Tíminn - 14.10.1982, Side 5
FIMMTUDAGUR 14. OKTÓBER 1982
■ Tveir þingmenn heilsast í þingbyrjun: Pálmi Jónsson, landbúnadarrádherra, og
Magnús H. Magnússon, alþingismaður.
Tímamynd: Róbert
Kratar vilja af-
nema heimild til
brádabirgðalaga
■ Þingmenn Alþýðuflokksins eru dug-
legir að leggja fram lagafrumvörp. Þegar
á öðrum degi 105. löggjafarþingsins
lögðu þeir fram fjögur frumvörp. Er hér
um að ræða endurflutning mála síðan í
fyrra og árið þar áður nema frumvarp til
stjórnskipunarlaga, sem felur það í sér
að ríkisstjórn sé óheimilt að gefa út
bráðabirgðalög.
Er sú breyting rökstudd með því að
auðvelt sé að kalla Alþingi saman
hvenær sem er. Samgöngur um landið
eru góðar og þingmenn eru á launum
allt árið og ætti því ekkert að vera því
til fyrirstöðu að kalla þing saman þegar
bráðliggur á nýrri lagasmíð. Fyrsti
flutningsmaður frumvarpsins er Vil-
mundur Gylfason.
Frumvarp um lokunartíma sölubúða
var talsvert rætt á þinginu í fyrra, en þá
lögðu alþýðuflokksmenn ásamt Guð-
rúnu Helgadóttur fram frumvarp þess
efnis að hann yrði gefinn frjáls og
kaupmönnum í lófa lagið hvenær þeir
hefðu opið og hvenær ekki. Málið hlaut
ekki afgreiðslu, og er nú endurflutt og
er Vilmundur fyrsti flutningsmaður, eins
og síðast og Guðrún Helgadóttir stendur
að frumvarpinu með honum ásamt fimm
öðrum alþýðuflokksmönnum.
Frumvarp um strangara eftirlit með
Landsbanka íslands og reikningsskilum
var einnig lagt fram. Þar er gert ráð fyrir
ítarlegri reikningsskilum bankans en nú
er í samræmi við ákvæði laga um aðrar
ríkisstofnanir.
Frumvarp um breytingu á lögum um
tekjur - og eignarskatt gerir ráð fyrir að
kostnaðarsamar tannviðgerðir verði frá-
dráttarbærar frá skatti.
Endurflutt er þingsályktunartillaga
um athugun á möguleikum íslenskra
fiskiskipa til veiða í erlendri fiskveiði-
landhelgi.
OÓ
Hávaði vegna
fyrirspurnar
■ Fyrsta uppákoma 105. löggjafar-
þings varð í gær, er Vilmundur Gylfason
fékk greidd atkvæði um það hvort hann
mætti leggja fram tiltekna fyrirspurn eða
ekki.
Fyrirspurnin var á þá leið, hvort
dómsmálaráðherra teldi ástæðu til að
gera athugasemd við embættisfærslu
sýslumannsins í Austur-Skaftafellssýslu
20. ágústs.l. ogsamþykktigjörðirhans.
Hér er um að ræða ummæli og frásögn
Friðjóns Guðröðarsonar sýslumanns í
útvarpsviðtali er tekið var viö hann
vegna árásar á tvær franskar stúlkur, og
Vilmundur hefur fordæmt í blaða-
greinum.
Jón Helgason forseti sameinaðs þings
neitaði að leyfa fyrirspurnina á þeirri
forsendu, að hún væri bundin einstak-
Iingi og ekki þinglega orðuð.
Vilmundur bað þingið að úrskurða
hvort fyrirspurnin yrði leyfð, og fór fram
á nafnakall. Úrslit urðu þau að já sögðu
16, nei 41 og 3 greiddu ekki atkvæði.
Hlé var gert á þingfundi áður en
atkvæði voru greidd. Nokkrir þing-
manna gerðu grein fyrir atkvæði sínu og
meðal þeirra Vilmundur. Hann sagði
dapurlegt að sjá þingmenn breytast í
kerfiskarla er hlýddu flokksaga, en
flestir þingmanna Framsóknarflokks og
Sjálfstæðisflokks sögðu nei. Alþýðu-
flokksmenn sögðu já, nema Magnús H.
sem greiddi ekki atkvæði. Alþýðubanda-
lagsmenn voru beggja blands.
Friðrik Sophusson sagði að hann vissi
til að forseti hefði boðist til að leyfa
fyrirspurnina ef orðalagi hennar væri
breytt. Því var neitað. Jón Helgason
staðfesti að hann hefði fallist á að leyfa
fyrirspurnina ef orðalagi væri breytt í
þinglegra horf. Vilmundur viðhafði
hörð orð um forseta fyrir stjórn á fundi
og kvað hann aðeins leyfa athugasemdir
ef þær féllu að skoðun hans en annars
ekki, og fyrir að hafa lagt fram handrit
að nýrri spurningu, og sagðist hafa
neitað því.
Um ummæli Friðriks Sophussonar
spurði þingmaðurinn hvað þessi lög-
fræðipiltur úr Heimdalli vildi upp á
dekk og færi að tala um hluti sem hann
hefði ekkert vit á.
Þegar forseti tók málið út af dagskrá
hafði hann orð á að hann og Vilmundur
væru ekki sammála um hvort þinglega
hefði verið staðið að málinu eða ekki.
Nefndakosningarnar á Alþingi:
FRHMON KJORINN
í STflÐ EGGERTS
— sem féll út úr fjárveitinganefnd
■ Kosið var í fastanefndir Alþingis í
gær. Uröu þær breytingar helstar að
Eggert Haukdal var felldur út úr
fjárveitinganefnd og Friðjón Þórðarson
dómsmálaráðherra kosinn í hans stað.
Listakosning er viðhöfð þegar kosið
er í fastanefndir þingsins. Fjárveitinga-
nefnd er kosin í sameinuðu þingi. Fram
komu þrír listar. Stjórnarsinnar lögðu
fram sér lista og á honum voru Þórarinn
Sigurjónsson, Geir Gunnarsson, Guð-
mundur Bjarnason og Friðjón Þórðar-
son. A lista sjálfstæðismanna í stjórnar-
andstöðu voru Lárus Jónsson, Friðrik
Sophusson, Egill Jónsson og Eggert
Haukdal. Á lista sem þingmenn Alþýðu-
flokksins báru fram var Karvel Pálma-
son. Allir þeir sem bornir voru upp og
hér eru nefndir hlutu kosningu nema
Eggert Haukdal, sem féll út úr
fjárveitinganefnd. en hann sat áður í
nefndinni.
Atkvæði féllu þannig að A-listi, listi
stjórnarsinna hlaut 31 atkvæði, og 5
menn í fjárveitinganefnd. B-listi. sem
sjálfstæðismenn í stjórnarandstöðu
stóðu að hlaut 19 atkvæði og 3 menn
kjörna og C-listi 1 mann.
Það var samkvæmt ósk Gunnars
Thoroddsen að Eggert var felldur úr
fjárveitinganefnd, cn að öðru leyti er
skipan fastanefnda með mjög áþekku
sniði og fyrr og listar bornir fram á sama
hátt og á fyrri þingum þessa kjörtíma-
bils. Til dæmis á Eggert Haukdal enn
sæti í atvinnumálanefnd, sem kjörin er í
sameinuðu þingi, og þar hefur hann
verið formaður.
Benedikt Gröndal hefur sagt af sér
þingmcnnsku og Jón Baldvin Hannibals-
son tekur sæti hans. Benedikt átti sæti í
utanríkismálanefnd. í hana var Kjartan
Jóhannsson kosinn nú. Magnús H.
Magnússon vék úr atvinnumálanefnd og
var Jón Baldvin kosinn í hans slað.
í efri deild var Karl Steinar Guðnason
kosinn í sjávarútvegsnefnd og Kjartan
Jóhannsson hætti þar, eins vék hann úr
iðnaðarnefnd efri deildar og Eiður
Guðnason var kosinn þar í hans stað.
Nefndirnar kjósa sér sjálfar formenn,
varaformcnn og fundaskrifara.
Flugleiðir:
STERK STAÐA DOIiARS
MINNKAÐI TEKJURNAR
■ Það hefur ekki árað vel í rekstri
Flugleiða það sem af er árinu. í nýjasta
Félagspósti, innanfélagsblaði fyrirtæk-
isins, kemur fram að styrk staða
dollarans ásamt því að megintekjur
fyrirtækisins eru í evrópskum gjaldmiðl-
um hefur valdið tekjurýrnun sem nemur
tveim milljónum dollara það sem af er
árinu. Þá áætla Flugleiðir að fyrirtækið
hafi orðið fyrir 500 þús. dollara tjóni
vegna verkfallsboðana í júnímánuði.
Ennfremur hefur slæmt Gnahagsástand
í viðskiptalöndum valdið samdrætti í
ferðamannaþjónustunni og þar mcð
minni farþegafjölda hjá Flugleiðum.
Einkum er áberandi að mun færri
ferðamenn komu til landsins í ár frá
Danmörku og Þýskalandi en ráð var fyrir
gert.
Ljósir punktar eru þó fyrir hendi,
eldneytiskostnaður hefur lækkað og
sömuleiðis vaxtabyrðin . Það er þó eftir
sem áður Ijóst að miklir erfiðleikar eru
fyrir hendi og „langur, erfiður og magur
vetur" fer að, eins og Sigurður Helgason
forstjóri orðaði það í Félagspóstinum.
JGK
■ Hörður Helgason sendiherra hefur tekiit stöðu fastafulltrúa íslands hjá
Sameinuðu þjóðunum en myndin var tekin er hann afhenti Pérez de Cuéllar
aðalframkvæmdastjóra SÞ trúnaðarbréf sitt þann 7.9. s.l.
Hjálparstofnun
kirkjunnar afhendir
um 1,7 milljónir
■ Rúmlega sautján hundruð þúsund
krónur söfnuðust í landssöfnun Hjálpar-
stofnunar kirkjunnar til stuðnings endur-
nýjunar á fjarskiptabúnaði björgunar-
og slysavarnarsveita. Söfnunarféð var
afhent viðstöddum fulltrúum Slysa-
varnarfélagsins, Landssambands hjálp-
arsveita skáta og Landssambands flug-
björgunarsveita.
„Þessi góða niðurstaða lýsir skilningi
landsmanna á góðu málefni í verki.
Endurnýjunin er fjárfrek framkvæmd,
sem sveitunum hefði vcrið ókleif, nema
til hefði komið stuðningur lands-
manna,“ segir í frétt frá Hjálparstofnun
kirkjunnar.
Hjálparstofnunin vill koma á framfæri
þakklæti til allra þcirra sem þátt tóku í
söfnuninni, hvort sem um var að ræða
bein störf í þágu söfnunarinnar, eða
fjárframlög.
-Sjó.
Ráðning frétta-
manna hjá
útvarpi:
Ákvörðun
eftir helgi
■ Útvarpsráð mælti einróma með
þeim Katrínu Pálsdóttur og Einari
Sigurðssyni í stöður fréttamanna við
ríkisútvarpið. Hér er um að ræða
afleysingastöður og í þriðju afleys-
ingastoðuna sem laus ei hjá útvarpinu
hlaut Atli Steinarsson 4 atkvæði en
Stefán Jóhann Stefánsson 3.
Andrés Björnsson útvarpsstjóri hefur
endanlegt vald um ráðningar frétta-
mannanna, en hann er erlendis og er
væntanlegur heim um næstu helgi.
Verður því að bíða ákvörðunar hans þar
til í næstu viku.
-JGK
Rrtgeröasam-
keppni um
öldninarmál
■ Öldrunarráð íslands hefur ákveðið
að efna til ritgerðasamkeppni meðal
nemenda fjölbrauta- og menntaskól-
anna í tilefni af ári aldraðra, um efnið:
„Hvaða breytingar vilt þú gera á kjörum
aldraðra á íslandi áður en þú verður 67
ára“. Lengd ritgerðanna miðast við 2-3
vélritaðar síður og er skilafrestur til 10.
nóvember. Verðlaun eru ferð til Puerto
Rico og vikudvöl á hóteli þar, ferða-
hljómflutningssamstæða og vasatölva.
JGK