, minna á hana út á við og afla fjár- muna til byggingar hennar, viðhalds og fegrunar. Flestallir, ef ekki allir aðrir söfnuðir í Reykjavík og víðar, hafa tek- ið upp sömu siðvenju, það er kirkju- daga, og gefist vel. Konur úr kvenfélagi Óháða safnaðar- ins hafa frá upphafi haft veg og vanda af fjáröfluninni með kaffisölu alla.kirkju- daga með þeirri rausn, sem rómuð er orðin innan safnaðarins og utan. Mikils þarf við á næstunni til við- halds og viðgerðar kirkjunnar, og heiti ég nú sem prestur hennar á safnaðar- fólk að nota tækifærið og minnast kirkju sinnar, sem mér er manna kunn- ugast um að margir hafa styrkt af ráð- um og dáð frá upphafi. Ýmsir þeirra eru nú fallnir frá og veit ég fyrir víst að þeim þætti vænt um að eftir kirkjunni yrði munað þegar þeirra er minnst. Slíkan hug báru þeir til hennar og máttu ekki til þess hugsa að hætt yrði að búa vel að henni. Á kirkjudegi vorum í fyrrahaust messaði vinur minn séra Árelíus Níels- son í veikindum mínum og síðan áfram nær allan veturinn og vil ég nota þetta tilefni og þakka honum, þótt aldrei verði fullþakkað, það drengskaparbragð sem hann sýndi mér þá, kirkjunni og söfnuðinum. í stórum dráttum verður dagskráin þannig á sunnudaginn á kirkju Óháða safnaðarins og Kirkjubæ: Kl. 2 síðdegis hefst guðsþjónustan með samleik á fiðlu og orgel og organistinn, Jónas Pórir Þórisson, stjórnar söng kirkjukórsins. Stefán bóndi Jasonarson í Vorsabæ flytur stólræðuna í kirkjunni, sá landskunni félagsmálafrömuður. Eftir messu, um kl. 3 hefjast síðan hinar rómuðu kaffiveitingar kirkjukvenfélagsins ísafn- aðarheimilinu Kirkjubæ og standa lengi dags. Um klukkan fjögur verður barnamyndasýning í kirkjunni. Með kærri kveðju til lesenda minna. Emil Bjömsson. Skemmtidag- skrá ¦ Nemendur Fellaskóla, foreldrar og' kennarar munu efna til mikils gleð- skapar við skólann sinn í dag, sem hefjast á mcð skrúðgöngu kl. 13.00. Við skólann verður efnt til flóamarkað en innandyra verður kaffisala. Þá mun fara fram Ieiksýning í skólanum ásamt ýmisskonar uppákomum öðrum, leikj- um og þrautum. Einnig verður Fella- hellir opinn, sem gefur þá foreldrum kjörið tækifæri til að kynna sér stað þennan sem krakkarnir þeirra dvelja í meira og minn á kvóldin. - HEI

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.