Tíminn - 05.10.1982, Blaðsíða 12

Tíminn - 05.10.1982, Blaðsíða 12
12_______ tekinn tali ÞRIÐJUDAGUR 5. OKTÓBER 1982 ÞRIÐJUDAGUR S. OKTÓBER 1982 13 tekinn tali Bóris SpasskíJ, ákveðinn íað sig upp á nýjan leik ■ „Það þarf ákveðna geggjun til að geta einbeitt sér algjörlega að tafl- mennskunni“. ■ ...ég vona samt að ég sé ekki geggjaðri en hver annar“. ■ „...ég á ákaflega erfitt með að magna hjá mér þessa drápshvöt". .Einvígið við Friðrik er ansi dular- ■ ..Ég fylltist metnaði þegar ég komst að því að ég bjó yfir dáliílu vopnabúri“. hafa dalað dálítið, en þó held ég að hann sé enn nægilega sterkur til að halda titlinum.“ Hvað um Kortsnoj? Heldurðu að hann eigi ennþá möguleika í áskorenda- kcppninni? „Nei.“ Stutt og laggott. Ef hann fær áhuga á skák mun ég auðvitað hjálpa honum, en sjálfur myndi ég fremur kjósa að hann yrði - ja, til að mynda atvinnumaður í tennis.“ Hvers vegna? „Ja, það er nú svo að þó skáklistin sé fyrst og fremst hugarstarfsemi þá nýtur hún hvergi nærri sömu vinsælda og greinar eins og tennis. Það er náttúrlega Margir skákmenn þrífast fyrst og fremst á baráttuviljanum - já: við skulum segja drápshvötinni, en sú er ekki raunin með mig, Ég á ákaflega erfitt með að magna upp í sjálfum mér þessa drápshvöt. Þeir sem henni eru gæddir, það eru skákmenn sem hafa farið að safna í vopnabúr sitt vegna þess að þeir voru fullir metnaðar að ná langt. Hjá mér var verða jú þeir Karpov, Kasparov, Beljavskíj og fleiri mjög sterkir skák- menn, ef til vill Júsúpov eða einhverjir af ungu mönnunum. Engu að síður tel ég að sóvéska sveitin nú sé ekki jafn afgerandi sterkusí og hér áður þegar í henni voru menn eins og Tal, Petrósjan, Bótvinnik, Smyslov, Kéres, Géller og ég - allir upp á okkar besta. Sovétríkin eru sveitinni af þeirri einföldu ástæðu að mér var ekki boðið.“ Tímamynd Róbert ,Kasparov er sá sem á mesta möguleikana á að skora á Karpov' Fæ ekki lengur heimboð frá Sovétríkjunum. Hver eru tengsl þín við Sovétríkin nú? „Ja, ég tefli náttúrlega undir fána Sovétríkjanna og kem því fram sem fulltrúi þeirra, en að öðru leyti eru lítil tengsl milli mín og Sovétríkjanna. Fyrst eftir að ég flutti úr landi var mér boðið svona einu sinni á ári af rússneska skáksambandinu - athugaðu að það var skáksamband Rússlands en ekki sovéska skáksambandið sem nær yfir öll ríki Sovétríkjanna; en þessi boð hafa fallið niður undanfarið. Og ég er sjálfs mín herra að því leyti í hvaða mótum ég tek þátt og svo framvegis." Veistu hvar þú munt tefla næst? ;,Nei það er ekki frágengið. Kannski í Linares á Spáni í febrúar." En þú munt búa áfram í Frakklandi? „Já“ segir hann ákveðinn. „Það er ekki fyrirsjáanleg nein breyting á því.“ Hvert er helsta metnaðarmál þitt í náinni framtíð? „Bara að tefla vel,“ segir hann brosandi. „Tefla eins og ég lifandi get. Ég ætla að reyna að tefla mikið á næstunni, hleypa í mig krafti og hækka Elo-stigatölu mína sem svo mikið byggist á núorðið. En umfram allt að tefla vel.“ Bóris Spasskíj er o?ðinn 45 ára. Ljónsmakkinn er farinn að grána svolítið, en hann er kvikur í hreyfingum og hinn hraustlegasti að sjá. Tekur okkur brosandi út að eyrum og býður okkur kurteislega sæti. Séntilmaðurinn Spasskíj. Þetta mun vera í fjórða sinn sem hann kemur hingað til íslands. 1957 kom hann hér fyrst, tefldi þá í ólympíusveit sovéskra studenta: 1972 var hann aftur á ferðinni, og ‘77. Nú teflir hann skrýtilegt einvígi við Friðrik Olafsson; það er sem kunnugt er á vegum Storðar tímarits sem Almenna bókafélagið og Iceland Review hyggjast gefa út, og úrslitin verða ekki kunn fyrr en tímaritið kemur út snemma á næsta ári. Við verðum að láta okkur hafa það að bíða. SpjöIIum við Spasskíj á meðan. Mjög ánægður í Frakk- landi Nú hefur þú búið í Frakklandi í mörg ár... „Nei,“ segir Spasskíj ákveðinn og nákvæmur. „Eg hef búið í Frakklandi í nákvæmlega sex ár: flutti frá Sovét- ríkjunum í september 1976.“ Jæja, í sex ár þá. En ertu ánægöur á Vesturlöndum? „Já, ég er mjög ánagður. Þaö er ákaflega gott að búa í Frakklandi, þó það sé að vísu óhentugt fyrir skákmann vcgna þess að skáklíf er þar heldur lítilfjörlegt. Ég hef þess vegna ofan af fyrir mér með því að tefla fyrir skákfélagið Solingen í vestur-þýsku fyrstu deildarkeppninni, og svo náttúr- lega á skákmótum hér og hvar um heiminn." Vinnurðu einn, eða hefurðu einhvern sérstakan þjáliara? „Ég vinn einn, aleinn. Núna upp á síðkastið hef ég aftur á móti velt því fyrir mér að taka upp samstarf við einhvern annan skákmeistara, og í því sambandi hef ég mest rætt við júgóslavneska stórmeistarann Bruno Parma. Það getur vel farið svo að við tökum upp samvinnu.“ millisvæðamótinu í Mexíkó, sem haldið var í ágúst, enda þótt mér tækist ekki að komast áfram í áskorendakeppnina. Þar munaði aðeins hálfum vinningi og inn á milli þótti mér ég tefla ágætar skákir." Varðstu fyrir miklum vonbrigðum með að komast ekki áfram í keppninni um að skora á Karpov? „Já, ég neita því ekki, en ég er ákveðinn í að gera betur næst og held að ég hafi ágæta möguleika. Og í rauninni er það svolítill léttir að vera ekki með í þetta sinn. Þátttaka í heimsmeistarakeppninni er mikið álag; krefst feykilegrar okru, og undir- búningur miðast nálega allur við næsta einvígi. Nú eru hins vegar þrjú ár þar til næsti hringur hefst og þann tíma ætla ég að nota eins vel og ég get, reyna að bæta mig á öllum sviðum og tefla eins og ég best get. Eftir þrjú ár ætti ég því að vera sæmilega undirbúinn.“ Karpov nógu sterkur þó Kasparov skori á hann Átta skákmenn keppa á næsta ári um réttinn til að skora á Karpov; Beijavskíj, Húbner, Kasparov, Kortsnoj, Portisch, Ribli, Smyslov og Torre. Hver þeirra heldurðu að verði næsti áskorandi? „Kasparov er greinilega sá sterkasti. Hann er geysilega efnilegur, vel að sé í fræðum og teóríu, en um leið upp- áfinningasamur og skapandi; baráttu- viljinn óskaplegur. Ég er hins vegar ekki viss um að taugar Kasparovs þoli álagið í þessari hörðu keppni, hann er ungur og virðist stundum yfirspenntur. Ég held líka að jafnvel þótt Kasparov nái að tryggja sér áskorendaréttinn, þá eigi Karpov ágæta möguleika á að sigra og halda heimsmeistaratigninni þrjú ár í viðbót. Eftir þrjú ár þaðan í frá má hann aftur á móti fara að vara sig mjög á Kasparov.“ En er Karpov jafn sterkur nú og hann var fyrir nokkrum árum. Hann virtist ekki eins öruggur, tapar fleiri skákum og svo framvegis. „Þetta er að vísu rétt. Karpov virðist Fleira í mínu lífí en skákin Mér dettur í hug úr því minnst er á Karpov og Kortsnoj; þeir hafa báðir geflð út ævisögur sínar og af einhverri undarlegri tilviljun bera þær sama nafn í þýðingum á Vesturlöndum: Skákin er líf mitt. Getur þú sagt það sama um sjálfan þig? Spasskíj brosir út að eyrum. „Skákin er líf mitt, eða lífið er skák mín; hver er munurinn? En í alvöru talað, þá á þetta ekki við um mig. Það er fleira í mínu lífi en skákin ein. Skákin er atvinna mín og það vill bara svo til að ég hef mikla ánægju af atvinnu minni. Áhugamál á ég mér svo fjölmörg: bókmenntir, ekki síst Dostoévskíj, íþróttir og bara að vera heima með fjölskyldu minni.“ Hann brosir. „Ég er orðinn mikill fjölskyldumaður síðustu árin. Það er erfitt að lifa eðlilegu fjölskyldulífi vegna stöðugra ferðalaga vítt og breitt um heiminn, nú síðustu mánuði hef ég til dæmis teflt á sex skákmótum hér og hvar, en ég reyni. Ég á ungan son og ég er ekki búinn að vera lengi að heiman þegar ég er orðinn sjúkur af heimþrá. Ég á mér litla íbúð í Frakklandi...“ Hann grípur fram í fyrir sjálfum sér. „Nei, hvaða vitleysa. Hún er ekkert lítil; hún er svona meðalstór, en þar líður mér altént best. Ég tek engan þátt í því litla skákltfi sem er í Frakklandi, enda eru margar klíkur innan skákhreyfingarinnar þar, sem deila mjög harkalega og ég vil ekki koma nálægt því.“ Finnst þér þú þurfa á þjálfara, eða samstarfsmanni, að halda? „Já, ég er ekki frá þvf. Það er alltaf gott að geta rætt hugmyndir sínar við einhvern, og auk þess þarf mikinn sjálfsaga til að halda sér á topnum í þessum bransa, og þeim sjálfsaga er ég bara ekki búinn. Það gæti því verið aðhald í því að vinna með öðrum.“ Ljóst að ég er ekki jafn sterkur og ég var Hvernig meturðu sjálfan þig sem skákmann um þessar mundir? „Það er ljóst að ég er ekki jafn sterkur og ég var hér áður fyrr,“ segir Spasskíj ákveðinn. „Þar er engum um að kenna nema sjálfum mér; ég hef ekki agað sjálfan mig nægilega, eins og ég drap á. Nú síðustu mánuði hef ég hins vegar verið ánægðari með taflmennsku mína en ég var um langt skeið. Ég er orðinn líkamlega hraustari en ég var, leik nú tennis daglega og er í ágætu formi. Af því hefur leitt að ég er öruggari með sjálfan mig en áður, og taugaspenna, sem oft hefur hrjáð mig, er í iágmarki og mér finnst að ég sé að ná mér á strik á nýjan leik. Ég er til dæmis þokkalega ánægður með taflmennsku mína á ■ Boris Spasskíj þungt hugsi í fjölteflinu við bankamenn um helgina. vegna þess að skákin er ekki eins spennandi fyrir áhorfendur, og hún nýtur þess vegna ekki sömu virðingar. Auk þess er líf atvinnuskákmannsins hreinlega erfitt“. Hvað þarf eiginlega til að komast í fremstu röð skákmeistara? Þarf ekki svolitla geggjun til að geta einbeitt huganum algerlega að 64 reitum og nokkrum taflmönnum? Nú hlær Spasskíj dátt. „Jú, það þarf alveg áreiðanlega svolitla geggjun. Ég vona samt að ég sé ekki geggjaðri en hver annar. En umfram allt er nauðsyn- legt að vera við góða heilsu, vera sterkur og agaður karakter, nákvæmur í vinnubrögðum og þolinmóður, og þá eru sj álfir hæfileikamir auðvitað ótaldir. Tímamynd Róbert ekki nándar nærri eins dómínerandi í alþjóðlegu skáklífi og þau voru áður, framfarirnar hafa orðið svo miklar annarsstaðar." Hverjir heldurðu að verði hættulegustu keppinautar Sovétmanna? „Ég þykist vita að það séu ennþá Ungverjar, ég veit ekki hverjir aðrir það ættu að vera. Júgóslavar? Varla. Bandaríkjamenn? Nei. Búlgarar?" Hann hristir höfuðið. En Englendingar? „Nei, ekki núna. Ensku skák- meistararnir eru ennþá of ungir, en eftir nokkur ár eru þeir líklegir til stórræða. Annars hef ég lítið leitt hugann að þessu ólympíumóti. Ég tefli ekki í sovésku Dularfullt einvígi við Fríð- rik Ólafsson. Að lokum: hvernig líst þér á einvígið við Friðrik Ólafsson? „Það er ansi dularfullt mál,“ segir Spasskíj. „f rauninni veit ég ekkert hvernig það fer. Auðvitað liggur í augum uppi að ég telst vera sterkari skákmaður um þessar mundir, en ég hef aldrei teflt svona stutt einvígi áður; aðeins fjórar skákir. Ég hef teflt sex skáka einvígi, tólf skáka, fjórtán skáka, sextán skáka og tuttuguogfjögra skáka, en aldrei svona stutt. Svo það gæti farið á alla kanta. En ég er ákveðinn í að hafa gaman af því og gera mitt besta.“ Var ekki boðið að tefla í ólympíusveit Sovét- ríkjanna. Má ég spyrja um álit þitt á ólympíuskákmótinu sem hefst um mánaðamótin? Heldurðu að sovésku skáksveitinni takist að vinna þar öruggari sigur en á Möltu 1980, þegar hún varð jöfn ungversku sveitinni að vinningnum er örlítið hærri á stigum? „Það er erfitt að segja. Vitanlega er sovéska sveitin sigurstranglegust; í henni Þarf áreiðanlega svolitla geggjun... Hann sonur þinn; myndirðu mæla með lífl atvinnuskákmannsins við hann? „Nei,“ segir Spasskíj ákveðinn. „Ég myndi ekki vilja ýta honum út í neitt. ■ ...og þar fór biskupinn fyrir lítið. Spasskíj leikur gegn einum bankamanninum í fjölteflinu um helgina. Þar vann hann 14 skákir, gerði 8 jafntefli og tapaði 4 skákum.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.