Tíminn - 10.11.1982, Page 9

Tíminn - 10.11.1982, Page 9
MIÐVIKUDAGUR 10. NÓVEMBER 1982. 9 Leikbrúdulandi er vel stjórnað LEIKBRÚÐULAND Þjóðsagnaefni Gípa Umskiptíngurínn Púkablístran: Leikstjóri: Þórhallur Sigurðsson. Leikmyndir: Bryndís Gunnarsdóttir Hallveig Thorlacius og Stígur Steinþórsson. Brúður; Bryndís Gunnarsdóttir, Helga Steffen - sen, og Ema Gunnarsdóttir Lýsing: Ingvar Bjömsson. Að kunna tökin á tækninni Leikhúsin eru nú að hefja starfsárið og hver frumsýningin rekur aðra, bæði í Reykjavík og úti á landi. Nú seinast var það Leikbrúðuland, brúðuleikhúsið, sem starfað hefur í nokkur ár. Þær sem þar stjóma brúðum eru Bryndís Gunn- arsdóttir, Ema Guðmarsdóttir, Hallveig Thorlacius og Helga Steffensen, og sumar hafa a.m.k. fengist við þetta lengi. Það er sérlega notalegt að skreppa í brúðuleikhúsið með börnin, því grár veruleiki daganna hverfur þá oftast nær. Ekki veit ég þó hvers vegna það eru einkum börn sem sækja þetta leikhús, því það virðist eiga að geta höfðað til svo til allra aldurshópa. Það hefur verið býsna fróðlegt að fylgjast með þróun mála hjá Leikbrúðu- landi, gegnum árin. Sviðsetningar þess hafa þróast með árunum úr handahófs- legum sýningum, vondum brúðum í sýningar, er hafa fágað yfirbragð. í fyrstu vora það leikritin, sem vora sérlega slæm, að mér fannst, en nú hefur verið ráðin mikil bót á því. Brúðu- leikhús þarf nefnilega ekki síður á góðum texta að halda en leikhús, þar sem leikarar koma fram í orðsins fyllstu merkingu. Það er því fagnaðarefni, að Leik- brúðuland hefur náð valdi á vissri brúðutækni. Rétt er þó að geta þess, að ekki eru notaðar strengbrúður (marion- ettur), heldur er brúðum Leikbrúðu- lands stjórnað neðan frá. Brúðuleikur er ævaforn listgrein og lifir góðu lífi á öld tækninnar og má þar til nefna Prúðuleikara Sjónvarpsins, sem em með vinsælustu þáttum þess, að mér er sagt. En nóg um það. Þjóðsögur Leikbrúðulands Að þessu sinni býður Leikbrúðuland upp á þrjár stuttar sögur, er unnar eru úr þjóðsögum. Beitt er margvíslegri tækni við þessi ævintýri, og kemst leikhúsið einkar vel frá þessu verki. Tal og leikhljóð, þar með talin tónlist, fellur svo einkar vel að brúðuleiknum. Milli þáttanna er leikin tónlist eftir Jórunni Viðar og leikur Guðrún Sveinsdóttir á langspil. Tónlist í upphafi sýningar er leikin af Kristjáni Þ. Stephensen, en lokasöngur er eftir Böðvar Guðmunds- son. Ég hygg að þetta sé besta verk Leikbrúðulands, er ég hefi séð til þessa og ungir og gamlir skemmtu sér vel. Það má svo sem segja, að þarna sé þó fyrst og fremst áfanga náð, að gjöra fágaða og áhugaverða sýningu, sem er laus við tæknilega agnúa. Því verður nú fróðlegt að sjá framvindu mála. ■ Weissauer Vetrarmaður kem- ur með myndir ■ Veðurfarið er ekki eitt um að boða árstíðir á íslandi. Eitt og annað breytist, og meðal þess sem veturinn býður upp á, auk vetraríþrótta, er hin hýsta menning; myndlist, leikhús og tónleikar, þótt eigi fylgi þetta nú vetri alfarið nú á dögum. Meðal árvissra vetrarmanna í íslenskri list, er þýski grafíklistamaðurinn og málarinn Rudolf Weissauer. Weissauer er annars búsettur í Múnchen. Er þar með sjúkrasamlagsskírteini og síma, en hann er í annan máta alþjóðlegur ferðalangur, eða farfugl, sem velur sér hnattstöðu að geðslagi. Er í Suður- Frakklandi og á Spáni á vorin, í Norður-Þýskalandi á summm, þar sem hann heldur grafíknámskeið, en kemur svo til íslands einu sinni, tvisvar á ári. Venjulega um miðjan október og hér dvelst hann framundir jól, eða lengur. Síðan er það París, þar sem hann vinnur í grafíkpressum heimslistarinnar, en að sögn hans, er hvergi í víðri veröld hægt að fá eins góð þrykk og þar, auk annars, er borgin hefur upp á að bjóða fyrir listamenn, er hafa aiþjóðlega meðvitund. Sýning í Rauða húsinu Að venju heldur Weissauer sýningu hjá Guðmundi Árnasyni að Bergstaða- stræti 15; í Rauða húsinu, sem þrátt fyrir ofnleka og gisna veggi, hefur viðhaldið innandyra sérstöku andspjalli í listum. Og þarna sýnir hann grafík, pastelmyndir og vatnsliti. Pastelmyndir eru oftast frumgögn Weissauers í grafík og vatnslitum. Hann ferðast með strand- ferðaskipum kringum landið og gjörir myndir, teikningar og pastelmyndir. Hefur líklega enginn maður farið eins oft umhverfis landið með strandferða- skipurium og hann, ef undanskildir eru elstu starfsmenn Skipaútgerðar ríkisins, þeir sem á sjónum starfa. Er undirritaður átti leið í Rauða húsið á Bergstaðastrætinu, var verið í óðaönn að undirbúa sýningu. Verið var að skera kartona, og setja annað undir gler, en að venju verður sýningin með þeim hætti, að seld mynd er afhent, samstund- is og ný fer þá upp á vegg, og sýningin stendur fáeinar vikur. Á meðan bregður meistarinn sér einn, eða tvo hringi umhverfis landið til að láta rigna í andlitið á sér og til að anda að sér sjávarlofti og efnum. í þeim myndum, sem nú var að sjá í Rauða húsinu, var mikið um vond veður. Himininn var stokkbólginn í framan og fjallkonan var með úfið hár. Svipmikil fjöllin störðu fram og skreiðin bærðist fyrir söltum vindinum. Yfir öðmm myndum var undarlegur tregi, er skammdeginu fylgir. Það vekur athygli þeirra er fylgst hafa með myndlist Weissauers undanfarna tvo áratugi, að landið, skreiðin, bátarnir og veðrið, hafa með árunum orðið æ umfangsmeiri í myndum hans. Hann siglir eiginlega strandferðaskipi íslenskr- ar myndlistar. Umhverfis myndirnar vaka svo aðsteðjandi veður og landið, sem ræður því sjálft, hvernig það lítur .út, en ekki maðurinn, eins og á þéttbýlli svæðum útlanda. Sýningin verðuropin á virkum dögum, á skrifstofutíma, einkum þó síðdegis, og ennfremur um helgar, síðdegis. Jónas Guðmundssun skrifar um myndlist VÖNDUÐ OG FÖGUR AFMÆLIS- MINNING Gróin spor. Jóhannes Friðlaugsson. Aldarminning. Úgefandi: Jóna Jakobsdóttir og böm. ■ Þeir sem ungir voru á fyrri helmingi þessarar aldar minnast þess margir að þeir lásu þá sögu eftir Jóhannes Frið- laugsson frá Fjalli. Hér er nú tækifæri til að rifja upp og endurnýja gömul kynni. Því fer þó alls fjarri að hér sé heildarútgáfa af verkum Jóhannesar. Þetta er sýnisbók, aldarminning, úrval. Og þetta er vönduð bók að öllum frágangi. En skrá um rit Jóhannesar fylgir með í þessari minningu. Tveir ágætir Þingeyingar gera grein fyrir Jóhannesi í inngangi bókar. Andrés Kristjánsson ritar um æviferil, einkenni og störf. Indriði Indriðason skýrir frá ætt hans og fjölskyldu. Báðir vita þeir góð skil á efni. Andrés segir um sögur Jóhannesar að þær séu „boðskapur góðleikans og hamingju hans,“ „Lofsöngur um mann- dyggðir." Þetta eru rétt og sönn einkenn- isorð. Frá örófi alda hafa sögur verið sagðar til að skemmta og til að móta, — til að innræta. Við könnumst öll við fornar dæmisögur sem sagðar voru til að glæða góðar tilfinningar — göfuga áheyrand- ann. Jóhannes Friðlaugsson var einn þeirra sem tamdi sér slíka íþrótt. Og hann kunni að segja frá. En þessi bók er ekki eintómar smásögur og smákvæði. Þar eru líka frásagnir og ritgerðir. Ritgerðirnar eru aðeins sýnishorn enda flestar blaðagrein- ar þáttur í umræðu líðandi stundar. En í frásögnunum er sögulegur fróðleikur um ferðir á grasafjall, laufabrauð, hreindýr og hvítabirni. Þjóðræknu fólki sem vill muna og þekkja liðna tíð þjóðarinnar er þessi bók góður fengur. Það gera ekki aðeins þessar frásagnir, heldur eru sögurnar flestar lýsingar aldarfars þess sem nú er að baki. Því em þær ekki jafn aðgengi- legar börnum almennt nú og þeim börnum sem voru uppi þegar þær voru skrifaðar. Kaupstaðabörnin nú þurfa mörg leiðsögn um sögusviðið. En njóti þau slíkrar leiðsögu opnast þeim líka ævintýraheimur liðinnar aldar. Og þó að sögusviðið verði fjarlægt og framandlegt er söguefnið oftast varanlegt að gildi. Mig langar til að efna hér sérstaklega eina sögu þessarar bókar. Einstæðingur- inn heitir hún og birtist í jólablaði Morgunblaðsins 1916. Þar segir frá manni, slitnum og þreyttum einstæðingi, sem hafði barnakennslu að lífsstarfi meðan hann mátti. Þetta er skrifað áður en launalögin 1919 komu til sögunnar og löngu fyrir daga lífeyrissjóða. Víst kennir þarna beiskju vegna þess að kennarastarfið er vanmetið og illa laun- að. En Hjálmar, einstæðingurinn, er þarna fulltrúi stéttar sem vann starf sitt af köllun, innrri þörf, þó oft væri vanmetið. Og þar hefur Jóhannes Frið- 'laugsson reist minnisvarða brautryðj- endum barnakennslunnar á íslandi. Kennaralaun þokuðust til jafnvægis við almenn launakjör og atvinnunni fylgdu eftirlaun. Það gerðist eftir að þessi saga var skrifuð. En barnakennara- stéttin á íslandi fyrstu tugi þessarar aldar reis hátt. Það stafar sérstakur sögulegur ljómi af henni. Það má fara byggð úr byggð hringinn í kringum land á þriðja tug þessarar aldar t.d. og miklu víðast ber mikið á kennurum og skólastjórum þegar metið er það sem varðar menningu og félagslega forustu. Þá var kcnnara- stéttin brjóst og skjöldur byggðanna í sveit og við sjó öllum sféttum öðrum fremur. En þessi smásaga Jóhannesar frá Fjalli á heima í sögu stéttarinnar þó að hún segi sem betur fer ekki frá algengum staðreyndum. Lífsnautn kennarastarfsins var söm þó að það væri oftast betur metið en hjá Hjálmari. Hringur sonur Jóhannesar hefur teiknað í þessa bók myndir til skrauts og skýringar af smekkvísum hagleik. Bókin er bæði falleg og vönduð. H.Kr.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.