Tíminn - 02.10.1982, Blaðsíða 2

Tíminn - 02.10.1982, Blaðsíða 2
LAUGARDAGUR 2. OKTÓBER 1982 í spegli tímans Umsjón: B.St. og K.L. ¦ ¦ Á brúðkaupsdaginn. Hin lukkulega og öfunds- verða fjölskylda, talið frá vinstri: Corin, Deirdre, Sir Michael og fyrir framan hann Lynn, Rachel og Vanessa. -. • *, ™ REDGRAVE- FJÖLSKYLDAN RITAR ÆVISÖGUR ¦ Redgrave-fjölskyldan í Englandi, Sir Michael, Rachel, Vanessa, Corin og Lynn, nýtur algerrar sérstöðu innan leik- hússheimsins breska og í alþjóðlegum leikheimi. í augum almennings er þessi fjölskylda gædd alveg óvenju miklum hærdeikum, þó að oft sé hún umdeild. En sambúð við þessa „konunglegu" fjöl- skyldu leikhússins getur verið erfið. Að raun um það komst Deirdre Hamilton-Hill, en hún var gift Corin í nokkur ár og átti með honum tvö börn. Hún hefur nú skrifað bók um þessi ár, þar sem hún lýsir andstæðunum í lifi fjölskyld- unnar, allt fri kampavíns- drykkju til þess að gera við skóna sína sjálfur með rifrildum úr pappakössum, hvernig Vanessa og Corin fengu aldrei nóg af því að vera í sviðsljósinu, baráttu Rachel • ar við að halda fjölskyldunni sameinaðri og systurinni, sem sneri baki við allri dýrðinni! Tilefni þess að Deirdre lágði út í að skrifa þessa bók var einfaldlega það, að henni lá við gjaldþroti. En dropinn, sem fyllti mælinn var bréf, sem. henni barst frá lögfræðingi, þar sem henni var tjáð, að svo kynni að fara, að hún yrði dæmd til að framfæra Corin, sem hún var þá skilin við. Ekki hefði Deirdre dreymt um að svona myndi fara, þegar liím kynntist og síðar giftist ¦ Bömin Jemma og Luke eru augasteinar Deirdre. Þeim vill hún ekkert gera til miska. Corin á sjöunda áratugnum. Þá voru öll blöð full með fréttir af hinu glæsilega pari og björtum framtíðarvonum þeirra. Hvemig var ástæða til að ætla annað en að þeim myndi farnast vel? Hann af þessari hæfileikaríku fjöl- skyldu og þegar orðinn þekktur leikari sjálfur, og hún ein fallegasta stúlkan, sem hafði verið kynnt í samkvæmis- li'lí Lundúnaborgar. Fljótlega fæddust þeim bömin Jenuna, sem nú er 17 ára, og Luke, sem er 15 ára. En fyrir 9 áriuii gafst Deirdre upp á hjónabandinu. Keppinauturinn um hylli Corins var ekki önnur kona, heldur lítill öfgafullur stjóm- málaflokkur, „The Workers Revolutionary Party." Þegar Deirdre hafði ákveðið m&& að skrifa bókina, hafði hún samband við fyrmm tengda- fjölskyldu sína og skýrði henni frá fyrirætlunum sínum. Siðan hefur hún lítið sem ekkert frá henni heyrt, þó að hún segist hafa haft gott samband við hana fram að þeim tíma. Hún segir þó börn sín umgangast fjölskylduna eftir sem áður. - Kannski era þau hrædd um að ég segi eitthvað, sem kemur illa við þau, segir hún, en það myndi aldrei hvarfla að mér að setja neitt á prent, sem gæti sært börnin mín, þau eru mér dýrmætust af öllu. Luke er ekkert mjög spenntur fyrir bókinni, en Jentma hefur verið mín hægri hönd, það má nefnilega segja, að liiin hafi ritskoðað bókina. Og hún er ánægð með hana. ¦ DeirdreHamilton-Hillþóttimeðalglæsilegustustúlkum, sem kynntarvoru ¦'samkvæmislífi Lundúnaborgar á sjöunda áratugnum. Hún bótti heldur betur hafa hreppt hnossið, þegar hún giftíst Corin, en beið síðan lægri hlut í samkeppninni við stjórnmálin. Astin upplitaðist við uppþvottinn Nú býr Corin með leikkon- unni Kika Markham, sem styður hann heils hugar ;í pólitískri baráttu hans. Þau eiga saman þriggja ára son. Deirdre segir samkomulagið vera gott milli systkinanna þriggja, enda líki hennar bömum ágætlega við Kiku, sem er prýðis stjúpa. - Okkur Corin þykir enn vænt ..'. hvora um annað og ég met hann mikils. Ég gat bara ekki hugsað mér að deila honum með „Flokknum". En hann hefur trú á því, sem hann er að gera. Hann fómaði frama sínum í leikhúsinu fyrir vinnu fyrir flokkiiiu og hann lifir samkvæmt því, sem hann predikar. Hann býr í litlu leiguhúsi og hann á enga peninga. Ég óska honum alls hins besta. Kannski þarf Deirdre ekki að gera sér neitt rell út af því, hvemig Redgrave-fjölskyldan tekur bókinni hennar, þvi að hún hefur komist að ranii um það, að þau, þ.e.a.s. Sir Michael, Vanessa og Lynn, em sjálf önnum kafin við ritun sjálfævisagna um þessar mundir. Heimurinn ætti því að verða fróðari um þessa makalausu fjölskyldu innan skamms!

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.