Tíminn - 14.10.1982, Page 3

Tíminn - 14.10.1982, Page 3
FIMMTUDAGUR 14. OKTÓBER 1982 3 Jón Bjarnason SF 3 sökk við Papey: „VONUUST AD HÆGT St AÐ BJARGA BAíNUM” ■ Vélbáturinn Jón Bjarnason SF 3 frá Homafirði sem steytti á svonefndu Flyðruskeri nokkur hundruð metra n-austan við Papey í fyrrinótt, er nú sokkinn og er talið nær útilokað að hægt sé að bjarga nokkra úr bátnum. Sjópróf vegna málsins hafa farið fram á Hornafirði. Það var um klukkan hálf eitt í fyrrinótt að Jón Bjarnason SF 3 steytti á Flyðruskeri, en báturinn var þá að koma frá Reyðarfirði og Fáskrúðsfirði og hugðust skipverjar leita að síld við Papey. Að sögn Friðjóns Guðröðar- sonar, sýslum'anns á Höfn sem stýrði sjóréttinum, taldi stýrimaðurinn sig vera vel með rétta stefnu og hvorki hann né skipstjórinn, Bjarni Snæland Jónsson, kunnu nokkrar skýringar á því af hverju báturinn hafnaði á skerinu. Sagði Friðjón að þetta mál yrði trúlega aldrei upplýst, en við sjóprófin hefðu komið fram þær vangaveltur að hinir miklu straumar sem væru í nágrenni Papeyjar hefðu borið bátinn af réttri leið og eins væri hugsanlegt að sjálfstýringin hefði brugðist. Enginn hinna níu skipverja um borð í vélbátnum var í nokkurri hættu þó að báturinn steytti á skerinu. Fjöldi annarra síldveiðibáta var í nágrenninu o g dreif þá að um leið og hjálparbeiðni var send út. Urðu skipverjar á vélbátn- um Langey fyrst varir við hjálparbeiðn- ina, en það var svo Sturlaugur II, skipstjóri Vigfús Vigfússon, sem tók áhöfnina af Jóni Bjarnasyni um borð og flutti hana til Hafnar. Er Ijóst var orðið að Jón Bjarnason var í nauðum var send út beiðni til Djúpavogs um að bátur yrði sendur á vettvang með brunadælu. Korn það í hlut vélbátsins Frás frá Vestmanna- eyjum að fara á staðinn og sagði Jón Garðar Einarsson, einn skipverja í samtali við Tímann að vélbáturinn hefði marað í hálfu kafi er þá bar þar að. Ekki sagði Jón að viðlit hefði verið að gera neitt til að bjarga bátnum. Skcr hefðu verið beggja vegna við bátinn og varð Frár því að hörfa frá um hálf þrjú leytið. Jón Bjarnason SF 3 var tryggður hjá Samábyrgð íslcnskra fiskiskipa, en samkvæmt upplýsingum Ásgríms Hall- dórssonar hjá Skipatryggingum Aust- fjarða sem fer með viðskipti fyrir Samábyrgðina, er vonlaust að hægt sé að bjarga bátnum. - Báturinn er sokkinn og það er það mikil hreyfing á þessum slóðum að það er ekki viðlit að-reyna björgun, sagði Ásgrímur og bætti því við að einasti möguleikinn væri sá að bjarga neta- trossum úr bátnum ef það gerði blíðskaparveður. Sagði Ássgrímur að búið hefði verið að samþykkja að vélbáturinn sem er kominn allnokkuð til ára sinna, færi til niðurrifs og var hann því á sinni síðustu vertíð. Taka átti bátinn af skipaskrá fyrir áramót, en eigendurnir eiga von á nýlegum bát í hans stað frá Noregi. -ESE Hafa slátrað 44 þúsund fjár á Saudárkróki Fallþungi meiri en á liðnu ári ■ „Slátrun hefur gengið ákaflega vel hjá okkur í haust og er það fyrst og fremst að þakka góðu tíðarfari“, sagði Sigurjón Gestsson, sláturhússtjóri á Sauðárkróki. í gærkvöldi sagði hann búið að slátra um 44 þús. Ijár, en gert er ráð fyrir að heildarslátrun í húsi verði um 57 þús. fjár. Því ætlar Sigurjón að verði lokið næsta þriðjudagskvöld. Fallþunga dilka sagði Sigurjón ívið meiri nú en síðasta haust, eða um 14,2 kg. að meðaltali - sem hann telur í slöku meðallagi - en í fyrra \af meðalvigtin um 13,6 kíló. „Það gekk nú svona sæmilega að fá fólk í haust. En uppistaða vinnuaflsins er úr sveitinni”, sagði Sigurjón, að- spurður. Sláturhúsið á Sauðárkróki er mjög vel búið færibandahús sem tekið var í notkun árið 1973 og byggt eftir nýsjálenskri hugmynd. Þar sagði Sigur- jón menn slátra um 3.000 fjár á dag í svona húsi, en afköstin á Sauðárkróki eru um 2.300 til 2.500 fjár á dag. „En þess ber líka að gæta að þar er unnið við slátrun allt árið ogakkorðsvinna, þannig að það þjálfast upp miklu meiri verktækni heldur en hjá okkur á svona stuttum tíma,“ sagði Sigurjón. -HEI ■ Alva Myrdal: hlaut friðarverð- laun Nóbels. Alva Myrdal hlaut fridar- verðlauniri — ásamt Alfonso Garcia Robles frá Mexikó ■ í gær var tilkynnt að Svíinn Alva Myrdal og Mcxíkaninn Alfonso Garcia Robles hlytu friðarverðlaun Nóbels, sem verða afhent í Osló 10. desemher n.k. Alva Myrdal hefur gegnt fjölmörg- um störfum sem fulltrúi lands síns, verið sendiherra, virk í kvcnrétt- indabaráttu, en þekktust er hún fyrir störf sín sem fulltrúi Svíþjóðar á afvopnunarráðstefnum Sameinuðu þjóðanna og baráttumaður fyrir friði og afvopnun. Bók hcnnar „Spclct om nedrustningen", eða „Sjónar- spilið um afvopnunarmálin“, hcfur vakið heimsathygli. Hún cr nú áttræð aö aldri. Alfonso Garcia Robles cr fyrr- verandi utanríkisráðherra Mexíkó, heilinn á bak við sáttmálann um kjarnorkuvopnalaust svæði í róm- önsku Ameríku fráárinu 1967. Hann hefur vcrið fulltrúi Mexíkó á afvopn- unarráöstefnum eins og Alva Myrdal og er nú scndiherra lands síns í Genf. Þau sögðu bæði í gær að þau líti á veitingu verðlaunanna sem viður- kenningu til friðarhreyfinganna í heiminum og talsmaður Nóbcls- nefndarinnar í Osló lét þá ósk í Ijós er Itann tilkynnti um verölaunin að friðarhreyfingunum mætti vaxa fisk- ur um hrygg. JGK ■ í sláturhúsinu á Sauðárkróki þarf að lyfta eða bera skrakkana frá því þeir eru fyrst settir upp á króka á færibandi eftir aflífun og þar til þcir eru teknir niður af bandinu þegar komið cr í frystiklefa. Öll vinna fer því fram á sama færibandinu, sem hlýtur að spara mönnum mikið erfiði. Timamynd Örn. Hvenær verða bráðabirgðalögin lögð fyrir Alþingi: vEngin niðurstaða” — segir dr. Gunnar Thoroddsen, forsætisrádherra ■ - „Það iiggur ekki fyrir nein niðurstaða um það hvenær bráðabirgðalögin verða lögð fram né í hvorri deild þingsins þau verða iögð fram,“ sagði dr. Gunnar Thoroddsen, forsætisráðherra, í samtali við Tímann er hann var spurður út í þetta atriði. Mjólkurvinnsla að komast í eðlilegt horf: Fengu 12% haekkun ■ Mjólkurvinnsla er nú komin í nær cðlilegt horf eftir að samkomulag tókst í deilu mjólkurfræðinga og vinnuveit- enda á sáttafundi hjá ríkissáttasemjara. Samþykktu samninganefndir deiluaðila sáttatillögu þá sem ríkissáttasemjari lagði fram og var nýtt samkomulag undirritað að því búnu, með fyrirvara um samþykki félagafunda. Að sögn Einars Árnasonar, sem verið hefur fyrir samninganefnd VSÍ á samningafundunum, þá hafa vinnuveit- endur metið launahækkun mjólkurfræð- inga vegna þessara samninga á tæp 12%. Mjólkurfræðingar fengu ekki kröfum sínum um fæðis- og flutningagjald framgengt, en héldu þess í stað þeim sex föstu næturvinnutímum á viku sem þeir hafa haft undanfarin ár. Stjórn og samninganefnd Mjólkur- fræðingafélags íslands kynnti hið nýja samkomulag á fundi með mjólkurfræð- ingum á Akureyri í gær. en mjólkur- fræðingum víðs vegar um land verður svo gerð grein fyrir samkomulaginu á næstu dögum. Síðan verður gengið til atkvæðagreiðslu um samkomulagiö og ætti niðurstaða að geta legið fyrir fljótlega. Grétar Símonarson mjólkurbússtjóri hjá Mjólkurbúi Flóamanna sagði í samtali við Tímann að starfsemi hjá mjólkurhúinu yrði komin í eðlilegt horf eftir daginn í dag, en ástandið í mjólkurmálum væri annars gott. T.a.m. hefðu Reykvíkingar afpantað ákveöinn hluta umsamdrai mjólkursendingar þar sem að næg nýmjólk hefði verið til í verslunum. -ESE Forsætisráðherra sagði að þetta mál hefði vissulega boriö á góma í viðræðum ráðherrancfndarinnar, sem auk forsætis- ráðherra er skipuð Steingrími Her- mannssyni og Svavari Gestssyni, en engin ákveðin dagsetning hcfði enn verið nefnd í sambandi viö það hvenær bráðabirgðalögin yrðu lögð fram. Sagði dr. Gunnar að það lægi ekki lífið á í þessu máli, og dagur til eða frá skipti engum sköpum. Um þær hugmyndir sem Stcingríinur Hermannsson, formaður Framsóknar- flokksins hefur lagt fram um að samið verði við stjórnarandstöðuna um af- greiðslu mála og þar með talið afgreiðslu bráðabirgðalaganna, sagði Gunnar Thoroddsen að hann teldi sjálfsagt að breytingatillögur við bráðabirgðalögin yrðu athugaðar og ræddar eftir að þau hefðu verið lögð fram. Allir möguleikar væru opnir í því sambandi, sagði forsætisráðherra. Varðandi ummæli flcstra þingflokks- formannanna í sjónvarpsþætti sl. þriðju- dagskvöld um að hægðarleikur væri að afgreiða kjördímamálið á nokkrum dögum cftir að málið kæmi til kasta þingsins, sagði dr. Gunnar: - Stjórnarskrármálið og kjördæma- málið eru það mikil stórmál að það hlýtur að taka tíma fyrir þingið að fjalla um þau og eðlilegt að til þess sé ætlaður ríflegur tími. Það er mín skoðun að þessum málum verði ekki hespað af í fljótræði, sagöi dr. GunnarThoroddsen, forsætisráðherra, sem jafnframt er formaður sjtórnarskrárnefndar. -ESE HVAÐ MEÐ ÞIG r.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.