Tíminn - 22.10.1982, Qupperneq 12

Tíminn - 22.10.1982, Qupperneq 12
mtmm FÖSTUDAGUR 22. OKTÓBER 1982 (ÉzqZ hljómplöhjklúbburinn 1ÓN-UST Hljómplötuklúbburinn TÓN-LIST býður þig velkominn í hópinn. Hjá okkur snýst allt um hljómplötur. Klúbburinn er nýjung hér á landi, en erlendis hafa hliðstæðir klúbbar starfað árum saman. Markmið TÓN- LISTAR er að bjóða félagsmönnum sínum allar markverðar og vinsælar hljómplötur og snældur með allt að 20% afslætti! Inntökuskilyrði í TÓN-LIST eru þau ein að kaupa 1 hljómplötu með 10% afslætti og síðan eins og þér hentar best. Klipptu nú út miðann hér fyrir neðan, skrifaðu á hann nafnið þitt og heimilisfang og sendu hann i Hljómplötuverslunina LIST Miðbæjarmarkaði (eða littu inn). Þá færðu sendan um hæl bækling með nánari upplýsingum og plötulista yfir allar tegundir af tónlist: Ný-bylgja — jass— pönk — klassik — country — þjóðlög — disco — islenskar og erlendar. Ath.: Vertu snar því við verðum að takmarka fjölda klúbbfélaga— svo þeir fyrstu verða fyrstir, en þeir síðustu komast ekki að. r Heimilisfang: Hljómplötuverslunin LIST Miðbæjarmarkaðnum Aðalstræti 9 101 Reykjavík Sími 22977 Hljómplötuklúbburinn TÓN-LIST Miðbæjarmarkaðnum — Aðalstræti 9 101 Reykjavík — sími 22977 Helgarpakkinnl Leikhús Nýr söngvafarsi frumsýndur á Skaganum: „Okkar maður“ eftir Jónas Árnason. ■ Undanfarnar vikur hafa staðið yfir æfingar hjá Skagaleikflokknum á Akra- nesi á nýju íslensku verki eftir Jónas Árnason rithöfund. Pað er söngva- farsinn ..Okkar maður“ og er frum- sýning laugardagskvöldið 23. október nk. kl. 20.30. Söngtextarnir í leikritinu eru samdir við gömul bresk og bandarísk lög í djassútsetningu Bjarka Sveinbjörns- sonar. Þetta er 17. verkefni Skagaleikflokksins og eitt hið viðamesta sem hann hefur ráðist í. í leiknum koma fram 20 leikendur auk þriggja manna hljóm- sveitar. Að tjaldabaki vinnur annar eins hópur að gerð leikmyndar, búninga, ' leikhljóða o.fl. Með aðalhlutverk fara: Valgeir Skag- i fjörð, Sveinn Kristinsson, Þorsteinn 1 Ragnarsson, Ingunn ívarsdóttir, Auður Sigurðardóttir, Ingimar Garðarsson, Hrönn Eggertsdóttir, Guðfinna Rúnars- dóttir, Jón Páll Björnsson, Björgvin Leifsson, Guðjon Þ. Kristjánsson. Bergmann Þorleifsson og Ásta Ingi- bjartsdóttir, auk 7 manna dans- og sönghóps. Hljomsveitarstjóri er Bjarki Sveinbjrönsson, en dansana hefur samið Kristinn Reimarsson. Leikmynd er eftir Bjarna Þór Bjarnason. Leikstjóri er Sigrún Valbergsdóttir. Önnur sýning verður í Bíóhöllinni á Akranesi mánudagskvöldið 25. október kl. 20.30. Leikfélag Reykjavíkur írlandskortið, Skilnaður, Hassið og Jói ■ í kvöld (föstudagskvöld) er önnur sýning á nýjasta leikriti Leikfélags Reykjavíkur {RLANDSKORTINU eftir Brian Friel. Þetta er nýtt leikrit sem vakið hefur mikla athvgli og var kosið besta nýja leikritið í Bretlandi á síðasta leikári. Það gerist í írskri sveit á síðustu öld og lýsir samskiptum sveitafólksins við breska hermenn. Inn í þetta fléttast ástarsaga írskrar stúlku og bresks hermanns. Kari Guðmundsson hefur þýtt verkið og leikur hann jafnframt eitt aðalhlutverkið. Steinþór Sigurðsson ger- ir leikmynd og búninga, Daníel Williamsson sér um lýsingu og leikstjóri er Eyvindur Erlendsson. í öðrum stærstu hlutverkum eru Ása Svavars- dóttir og Pálmi Gunnarsson, sem bæði þreyta hér frumraun sína, Steindór Hjörleifsson, Karl Ágúst Úlfsson, Emil G. Guðmundsson, Ragnheiður Stein- dórsdóttir, Harald G. Haraldsson, Hanna María Karlsdóttir og Kjartan Ragnarsson. Annað kvöld (laugardagskvöld) er SKILNAÐUR Kjartans Ragnarssonar sýndur í Iðnó og er uppselt á þá sýningu. aðalhlutverk leika Guðrún Ásmunds- dóttir, Jón Hjartarson, Valgerður Dan, Soffía Jakobsdóttir, Aðalsteinn Bergdal og Sigrún Edda Björnsdóttir. Annað kvöld er einnig miðnætur- sýning í Austurbæjarbíó á HASSINU HENNAR MÖMMU eftir Dario Fo, en þetta verk hefur verið sýnt fyrir troðfullu húsi til þessa. Þar fara með stærstu hlutverk Margrét Ólafsdóttir, Gísli Halldórsson, Kjartan Ragnarsson, Emil G. Guðmundsson og Aðalsteinn Berg- dal. Miðasala á HASSIÐ er í bíóinu. Á sunnudagskvöldið er svo JÓI Kjartans Ragnarssonar og eru nú aðeins fáar sýningar eftir á því verki. Leikritið var sýnt fyrir fullu húsi í allan fyrravetur og eru sýningar að nálgast hundrað. aðalhlutverk leika Jóhann Sigurðarson, Hanna María Karlsdóttir og Sigurður Karlsson. Þjóðleikhúsið um helgina ■ GARÐVEISLA eftir Guðmund Steinsson verður sýnd í kvöld (föstud.) í 12. sinn og á sunnudagskvöldið í 13. sinn. Þetta nýjasta leikrit Guðmundar hefur komið miklu róti á hug leikhús- gesta og jafnvel valdið deilum og það meira að segja áður en til frumsýningar kom. Inntak leiksins er nátengt fyrri verkum höfundar og hér er á ferðinni siðbótarverk og alvarleg áminning til nútímafólks María Kristjánsdóttir er leikstjóri þessarar sýningar, Þórunn S. Þorgrímsdóttir gerði leikmynd og bún- inga, tónlist og leikhljóð eru eftir Gunnar Reyni Sveinsson, en Ásmundur Karlsson sér um lýsinguna. Með aðalhlutverkin fara Kristbjörg Kjeld og Erlingur Gíslason, en með önnur stór hlutverk fara Jórunn Sigurðardóttir, Guðjón P. Petersen og Ragnheiður Arnardóttir. Á laugardagskvöldið verður 37. sýn- ing á verðlaunaleikriti Peter Shaffer, AMADEUS, og fer sýningum á því verki nú fækkandi. Þegar þetta verk var frumsýnt í Þjóðleikhúsinu í fyrravetur hlaut sýningin einróma og hástemmt lof. Helgi Skúlason leikstýrði, Björn G. Björnsson sá um leikmynd og búninga, lýsinguna gerði Árni Baldvinsson, tón- listin er eftir Mozart og Salieri, aðalpersónur leiksins, en Valgarður Egilsson og Katrín Fjeldsted þýddu leikritið. Með aðalhlutverkin fara Róbert Arnfinnsson, Sigurður Sigurjónsson og Guðlaug María Bjarnadóttir. Á sunnudag ki. 14.00 verður 44. sýning á barnaleikritinu GOSA, sem Brynja Benediktsdóttir samdi og leik- stýrir eftir sögunni víðfrægu um spýtu- strákinn sem lærir að verða maður. Bent er á að fáar sýningar eru nú eftir á þessu vinsæla verki. Birgir Engilberts sá um leikmynd og búninga, söngtexta gerði Þórarinn Eldjárn, en tónlistin er eftir Sigurð Rúnar Jónsson. í aðalhlutverk- unum eru Árni Tryggvason og Árni Blandon. Á sunnudagskvöldið kl. 20.30 verður 13. sýningin á vcrðlaunaleikritinu TVÍ- ‘ LEIKUR, eftir Tom Kempinski. Sýning þessi hlaut afar lofsamlega dóma og hefur fengið verðskuldaða athygli. Þama er á nærfærinn, manneskjulegan og fyndinn hátt fjallað um mannveru í kreppu og baráttu hennar við að losna úr henni. Jill Brooke Árnason er leikstjóri, þýðingin er eftir Úlf Hjörvar, en í hlutverkunum eru Þórunn Magnea Magnúsdóttir og Gunnar Eyjólfsson. □AIHATSU CHARf C DAIHATSU Ll r0l(l*6ttu1* VðlkOStUI* Armula23ReykjavikSimar:81733 - 85870 &.EI ■■■■a ma alhliða flugþjónusta, áætlunar, leigu, fragt, og sjúkraflug \N!K F ÍSAFIRÐI SÍMI 94 3698 Skoðið rúmin í rúmgóðri verzlun »> Rúm ’ ’-bez ta verzlun landsins Góðir skilmálar (\ J—^ INGVAR OG GYLFI I Betri svefn GRENSASVEGI 3 108 REYKJAVIK, SIMI 81iaa OG 33530 Sérverzlun meðrúm (m tl^ Ævintýraheimurinn Erum með: VHS - og 2000 með ogántexta VIDEO SPORT Miðbæ Háaleitisbraut 58-60 Sími 33460. Opiðalladaga kl. 13.00-23.00

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.