Tíminn - 02.10.1982, Side 7
Viðfangsefni Höskuldar Ottós .eru
líka dæmigerð fyrir alþýðuskáldið.
Hann yrkir um heimahagana. Hann
yrkir um Breiðdalinn, vorið, fjölskyldu
sína, gamankvæði og vísur verða til við
margs konar tækifæri. Þá eru nokkur
erfiljóð í þessari bók og kvæði um hesta.
Minna er um innihaldslaus kvæði um
hina gráu daga og þá speki er færir
mönnum skáldalaun á hitaveitusvæðinu.
Þessi litla bók hefur ýmsa kosti, þótt
ef til hefði þetta orðið betri bók, ef
höfundur hefði birt færri kvæði. Það er
ekkert nýtt, en við lestur, þá er það eigi
að síður fróðlegt að fá að kynnast (ef
til vill) obbanum af lífsverki hagyrðings,
því, sem hann hefur haldið til haga,
engan meiðir, eða á erindi við æruna.
Þá má einnig geta þess, að á stöku
stað, heldur Höskuldur áfram að yrkja,
eftir að kvæðið er búið, og í sumum
kvæðum má fækka erindum.
Sum kvæðin skera sig þó úr. Ef til vill
er fyrsta kvæði þessarar bókar
stefjaþankar, dæmigert fyrir efnistök
Höskuldar, en það hljóðar svo:
„Enginn veit hvað þögull þenkir
né það hver bestar veigar skenkir.
Enginn veit hvað þögnin þreytir
þann sem öllu í söngva breytir.
Veist þú mey hver ástar eldinn
oftast hefur glætt á kveldin.
Enginn veit hvar ýmsir rekkja
illt er suma menn að þekkja.
Enginn veit hvað aðrir vona.
Enginn veit hvort nokkur kona
hjá vandræða skáldi vildi rekkja,
vandi er suma menn að þekkja.
Enginn veit hvað þögull þráir
það veit enginn hvað hann dáir.
Eða hvort hann boðorð brýtur
og brúði sína fyrirlítur.
Enginn veit í annars huga
enginn veit hver best kann duga.
Ýmsir hljóta eitruð gæði
enginn skilur þetta kvæði.“
Mörg fleiri dæmi mætti taka úr þessari
bók, eða lífsverki í ljóði, þar sem slegið
er á svipaða strengi og í þessu kvæði; og
merkilegt er það, að eftir lestur
bókarinnar, telur maður sig þekkja
skáldið töluvert, sem er óvenjulegt
þegar lesnar eru nýjar ljóðabækur á
Islandi.
Jónas Guðmundsson
skrifar um
bókmenntir:
að augun eru notuð til annars en
hátíðahalda.
Snæfríður íslandssól er til vitnis um
það. Hún hvílir í ramböldum, djúpt i
sögunnar rökkri, en samt'svo björt.
Þá er einnig athyglisvert, hvernig
hann notar sér hjálparlínu, eða jaðra-
teikningu. Hann ber þykk efni á og ristir
teikninguna í lagið eins og múrlag, og
þetta gefur sérstakan blæ.
Hann sækir nú föng sín bæði til
æskudaga og eins til efnafræðiáranna,
þegar hann smíðaði myndir og vann við
efnistilraunir, lökk og klístur.
Þó eru þetta ekki endurtekningar,
heldur eru fyrri yrkiefni tekin til nýrrar
endurskoðunar. Og ég held að það þurfi
engar blóðrannsóknir til að sanna að
þessar myndir eru eftir Braga.
Yfirleitt eru farmbréf málverkasýn-
inga dálítið út í hött, eða hafa oft verið
það, en ef þetta eru ekki tilbrigði
náttúrunnar og hátíð augnanna, þá
hvað?
Jónas Guðmundsson
skrifar um
myndlist:
Gamanmál
Gamanmál
211
kímnisögur og kjarnyröi
frá ýmsum heimshornum.
Jóhannes Helgi safnaði
Kápa: Matthías Ólafsson
127 bls.
Gamanmál á bókum
■ Gamanmál. 211 kímnisögur heitir
ný bók, er Arnartak hefur sent á
markaðinn, og eru þá liðnir a.m.k. tveir
áratugir síðan ráðist hefur verið í
hliðstæða útgáfu hér á landi, en Gunnar
á Selalæk, Sigurðsson, lögfræðingur og
þingmaður gaf út 25 smábækur á
árunum 1933-1961 undir heitinu íslensk
fyndni.
Þótt sögur Gunnars á Selalæk, hafi
flestar verið íslenskar, og hafi því á
vissan hátt algjöra sérstöðu, sem slíkar,
þá er það nú svo með gamansögur, eða
skrýtlur, að þær fara milli landa, rétt eins
og þjóðsögur og ævintýri gjöra, enda
sömu ættar. \
En nú hefur loks verið gjörð önnur
tilraun til útgáfu á safni af gamanmálum,
eða kímnisögum og kjarnyrðum frá
ýmsum löndum, og þar á meðal frá
íslandi, og flestar nýjar af nálinni.
Það eru ef til vill margir, sem álíta
svona útgáfu ekki vera sérstakt menn-
ingarmái, og kann það rétt að vera.
Yfir bókum vorum svífa ýfirleitt sorgar-
ský, þótt skemmtisögur lifi enn ágætu
lífi á vörum þjóðarinnar. Meira að segja
er svo illa komið, að eina grínblað
okkar, Spegillinn veslaðist upp, því ekki
fannst réttur maður til að stjórna - og
réttur maður til að teikna, eftir að blaðið
hafði verið samviska þjóðarinnar svo
áratugum skipti.
Er þetta sér í lagi bagalegt, þar sem
háðið er, eða var, oft eina raunverulega
aðhaldið í fslenskum stjórnmálum.
Spegillinn var hér um bil það .eina, sem
stjórnmálamennirnir þurftu að óttast.
Þetta kann að vísu að vera ofsagt, en
ef betur er að gáð, þá er gamansagan oft
það eina er sameinar þjóðirnar, þegar á
bjátar, og það eina sem ekki er unnt að
troða niður með skriðdrekum, eða
skjóta. Gamansagan er þannig bæði
gaman og alvara. Og víst er um það, að
þjóðum, er kunna að meta skopsögur,
ferst yfirleitt betur með lýðræði, en þeim
er helga sig alvöru nær alfarið.
211 kímnisögur
Safnið 211 kímnisögur er unnið úr
íslenskum og erlendum afurðum og
Abraham Lincoln, fyrrum Bandaríkja-
forseti, kemur talsvert við sögu þessarar
bókar, en eftir honum eru þessi ummæli
höfð:
■ Jóhannes Helgi, ríthöfundur
forstöðumaður Amartaks.
„Faðir minn kenndi mér að vinna, og
vinnan er nauðsyn og skylda. En ég hef
orðið þess áskynja á langri ævi að
kímnisagan flytur kjarna hvers máls
með greiðustum hætti að hjarta hvers
venjulegs manns.“
Lincoln var sem kunnugt er háðfugl
hinn mesti og orðheppni hans dugði
honum vel í stjórnmálunum, því sögur
flugu með eldingarhraða, þótt eigi væri
þá þeir fjölmiðlar er á vorum dögum
halda uppi réttri alvöru og þungbærum
tíðindum.
I svona bók, eins og 211 kímnisögum,
kennir auðvitað margra grasa, en sá sem
ckkert finnur við sitt hæfi og stekkur
ekki bros, er ekki hláturmildur að
eðlisfari. Svo mikið er víst.
Alveg sérstaklega vill maður líka
fagna íslensku sögunum, því eftir að
íslensk fyndni hætti að koma út, hefur
enginn tekið að sér að skrá og safna
íslenskum gamanmálum, svo ég viti.
Jónas Guðmundsson
skrifar um
bókmenntir:
■ Bragi Ásgeirsson, myndlistarmaður.
Bikarúrslitin
í dag
■ Klukkan 10 í dag hefst úrslita-
leikur Bikarkepni Bridgesambands
íslands í Leifsbúð á Hótel Loftleið-
um. Til úrslita keppa sveitir Jóns
Hjaltasonar og Esterar Jakobsdótt-
ur. Sveit Esterar, sem m.a. lagði
sveit Karls Sigurhjartarsonar á leið-
inni í úrslitin, er skipuð þeim Erlu
Sigurjónsdóttur, Höllu Bergþórs-
dóttur, Kristjönu Steingrímsdóttur,
Guðmundi Péturssyni og Herði
Blöndal auk Esterar. í sveit Jóns
Hjaltasonar spila auk hans Hörður
Arnþórsson, Jón Ásbjörnsson og
Símon Símonarson.
Eins og áður sagði verður leikur-
inn spilaður í Leifsbúð Hótel
Loftleiða. Síðan Bikarkeppnin
hófst, 1977, hefur úrslitaleikurinn
alltaf verið sýndur á sýningartöflu,
en nú seinni árin hefur áhugi
áhorfenda verið fremur daufur, auk
þess að spilamennskan hefur viljað
dragast á langinn. Nú verður taflan
ekki notuð en aðstaða fyrir áhorfcnd-
ur verður góð og vonandi að sem
flestir mæti. Þessi leikur ætti líka að
vera áhugaverður því þarna nrætir
besta kvennasveit landsins einni af
bestu karlasveitunum.
Frá Bridgefélagi
Reykjavíkur
Síðasta miðvikudag byrjaði Haust-*
tvímenningur félagsins. Þátttaka var
mjög góð eða 42 pör. Pörunum er
skipt í 3 riðla og alls verða spilaðar
4 umferðir. Eftir fyrstu umferð er
staða efstu para þessi:
1. Ásmundur Pálsson -
Karl Sigurhjartarson 209 stig
2. Jón Ásbjörnsson -
Símon Símonarson
(Guðmundur Sv. Hermannsson -
Jakob R. Möllér) 191 stig
3. Hörður Arnþórsson -
Jón Hjaltason 189 stig
4. Guðlaugur R. Jóhannsson -
Örn Arnþórsson 185 stig
5. Guðmundur P. Arnarson -
Þórarinn Sigþórsson 184 stig
6. Sigtryggur Sigurðsson -
Svavar Björnsson 182 stig
7. Georg Sverrisson -
Kristján Blöndal 180 stig
8. Oddur Hjaltason -
Jón Hilmarsson 179 stig
9. Ármann J. Lárusson -
Ragnar Björnsson 177 stig
10. Jón Baldursson -
Sævar Þorbjörnsson 177 stig
Ársþing •
Bridgesambands Islands
Ársþing Brídgesambandsins 1982
verður haldið laugardaginn 23.
október á Hótel Sögu. Dagskrá
þingsins verður með venjulegum
hætti og þar verður kjörið í stjórn
fyrir næsta starfsár. Þessi Bridgesam-
bandsþing hafa nú ekki verið rishá
undanfarið, sérstaklega vegna þess
að mæting þingfulltrúa hefur verið
með afbrigðum léleg. Á síðasta þingi
voru til dæmis aðeins fulltrúar frá 6
bridgefélögum en aðildarfélög sam-
bandsins er 36. Það hefur stundum
verið kvartað yfir að Bridgesam-
bandið þjóni aðeins félögunum á
höfuðborgarsvæðinu og landsliðinu.
Það er sjálfsagt eitthvað til í þessari
gagnrýni en á meðan höfuðborgarfé-
lögin eru þau einu sem mæta á
ársþingin er óhjákvæmilegt að þau
ráði mestu um störf og stefnu
Bridgesambandsins.
Bridgesambandsþing eiga einmitt
að vera vettvangur skoðanaskipta,
og heilbrigð gagnrýni er nauðsynleg
til að Bridgesambandið geti starfað
af einhverju viti. Þessvegna er
mikilvægt að sem flest félög sendi
fulltrúa á þingið svo Bidgesambands-
stjórn fái betri yfirsýn yfir bridge-
starfið úti á landi.
Þetta stendur nú vonandi allt til
bóta og í ár hefur Bridgesambands-
stjórnin ákveðið að styrkja ferð
a.m.k. eins fulltrúa frá hverju svæði
á þingið, það er vonandi að þetta
verði til að auka áhuga bridgespilara
á ársþinginu og jafnframt á störfum
og vandamálum Bridgesambands-
stjórnar.
í framhaldi af þinginu ætlar
Bridgesambandið að gangast fyrir
keppnisstjórnarnámskeiði á Hótel
Sögu sunnudaginn 24. október. Þar
verður öllum frjáls þátttaka og
vissulega hafa allir spilarar gott af að
fá smá innsýn í keppnisstjórn.' Þeir
láta kannski betur að stjórn á eftir.
Leiðbeinandi verður að sjálfsögðu
Agnar Jörgenson. Hann er okkar
langbesti og reyndasti keppnisstjóri,
og það má minna á að í janúar var
hann fulltrúi Bridgesambandsins á
keppnisstjóranámskeiði Evrópusam-
bandsins. Það ætti því cnginn að vcra
svikinn af námskeiðinu á Sögu.
Heimsmeistaramótið
í Biarritz
Eins og ég sagði frá í síðasta þætti
hefst Heimsmeistaramótið í tví-
menning í dag í Biarritz í Frakk-
landi. Mótið byrjar á kcppni í
blönduðum flokki, það er karl og
kona spila saman, cn síðan tckur
opni flokkurinn við og keppni í
honum stendur út næstu viku. Að
tvímenningnum loknum hefst
Heimsmcistaramót sveita í útsláttar-
keppni. Reglurnareru nokkuðflókn-
ar en þar er sveitunum skipt í 3 riðla
og þær 3 sveitir sem komast taplausar
gegnum riðlana komast í úrslit auk
einnar sveitar sem hefur tapað leik.
Þessi keppni hefur verið haldin cinu
sinni áður og þá unnu Pólverjar.
Þegar þetta birtist verð ég vonandi
á leiðinni á mótið ásamt Jakob R.
Möller, Hermanni Lárussyni og
Ólafi Lárussyni. Ég býst nú ekki við
að við gerum stóra hluti; það má
búast við að "500 pör taki þátt í
mótinu svo það er óneitanlega við
ofurefli að etja. Ég ætia samt að
reyna að lofalesendum Tímans að
fylgjst með hvað gerist helst mark-
vert á mótinu og scnda fréttir eins
oft og ég get. Ég vona bara að
máltækið sannist og allar fréttir verði
góðar fréttir.
Frá Bridgefélagi
Hafnarfjarðar
Síðastliðinn mánudag var spilaður
einskvöldstvímenningur með þátt-
töku 14 para. Úrslit urðu þessi:
1. Einar Sigurðsson -
Dröfn Guðmundsdóttir 194 stig
2. Sævar Magnússon -
Hörður B. Þórarinsson 186 stig
3. Jón Sigurðsson -
Sævaldur Magnússon 176 stig
Guðmundur Sv.
Hermannsson
skrifar