Tíminn - 05.10.1982, Blaðsíða 2

Tíminn - 05.10.1982, Blaðsíða 2
ÞRIÐJUDAGUR S. OKTÓBER 1982 í spegli tfmansl , Umsjón: B.St. og K.L. DIANA ROSSI BANANAPILSI leikur Josephine Baker ■ Amtríska söng og leikkon- an Diana Ross hefur verið valin til þess að leika hina heimsfrægu Josphine Bakcr í kvikmynd, sem gera á um hina látnu listakonu. Diana hefur reyndar áður lagt fram sinn fagra kropp og rödd til þess að lýsa ævi annarrar frægrar blökkukonu, en það var þegar hún lék „blues“ - söngkonuna Billy Holliday í kvikmyndinni „Lady Sings The Blues“. Nú ætlar hún að sýna okkur Josephine Baker á hvíta tjald- Diana kemst ekki hjá því að dansa hinn fræga - eða öllu heldur alræmda -bananadans, sem Josephine samdi sjálf og búningurinn var lítið annað en nokkur Iaufblöð og bananar. Þetta þótti ákaflega ósiðlegt í þá daga, en það þykir það líklega ekki lengur. Diana Ross hefur áður tekið smáprufu í að leika Josephine, því hún halði árið 1977 sjónvarpsdagskrá, sem vakti mikla hrifningu, þar sem hún lék og hermdi eftir frægum söngkonum, þar á meðal F.thel Waters, Bessie Smith - og Joscphine. ■ Það voru ekta bananar i bananapilsinu, sem Josephine Baker dansaði í forðum, en hvort hægt er að bíta í bananana hennar Diönu Ross vitum við ekki. HIN NÝJA NICOLE ■ Þið munið hana NICOLE, hina 17 ára gömlu þýsku skólastúlku sem vann í Eurovision söngvakeppnini síðustu, með laginu „Ein Bisschen Frieden“. (Svolítið af friði - og dálítið af ást...). Auðvitað muna allir eftir hinni sakleysislegu og sætu unglings- stúlku, - en hún hefur breyst mikið á skömmum tíma. Nú er hún orðin svo mikil dama, að áhorfendur sem sáu hana í söngvakeppninni gætu varla þekkt hana fyrir sömu stúlk- una. Nú er Nicole orðin dömuleg með nýja hárgreiðslu og heilmikið máluð. Hún hefur ferðast um og haldið tónlcika og augiýst um leið hljómplötur með söng sínum. A flestum stöðum hefur hcnni verið vel tekið, en Danir tóku henni þó misjafnlega. I einu dönsku blaði var sagt um tónleika hcnnar í Kaupmanna- höfn, að þessi unga stúlka ætti heldur að halda sig að skóla- bókunum sínum í stað þess að þykjast vera söngkona, sem geti komið ein fram á tónleik- um. „Hún er músíkalskur skandali,“ sagði eitt blaðið, en önnur voru ekki svona misk- unnarlaus. Sjálf, segir Nicole að það fylgi því margir annmarkar, að verða fræg svona allt í einu. „Ég reyni að halda lífl mínu í gömlum skorðum, skólagöngu sambandi við kunningjana og fjölskyldu, en það gengur misjafnlega. Ef mér verður það á cinhvcrn daginn - nú orðið - að ganga fram hjá kunningja á götu án þess að sjá hann, og auðvitað þá án þess að heilsa, þá líður ekki á löngu áður en ég sé það í einhverju blaðinu, að n ú sé ég orðin svo merkileg með mig, að ég heilsi ekki gömlum vinum á götu einu sinni“, sagði Nicole og var niðurdregin á svip er blaðamaður frá ensku kvenna- blaði hafði viðtal við hana. Hún segist þó ekki sjá eftir að hafa farið út í þetta. Söngvakeppnin var geysilega erflð en spennandi, og nú koma út nýjar plötur með nýjum lögum sem hún syngur. Nýjasta lagið hennar „Give Me More Time“, hefur flogið um alla Evrópu og hún segist líta björtum augum til fram- tíðarinnar. Hvot hún sé trúlofuð? Um það vill hún ekkert segja. Hún sagði reyndar, þegar hún tók þátt í keppninni, að hún ætti góðan vin, en nú segist Nicole ekki tala um einkah'f sitt, því að blöðin mistúlki oft það sem hún segi og skrifl oft ófagra liluti um sig, svo héðan í frá ætli hún að reyna að segja sem minnst um sig sjálfa. „Ég vildi gjarnan fá svolítinn frið (Ein Bisschen Frieden),“ sagði hin unga söngkona. fSm ■ Hér sjáum við Nicole með sítt, slétt hár í hvítum ungbngslegum kjól, - en efri myndin sýnir Nicole með nýjustu greiðsluna og málað um augun. Þar er hún eins og kvikmyndastjarna. Garðveisla í Ameríku — Bo og John Derek gera kvikmynd um Adam og Evu í aldingarðinum Eden ■ John Derek hefur að undanförnu gert hverja kvik- myndina á fætur annarri með konu sína Bo ■ sviðsljósinu, eins og t.d. myndina Tarzan, - en þar var Jane (leikin af Bo) eiginlega aðalpersónan, miklu fremur en sjálfur Tanan. Það er víðar en á Islandi, sem aldingarðurinn Eden freistar leikritahöfunda til að skrífa um syndafallið (Garð- veisla í Þjóðleikhúsinu). Nú ætlar John Derek að byrja á mynd um Adam og Evu, og auðvitað á Bo að Ieika Evu, - en nú er erfltt að fínna einhvern Adam. Sagt er að margir ungir og fallegir leikar- ar hafl litið á hlutverkið, en beðist undan því að leika Adam, því hann sé þama gerður að einhverju skrípi, og sé alveg í skugga Evu, sem er auðvitað aðalpersónan. Sagt er að þau hjónin hafi nú fengið leikarann George Hamilton, sem helst er þekkt- ur úr „blóðsugu-kvikmynd- um“ - til að athuga hvort hann vilji taka að sér að leika Adam. Hann sagði já, - en með ýmsum skilyrðum, t.d. vill hann fá miklu meiri peninga fyrir að taka að sér hlutverkið en upphaflega var boðið, og svo vill hann fá að hafa hönd í bagga með að breyta hlutverki Adams, því það sé aldeilis KÓNGURINN ÞAKKAÐI KAFARANUM — og lét gera af honum myndastyttu ■ Ef ekki hefði verið dugn- aði kafara nokkurs fyrír að fara, þá hefði alveg eins getað farið svo, að ein af frægustu dómkirkjum Bretlands hefði hrunið til grunna, en það var Winchester dómkirkja sem var í hættu árið 1906 vegna flóða. Þegar fór að braka og bresta í byggingunni, héldu allir að nú væm dagar kirkjunnar taldir og flóðin hefur grafið undirstöðurnar undan henni. Eina vonin var að byggja upp gmnninn, svo kirkjuyfírvöldin sendu eftir Bill Walker kafara. Maídag nokkurn árið 1906 fór kafarinn i 200 punda þunga kafarabúninginn sinn og skreiddist svo niður stiga, niður í svart vatnið sem fyllti gmnninn. Þama vann hann í myrkrinu og hlóð sekkjum af sementi undir bygginguna, fyrst þar sem mest hafði skemmst, og siðan hlóð hann smátt og smátt upp sekkjum með sandi og sementi þar til hann hafði hlaðið úr 25.800 sementspok- um. Vinnan tók hann fimm ár, en með þessu var kirkjunni bjargað frá tortímingu. Þegar hann hafði lokið þessu þrekvirki bauð George V konungur honum að ganga fvrír sig til að meðtaka konung- legt þakklæti og heiðursverð- laun. Þegar ferðamenn koma til Winchester dómkirkju þá sjá þeir þar myndastyttu af kaf- ara, og undrast margir yfir því, en þar er veríð að minnast Bill Walker, sem bjargaði kirkjunni frá hmni. Þau skildu sönnunargögn- in eftir á inn- brotsstaðnum ■ Ingo Kroll og Heinz Hans, innbrotsþjófar í borg í Vestur- Þýskalandi, höfðu gert nokkur „vel heppnuð innbrot“ að undanförnu. og þegar þeir lögðu í sjötta innbrotið á stuttum tíma, ákváðu þeir að halda upp á þetta og keyptu kampavín til að hafa með sér á innhrotsstuðinn. Þeir dmkku kantpavínið, eftir að hafa athafnað sig á staðnum og haft þó nokkuð upp úr krafsinu. Þegar kampa- vinið fór að hafa sín áhríf og þeir skáluðu í kæti sinni, tóku þeir myndavél sem var i þýfinu hjá þeim, og fóm að mynda hvom annan. Þegar þeir hypjuðu sig á braut gleymdu þeir myndavél- inni. Lögreglan var kvödd á staðinn. Þegar filman hafði verið framkölluð, sem var í vélinni, þekktust peyjarnir og ekki leið nema stuttur tími þar til þeir vom komnir á bak við lás og slá. ■ Bo Derek - fæst nú enginn til að taka þátt í syndafallinu með henni? ómögulegt eins og er. „Þó Adam hafi látið plata sig, þá getur hann ekki hafa veríð svona nautheimskur eins og hann kemur fyrir sjónir í þessari mynd Dereks“, sagði George. Hann bætti við, að annars skyldi hann með gleði taka að sér að leika djöfulinn í myndinni. Er asninn í Marrakesh ■ Aumingja asninn, sem Ijósmyndari hitti á fömum vegi í Marrakesh i Marokkó virðist bera þunga byrði en þetta er ekki eins slæmt og það lítur út fyrir að vera. Asninn er hlaðinn af léttum og þumim mnnagróðrí, sem er fisléttur. En þeir sem athuga myndina nánar gætu fengið þá hug- mynd, að asninn gæti boríð svo stóran bagga vegna þess að hann væri sexfættur. - Svo er þó ekki, þvi eigandinn sjálfur gekk þama með og studdi við hlassið.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.