Tíminn - 05.10.1982, Blaðsíða 14

Tíminn - 05.10.1982, Blaðsíða 14
ÞRIÐJUDAGUR S. OKTÓBER 1982 Samnorræn brauðavika byrjadi í gær: Mikið braudaúrval í bakaríum landsins ■ í gær byrjaöi svokölluð brauöavika í bakaríum landsins. Um er að ræða samnorræna brauðaviku og var slík vika í fyrsta skipti í fyrra og varð af henni góður árangur. A brauða- vikunni í fyrra var kynnt Vík- ingabrauð og nú í ár er kynnt nýtt brauð, sem heitir Krafta- brauð. Kraftabrauðið er 600 g af þyngd og kostar í smásölu kr. 18,60. Á blaðamannafundi sagði Hannes Guðmundsson, fram- kvæmdasjórí Landssambands bakarameisara frá brauðavik- unni og ýmsu öðru er varðar brauð og hoUustu. Hann sagöi að Kraftabrauðið væri dæmi um hið mikla brauðaúrval, sem er til í bakaríum landsins. Á tiltölulega fáum árum hefðu orðið miklar breyt- ingar hjá bökurum og brauðaúrval aukist mikið, en það gerðist eftir að bakarar fengu að baka fleiri brauð en vfsitölubrauðin svokölluðu. Nýju brauð- tegundirnar eru dýrari en vísitölubrauð- in enda mörg efni í þeim, en fólk kann vel að meta að eiga kost á mörgum brauðtegundum enda hefur neysla á brauðum úr grófu korni aukist gífurlega hér á landi undanfarin ár og hveitibrauð- in eru svo sannarlega á undanhaldi. í tilefni brauðavikunnar verða bakarí- in í hátíðabúningi og plakötum verður dreift í bakarfum og víðar. Herdís Steingrímsdóttir, matvæla- fræðingur var ráðin í fyrra í verkefni fyrir bakarameistara og það er mikil þörf fyrir iðngrein eins og bakstur að hafa ’d1 Iw 1 T-. jT'-. * lil ISna ■ Glaðlegir bakarar undirbúa brauða- vikn. Hannes Guðmundsson, fram- kvxmdastjóri Landssambands bakara er yst til vinstri, þá er Jón Albert Kristinsson, bakari í Áifheimabakaríi, Vigfús Björnsson í Breiðholtsbakaríi, Þorsteinn Stígsson í Grensásbakaríi, Valdimar Bergsson í Kökubankanum og Stefán Aroason í Koroinu. ■ Kraftabrauðin era ný og sérstaklega kynnt á brauðavikunni. matvælafræðing til 'að fá ýmislegt kannað bæði hráefni og fullbökuð brauð. Herdís rannsakaði korntegundir og næríngargildi þeirra og geta bakarar snúið sér til Rannsóknarstofnunar land- búnaðarins og fengið reiknað út næring- argildi brauða. Nauðsynlegt er að fé fáist til framhalds á rannsóknum á komi, en hingað til hefur korn til manneldis ekki verið rannsakað er það hefur verið flutt til landsins, aftur á móti eru strangar reglur um að allt dýrafóður sé rannsak- að. Landssamband bakarameistara hefur f mörg ár verið í samvinnu við bakarameistara á Norðurlöndum, en það var í fyrsta skipti í fyrra að samvinnan var í þessu formi að sameiginleg brauðavika var haldin. Það kom fram á blaðamannafundin- um að stóraukinn innflutningur á erlendum kökum hafi valdið samdrætti í sölu á kökum í íslenskum bakaríum og em bakarar að sjálfsögðu óánægðir með að innflutningur á kökum sé eins mikill og raun ber vitni. Einnig telja þeir að merkingum á innfluttum kökum sé ábótavant og þeir óskuðu eftir því við Landssamband iðnaðarmanna að það kærði innflutning á kökum, þar sem ekki er farið eftir settum reglum um merkingar á umbúðum, t.d. ekki tiltekinn síðasti söludagur. Jón Óttar Ragnarsson, matvælafræð- ingur, var á fundinum og mælti hann með hollustu grófra brauða og sagði að nauðsynlegt væri að reglur væm settar hér á landi um það að bæta í hvíta hveitið þeim bætiefnum, sem töpuðust úr því við vinnsiuna. Aðallega væri þar um að ræða jám og vítamín. En slík reglugerð þarf að koma frá heilbrigðis- yfirvöldum. Appelsínudraumur — og annað sælgæti úr ís Papriku- réttur sæl kerans Takið pakka af vanilluís úr frystinum og látið hann aðeins linast. ísinn er settur í skál og saman við hann er blandað safanum úr einni safamikilli góðri appelsínu, og hrært saman. Gott er að blanda svolitlu koníaki saman við appelsínusafann, ef ísinn á að vera í eftirmat fyrir fullorðna, en annars er því sleppt. Appelsína er skorin í fallega bita ■ Appeismudraumur og sett saman við ísinn og yfir er skafið gott súkkulaði. Setja má ísinn í smáskálar þegar safinn hefur verið hrærður saman við. Þetta er ekki mikil fyrirhöfn, en gerir hinn venjulega vanilluís að ólíkt hátíð- ■ legri eftirmat. Ef ísinn þarf eitthvað að bíða er rétt að setja hann aftur í frystinn ef skálin þolin frost í smástund. Ís-appelsín-drykkur Hrærið rjómaís þar til hann er mjúkur og hrærið þá samanvið svolítið appelsín (gosdrykk). Blandið linum ísnum í há glös og fyllið svo með appelsín, en gott er að setja nokkrar teskeiðar af ís ofan á. Skreytið með ávöxtum eða súkkulaði- flögum. Jarðarber með ís Takið niðursoðin jarðarber og sigtið safann frá. Þvínæst á að kremja berin í gegnum sigti og hræra þau svo með svolitlum flórsykri. Vanilluís er settur í litlar ávaxtaskálar og jarðarberjamauk- inu hellt yfir. ■ Paprikuréttur sælkerans og mcð- læti, en það er laussoðin hrísgrjón og hrásalat. Gott er líka að hafa sætsúrsað grænmeti með (pickles) Efni í Paprikurétt sælkerans: (uppskriftin er fyrir 4-6) 2 rauðar paprikur 2 grænar paprikur 3- 4 laukar smjörlíki eða matarolía 250 gr kindahakk 250 gr nautahakk salt - pipar 1-2 tesk. hvítlauksduft 2 tesk. Worcestershiresósa 4- 6 tómatar tómatsósa Skraut: laukur, paprika, tómatar og steinselja Skerið stilkana úr paprikunum, hreinsið fræin úr og skerið þær síðan í strimla. Skerið laukana í báta og látið þá og paprikuna krauma um stund í feitinni. Takið það síðan af pönnunni og brúnið kjötið. Setjið laukinn og paprikuna saman við kjötið, en takið frá í skraut. Bragðbætið með kryddi og tómatsósu. Látið réttinn krauma við vægan hita í u.þ.b. 15 mínútur. Skerið tómatana í báta og látið þá krauma með síðustu mínútumar. Skreytið með lauk- og tómatbátum, paprikustrimlum og steinselju, sem þið klippið yfir. Berið fram með þessu laussoðin hrísgrjón og hrásalat.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.