Tíminn - 05.10.1982, Blaðsíða 5

Tíminn - 05.10.1982, Blaðsíða 5
ÞRIÐJUDAGUR 5. OKTÓBER 1982 5 fréttii „SAMMALA MEGINNIÐUR STÖÐUNUM” — segir Ingvar Gíslason, mennta- málaráðherra, um niðurstöður meirihluta útvarpslaganefndar ■ „Mér líst mjög vel á þetta verk. Niðurstaða nefndarinnar (útvarpslaga- nefndar) kemur mér ekki á óvart og ég er sammála megin niðurstöðunum. Eg mun nú leggja þessi frumvarpsdrög fyrir ríkisstjórnina og hef hugsað mér að þetta verði lagt fram sem stjómarfrum- varp sem allra fyrst eftir að þing kemur saman", sagði Ingvar Gíslason, menntamálaráðherra, sem ásamt út- varpslaganefnd kynnti í gær niðurstöður þær sem nefndin hefur skilað af sér í frumvarpsformi. Samkvæmt tillögunum mun einka- réttur Ríkisútvarpsins til útvarps og sjónvarps afnuminn, eins og áður hefur verið frá skýrt. Gert er ráð fyrir að aðrar þráðlausar útvarpsstöðvar verði fjár- magnaðar með auglýsingasölu, sem nefndarmenn voru sammála um að valda muni minnkandi auglýsinga- tekjum hjá RUV. Það tap - og meira til - er lagt til að bætt verði upp með hækkuðum afnotagjöldum RUV ásamt því að Ríkisútvarpið fái á ný tekjustofn af aðflutningsgjöldum af sjónvarps- og hljóðvarpstækjum og hlutum í þau. En tekjur RUV af innflutningi sjónvarps- tækja voru af því teknar á árunum 1977-78, einmitt þegar hinn mikli innflutningur . lits.jónvarpstækja hófst, að sögn útvarpsstjóra. Samkvæmt tillögunum er Ríkisút- varpinu gert skylt að senda út dagskrá um allt land. Útvarpsdagskrá verði að lágmarki 16 tímar á dag og sumarlokun sjónvarps verði afnumin. Varðandi efnisval kom fram að ekki er gert ráð fyrir jafn ströngum kröfum hjá öðrum stöðvum og Andrés Björnsson, útvarpsstjóri, í minnihluta í útvarpslaganefnd: ósammála nefndar- álitinu’' ■ „Ég er í grundvallaratridum ósam- mála þessu nefndaráliti sem hér liggur fyrir,“ sagði Andrés Bjömsson, útvarps- stjóri og einn hinna sjö er sæti áttu í útvarpslaganefnd. Kvaðst hann vona að ráðherrar og alþingismenn gæfu sér góðan tíma til að fjalla vel og rækilega um þetta mál áður en það yrði afgreitt á Alþingi. Það kom m.a. fram hjá útvarpsstjóra að hann undraðist að nefndarmenn hefðu lítinn áhuga haft fyrir áhuga- mannaútvarpi - en slíkar stöðvar séu þær einu sem leyfðar séu útsendingar frá á hinum Norðurlöndunum - heldur virtist sér markaðsútvarp hafa verið höfuðmarkmið meirihluta nefndarinnar. „Þetta er eingöngu hugsað til að ná fjármunum. Það er ekki verið að huga að hagsmunum neytenda í þessu sambandi heldur þeirra sem hyggjast reka þetta útvarp. Þetta er því neytendamál. Auglýsingatekjur þessara stöðva munu fyrst og fremst verða notaðar til að greiða hluthöfum arð, en ekki til útvarpsreksturs", sagði útvarpsstjóri. Hins vegar kvaðst hann alls ekki sjá að með þessu frumvarpi væri tryggt að Ríkisútvarpinu verði gert fært að standa undir þeim kröfum sem gerðar eru til þess og séu auknar að mun samkvæmt frumvarpinu. Útvarpsstjóri kvaðst jafnframt ósam- þykkur því að tveir aðilar - nefndir - eigi að fylgjast með útvarpsrekstri í landinu - þ.e. útvarpsráð með Ríkis- útvarpinu en síðan útvarpsréttarnefnd með öðrum stöðvum. Taldi hann með því boðið upp á hættu á mismunun ríkis- og einkastöðva. Þeir Andrés Björnsson og Vilhjálmur Hjálmarsson skrifuðu sameiginlega undir sérálit með tillögunum. Aðrir nefndarmenn voru í höfuðdráttum sammála um þær tillögur sem gerðar hafa verið. Ellert B. Schram gerði þó athugasemd vegna takmörkunar á auglýsingum í minni stöðvum. Jafnframt telur hann óeðlilegt að kapalstöðvum verði ekki heimilt að selja auglýsingar svo sem öðrum stöðvum. -HEI ■ Menntamálaráðherra, Ingvar Gíslason og hluti útvarpslagancfndar á fundi með fréttamönnum. Ráðherra á vinstri hlið situr Markús A. Einarsson, form. nefndarinnar, þá Kristján Gunnarsson, fráfarandi fræðslustjóri, Ellert B. Schram, ritstjóri og Andrés Björnsson, útvarpsstjóri. Einnig var á fundinum Olafur R. Einarsson, kennari, en þeir Benedikt Gröndal og Vilhjálmur Hjálmarsson gátu ekki verið viðstaddir. Tímamynd G.E. Ríkisútvarpinu. Hins vegar er lagt til að sveitarstjórnir mæli með leyfisveitingu til útvarps-og sjónvarpsreksturs hver á sínu svæði, að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. Skulu slíkar stöðvar gera væntanlegri „út- varpsréttarnefnd1' grein fyrir þeirri dagskrárstefnu sem fyrirhuguð er. Skal nefndin jafnframt hafa eftirlit með rekstri slíkra stöðva og getur afturkallað leyfi þeirra, séu lög og reglur um útvarp brotnar. -HEI stór/ ASKRIFENDA- “íGETRAUN! DAIHATSU CHARA Dreginn / út 3. mars 1983 25.000,-kr vöruúttekt í □OBHma Dregin út 4. nóvember 1982

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.