Tíminn - 10.11.1982, Blaðsíða 2

Tíminn - 10.11.1982, Blaðsíða 2
MIÐVIKUDAGUR 10. NÓVEMBER 1982. í spegli tfmansf Í.Umsjón: B.St. og K.L. K00 FÓR í NÆTUR- kolluna ■ Liberacc píanóleikari sefur aldrei án þess að hafa parrukið á höfðinu, og meira að segja fer með það í bað. „Eg hef aðeins tvisvar séð hann án hárkollunnar", segir hinn 27 ára einkabílstjóri hans, Scott Thorson, sem nú er í málferlum við fyrrum vinnu- veitanda og ástvin sinn. „í annað skiptið sá ég hann parruklausan í sturtubaði og hitt skiptið þegar hann var á spítala að gangast undir and- litslyftingar-skurðaðgerð. Liberace hafði tekið Scott | Thorson að sér, þegar þeir kynntust i Las Vegas fyrir 6 árum, og gerði hann þá að einkabðstjóra sínum. Scott Thorson kxrir nú hinn 63 ára vinnuveitenda sinn fyrir „brot- ið hjúskaparloforð“. Hann segir að Liberace liafi lofað að sjá fyrir sér, og krefst fram- færslupeninga af hinum ríka og skrautlega píanóleikara. Fyrir peningana segist Scott Thorson ætla að afla sér menntunar, sem hann hafi ekki haft ráð á hér á árum áður, en hafi alltaf baft hug á. HEIMSOKN I HðlllNA — varð að fá lögregluvernd til að losna við blaðamenn og Ijósmyndara ■ „Koo eyddi nótt í höll- inni“. Þessa fyrirsögn mátti nýlega sjá á forsíðu eins af bresku dagblaðanna, og síðan hélt frásögnin áfram sem aðal- frétt á forsíðunni. Við birtum hér smávegis úrdrátt úr þessari frásögn: Astarævintýrið heldur áfram - og eftir allt andstreymið að undanförnu hittust þau nú aftur í London, Andrew prins og Koo Stark. Síðustu nótt (31.okt.) eyddu elskendurnir saman í Bucking- hamhöll. Þetta voru fyrstu endurfundir eftir allt sem gekk á, þegar Andrew fór til Mustiq- ue í Karabíska hafinu i frí með vinkonu sinni. Þegar upp komst að hún hafði leikið í vafasömum kvikmyndum ætl- aði alit um koll að keyra hjá hirðinni, að því að sagt er. Koo hefur að undanfömu haft aðsetur í íbúð í London, sem vinafólk hennar á, og hefur lögregluvörður verið henni til halds og trausts. Þama um kvöldið, þegar Koo fór í heimsóknina, hjálp- aði lögreglan henni að komast fram hjá blaðamönnum og Ijósmyndurum, sem stöðugt sitja um hana. Hún komst í bfl sem beið hennar. Eftir miklar krókaleiðir komst hún til halar- innar og var þar hleypt inn um einhvern hliðarinngang. Þaðan kom hún svo aftur ■ Koo kemur heim að morgni. Hún hljóp úr leigubflnum og inn í íbúðina, þar sem hún býr hjá vinafólki sínu. ■ Andrew prins brosir og virðist hafa tekið gleði sína á ný. Vinir hans sögðu, að hann hefði verið óánægður og leiður eftir fríið í Karabíska hafinu, sem mest lætin vom út af. um morguninn, og tók sér leigubfl á torgi nálægt höllinni. Um 11 leytið kom hún svo aftur heim í íbúð sína, og þrír lögreglumenn stóðu tilbúnir þegar bfllinn renndi heim að dyram í íbúðinni í Kensington, þar sem Koo býr. Hún var í sömu fötum og kvöldið áður - Þegar hún hljóp undir lögreglu vernd út í bfl. Að síðustu segir svo í þessari bresku forsíðufrétt: Nú fer prinsinn að Ijúka leyfinu sínu og skyldan kallar. Hann á að fara til sjóherstöðv- arinnar í Culdrose í Cornwall. - Þessi næturheimsókn í höll- ina - í fjarvem drottningar og Philips prins - hrekur allar tilgátur um að ástarævintýr- ið bafi farið út um þúfur. Christiaan Barnard í hjónaband í 3ja sinn? Liberace sefur með hár- ■ Þegar vinir Christiaans Barnard pískra um, að nú sé þriðja hjónabandið í vændum hjá þessum fræga hjartaskurðlækni og hjarta knosara, eiga þeir ekki við, að enn sé ný kona komin í spilið hjá honum. í janúar sl. slitu þau samvistum, Christiaan og kona hans Barbara. Kvaðst hún vera búin að gefast upp á öllu flandrinu í manni sínum. En nú hafa þau aftur samið frið, að sögn kunnugra. Æ oftar kcmur það fyrir, að þau eyða rólegum dögum saman á fyrrum sameiginlegu heimili þeirra og haga sér eins og ástfangnir unglingar. Vin- irnir bæta því við, að Christ- iaan hafi ekki gert sér grein fyrir hversu ástfanginn af Barböru hann er fyrr en eftir skilnaðinn! ■ Loks rann upp Ijós fyrir Christiaan Barnard. Vinir hans segja hann fyrst hafa áttað sig á því, hversu ástfanginn hann er af konu sinni, eftir að þau skildu. GLITRANDI ■ Michiko Takeda sýnir á myndinni dýrasta golfútbúnað, sem vitað er til að framieiddur hafí verið. Michiko er sölumaður í lúxusverslun í Tokyo, þar sem sýndir og seldir eru sérstakir dýrir gripir til gjafa - eða til að kaupa handa sjálfum sér ef veskið er yfírfullt af peningum. Sjálf er Michiko sögð það allrafegursta í búðinni, - en hún er nú ekki til sölu. Þessi golfkúla, sem stúlkan heldur á í hendinni, kostar meira en 10.000 sterlingspund. Hún er sett 336 demöntum, sem glitra í öllum regnbogans litum, þegar sólin skín á kúluna. Líklega fær þessi kúla þó ekki að veltast mikið á grasi á gólfvöllum, því að það er dýrt spaug ef hún tapaðist; Þá er kylfan ekki slorleg, - enda er hún áætluð á 300.000 sterlingspund. Hún er gullhúðuð með 18 karat gulli og sett 121 demöntum. Ef þið hafíð áhuga á að verða ykkur úti um svona fínt golfsett, þá fæst það í Nisshindo - gjafabúðinni í Tokyo, og Michiko er þar alla daga við afgreiðslu.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.