Tíminn - 10.11.1982, Blaðsíða 6
MIÐVIKUDAGUR 10. NÓVEMBER 1982.
Athugasemd vegna umdeildu
skreiðarpressunnar:
„SKEMMA EKKIEF ÞÆR
ERU RÉTT NOTAÐAR”
■ Að gefnu tilefni vill
TRAUST h.f. taka fram að nú
eru í notkun 33 skreiðarpressur
frá fyrirtækinu hériendis, í Nor-
egi, Svíþjóð og Alaska. Press-
urnar hafa verið notaðar nú í nær
3 ár tii að pressa skreið og hausa
jöfnum höndum. Pressurnar
þjóna sínu hlutverki og skemma
ekki skreiðina ef þær eru rétt
notaðar. Hægt er að pressa
skreiðina mismikið og auðvelt er
að setja skreiðina í mismunandi
stóra poka að vild hvers fram-
leiðanda
Til þess að skreiðarpressan skemmi
ekki skreiðina þarf að sjálfsögðu að hafa
réttar stillingar á útmötunartjakk og
pressutjakk. Nota þarf rétta stærð af stút
miðað við þau kíló af skreið sem pakka
á.
Bent skal á að fleiri fyrirtæki hérlendis
hafa notað sér einkaleyfisverndaða hug-
mynd TRAUST h.f. varðandi skreiðar-
pressur og þær eftirlíkingar gefa ekki
möguleika á að setja skreiðina í misstóra
poka og eru ekki eins sjálfvirkar.
Auk þess skal bent á að skreið á
Ítalíumarkað hefur verið pökkuð í
pressum frá TRAUST h.f. frá því þær
komu á markað fyrir nær 3 árum án þess
kvartanir kæmu fram.
■ Leikendur og aðstoðarfólk við sýningu Leikfélags Selfoss á Dagbók
Önnu Frank.
Hvert sæti skipað
á frumsýningu
ÁRNESSÝSLA: Hvert sæti var
skipað í Selfossbíói á frumsýningu
leikfélags Selfoss á sjónleiknum
„Dagbók Önnu Frank“ s.l. sunnu-
dagskvöld og var leikstjóra og leik-
endum lengi og innilega fagnað í
leikslok.
Sérstaka athygli vakti frammistaða
Guðrúnar Kristmannsdóttur, en hún
fer með hlutverk Önnu Frank.
Guðrún er aðeins 14 ára, nýliði á
leiksviði, en tókst á eftirminnilegan
hátt að túlka örlög þessarar ungu
gyðingastúlku, sem ásamt foreldrum
sínum, systur og fleira fólki varð að
leynast í lélegri og þröngri íbúð á
háalofti yfir vöruhúsi einu í Amster-
dam í meira en tvö ár meðan
heimsstyrjöldin geisaði og
Holland var hernumið af nasistum.
í heild var sýningin áhrifamikil og
túlkun leikendanna á þessu sérstæða
verki eftirminnilcg. Foreldra Önnu
Frank leika þau Sigurður Hilmar
Friðþjófsson og Sigríður Karlsdóttir.
Þau eru bæði kunn á sviðinu af fyrri
sýningum Leikfélags Selfoss og
skiluðu vel sínum hlutverkum. Sama
er að segja um flesta aðra leikara.
Þeir eru: Þuríður Helgadóttir, Gunn-
ar Kristjánsson, Björn Mýrdal, Hall-
dór Páll Halldórsson, Rúnar Lund,
Pétur Pétursson, Kristín Steinþórs-
dóttir.
Frumsýningin bar með sér að
leikstjórinn Stefán Baldursson hefur
lagt mikla alúð í þetta verk, eftir
þeim undirtektum sem frumsýningin
hlaut hjá áhorfendum verður ekki
annað sagt en að vel hafi til tekist.
Það er lofsvert framtak hjá Leikfélagi
Selfoss að gefa fólki kost á að sjá
þetta eftirminnilega leikhúsverk,
samsögulegan örlagaþátt örfárra af
öllum þeim fjölda fólks sem var
ofurseldur ógnum heimsstyrjaldar-
innar síðari - nú á síðustu og verstu
tímum þegar oss er tjáð að eyðing-
armáttur kjarnorkuveldanna hafi
milljónfaldast frá þvi helsprengjun-
um var varpað á Hirosíma og
Nagasaki árið 1945.
Næstu sýningar verða sem hér
segir: f Félagsheimili Kópavogs mán-
udagskvöld 8. nóvember kl. 20.30,
að Flúðum föstudagskvöldið 12.
nóvember. Báðar síðast nefndu sýn-
ingarnar hefjast kl. 21.00. -Stjas.
102 vidur-
kenndir
öruggir
ökumenn
ÁRNESSÝSLA: Alls hlutu 102
ökumenn viðurkenningu fyrir örugg-
an akstur og tjónalausa tryggingu í 5
- 10 - 20 - 30 ár á umferðamálafundi
á vegum Klúbbsins „Öruggur akstur“
í Árnessýslu, sem haldinn var á
Selfossi s.l. fimmtudagskvöld. Sem
kunnugt er fá þeir þá 11., 21. og 31.
tryggingaárið frítt.
Fundinn sóttu 80 ökumenn og
stóðu umræður framyfir miðnætti.
Fram kom að sífellt sígur á ógæfu-
hliðina varðandi umferðarslysin.
Ölvun við akstur virðist fara vaxandi
og búfé á fjölförnum ökuleiðum er
uggvænleg hætta í umferðinni.
Fundurinn varaði við miklum öku-
hraða í gegnum Selfoss og skoraði á
lögregluyfirvöld að taka þar í taum-
ana hið fyrsta.
Skorað var á ráðamenn vegamála
að sinna betur merkingu malarvega
í dreifbýli en gert hefur verið til
þessa. Formaður klúbbsins er Sigurð-
ur Ingimundarson.
-Stjas.
ekki lengur vísað til fornra afreka“,
segir m.a. í frétt frá formanni Hvatar
félags sjálfstæðiskvenna - Bessí
Jóhannsdóttur - í tilefni þess að
félagið hefur gefið út afmælisrit
vegna 45 ára afmælis Hvatar.
Bókin „Frjáls hugsun - frelsi
þjóðar" skiptist í tvo meginkafla: „í
félags- og stjórnmálastarfi" og
„Menntun og vinnumarkaður". Níu
konur rita efni bókarinnar.
- HEI
„Hlutur
kvenna í
stjórnmálum
of lítiii”
Reykjavík: „Hlutur kvenna í stjórn-
málum á íslandi er of lítill. T.d. má
benda á að í þingflokki sjálfstæðis-
manna er aðeins ein kona. Megin
áhersla í starfi félagsins er nú að
hlutur kvenna verði bættur í raun, en
Sambýli
þroskaheftra
fyrirhugað að
Löngumýri
Norðurland: Félagið Þroskahjálp á
Norðurlandi vestra, sem stofnað var
í septemberbyrjun s.l., hefur þegar
haldið nokkra stjórnarfundi og stefn-
ir nú að því að koma á fót
tilraunasambýli þroskaheftra að
Löngumýri í Skagafirði síðla vetrar.
Tilgangur félagsins er - eins og
segir í lögum þess - að berjast fyrir
réttindum og vinna að málefnum
þroskaheftra og tryggja þeim fulla
jafnréttisstöðu á við aðra þjóðfélags-
þegna. Allir þeir sem áhuga hafa á
málefnum þroskaheftra geta orðið
félagar í Þroskahjálp.
Þroskahjálp á Norðurlandi vestra
skiptist í 4 deildir, sem hver hefur
sinn fulltrúa í stjórn þess: Siglufjarð-
ardeild, Halldóra Ragnarsdóttir,
Skagafjarðardeild, Eymundur Þórar-
insson í Saurbæ, A-Húnavatnsdeild,
Sigríður Höskuldsdóttir á Kagaðar-
hóli og V-Húnavatnsdeild og Bæjar-
hreppur, Kristján ísfeld á Syðra
Jaðri. Formaður Þroskahjálpar á
Norðurlandi vestraerJónDýrfjörð.
- HEI
■ Sendinefndin frá Fleetwood. Lengst til vinstri er Neal Williams, fulltrúi heraosstjomar Lancashire, en Helgi H. Zoega
er þriðji frá vinstri við borðið. Aðal talsmaður sendinefndarinnar, Owen Oyston er hins vegar annar frá hægri á myndinni,
en ailir sendinefndarmennimir eru fulltrúar fyrirtækisins Enterprises Ltd. sem héraðsstjómvöld í Lancashire settu á laggimar
tU að rétta við efnahagslífið í héraðinu og þá sérstaklega í Fleetwood. Tímamynd G.E.
Sendinefnd frá Fleetwood í vidræðum
vid íslenska útgerdarmenn:
Bjóða ákveðið
lágmarksverð
— ef íslensk skip selja afla í Fleetwood
■ Undanfarna daga hefur átta manna
sendinefnd frá útgerðarbænum Fleet-
wood í Englandi og Lancashire-héraði
verið hérlendis og átt viðræður við
íslenska útgerðaraðila og stjómvöld, um
möguleika á fiskkaupum frá íslandi.
Hafa sendinefndarmenn sem flestir eru
fulltrúar fiskkaupenda í Fleetwood
boðið samninga um að íslenskum
skipum yrði tryggt ákveðið lágmarks-
verð og lækkun löndunarkostnaðar,
gegn því að þau lönduðu reglulega í
Fleetwood.
Það sem af er þessu ári hefur höfnin
í Fleetwood verið lokuð öðrum fleyjum
en smábátum og starfa þetta af því að
öll togarafyrirtæki bæjarins hættu rekstri
fyrir u.þ.b. níu mánuðum síðan. Að
sögn Helga H. Zoega, sem búsettur er
í Fleetwood og var í sendinefnd fisk-
kaupendanna, þá hefur héraðsstjórn
Lancashire nú mikinn áhuga á að hefja
Fleetwood-höfn til fyrri vegs og virðing-
ar og verður höfnin opnuð aftur innan
fárra daga. En ekki dugir að hafa
höfnina opna ef enginn hefur áhuga á
að selja afla í Fleetwood og því leituðu
fiskkaupendurnir samninga við íslend-
inga.
- Hafnargjöld og löndunarkostnaður
í Fleetwood verður nú hinn lægsti á
Bretlandseyjum, sagði Helgi H. Zoega
í samtali við Tímann og bætti því við að
Fleetwood yrði jafnframt fyrsta höfnin í
Bretlandi sem byði lágmarksverð, sem
væri ótvíræður kostur fyrir fiskseljendur.
Helgi sagði að sendinefndinni hefði
alls staðar verið vel tekið hérlendis og
m.a. hefðu þeir rætt við fulltrúa LÍÚ,
fulltrúa viðskiptaráðuneytisins og ein-
staka útgerðarmenn á Suðurnesjum og
í Reykjavík.
Kristján Ragnarsson, formaður LÍÚ
sagði í samtali við Tímann að það væri
rétt að sendinefndin hefði boðist til að
tryggja íslenskum aðilum ákveðið lág-
marksverð og lágmarkskostnað, ef þeim
yrði tryggt ákveðið hráefnismagn. Sagði
Kristján það út af fyrir sig jákvætt og
LÍÚ myndi að sjálfsögðu koma þessum
upplýsingum á framfæri við sína félags-
menn. Á hitt bæri einnig að líta og það
hefði verið rækilega undirstrikað í
viðræðunum við sendinefndina, að LÍÚ
væru frjáls félagasamtök og þau réðu
engu um hvar útgerðarmenn seldu afla
sinn. Kristján sagði að hann hefði heyrt
að sendinefndin hefði rætt við einstaka
útgerðaraðila, en taldi að árangur af
þeim viðræðum hefði ekki verið mikill.
-ESE
YFIRTEKUR LANDS-
VIRKIUN KRÖFUI?
■ „Að því hlýtur að koma fyrr eða
síðar, að samið verði um það við
Landsvirkjun að hún yfirtaki einnig
þessa virkjun", sagði Hjörleifur Gutt-
ormsson, iðnaðarráðherra m.a. á fundi
Sambands ísl. rafveitna í gær.
Stöðu gufuöflunar til Kröfluvirkjunar
kvað hann þá að nú í lok borana ársins
- þrjár holur sem skila um 15 MW - sé
talin næg gufa til að fullnýta þá
vélasamstæðu sem tengd er. Búast megi
við að aflgeta virkjunarinnar geti numið
20-22 MW fyrir árslok 1982 og þá sé
miðað við að hola 21, verði ekki tengd
í ár. Sú hola gefi gufuafl sem samsvari
8 MW frá vél.
-HEI