Tíminn - 02.10.1982, Blaðsíða 3

Tíminn - 02.10.1982, Blaðsíða 3
LAUGARDAGUR 2. OKTÓBER 1982 fréttir Samkomulag eftir „maraþon-samningafund": UNDIRMENN FÁ SVIPAÐ- AR HÆKKANIR OG AÐRIR ¦ Eftír að hafa setið tæplega tuttugu klukkustundir við samningaborðið, samþykktu samninganefndir sjómanna og vinnuveitenda sáttatillögu þá sem iríkissáttasemjari iagði fram. Þá var klukkan hálf sjö að morgni og það var bví ekki langur svefn sem samninga- nefhdarmenn fengu, því að laust eftir hádegi var samkomulagið undirritað með fyrirvara um samþykki félagafunda. - Þetta ei búin að vera hroðaleg törn, sagði Sigmundur Hannesson, lögfræð- ingur, sem leiddi samningaviðræðurnar fyrir hönd Vinnumálasambands sam- vinnufélaganna. Sigmundur sagði að mestur tíminn hefði farið 'í að fá viðsemjendurna „niður á jörðina" og útkoman hefði orðið þannig að samið hefði verið á mjög svipuðum grundvelli og samið hafði verið við yfirmenn á kaupskipaflotanum. - Ég held að eins og staðan var, þá geti kaupskipaeigendur verið sæmilega ánægðir með útkomuna, sagði Sig- mundur Hahnesson. Eftir að samkomulagið hafði verið undirritað með fyrrgreindum fyrirvara, var veitt undanþága frá verkfallinu til að færa skip til í höfnum og losa þau skip sem voru tilbúin. Útgerðirnar sam- þykktu að senda ekki skipin út fyrir en klukkan 22 í kvöld til að sjómenn gætu fjallað um samkomulagið á fundi sínum eftir hádegið, en sjálf atkvæðagreiðslan um samkomulagið mun fara fram á hálfsmánaðartímabili hjá Sjómanna- félagi Reykjavíkur. -ESE Ætlar Davíd að koma á fót tveim frædsluskrifstofum í Reykjavík?: „Einhvers konar heff ndarráðstöf un" - segir Kristján Benediktsson, fyrrverandi formaður fræðsluráðs ¦ - Mér finnst þessi tillaga ákaftega furðuleg og engu líkara en stefnt sé að því að koma á fót tveim fræðsluskrifstof- um í Reykjavík með tílheyrandi tilkostnaði, sagði Kristján Benedikts- son, fyrrverandi formaður frœðsluráðs er hann var spurður álits á þeirri tíllögu borgarstjóra að óska eftir viðræðum við Menntamálaráðuneytíð um stöðu Fræðsluskrifstofunnar í Reykjavík og störf fræðslustjóra. - Það eru kuldalegar móttökur sem hinn nýi fræðslustjóri fær og ég fæ ekki betur séð en að hér sé um einhvers konar hefndarráðstöfun að ræða, sagði Kristján ennfremur og bætti því við að samt væri ekki ljóst hver færi verst út úr þessu máli. Kannski væri það Reykjavík- urborg. - Ég læt mér ekki detta í hug að borgarstjóri treysti ekki núverandi fræðslustjóra af því að hún er kona, en maður hefur vissulega sínar efasemdir eftir að sjálfstæðismenn í fræðsluráði útilokuðu aðra konuna sem um starf fræðslustjóra sóttu, frá því að hljóta umsögn fræðsluráðs, sagði Kristján Benediktsson. Kristján tók það sérstak- lega fram að ríkisvaldið hefði alltaf greitt það sem því hefði borið varðandi rekstur fræðsluskrifstofunnar og vísaði þar með á bug þeim ummælum borgarstjóra að ríkið stæði í einhverri skuld við Reykjavíkurborg vegna þessa rriáls. -Ég verð að segja að mér finnst þessi tillaga ákaflega skrýtin og trúlega er hún gerð í fljótræði líkt og svo margt annað á borgarskrifstofunum sl. mánuði, sagði Þorbjörn Broddason, sem sæti á í ÍTæðsluráði. Þorbjörn sagði greinilegt að kveikjan að þessari tillögu borgarstjóra væru fræðslustjóraskiptin í Reykjavík og sú staðreynd að sjálfstæðismenn fengu ekki vilja sínum framgengt í þessu máli. Hann sæi heldur ekki að ríkið stæði í neinni skuld við borgina og ef tillaga borgarstjóra yrði samþykkt þá myndi það aðeins hafa í för með sér aukið skrifstofuhald og aukið bákn í fræðslumálum. - Nema hugmyndin sé að draga saman seglin í fræðslumálum í Reykjavík, en því á ég bágt með að trúa að óreyndu, sagði Þorbjörn Broddason. - Mér hefur fundist staða fræðslumála hvað Reykjavík varðar afskaplega ankannaleg og fyllilega tímabært að þessi mál séu tekin til endurskoðunar, sagði Markús Örn Antonsson, formaður fræðsluráðs. Markús sagði að borgarstjórn Reykjavíkur hefði lagt mun meira fram til reksturs fræðsluskrifstofunnar en henni hefði borið lögum samkvæmt og það helgaðist af því að litið hefði verið á fræðslustjórann sem borgarstarfsmann öðrum þræði, þó að samkvæmt landslögum væri hann vissulega ríkis- starfsmaður skipaður af Menntamálar- áðuneytinu. - Það var vissulega tekið tillit til borgaryfirvalda þegar fræðslustjóri var fyrst skipaður og það var líka skilningur þess manns sem gegndi þessari stöðu fram til síðustu mánaðamóta að hann starfaði á vegum borgarinnar. Nú hefur það hins vegar gerst að menntamálaráð- herra hefur sett í embætti umsækjanda sem ekki var mælt með af meirihluta fræðsluráðs og það gerir það að verkum að við hljótum að fara fram á endurskoðun á þessum samskiptum ríkis og borgar, sagði Markús Örn Antonsson. Markús tók það fram að kynni hans af Áslaugu Brynjólfsdóttur, fræðslu- stjóra hefðu verið ágæt og hann kviði í engu samslarfi við hana. -ESE Dýpkunarskipið Grettír að störfum í Bolungarvíkurhöfn. Tímamnd Guðmundur Sveinsson Bolungarvík: Dýpkun haf narinnar kostadi hálfa fjórðu milljón króna ¦ Miklar framkvæmdir hafa staðið yfir í höfninni á Bolungarvík í haust. Unnið hefur verið að dýpkun hafnarinnar en fyrirhugað er að lengja við legukantinn í höfninni um allt að sjötíu metra næsta sumar. Hefur dýpkunarskipið Grettir verið á Bolungarvík í haust vegna þessara framkvæmda en þeim lauk nýlega. Það hafa verið mjög erfiðar hafnarað- stæður hjá okkur vegna þrengsla og því höfum við ráðist í þær framkvæmdir að stækka viðlegukantinn í höfninni, sagði Guðmundur Kristjánsson, bæjarstjóri á Bolungarvík í samtali við Tímann. Guðmundur sagði að byggður hefði verið um 50 metra viðlegukantur í höfninni í.fyrra, en nú væri fyrirhugað að stækka hann í 120 metra. Er dýpkun hafnarinnar nú fyrsti áfanginn í því verki, en Guðmundur sagðist vona að hægt yrði að reka niður stálþil næsta sumar í höfninni og ljúka framkvæmd- um við viðlegugarðinn næsta haust. - Þetta hefur verið afar fjárfrekt fyrirtæki, sagði Guðmundur og bætti við að dýpkunarframkvæmdirnar einar sér hefðu kostað þrjár og hálfa milljón króna. Minnsta dýpi við viðlegukantinn verður nú sex metrar og sagði Guð- mundur það mikla bót frá því sem verið hefur. -ESE Haukur Ingibergsson. Haukur Ingi- bergsson ráðinn f ram Framsóknar- f lokksins ¦ Haukur Ingibergsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Framsóknar- flokksins frá 1. janúar næstkomandi. Tekur hann við þessu starfi af Þráni Valdimarssyni sem gengt hefur fram- kvæmdastjórastarfinu um 35 ára skeið. Haukur Ingibergsson er 35 ára gamall, lauk BA prófi frá Háskóla íslands 1970 og cand. mag prófi í hagsögu 1973. Hann var skólastjóri Samvinnuskól- ans 1974-1981 og framkvæmdastjóri afmælisnefndar samvinnuhreyfingar- innar 1981-1982. Haukur var kjörinn í miðstjórn Framsóknarflokksins 1978, í blaðstjórn Tímans 1979, varagjaldkeri Framsóknarflokksins 1979 og varafor- maður Sambands ungra Framsóknar- manna 1978-1980, formaður kjör- dæmissambands Framsóknarfélaganna í Vesturlandskjördæmi 1979-1981 og 2. varaþingmaður Framsóknarflokksins í, Vesturlandskjördæmi síðan 1979.- ESE Stefnir ínýtt met hjá lceland Seafood Kaupin á fisk- rétta verksm ið j- unni uppfylltu þær vonir sem bundnar voru við þau ¦ Þó að ágústmánuður hafi verið annar besti sölumánuður Iceland Sea- food Corporation dótturfyrirtækis Sam- bandsins í Bandaríkjunum frá upphafi, eru allar horfur á að septembermánuður verði engu síðri. - Við erum ekki búnir að fá endanleg- ar tölur fyrir mánuðinn, sagði Guðjón B. Ólafsson, forstjóri Iceland Seafood í samtali við Tímann, - en þessar tölur ættu að liggja fyrir innan skamms. Það er öruggt að septembermánuður verður alveg sambærilegur við ágústmánuð og það eru jafnvel horfur á að hann verði betri hvað sölu varðar, sagði Guðjón. Sala ágústmánaðar hjá Iceland Sea- food nam 10.3 milljónum dollara, eða um 150 milljónum íslenskra króna, en söluaukning fyrirtækisins fyrstu átta mánuði þessa árs nam um 7%. Guðjón B. ólafsson sagði að kaupin á hluta af eignum og framleiðslumerkj- um fiskréttafyrirtækisins Dolphin Sea- food, sem gerð voru í júnímánuði sl., hefðu alveg staðið undir þeim vonum sem bundnar voru við þau. Dolphin Seafood hefði fyrir gjaldþrotið verið búin að vinna ákveðinn markað fyrir fiskréttaframleiðslu sfna, en þennan markað hefði Iceland Seafood nú yfirtekið. - ESE

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.