Tíminn - 10.11.1982, Blaðsíða 3

Tíminn - 10.11.1982, Blaðsíða 3
MIÐVIKUDAGUR 10. NÓVEMBER 1982, fréttir BRADABIRGÐALOGIN LOGÐ FRAM í ÞESSARI VIKU? ■ „Við erum ekki tilbúnir til þess að sæta einhverjum afarkostum frá krötum. Við erum búnir að bjóða upp á viðræður um framgang mála, og erum sjálfir að athuga hvenær við leggjum fram bráða- birgðalögin og fleira, þannig að það er furðulegt hjá Alþýðuflokknum að vera að tala um skilyrði og úrslitakosti,“ sagði Steingrimur Hermannsson, sjávar- útvegsráðherra í viðtali við Tímann, þegar hann var spurður um fund ráðherranefndar ríkisstjómarinnar í gærmorgun, með Kjartani Jóhannssyni, formanni Alþýðuflokksins, en Kjartan ■ Þórarinn Þórarinsson, ritstjóri Tímans og Þorbjöm Guðmundsson, fulltrúi ritstjóra Morgunblaðsins vora heiðraðir fyrir áratuga störf að blaðamennsku á samkomu sem Blaðamannafélag íslands hélt s.l. laugardagskvöld í tilefni 85 ára afmælis félagsins. Þórarinn, sem er handhafl blaðamannaskírteinis númer 1, hóf störf á Tímanum vorið 1933 og á því 49 ára starf að blaðamennsku að baki. Þorbjörn, handhafl blaðamannaskírteinis númer 2, hefur starfað í 40 ár að blaðamennsku. Á myndinni má sjá hvar Ómar Valdimarsson, formaður Blaðamannafélags Islands, sæmir Þórarin merki félagins. Mynd: Sveinn Borgarrád verður við erindi Bréfdúfufélagsins: Bræðrapartur gerd- ur að „dúfnahöll” ■ Bréfdúfufélaginu hafa verið heimil- uð afnot af húsinu Bræðraparti við Engjasel undir starfsemi sína. Akvörðun um þetta var tekin á fundi borgarráðs í gær, en húsið er eign borgarinnar. Sem kunnugt er skemmdist húsið mikið í eldsvoða fyrir skömmu. Hústryggingar Reykjavíkur komust að þeirri niðurstöðu að heppilegast væri að rífa húsið eftir brunann og um tíma stóð til að gera það, eða fá slökkviliðinu það til æfinga. Barst þá umsókn frá Bréfdúfufélaginu um að fá húsið undir dúfur og samþykkti borgarráð á fundi sínum í gær að verða við umsókninni. „Petta mun vera félagsskapur, ég veit ■ „Okkur þótti rétt að biðja um sérstök gögn eftir að okkur hafði borist ábending frá ábyrgum aðila um hvað þarna fór fram,“ sagði Hjalti Zophonías- son, deildarstjóri í dómsmálaráðuneyt- inu þegar Tíminn spurði hann hvað hefði orðið til þess að lögreglan í Kópavogi var beðin um að skUa sérstakri skýrslu vegna umferðarslyssins sem varð á Nýbýlavegi á föstudagskvöld, en sem kunnugt er lést þá 15 ára gömul stúlka. Hjalti sagði að sér hefði borist skýrsla um málið síðdegis í gær og í fljótu bragði virtist sér að allt hefði verið með felldu hvað varðar eftirför lögreglunnar að bílnum sem stúlkan var farþegi í. Annars sagði Hjalti að hann væri ekki almennilega búinn að fara yfir skýrsluna. „Það er alrangt að lögreglan hafi farið á eftir þessum bíl með sérstökum látum," sagði Valdimar Jónsson, að- stoðaryfirlögregluþjónn í Kópavogi við Tímann í gær. „Hins vegar hefur Hjalti með yfirlýsingum sínum í blöð kastað upp bolta og því tel ég það í hans verkahring að svara fyrir þetta mál,“ sagði Valdimar. - Sjó. kynnti ráðherranefndinni þar sam- þykktir þings Alþýðuflokksins um skil- yrði fyrir áframhaldandi viðræðum um samvinnu um framgang þingmála. „Við erum með þessa málaleitan formanns Alþýðuflokksins í athugun, og gerum ráð fyrir því að hitta hann aftur á fundi eftir næstu helgi,“ sagði Stein- grímur. „Formaður Alþýðuflokksins greindi ráðherranefndinni frá samþykktum þings Alþýðuflokksins, varðandi áfram- hald viðræðna, og við ntunum nú athuga þessi skilyrði þeirra nánar,“ sagði Gunn- ar Thoroddsen, forsætisráðherra, þegar blaðamaður Tímans spurði hann frétta af áðurnefndum fundi. Samkvæmt áreiðanlegum heimildum Tímans þá nálgast það nú mjög að ríkisstjórnin leggi fram bráðabirgðalög sín á Alþingi, jafnvel í þessari viku, en enn er óvíst með hvaða hætti þau verða lögð fram. Herma þessar sömu heimild- ir, að framlagning bráðabirgðalaganna sé á engan hátt í tengslum við skilyrði Alþýðuflokksins, enda hafa alþýðu- flokksmenn ekki enn fengist til þess að ræða bráðabirgðalögin efnislega. - AB ekki hversu fjölmennur, sem er eitthvað í dúfnatalningu,“ sagði Gunnar Eydal, skrifstofustjóri borgarstjórnar þegar Tíminn spurði hann hvað Bréfdúfufélag- ið væri. - Veistu hvaða starfsemi félagið verður með í húsinu? „Þeir ætla sér að geyma dúfur í húsinu, gera það að nokkurs konar dúfnahöll. Hversu margar dúfur verða þar veit ég ekki.“ - Gerir félagið endurbætur á húsinu eftir brunann? „Nei ekki veit ég til þess nema kannski að eitthvað þurfi að gera til að uppfylla kröfur dúfnanna," sagði Gunnar,- Sjó. Lögreglan krafin skýrslu vegna slyssins í Kópavogi: i ,Fengum ábendingu frá ábyrgum adila” — segir Hjalti Zophoníasson, deildarstjóri í dómsmálaráðu- neytinu Stúlkurnar unnu 3:0 ■ Islenska karlasveitin reið ekki sér- lega feitum hesti frá viðureign sinni við veika sveit Grikkja. Helgi og Jóhann gerðu jafntefli við andstæðinga sína á fyrsta og þriðja borði. Ingi R. Jó- hannsson tapaði á fjórða borði, en þegar blaðið fór í prentun virtist Margeir öruggur um sigur á öðru borði og því líkur fyrir jafntefli úr keppni þjóðanna. Stúlkurnar héldu hins vegar merki íslands hátt á lofti og unnu austurrísku sveitina 3:0, en í umferðinni í fyrradag gerðu þær jafntefli við sterka sveit Englendinga. Sovésku stúlkurnar eru efstar en íslenska sveitin er á að giska í S.-& sæti en staðan er óljós vegna fjölda biðskáka. Ógleymanleg viðureign Kortsnoj og Kasparov í gær: “ Gmj KASPAROV SIGRAÐI I BARATTUSKAKINNI — þegar Rússar lögdu Svisslendinga 4-0 á ólympíumótinu í Luzern Frá Illuga Jökulssyni í Luzern Eftir öraggan sigur Svisslendinga yfir Ástralíumönnum á mánudaginn var komið að því sem margir höfðu beðið eftir með eftirvæntingu, Sviss- lendingar skyldu mæta Sovétmönnum, eða með öðram orðum erkiféndurnir Karpov og Kortsnoj skyldu mætast við skákborðið eina ferðina enn. En þegar skiltin með nöfnum skákmanna birtust kom í Ijós að Karpov var ekki með, í hans stað tefldi Kasparov á fyrsta borði. Kortsnoj hefur að undanförnu gert mikið til að vekja athygli á málum annars sovésks skákmeistara, Boris Gulkos, sem er í hungurverkfalli í heimalandi sínu meðan ólympíumótið stendur yfir. Þegar skákin var að hefjast var múgur og margmenni kringum borð meistaranna og hópur manna í bolum sem á var letrað GULKO skyggði á merki FIDE, Gens una sumus, Við erum ein þjóð. nefndri skák. Gífurleg spenna ríkti þegar á leið skákina enda var hún óhemju flókin og enginn áhorfenda treysti sér til að kveða upp úr með það hvor stóð betur. Báðir keppendur lentu í æðisgengnu tímahraki og virtist það taka öllu meir á Kasparov sem var orðinn mjög taugaóstyrkur og æddi um gólfið þegar andstæðingur hans átti leik. En allt um það, eftir 36. leik svarts stöðvaði Kortsnoj klukkuna, undirritaði pappírana og strunsaöi út án þess að yrða á hinn unga keppinaut sinn, sem var greinilega mjög ham- ingjusamur eftir sigurinn en jafnframt algerlega úttaugaður eftir þessa æðis- gengnu baráttuskák. Það verður ó- gleymanlegt öllum viðstöddum að hafa orðið vitni að þessum skákviðburði en hér kemur skákin. Hvítt: Viktor Kortsnoj Svart: Garry Kasparov Ben Oni byrjun. Kasparov mætti á undan og virtist hinn 1. d4 Rf6 rólegasti, en Kortsnoj lét bíða eftir 2. c4 g6 sér. Það var ekki fyrr en eftir að klukka 3. g3 Bg7 Kortsnojs hafði verið sett af stað, sem 4. Bg2 c5 hann tróð sér í gegnum mannþröngina 5. d5 d6 að þessu sinni ekki klæddur bolnum 6. Rc3 0-0 með nafni Gulkos eins og áður. Hann 7. Rf3 e6 lét eins og hann sæi ekki andstæðing 8. 0-0 exd5 sinn sem beið þess að Kortsnoj rétti 9. c\d5 a6 fram höndina eins og siður er. Korts- 10. a4 He8 noj sem virtist taugaóstyrkur lék fyrsta 11. Rd2 Rbd7 leiknum, meðan Kasparov starði á 12. h3 Hb8 hann og beið. Kortsnoj stóð síðan 13. Rc4 ReS umsvifalaust upp og tók að fylgjast 14. Ra3 Rh5 með fyrstu Ieikjum á næstu borðum. 15. e4 Hf8 Þá gafst Kasparov upp á að bíða eftir 16. Kh2 f5 handtaki andstæðings síns og sneri sér 17. f4 b5 að skákinni. Þess má geta að Kortsnoj 18. axb5 axb5 hefur oftar en einu sinni farið miklum 19. Ra\b5 fxe4 viðurkenningarorðum um tafl- 20. Bxe4 ... mennsku Kasparovs. Alburt lék hér 19. Re2. Kortsnoj, Ég spurði Roshal, kunnan sovéskan skákfréttamann og mikinn vin Karpovs, hvers vegna heimsmeistarinn mætti ekki til leiks, en hann svaraði því til að Karpov hefði samþykkt að tefla við Kortsnoj, ef hann ynni áskorendaeinvígið en þess utan vildi hann ekkert af honum vita. í fyrstu féll skákin í sama farveg og skák Alburts og Helga Ólafssonar á Reykjavíkurmótinu fyrr á þessu ári. Kortsnoj var einmitt staddur hér þá og skýrði skákina sem mörgum mun vera minnisstæð. Það var ekki fyrr en í 19. leik sem Kortsnoj breytti út af áður- vill endurbæta taflmennsku hans þrátt fyrir að Alburt hafi sigrað Helga í umræddri skák. 31. R\d7 Rd3 32. Bh6 Dxd7 33. Ha8+ Kf7 34. Hh8 Kf6 35. KI3 Dh3 36. Gefið. „Nú held ég að ég hætti að yrkja,“ varð Bjarna Thorarensen að orði þegar hann las Gunnarshólma Jónasar forðum. Mönnum var eitthvað svipað innan brjósts í skáksalnum sumum hverjum eftir að púðurreyknum létti á taflborði þeirra Kortsnojs og Kaspa- rovs. Alla vega heyrðist Jón L. Árnason segja að nú gæti hann hætt að tefla skák, hann væri búinn að sjá allt. Rússar með 4 v. forskot ■ Skák Kortsnojs ogKasparovs stal algerlega senunni í skákssalnum í Luzern í gær, en fleiri skákir voru að sjálfsögðu tefldar og ber hæst að Sovétmenn unnu Svisslendinga á öllum borðum, 4:0 og má nú telja útilokað annað en að þeir verði yfirburðasigur- vegarar á þessu móti, þeir eru búnir að leggja alla að velli sem búist var við •að myndu geta veitt þeim keppni. Baljavskí vann Hug á öðru borði. Tal vann Wirtensohn og Yusupov sigraði andstæðing sinn á Ijórða borði (nafn hans komst ekki til skila í gegnum símann). Mikilvægustu úrslit önnur urðu þessi: Bandaríkin-Júgóslavía 2:2 V-Þýskaland-Ungverjaland llh\Wi Tékkóslavak.Rúmenía Ph:Vi(2 biðsk) Arentína-Kanada 2Vi:Vi(í biðskák) England-Holland 4:0 Óvæntustu úrslit umferðarinnar. Hollendingar hafa ekki teflt af þeim styrkleika sem búist hafði verið við. 19. ... Bd7 Þá telst til tíðinda að Portish vann 20. De2 Db6 Hubner. 21. Ra3 Hbe8 Sovétríkin hafa nú náð Ijögurra 22. Bd2 Dxb2 vinninga forskoti, hafa 30 vinninga. 23. fxeS Bxe5 Annars er röðin þessi: 24. Rc4 Rxg3 25. Hxf8+ Hxf8 Bandaríkin 26 26. Del Rxe4+ Júgóslavía 25 27. Kg2 Dc2 Ungverjaland 25(1 biðskák) 28. Rxe5 Hf2+ Tékkóslóvakía 24(1 biðskák) 29. Dxf2 Rxf2 Rúmenía 23(1 biðskák) 30. Ha2 Df5 JGK/IJ Luzern

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.