Tíminn - 02.10.1982, Síða 9
Sendandi:
LAUGARDAGUR 2. OKTÓBER 1982
LAUGARDAGUR 2. OKTÓBER 1982
9
Volvo eykur
framleiðslu
sína þridja
árið í röð
— þrátt fyrir
erfiðleika
sem
steðja að
bílaframleiðendum
í flestum löndum
■ Jafnfraral því að blaðamönnum var gefinn kostur á
að reynsluaka nýjum Volvo 360 GLT, var haldinn
blaðamannafundur, þar sem mættir voru ýmsir af
forystumönnum Volvoverksmiðjanna, bæði í Hollandi
og Svíþjóð. Fundurinn var haldinn á sveitahóteli, sem
er nálægt borginni Bristol á Englandi.
A fundinum kom fram, að mikil söluaukning varð
hjá Volvo á fyrstu sex mánuðum þessa árs. Sala á Volvo
240 og 760 hefur aukist um 11% miðað við sama tíma
í fyrra. Nú hafa selst 116 þúsund bQar af þessum gerðum
en í fyrra seldust 105 þúsund.
Sumstaðar hcfur Volvo sett nýtt sölumet á mörkuðum
sínum, t.d. í Bandaríkjunum. Aukning þessi hefur átt
sér stað þrátt fyrir erfiðleika hjá mörgum framleiðend-
um sem Volvo keppir við. Og í því sambandi má nefna,
að fram kom á fundinum, að heildarsala á bifreiðum í
júlí s.l. var ekki nema um helmingur af því sem seldist
fyrir Ijórum árum í sama mánuði. j Bandaríkjunum
verður að líta aftur til ársins 1961 til að finna ár, sem
jafn fáir bílar hafa selst.
„Þrátt fyrir alla erfiðleika sem steðja að bflafram-
leiðendum núna hefur Volvo aukið sinn markaöshlut
verulega í flestum löndum,“ sagði einn af blaðafull-
trúum Volvoverksmiðjanna á fundinum.
Ennfremur kom það fram á fundinum, að á fyrstu
sex mánuðum þessa árs er fjöldi skráðra bifreiða á
sextán stærstu mörkuðum í heiminum um 6% minni en
á sama tíma í fyrra. Á þessum sextán mörkuðum voru
skráðar4% fleiri 240 og 760 Volvo bifreiðar en á sama
'ima á s.l. ári.
Árið 1982 er fimmta árið í röð sem Volvo eykur
markaðshlutdeild sína í Bandaríkjunum. Árið 1978 var
hún 0,4% en nú er hún um 1% af heildarmarkaðinum.
- Sjó.
Volvo360 GLT
reynsluekið
■ Hvað útlit snertir, eru bflarnir af 360 gerðinni mjög svipaðir 340 bflunum. Þó hafa verið gerðar á þeim ýmsar breytingar,
t.d. voru ekki listar eftir hliðum 340 bílanna og einnig má nefna „spoilcrinn“ aftan á tveggja dyra bflnum. Á myndinni
eru Sighvatur Blöndal, blaðamaður Morgunblaðsins og Haraldur Hjartarson, blaðafuUtrúi Gunnars Ásgeirssonar.
Hurðir eru stórar, enda komast stærstu menn inn í bflinn án minnstu óþæginda.
■ Volvo-verksmiðjurnar
í Hollandi eru nú í þann
mund að setja á markað
nýja gerð af Volvo, Volvo
360 GLT og endurbættan
GLS. Hér er um. að ræða
endurbættar útgáfur af 300
línunni svonefndur, sem
náð hefur miklum vinsæld-
um víða um heim.
Volvo 360 GLT er aðal skrautfjöður
300 línunnar hjá Volvo. Blaðamönnum
var fyrir skömmu gefinn kostur á að
reynsluaka einum slíkum. Að vísu fór
reynsluaksturinn aðeins fram á malbiki,
enda skilyrðin sem boðið bar upp á
sennilega meira stíluð fyrir erlenda
blaðamehn en íslenska. Engu að síður
var gefinn kostur á að aka bílnum að
vild, engin hraðamörk voru sett og
leyfilegt var að reyna á þolrif bílsins og
hvern og einn langaði til.
Það duldist engum, að hér er um mjög
skemmtilegan bíl að ræða, kraftmikinn,
þýðan og þægilegan í flesta staði. Ef á
heildina er litið er ekki annað hægt en
að gefa bíinum ágætis einkunn.
Þriggja og fimm dyra
Bíllinn fæst þriggja og fimm dyra.
Fram og afturdyr eru svo stórar, að
stærstu menn geta gengið um þær án
minnstu óþæginda. Framsæti, sem eru
af nýrri gerð, eru mjög þægileg og með
fjölda stillinga svo í þeim ætti að geta
farið vel um menn af öllum stærðum.
Framsætin eru færanleg fram og aftur,
en þó er fótarými fyrir leggjalanga menn
örlítið af skornum skammti, sérstaklega
ef tillit er tekið til þess að stýrið er
tiltölulega neðarlega. Að öðru leyti, er
rými í framsæti mjög gott, lofthæð mikil
og olnbogarými nægjanlegt fyrir öku-
mann með farþega sér við hlið.
Aftursæti eru einnig mjög þægileg og
I Vélin er 115 hestafla, með 2000 rúmsentímetra sprengirými og beinni innspýtingu.
Hún eyðir talsvert minna eldsneyti en vélamar í 340 bílunum þrátt fyrir meiri kraft.
Volvo 360 GLT reynsluekið.
i þeim rúmast þrír fullorðnir farþegar,
ef ekki er um langferðir að ræða, en í
langferðum er hætt við að þrjá fullorða
færi að skorta olnbogarými áður en langt
um liði. Flins vegar er bíllin afar
heppilegur ferðabíll fyrir fimm manna
fjölskyldu.
Útsýni úr bílnum er ágætt, hvort sem
sétið er aftur í eða fram í, enda rúður
hans tiltölulega stórar.
Vél og gírar
Sem fyrr segir er bíllinn sérstaklega
kraftmikill, enda knúinn 115 hestafla vél
með beinni innspýtingu og 2000 rúm-
sentimetra sprengirými. Bíllinn er eld-
fljótur að ná miklum hraða. Þótt fáir
langir og beinir kaflar hafi verið á
reynsluakstursbrautunum, ók blaða-
maður hvað eftir annað á 150 kílómetra
hraða og átt þá mikið eftir í botn. (Það
skal tekið fram að reynsluaksturinn fór
fram á lokuðum vegum í Englandi).
Gírarnir eru fimm. Gírstönginni er
vel fyrir komið og mjög þægilegt er við
hana að eiga. Ef eitthvað er að, þá er
það helst, að skiptingin er heldur laus.
Bíllinn virkar í raun mjög vel í öllum
gírum og það er hreint ótrúlegt hversu
hægt má aka hor.um í háum gírum.
Jafnvel í bröttum brekkum, sem komið
er að á .sæmilegri ferð.er óþarfi að skipta
niður úr fimmta gír.
Bremsu-, bensín,- og kúplingspedalar
eru óaðfinnanlegir. Bremsur og kúpling
virka vel og ástigið á bensínpedalann er
eins og best verður á kosið.
Niðurstaða
Niðurstaðan er sú, að Volvo 360
GLT, er sportlegur bíll af millistærð
með sérstaklega góða aksturseiginleika
á malbiki. Bíllinn er þýður og liggur vel
a veginum á miklum hraða, án þess að
mikið finnist fyrir hraðanum. Bíllinn er
þægilegur, jafnt fyrir farþega sem
ökumann.
- Sjó.
Fyrsti getraunaseðillinn
Hvert er stærsta sveitarfélag á íslandi?
□ Reykjavík
0 Vestmannaeyjar
□ Siglufjörður
Áskrifendagetraun Tímans:
Gerist áskrifendur
og takið þátt í
Nafn Nafnnúmer
Heimilisfang □ Ég er áskrifandi að Tímanum □ Ég vil gerast áskrifandi að Tímanum
Hér kemur fyrsti getraunaseðillinn í glæsi-
legri áskrifendagetraun Tímans. Dregið verð-
ur fyrsta sinni fimmtudaginn 4. nóvember
næstkomandi um 25 þúsund króna vinning -
húsgögn frá Nýform.
Svarið spurningunni hér að ofan, útfyllið
meðfylgjandi seðil og sendið síðan úrklippuna
til Tímans, Síðumúla 15, Reykjavík, hið fyrsta.
■ Fyrsti seðillinn í áskrifendagetraun Tímans
birtist í blaðinu í dag. Þátttakendur í getrauninni
eiga að svara spurningunni, sem þar er sett
fram, útfylla meðfylgjandi seðil og senda svo
úrklippuna til Tímans, Síðumúla 15, Reykjavík.
Alíir þeir, sem eru skuldlausir áskrifendur
Tímans þegar dráttur fer fram - en það er í fyrsta
sinn fimmtudaginn 4. nóvember næstkomandi -
geta tekið þátt í getrauninni. Þeir, sem ekki eru
nú þegar áskrifendur að blaðinu, en vilja taka
þátt í getrauninni, verða því að gerast
áskrifendur. Það geta þeir gert með því að útfylla
seðilinn sem fylgir getraunaseðlinum hér til
hliðar, eða með því að hafa samband við
afgreiðslu Tímans, Síðumúla 15, Reykjavík,
símar 86300, eða umboðsmenn úti á landi.
Vinningarnir í áskrifendagetraun Tímans eru
fjórir:
getraun
Fyrst, eða fimmtudaginn 4. nóvember, verður
dregið um 25.000 króna vinning, húsgögn frá
Nýform
Oðru sinni verður dregið fimmtudaginn 2.
desember. Vinningurinn þá er Sharp myndband
og sjónvarp að verðmæti um 50.000 krónur.
Þriðji vinningurinn, sem dreginn verður út
fimmtudaginn 3. febrúar, er NAD hljómflutn-
ingstæki fyrir um 25.000 krónur.
Og rúsínan í pylsuendanum er svo bifreið,
Daihatsu Charade 1983, að verðmæti um
133.000 krónur, sem dreginn verður út 3. mars.
Þeir, sem eru með í getrauninni frá byrjun,
hafa mesta möguleika á að hljóta vinning í
áskrifendagetraun Tímans. Dragið því ekki að
gerast áskrifendur og senda útfylltan getrauna-
seðil til blaðsins.
Gerið það strax í dag!
fm.
. þ!91
kinsu
toaurr
srftax
IDAG!
nms"
Undirskrift