Tíminn - 20.10.1982, Blaðsíða 19

Tíminn - 20.10.1982, Blaðsíða 19
MIÐVIKUDAGUR 20. OKTÓBER 1982 23 og lekkhus - Kvikmyndir og leikhús cr ío ooo Piðrildið Spennandi, skemmtileg og nokkuft djöri ný bandarísk litmynd, meö hinni ungu mjög umtöluðu kynbombu Pia Zadora i aðal- hlutverki, ásamt Stacy Keach Orson Welles íslenskur texti. Sýnd kl. 3, 5.30, 9 og 11.15 Madame Emma Ahrifamikil og vel gerð ný frönsk litmynd um harðvituga baráttu og mikil örtðg. Romy Schneider, Jean-Louis Trintlgnant Leíkstjód: Francis Glrod íslenskur texfi — Sýnd Id. 9 Þeysandi þrenning Hörkuspennandí og fjörug banda- rísk litmynd um unga menn með.. biladellu með Nick Nolte, Don Johnson, Robin Mattson. fslenskur texti Bönnuð innan 12 ára. Sýnd kl. 3.05,5.05,7.05 og 11.15. Dauðinn í Fenjunum ensk-bandarísklitmynd, umvenju- lega æfingarf erð sjálfboðaliða sem snýst upp I martröð. Keith Carradine, Powers Boothe, FredWard Leikstjóri: Walter Hill Islenskurtexti—Bönnuð innan 16 ára. Sýndkl.3.10,5.10,7.10,9.10 og 11.10. Síðsumar Frábær verðlaunamynd, hugljut og skemmtileg. Katharíne Hepbum, Henry Fonda, Jane Fonda 11. sýningarvika—Islenskurtexti Sýnd kt. 3.15,5.15,9.15 og 11.15 "iönabíó íS*3-t 1-82 Frumsýnir: Hellisbúinn. (Caveman) Back when womcn werc womcn, and men were animals... Frábær ný grinmynd með Ringo Starr I aðalhlutverki, sem lýsir þeim tima þegar allir voru að leita að eldi, uppfinningasamir menn bjuggu I hellum, kvenfólk var kvenfólk, karimenn voru villidýr og húsflugur voru á stærð við fugla. Leikstjóranum Carl Gottiieb hefur hér tekist að gera eina bestu gamanmynd siðari ára og allir hljóta að hafa gaman af henni, nema kannski þeir sem hafa kímnigáfu á algjöru steinaldarstigi. Aðalhlutverk: Ringo Starr og aulabárðaættbálkurinn, Bar- bara Bach og óvinaættbálkur- inn. Sýnd kl. 5,7,9 og 11. 1-15-44 Aðdugaeðadrepast EVER MADE! . ’i * I...... Hörkuspennandi ný karate-mynd með James Ryan I aðalhlutverki, sem unnið hefur til fjölda verð- launa á Karatemótum um heim allan. Spenna frá upphafi til enda. Hér er ekki um neina viðvaninga að ræða, allt .prófessionals” Aðalhlutverk: James Ryan, Char- lotte Michelle, Dannie du Pless- Is og Norman Robinson Sýndi kl. 5,7,9 og 11 Bönnuð innan 14 ára 1-13-84 Víðfræg stórmynd: Blóðhiti (Body Heat) Sérstaklega spennandi og mjög vel gerð og leikin ný, bandarísk stórmynd I litum, og Panavision. Mynd þessi hefur alls staðar fengið mikla aðsókn og hlotið frábæra dóma bíógesta og gagnrýnenda. Aðalhlutverk: William Hurt Kathleen Tumer. fsl. texti. Bönnuð innan 14 ára. Sýnd kl. 5,7 og 9.15. íí 1-89-36 A-salur Frumsýnir úrvalskvikmyndina Absence of Malice Ný amerísk úrvalskvikmynd i litum. Að margra átiti var þessi mynd besta mynd ársins 1981. Hún var útnefnd til þriggja Ósk- arsverðlauna. Leikstjórinn Syndey I Pollack sannar hér rétt einu sinni j snilli sína. Aðalhlutverk: Paul Newman, Sally Field, Bob Bala- J ban o.fl. Islenskur texti. Hækkað verð. Sýnd kl. 5,7.10 og 9.15. B-salur STRIPES Bráðskemmtileg ný amerlsk úr- vals gamanmynd í litum. Mynd sem allsstaðar hefur verið sýnd við ,-metaðsókn. Leikstjóri Ivan Reit- man. Aðalhlutverk: Bill Murray, Harold Ramis, Warren Oates, P.J. Soles o.fl.. Sýnd kl. 5,7 og 9 íslenskur texti iHörkutólin (Steel) Hörkuspennandi amerisk kvik- mynd með Lee Majors og Jennifer O’Neill. Endursýnd kl. 11 •ZS* 3-20-75 Rannsóknar- blaðamaðurinn \ JOHN BELUSHI U BI.AIR BROWN HktrnnllliylwJUk G2NTI-NEJ9TAL T)ivipe I Ný mjög fjörug og spennandi bandarísk mynd, næst síðasta mynd sem hinn óviðjafnanlegi John Belushi lék í. Myndin segir frá rannsóknarblaðamanni sem j kemst í ónáð hjá pólitikusum, sem svífast einskis. Aðaihlutverk: John Ðelushi og Blair Brown. Sýnd kl. 5,9 og 11. The Human Factor Ný bresk stórmynd um starfs- mann leyniþjónustu Breta í Afrlku. Kemst hann þar í kynni við skæruliða. Einnig hefjast kynni ' hans við svertingjastúlku í landi | þar sem slíkt varðar við lög. Myndin er byggð á metsölubók ( Graham Greene. Framleiðandi og leikstjóri: Otto Preminger. Leikarar: Richard Attenborough, John Gielgud og Derek Jocobi. sýnd kl. 7 . Vinsamlega athugið að bfla- stæði Laugarásbíós eru vlð Kleppsveg. fAMillOl 2F 2-21-40 Venjulegt fólk /V [f fA Fjóriöld óskarsverðlaunamynd. „Ég veit ekki hvaða boðskap þessi mynd hetur að færa unglingum, en ég vona að hun hafi eitthvað að segja foreldrum þeirra. Ég vona að þeim veði Ijóst að þau eigi að hlusta á hvað börnin þeirra vilja segja." - Robert Redford leikstj. Aðalhlutverk Donald Sutherland, Mary Tyler Moore, Timothy Hutton Sýnd kl. 5,7.30 og 10. Hækkað verð. ÞJÓDLKIKHÚSID Garðveisla I kvöld kl. 20 föstudag kl. 20 sunnudag kl. 20 Amadeus Fimmtudag kl. 20 Laugardag kl.«. 20 Fáar sýnlngar eftir Gosi . Sunnudag Id. 14 Fiar týnlngar tMr Utla svlðið: Tvíleikur í kvðld kl. 20.20. Mlðasala 13.15-20. Sími 1-1200 I.I.'IKLKIAí; RKYKjAVÍKl IK Jói í kvöld. kl. 20.30 sunnudagkl. 20.30 Fáar sýningar eftir írlandskortið frumsýning fimmtudag uppselt 2. sýning föstudag kl. 20.30 Grá kort glida 3. sýning þriðjudag kl. 20.30 Rauð kort gilda Skilnaður laugardag uppselt Mlðasala í Iðnó kl. 14-21.30, simi 16620. Mannlegur veikleiki ÍSLENSKA ÓPERAN ___lllll Búum til óperu „Litli sótarinn“ söngleikur fyrir alla fjölskylduna 7. sýning laugardag kl. 14.00 8. sýnlng laugard. kl. 17.00 Mlðasala opin daglega frá kl. 15-19 sími 11475. kvikmy ndahornið ■ Nicol WiIIiamson og Iman sem Maurice og Sara Castle í kvikmyndinni „The Human Factor“ í Laugarásbíó. Födurlands- svik og mord MANNLEGUR VEIKLElM,*"(The Human Factor). Leikstjóri: Otto Preminger. Handrit: Tom Stoppard eftir skáldsögu Graham Greene. Aðalhlutverk: Richard Attenborough (Daintiy), Nicol WUIiamson (Maurice Castle), Iman (Sara), Derek Jocobi (Arthur Davis), Robert Moriey (Dr. Perdval), Richard Vernon (Sir John Hargreaves). Myndataka: Mike Molioy. Framleidd á vegum Sigma Productions árið J979. ■ Skáldsaga Graham Greene „The Human Factor“, sem komið hefur út í íslenskri þýðingu undir nafninu „Hinn mannlegi þáttur" (sem reynd- ar er mun réttari þýðing en það nafn sem þessari mynd hefur verið geftð á íslensku, þar sem gengið virðist út frá því að hinn mannlegi þáttur sem um er fjallað hljóti að vera veik- leiki), segir frá starfsmanni bresku leyniþjónustunnar sem jafnframt er njósnari fyrir rússnesku leyniþjón- ustuna. Úr þeim efnivið spinnur Greene magnaða sögu um ást, skyldur, svik og opinbert morð. Leikritahöfundurinn Tom Stoppard hefur samið kvikmyndahandrit, að því er virðist samviskusamlega, eftir skáldsögunni, og Otto Preminger gert úr kvikmynd, sem uppfyllir engan veginn væntingar þess, sem heillast hefur af sögunni. Hvað vantar? Sú spuming er áleitin að sýningu lokinni, ekki síst vegna þess að söguþræðinum er fylgt mjög nákvæmlega eins og hann er í bókinni. Tvennt kemur strax upp í hugann. Annars vegar er myndavél- in alltof hlutlaus til þess að þær sterku tilfinningar, sem sagan kemur svo ágætlega til skila geti náð ti! áhorfandans. Myndin er, að því er virðist af ásettu ráði, tilfinningalega séð gerilsneydd. Hin skýringin er mjög ósannfærandi leikur sómölsku sýningarstúlkunnar Iman í hlutverki Söru - hinnar svörtu eiginkonu Maurice Castle, sem gerðist njósnari fyrir Rússa í þakklætisskyni fyrir að kommúnistar björguðu henni undan suðurafrísku öryggislögreglunni. Þeim tókst að koma Söru út 6r Suður-Afríku og Castle tók hana með sér til Englands, þar sem þau gengu í hjónaband. Hann hafði þá þegar starfað hjá leyniþjónustunni, en hóf nú einnig að senda upplýsing- ar til Rússa. Myndin hefst reyndar allmörgum . ámm síðar, þegar upp kemur grunur um leka í þeirri deild bresku leyniþjónustunnar sem Castle starfar í. Daintry ofursti er fenginn til þess að finna lekann, og beinist grunur hans strax að einum samstarfsmanna Castles, sem Davis nefnist. Ráða- menn leyniþjónustunnar sannfæra sig um, að Davis sé sekur, og í því skyni að komast hjá opinberum réttarhöldum koma þeir piltinum fyrir kattamef. En fljótlega kemur í Ijós að þeir drápu rangan mann - lekinn heldur áfram og böndin berast þá loks að Castle. Ýmsir af áhrifamönnum í bresku leyniþjónustunni eru túlkaðir mjög skemmtilega af nokkrum þekktustu leikurum Bretlands: John Gielgud, Richard Attenborough, Richard Vernon og svo Robert Morley, sem gefur frábæra mynd af morðingja hins opinbera, Dr. Percival. Segja má, að það sé eitt meginviðfangséfni myndarinnar að sýna einmitt hversu ósjálfbjarga einstaklingurinn er gegn því opinbera, eins og reynsla Davis er gott dæmi um. Hitt er að skýra hvernig menn verða föðurlandssvik- arar, en það tekst hins vegar mun lakar. Nicol Williamson leikur njósnar- ann Castle af mikilli hógværð; Castle er í túlkun hans maður, sem enginn liti á tvisvar - en það er einmitt talið cinn af kostum góðs njósnara. Hann gefur einnig vel til kynna sálarstríð Castle, þar sem togast á ást hans til Söru, þakklæti til þeirra sem björg- uðu henni og sektartilfinning vegna þess að þurfa að sýna það þakklæti í verki með því að svíkja það land, sem hann starfar fyrir. Sviðsmyndir eru mjög fátæklegar í myndinni, sem virðist hafa verið gerð af fjárhagslegum vanefnum. Kannski það eigi einnig nokkurn þátt í þeim vonbrigðum, sem aðdáendur Graham Greene verða óneitanlega fyrir er þeir horfa á myndina. Elías Snæland Jónsson skrifar ★ Mannlegurveikleiki ★★★ Absence ofMalice ★★★ Venj ulegt fólk o Hinn ódauðlegi ★★★ Síðsumar ★★ Stripes ★★★ Dauðinn í fenjunum ★★ Madame Emma ★ Hellisbúinn Stjörnugjöf Tfmans * * » * frábær - * * * mjttg gótt * * * gótt - * sæmlleg * O láleg

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.