Tíminn - 10.11.1982, Blaðsíða 4

Tíminn - 10.11.1982, Blaðsíða 4
MIÐVIKUDAGUR 10. NÓVEMBER 1982. SENDUM I POSTKROFU / / / / / / Þjóðvitjanum fróðfegra greína, vernjg vto erum. 'j auk frétta, fréttaskýringa t iesefni tii afþreyingar og skemmtunar. Pú kynnist ððrum viðhorfum en þeim sem ráða ferðinni í htnum blððunum. Pú hefur oft litið í f>jóðviljann - því ekki að kaupa hann? Þjóðfélagið fær óhoiia siagsíðu án vinstri dagblaðs. BJÓDDU ÞJÓÐVILJANUM í BÆINN wsmnnck-v.^co.. OMISSANDt I UMRÆDUNNt Áskriftarsími 8Í333 fréttir Mótsblað Jóhanns Þóris vekur heimsathygli: r HEIMSMET I BIAÐAMENNSKU ■ Mótsblað það sem Jóhann Þórir Jónsson sér um útgáfu á í Luzern meðan á ólympíumótinu stendur hetur vakið heimsathygli. Blaðið Vaterland sem gefið er út í Luzern birti nýverið langa grein um ísland og skáklíf þar, en það sem vekur athygli blaðsins á þessu verkefni er blað Jóhanns Þóris, sem „Vaterland" telur vera meiri háttar afrek, kallar það raunar heimsmet. í greininni er talað um skákstyrk íslend- inga sem mikið undur, íslendingar hafa eignast fleiri stórmeistara og alþjóðlega meistara, en sjálf Sovétríkin, ef notuð er hin margfræga höfðatöluregla. Blaðið Politiken í Kaupmannahöfn fjallar um mótsútgáfuna í grein nýverið, þar er Jóhann Þórir reyndar kynntur fyrir lesendum blaðsins sem hugrakkur Englendingur. Greinin hefst á því að rætt er um stórmótin sem Politiken gengst fyrir árlega, og vandkvæðin við það að birta skákirnar nýjar og ferskar eftir hverja umferð. En þar er vel að merkja um að ræða 32 skákir, en á ólympíumótinu í Luzern eru tefldar 276 skákir á dag. Þær birtast allar í mótsblaðinu daginn eftir og sumar skýrðar. Að auki birtast myndir frá mótinu, greinar og viðtöl. Þetta verk- efni, þessa Sisyfosarþraut, eins og blaðið kallar það leysir „Englendingurinn hug- rakki“ og starfslið hans þannig af hendi að til afburða hlýtur að teljast að dómi greinarhöfundar Politiken. Starf Jóhanns Þóris hefur með öðrum ■ Jóhann Þórir Jónsson. orðum tekist þannig að fjölmiðlar út um heim veita því verulega eftirtekt og má að lokum geta þess að Tass fréttastofan hefur nýverið tekið langt og ítarlegt viðtal við Jóhann. Verður starf hans væntanlega haft til fyrirmyndar á næstu ólympíumótum, en í Buenos Aires og á Möltu þar sem síðustu ólympíumót voru haldin fór útgáfa skákanna algerlega í handaskolun og voru menn komnir á þá skoðun að útgáfa mótsblaðs með þessum hætti væri óvinnandi verk. JGK Útlit fyrir sama skipulag veiðanna ■ Flest bendir til þess að fiskiþing, sem nú stendur yfir muni samykkja tillögur sem gera ráð fyrir svipaðri sókn og stjórnun fiskveiða og samþykkt var fyrir árið í ár. Fyrir þinginu liggja samþykktir fjórður.gsdeilda Fiskifélagsins og fjögur álit milliþinganefndar, sem fjalla átti um hvort vilji væri fyrir að taka upp kvótafyrirkomulag í stað þess kerfis sem gilti í ár og er í þessum samþykktum og álitum, að einu undanskildu lagt til að sama skipulag verði á veiðunum og að leyfilegt verði að veiða 450 þúsund tonn af þorski. Allar fiskifélagsdeildir fjórðunganna, að Austfirðingum undanskildum vilja 450 þúsund tonna þorskafla, og sama skipulag á veiðunum og samþykkt var fyrir 1982. f samþykkt fiskideila Aust- firðingafjórðungs er tillaga Hilmars Bjarnason í milliþinganefnd tekin nær óbreytt upp og lagt til að hámarksaflinn á þorski fyrir árið 1983 verði 400 þúsund tonn, heildarþorskafla verði skipt á milli báta og togara og fyrir áramót verði ákveðið aflahámark á ýsu, ufsa, karfa og grálúðu, samkvæmt tillögum frá fiskifræðingum. Sem fyrr segir skilaði Hilmar Bjama- son séráliti í milliþinganefndinni, en það sama gerðu Ingólfur Stefánsson, sem lagði fram og gerði grein fyrir hugmynd- um FFSÍ og Marteinn Friðriksson. Þá stóðu fjórir nefndarmenn saman að áliti, en það voru Vilhelm Þorsteinsson, Halldór Ibsen, Guðmundur Guðmunds- son og Ágúst Einarsson. Aðrir nefndar- menn tóku ekki þátt í nefndarálitum og engin sameiginleg niðurstaða fékkst frá nefndinni. Mjög skýr vilji liggur einnig fyrir frá fiskideildunum um selveiðar. Allar deildimar í öllum fjórðungum, Vest- mannaeyjum og í Reykjavík, Hafnar- firði og nágrenni, styðja skoðun hring- ormanefndar um að halda verði sela- stofninum innan skynsamlegra marka og meðal tillagna sem liggja fyrir fiskþingi em tillaga frá Austfirðingum að tveir bátar verði gerðir út í tilraunaskyni í samráði við landeigendur. Vestfirðingar leggja til að sel verði fækkað mjög við landið og að löggiltir veiðimenn á vegum ríkisins verði gerðir út á veiðarnar, líkt og tíðkast á refaveiðum. Norðlendingar taka í sama streng og vilja veiðiverðlaun og aðrir taka mjög í sama streng. - ESE (fyNBt Ævintýraheimurinn ★☆★☆★☆★☆★☆★☆★☆★☆★☆★☆★☆★☆☆★☆ Erutn með: VHS - og 2000 með ogántexta VIDEO SPORT Miðbæ Háaleitisbraut 58-60 Sími 33460. Opiðalla daga kl. 13.00-23.00

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.