Tíminn - 20.10.1982, Blaðsíða 3

Tíminn - 20.10.1982, Blaðsíða 3
MIÐVIKUDAGUR 20. OKTÓBER 1982 fréttirl „GREIÐSLUSTAÐfl MARG FALT BETRI EN 1978” ■ Til eru þeir sem einblína á hlutfall veltufjármuna, sem eina mælikvarðann á fjárhagsstöðu. Sem dæmi um hvað slíkur samanburður er rangur, má geta þess að í árslok 1974, þegar fjárhagur borgarinnar var hvað allra verstur, var veltuhlutfallið um 2,5, sem verður að teljast mjög gott, en þá nam handbært fé aðeins 0,96% af skammtímaskuldum, og það skýrir erfiðan fjárhag," segir Sigurjón Pétursson, borgarfull- trúi Alþýðubandalagsins í greinargerð sem hann sendi frá sér vegna niðurstöð- unnar á úttekt á fjárhagsstöðu borgar- innar, sem rædd var í borgarráði í gær. í greinargerðinni segir Sigurjón, að á síðasta kjörtímabili hafi orðið ýmsar breytingar á færslum tekna og gjalda. Og hafi ekki verið tekið tillit til þeirra allra í fjárhagsúttektinni. „Pví er rétt að geta þeirra, án þess að dómur sé lagður á hugsanleg áhrif þeirra," segir Sigurjón. „Byggingasjóður hefur á tímabilinu verið sameinaður borgarsjóði og eru því skuldir hans því nú taldar til borgarsjóðs. Skuld borgarsjóðs við Húsatryggingar var áður vaxtafærð, en er nú verðtryggð með 2,5% vöxtum. Árið 1978- voru öll innkomin gatna- gerðargjöld, fyrir 30. júní, sem voru hærri upphæð en öll fjárhagsáætlunin, færð til tekna á fyrri helming ársins. En nú er tekjufærður helmingur af áætluð- um tekjum vegna gatnagerðargjalda. Eftirfarandi samanburður úr skýr- slunum sýnir með einföldum hætti hvernig fjárhagur borgarinnar hefur breyst frá árinu 1978. Fjármunir ársins 1978 eru færðir upp 5,3 sinnum (mat borgarbókhalds) og færðir til nýkróna. ■ Árið 1978 kynntu forystumenn fyrrverandi meirihluta, Björgvin Guðmundsson, Sigurjón Pétursson og Kristján Benediktsson niðurstöðu Ijárhagsúttektar Olafs Nílssonar.... Veltufjármunir (í milljónum króna) Eignir 1978 1982 Mismunur Handbært fé 5,9 63,4 +57,5 Eftirstöðvargjalda 137,6 101,9 +35,7 Opinberiraðilar 129,2 83,7 +45,5 Aðrar skammtímaskuldir 12,1 25,8 + 13,7 Birgðir 0,8 0,5 -0,3 285,6 275,3 +10,3 Skammtímaskuldir Hlaupareikn.yfirdr. 19,5 0(inneign:40,3) -19,5 Ógreiddir reikningar 44,3 33,7 + 10,6 Ógr. Iaun(eftirágr.) 36,1 58,9 +22,8 Aðrar skammtímaskuldir 9,4 9,5 +0,1 Greiðslumunur fyrirtækja 14,7 48,2 +33,5 124,0 150,3 +26,3 Hlutfall handbærs fjár af skuldum 4,8% 42,2% Ógreiddar pantaðar vörur hjálSR 33,0 12,3 +20,7 Hrein eign borgarsjóðs 3.598,1 4.244,4 +646,3 „Sé greiðslumunur fyrirtækjanna ekki Að þessu skoðuðu er augljóst að talinn með, heldur aðeins skuldir möguleikar borgarinnar til .að inna af borgarinnar við aðila utan kerfisins, þá hendi skuldbindingar sínar, eru margfalt breytist veltufjárhlutfallið þannig að í betri nú en 1978," segir -Sigurjón stað þess að vera nú talið 1,83 þá verður Pétursson. „Fjárhags- staðan versnað ffrá ’“7°” það 2,69 en var 1978 2,61. -Sjó ■ „Því var haldið fram við stjórnarskiptin í Reykjavík 1978 af þeim. sem þá tóku við, að staða borgarsjóðs og fjárhagur borgarinn- ar væri slæmur. Niðurstaða hlutlauss úttektar aðila nú er sú, að staða borgarsjóðs sé traust nú. en hafi þó versnað frá 1978, þrátt fyrir stóraukna skattheimtu." Þetta sagði Davíð Oddsson, borgarstjóri í Reykjavík, á blaðamannafundi sem haldinn var í gær til að kynna úttekt á fjárhagsstöðu borgarinnar, sem Ólafur Nilsson, endurskoð- andi, gerði nýlega að ósk fyrrverandi borgarstjórnarmeirihluta í Reykjavík. Davíð sagði á fundinum, að einn mikilvægasti þáttur í athugun á fjárhagsstöðu sveitarfélaga fælist í mati á möguleikum þeirra til að inna af hendi á réttum tíma þltr greiðslur, sem á þau falla, þ.e. hver sé veltufjárstaða sveitarfélagsins. - Með veltufjármunum er átt við þær eignir, sem ekki eru ætlaðar til varanlegrar eignar eða ætlað að breyta í handbært fé innan árs. Með skammtímaskuldum er átt ' við þær skuldir, sem ætlað er að komi til greiðslu innan árs. Hlutfallið milli þessara tveggja þáfta kallast veltufjárhlutfall og er litið sem heilbrigðasta mælistikan á fjárhags- stöðu fyrirtækis eða sveitarfélags og við þá mælistiku var miðað í fjárhagsúttektinni líkt ■ .... en nú kom það í lilut Davíðs Oddssonar, borgarstjóra. Við hlið hans situr Gunnar Eydal, skrifstofustjóri borgarstjórnar. Tímamynd Ella. og 1978," segir í tilkynningu sem afhent var á blaðamannafundinum í gær. Veltufjármunir eru samkvæmt úttektinni 179.505 á móti 108.880 í skammtímaskuldum við áramót. Veltufjárhlutfallið því 1,65. Hins vegar voru veltufjármunir 42.081 og skammtímaskuldir 16.332 í árslok 1977. Veltufjárhlutfall var 2.58. Davíð nefndi á fundinum, að Ijóst væri, að staða ýmissa fyrirtækja borgarinnar væri mjögóhagstæðnú. Hanntóksem dæmi BÚR og Hitaveituna og sagði slæma afkomu fyrirtækjanna hafa verulega neikvæð áhrif á stöðu borgarsjóðs. Loks sagði Davíð, að það gerði greiðslu- stöðu borgarsjóðs afar erfiða, að við gcrð fjárhagsáætlunar fyrir árið 1982 hafi verið skilið eftir gat upp á 40 milljónir sem ætlunin hafi verið að brúa með 40 milljóna láni, sem hvergi fengist. -Sjó staðan var í góðu lagi” — segir Kristján Benediktsson, borgarfulltrúi, um niðurstöðu fjárhagsúttekt- arinnar ■ „Það er náttúrlega augljóst af þessari skýrslu að fjárhagur Reykjavík- urborgar þessi fjögur ár var í góðu jafnvægi," sagði Kristján Benediktsson, oddviti Framsóknarflokksins í borgar- stjórn, þegar Tíminn innti hann álits á niðurstöðum úttektar á fjárhagsstöðu borgarinnar sem Ólafur Nilsson, endur- skoðandi hefur nýlega skilað af sér. „Tilgangurinn með þessari úttekt," sagði Kristján, „var að fá fram hvort verulegar breytingar á fjárhagsstöðunni hefðu orðið frá áramótum og þar til ný borgarstjórn tók við. Það kemur í Ijós, eins og við vat að búast, að það er ekkert óeðlilegt í því sambandi. Þannig að það er samræmi á milli reikningsins sem miðast við 31. desember og þessa uppgjörs sem miðast 30. júní. Svo nú sést það að fyrrverandi meirihluti raskaði ekki fjárhagnum til hins verra á þá fimm mánuði sem hann stjórnaði á þessu ári.“ - Það kemur fram í úttektinni að veltufjárhlutfall hefur lækkað úr 2,30 í 1,83 á þeim fjórum árum sem fyrrver- andi meirihluti stjórnaði. „Veltufjárhlutfall getur nú rokkað talsvert upp og niður og þótt það sé aðeins óhagstæðara nú en það var fyrir fjórum árum þá hefur það ekkert komið niður á greiðslugetu hjá borginni, hún er i góðu lagi," sagði Kristján. Ennfremur nefndi Kristján, að ekki þyrfti mikið til að hafa áhrif á veltufjárhlutfall. „Til dæmis var keypt húseign, hús Almennra trygginga við Pósthússtræti, og ef á henni hvíla miklar skammtímaskuldir getur það eitt út af fyrir sig raskað hlutfallinu verulega," sagði Kristján. -Sió. fréttaskýring Alþýðubandalagið vill ákveða kosningadag án samráðs við aðra í ríkistjórn ÓLAFUR RAGNAR í EINKAVID- RÆÐIIM VID STJÓRNARANDSTÖDU ■ „Ég hef ekki nákvæmar fregnir af þessu daðri Alþýðubandalagsins við stjórnarandstöðuna, en ég tel Ijóst mál að Ólafur Ragnar Grímsson hafí nú um helgina verið að leita hófanna við forystumenn stjórnarandstöðunnar, enda er hann til alls vís,“ sagði einn heimildamanna Tímans úr röðum Fram- sóknarmanna í gær, en það gengur nú fjöllunum hærra að Alþýðubandalagið undirbúi nú brotthlaup úr ríkisstjórn- inni. „Ekkert kappsmál að sitja í stjórn“ Tíminn sneri sér til Steingrfms Hermannssonar, formanns Framsóknar- flokksins í gær og spurði hann um afstöðu þingsflokks Framsóknarflokks- ins: „Við teljum að þó að menn hefðu viljað kosningar í nóvembermánuði, þá sé tíminn hlaupinn frá okkur í því sambandi. Hins vegar teljum við sjálfsagt að stefna að kosningum eins fljótt og raunhæft er, með tilliti til afgreiðslu mála á Alþingi. Okkur er það alls ekkert kappsmál að sitja í ríkisstjórn með óstarfhæfan meirihluta, en við teljum varla raunhæft að hægt verði að kjósa fyrr en í aprímánuði. Það kom greinilega fram á fundunum með flokksmönnum stjórnarandstöð- unnar að þeir vilja semja um kjördag, og það er ekkert því til fyrirstöðu af okkar hálfu að kjördagur verði ákveðinn eins fljótt í vor og aðstæður leyfa." Ólafur Ragnar biðlar til stjórnarandstöðu Tíminn hafði í gær samband við fulltrúa stjórnarandstöðuflokkanna til þess að forvitnast um hvað Alþýðu- bandalagið hefði boðið upp á í þessum viðræðum um helgina, sem Ólafur Ragnar Grímsson, formaður þingflokks Alþýðubandalagsins stóð fyrir. Saman- tekt úr upplýsingum þeim sem þannig fengust fer hér á eftir: Ólafur Ragnar Grímsson, byrjaði um þessa helgi að viðra sínar hugmyndir við forystumenn stjórnarandstöðuflokk- anna. Hans hugmyndir voru í þá veru að Alþýðuhandalagsmenn hefðu nú sannfærst um að þingmenn stjórnar- andstöðunnar ætluðu sér að fella bráðabirgðalögin, en fram til þessa hefðu þeir ekki trúað því. Sagði hann Gunnar Thoroddsen forsætisráðherra hins vegar ekki trúa því, og hafa í hyggju að sitja í forsætisráðherrastóli til næsta hausts, cnda talinn reiðubúinn til þess að draga framlagningu bráðabirgðalag- anna fram yfir 1. dcsember nk. Ólafur Ragnar á að hafa lýst yfir óánægju Alþýðubandalagsmanna með þessar hugmyndir forsætisráðherra og því lagt til við forystumenn stjórnarandstöðunn- ar að Alþýðubandalagið ákvæði með þingmönnum stjórnarandstæðunnar hvenær kosið verður, auk þess sem Alþýðubandalagsmenn biðu upp á sam- komulag um kjördæmismál. Alþýðubandalag hefur ekkí upp á mikið að bjóða Ekki munu forystumenn stjórnarand- stöðunnar hafa verið ginnkeyptir fvrir boðum Alþýðubandalagsins, því þeir munu hafa komist að þeirri niðurstöðu að í rauninni hefði Alþýðubandalagið ekki upp á mikið að bjóða, því þingrofsrétturinn væri í höndum forsæt- isráðherra, cða hjá þingflokkunum öllum sameiginlega. Munu forystu- mennirnir því hafa ályktað sem svo að Gunnar Thoroddsen, forsætisráðherra, myndi sitja sem fastast áfram, þó svo að Alþýðubandalagið hlypi úr ríkisstjórn- inni, því það væri engan veginn hægt að gefa sér það sem staðreynd að Fram- sóknarflokkurinn fylgdi á hæla Alþýðu- bandalaginu í brotthlaupinu. Þá væri einungis eftir sú leið að samþykkja vantraust á forsætisráðherrann, og stjórnarandstöðuliðið með því að flytja vantrauststillögu á þann mann sem verið hefur foringi þeirra undanfarin þrjú ár. Staða mála virðist því sú, að þótt Alþýðubandalagið vilji hlaupast á brott, þá komist það hvergi með góðu móti. Stjórnarandstöðumenn benda á, og glotta stórum, að útlokað cr að kjósa fyrir I. desember, en Alþýðubandalags- menn hafa sagst viija kjósa strax. Segja stjórnarandstöðumenn að það þurfi a.m.k. sjö vikna undirbúning fyrir kosningar, auk þess sem þeir benda á að forsætisráðherra hafi alla möguleika á hendi sér til þess að draga þessar sameiginlegu viðræður allra flokka á langinn eins og honum sýnist. -AB

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.