Tíminn - 14.10.1982, Page 4

Tíminn - 14.10.1982, Page 4
ffimxtm FIMMTUDAGUR 14. OKTÓBER 1982 4 ■ Símon og Siegfried eru nú á tónleikaferð um Norðurland. Spænsk tónlist á Norðurlandi ■ Gítarleikararnir Símon ívarsson og Siegfried Kobilza munu á næstu dögum halda nokkra tónleika á Norðurlandi. Að undanförnu hafa þeir haldið tónleika víða á Suður- og Austurlandi við mjög góðar undir- tektir. Á Norðurlandi verða fyrstu tónleikararnir í Dalvíkurkirkju, fimmtudaginn 14. verða þeir í Reynihlíðarkirkju og föstudaginn Sjálfsævisaga Jakobs Hálf- danarsonar komin út ■ Jakob Hálfdanarson var frum- kvöðull að stofnun fyrsta íslenska kaupfélagsins, Kaupfélags l'ingey- inga fyrir einni öld. Jakob var mikill félagsmálamaður og drífandi, en fæstum mun þó um það kunnugt, að eftir hann liggur nokkurt safn rita og ritgerða. ísafold hcfur nú gefið út hluta þeirra ritverka, sem Jakob átti í fórum sínum, en ekkert af þeim hefur verið gefið út fyrr. Bókin hcfur að geyma sjálfsævisögu Jakobs, sögu fyrstu ára Kaupfélags Þingeyinga, tvær ritgerðir Jakobs um verslunar- mál auk niðjatals hans. Bókin er rituð af manni, sem ekki hafði ritstörf að atvinnu, og ber þess að sjálfsögðu nokkur merki. Við útgáfuna hefur verið kappkostað að breyta sem minnstu. Undirbúning handrits fyrir prent- un annaðist Pétur Sumarliðason, og naut hann aðstoðar Einars Laxness, sem sinnti undirbúningi einn eftir fráfall Péturs. Einar Laxness ritar einnig formála. Sonardóttir Jakobs, Petrína Jakobsson, hefur gert mynd á bókarkápu. Sinfónían vakti mikla hrifningu á Selfossi ■ „Hrifningin var mikil, hljóm- sveitin, stjórnandinn og einsöngvar- inn voru margsinnis klöppuð fram og menn gleymdu alveg að ræða mjólkurfræðingadeilur og einmuna veðurblíðu, sem verið hefur undan- farið,“ sagði Stefán Jasonarson, á Vorsabæ, eftir tónleika Sinfóníu- hljómsveitarinnar sem haldnir voru í íþróttahúsinu á Selfossi í fyrrakvöld. „Húsfyllir var á tónleikunum og raunar gott betur,“ sagði Stefán. „Það þurfti að bæta við stólum og það dugði ekki til því margir þurftu að standa á tónleikunum." Ennfremur sagðist Stefán hafa heyrt á fólki, að um ókomna framtíð vonaði það, að Sinfónían gerði meira af því að fara í tónleikaferðir um landið. Efnisskrá Sinfóníunnar var fjöl- breytt á tónleikunum. Flutt var 15. okt. í Akureyrarkirkju. Allir tónleikarnir verða klukkan 20.30. Laugardaginn 16. okt verða þeir Símon og Sigfried í Siglufjarðar- kirkju kl. 16 og daginn eftir verða þeir á Sauðárkróki, en þar fara tónleikarnir fram á vegumTónlistar- félagsins. Á efnisskránni hjá gítarleikurun- um, er létt klassísk tónlist og flamengo. -Sjó. innlend og erlend tónlist. Stjórnandi var Páll P. Pálsson en einsöngvari Kristján Jóhannsson. -Sjó. Hernaðar- uppbygging sjaldan jafn ör hérlendis og á síðustu misserum, segja Her- stöðvaand- stæðingar ■ Ný viðhorf í herstöðvamálum vegna stóraukinna áforma og umsvifa bandaríska NATO-hersins hér á landi voru mjög í brennidcpli á landsráðstefnu Samtaka herstöðva- andstæðinga sem haldin var hér í Reykjavík um hclgina. Að sögn forystumanna samtakanna var það samdóma álit manna á ráðstefnunni að sjaldan hafi hernaðaruppbygging hérlendis veriö jafn ör og á síðustu misserum. Nægi þar að minna á byggingu sprengjuheldra flugskýla og gervihnattamóttökustöðvar á Miðneshciði, áformin um olíuhöfn í Helguvík og eldsneytisbirgðastöð á Hólmsbjargi svo og nýjustu freuir af eflingu herflugvélatlotans. AnJófs- starfið standi því trammi fyrir viðameiri verkefnum en nokkru sinni fyrr. Þá mun hafa komið fram mikill áhugi á því á ráðstefnunni að hafin verði markviss barátta fyrir því að ísland verði hluti af hinu kjarnorku- vopnalausa svæði á Norðurlöndum, enda sé fuilur vilji fyrir því innan friðarhreyfinganna í Skandinavíu. Áformað er að kynna þær hugmyndir meðal landsmanna á næstunni. Jafnframt hyggjast Samtök her- stöðvaandstæðinga stuðla að því að hafin verði undirskriftaherferð með áskorun til íslenskra stjórnvalda um að þau taki höndum saman við stjórnir annarra Norðurlanda um að lýsa yfir stofnun kjarnorkuvopna- lauss svæðis. Samtök herstöðvaandstæðinga fagna þeim vísi að íslenskri friðarhreyfingu sem vaxið hefur fram að undanförnu og lýsa sig reiðubúin til samstarfs við aðra friðarsinna að öllum málum sem lúta að afvopnun og friðarbaráttu. -HEI Sænska gengislækkunin veldur Iðnaðar- deild Sambandsins miklu tjóni: „ENGINN REKSTUR ÞOUR SLÍK AFÖL” — segir Hjörtur Eiríksson, framkvæmdastjóri ■ Þegar 16% gengislækkunin kom til framkvxmda í Svíþjóð á dögunum átti iðnaðardeild SIS inni nokkrar milljónir sænskra króna hjá kaupendum þar í landi. Fyrsta og augljósasta áfallið, sem iönaöardcildin varð fvrir af völdum gengisfellingarinnar var auðvitað það að þessar innistæður rýrnuðu um 16%, og þar er um geysilega upphæð að ræða. Á hinn bóginn er erfitt að meta nú heildaráhrif gengisfellingarinnar, þar eiga mörg kurl eftir að koma til grafar. Þetta kom fram í samtali við Hjört Eiríksson framkvæmdastjóra iönaðar- deildarinnar í gxr. Iðnaðardeild SÍS flytur mikið af kápum og fullunnum mokkaskinnum til Svíþjóðar og helstu keppinautarnir á sænska markaðnum eru Svíar sjálfir og þar næst Finnar. Eftir að báðar þessar þjóðir hafa lækkað gengi gjaldmiðla sinna verulega, verður samkeppnis- aðstaðan að sjálfsögðu allt önnur og verri en áður fyrir iðnaðardeildina. Sama gildir einnig á öðrum mörkuðum þar sem þessar þjóðir eru í samkeppni. Viðskipti Finna og íslendinga fara hins vegar að mestu fram í dollurum, og hefur því lækkun finnska marksins lítil áhrif á útflutninginn til Finnlands. Hjörtur sagði að bíða yrði og sjá hvað setur varðandi heildaráhrif gengisfell- ingarinnar í Svíþjóð. Margt væri enn óljóst og benti hann á það sem dæmi að ríkisstyrkir til iðnaðarins hefðu nú verið lækkaðir þar í landi og ætti það að ýta undir hækkanir á verði sænskra iðnaðar- vara og draga þar með úr áhrifum gengislækkunarinnar þegar fram í sækir. „Hitt er annað að svona áföll þolir enginn rekstur á íslandi í dag,“ sagði Hjörtur. „fslensk fyrirtæki eru ber- skjölduð fyrir tjóni af þessu tagi. Þau hafa engar útflutningstryggingar eins og mörg fyrirtæki erlendis nota til að jafna áhættu.“ JGK Nýr leiklistarskóli hefur starfsemi: „Stuttnám- skeið íleik- listinni” ■ „Ég mun fyrst um sinn verða með stutt námskeið í leiklist og bjóða upp á kennslu í nokkrum undirstöðuatriðum í raddbeitingu, taltækni, spuna, leikrænni tjáningu, upplestri og almennri fram- sögn. Fyrsta námskeiðið, sem hefst á mánudag eftir tæpa viku, verður þriggja mánaða og ég mun kenna tvö kvöld í viku.“ Þetta sagði Sigrún Björnsdóttir, leik- kona, sem nú er að setja á stofn nýjan leiklistarskóla, Lciklistarskóla Sigrúnar Björnsdóttur við Ármúla 44 í Reykja- vík. Sigrún er enginn nýgræðingur í leiklistinni. Hún útskrifaðist frá Leik- listarskóla Þjóðleikhússins 1967. Þar á eftir stundaði hún nám við leiklistar- skóla í Köln í Þýskalandi f hálft annað ár. Auk þessa hefur hún sótt námskeið hjá þekktu leikhúsfólki í Evrópu og leikið og leikstýrt hér heima. „Ég hef gert talsvert af því að halda Innkaupa- pokar seldir til styrktar Rauða krossinum ■ - Þetta er algjör tilraun af okkar hálfu og ég veit ekki til þess að þetta hafi verið reynt áður, sagði Björn Baldursson, starfsmaður Rauða kross íslands í samtali við Tímann í tilefni af því að ákveðið hefur verið að hrinda af stað all nýstárlegri herferð á vegum samtak- anna. Verða innkaupapokar merktir Rauða krossinum, seldir í verslunum gegn vægu gjaldi og er hugmyndin með þessu að afla Rauða krossinum tekna. - Við vonum að þetta fái góðar viðtökur og fólk sjái sér þannig fært að styrkja starfsemi Rauða krossins, sagði Björn, en þessi nýja fjáröflunaraðferð var kynnt á nýafstöðnum aðalfundi leiklistarnámskeið úti á landi um leið og ég hef leikstýrt fyrir áhugamannafélög," sagði Sigrún. „A því leikur enginn vafi að það eru fleiri en þeir sem hafa áhuga á að leggja fyrir sig lciklist, sem hafa gott af svona námskeiðum. I því sambandi má nefna fólk sem hefur féiagsmálaáhuga og þarf mikið að koma fram, kennara og aðra sem þurfa að tala yfir fjölmenni." - Hvernig eru undirtektimar? „Það er nú ekki komið í ljós ennþá, ég er rétt að fara af stað. Hins vegar er það alveg Ijóst að ég þarf ekki marga nemendur til að fara af stað. Ég vil hafa fáa á hverju námskeiði. Það tryggir góða tilsögn," sagði Sigrún. Sem fyrr segir hefst fyrsta námskeið Sigrúnar mánudaginn 18. október. Enn er ekki fullbókað á námskeiðið. Þeir sem hafa áhuga á að vera með geta innritað sig í síma 31357. -Sjó. ■ Einn Rauðakrosspokanna, sem seldir verða í verslunum á næstunni. Tímamynd Ella Rauða krossins. Verða innkaupapok- arnir seldir á þrjár krónur stykkið, en Plastprent hf. sér um dreifingu pokanna. Tekjum af sölu pokanna verður varið til hjálparstarfs bæði innan lands og utan. Stærstu verkefni Rauða krossins innan lands nú eru aðstoð við aldraða og rekstur sjúkrabifreiða, en þess má geta að í fyrra voru t.d. keyptar átta nýjar sjúkrabifreiðar og nam andvirði þeirra tæplega 1.6 milljónum króna. -ESE ■ Sigrún Bjömsdóttir. Atvinnuleysi í september: Aldrei minna á þessu ári ■ Skráð atvinnuleysi í september- mánuði s.l. svarar til þess að 0,2% af áætluðum mannafla hafi verið á atvinnu- leysisskrá. Er það lægsta hlutfall á yfirstandandi ári. Atvinnuleysisdagar reyndust samtals 5.472 á öllu landinu, sem svarar til þess að 253 - þar af 149 konur - hafi verið á atvinnuleysisskrá í mánuðinum. Hlutfallslega mest bar á atvinnuleysi á Norðurlandi-vestra eða 62, sem er um fjórðungur af skráðum atvinnuleysis- dögum á landinu. Þar af voru konur 47. Atvinnuleysi á Norðurlandi-eystra svarar til 30 atvinnulausra í mánuðinum og í Reykjavík 95 manns. í öðrum landshlutum voru atvinnulausir frá 17 og niður í 4 í september, nema hvað Vestfirðir komust ekki á blað fremur en venjulega. -HEI Kýr Viljum kaupa snemmbærar kýr eða kvígur, upplýsingar í síma 99-6946.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.