Tíminn - 10.11.1982, Side 10
MIÐVIKUDAGUR 10. NÓVEMBER 1982.
10
heimilistiminn
umsjón: B.St. og K.L.
TIMI KOMINN TIL AÐ HUGA AÐ
JÖLAPÚSTINUM T1L UTIANDA
JOLAPOSTURINN
TIL ÚTMUUUL
’J
'JfZ
»H
>•
■ Á öllum póststöðvum eru til sölu
þessar sérhönnuðu umbúðir fyrir
póstsendingar. Það er mjög mikilvægt,
að búið sé um póstsendingar skv. reglum.
Annars fást engar bætur, ef eitthvað
kemur fyrir.
UMBUÐIR FYRIR
PÓSTSENDINGAR
■ „Bráðum koma blessuð jólin“ eru
upphafsorð smápésa frá Póst- og síma-
málastofnuninni, sem borinn er inn á
hvert heimili snemma í nóvember til að
minna fólk á að hafa vaðið fyrir neðan
sig í sambandi við sendingu jólapósts til
útlanda. Þessi árvissa ábending er ein
fyrsta vísbendingin um, að jólin séu í
nánd.
Á bakhlið pésans eru tilgreindar þær
dagsetningar, sem öruggara er fyrir fólk
að miða við, vilji það vera þess fullvisst,
að pósturinn komist í áfangastað í tæka
tíð. Þar eð það má búast við, að drjúgan
tfma taki að koma bögglum áleiðis í
sjópósti, er fólki ráðið til að skila
bögglum í póst með nægum fyrirvara.
Má þar nefna t.d., að póstur, sem á að
fara til vesturfylkja Bandaríkjanna og
Kanada hefði átt að vera kominn í póst
eigi síðar en 28. okt. sl., til austurríkja
Bandaríkjanna 4. nóv., en enn er tæki-
færi til að senda póst til Evrópu og Norð-
urlandanna. Lengri skilafrestur er á
flugpósti, en þar sem hann er talsvert
dýrari, kjósa margir sjópóst frekar.
En íslendingar eru þekktari að öðru
en að standa skil á pósti með góðum
fyrirvara og því lék okkur forvitni á að
vita, hvort menn hefðu rokið upp til
handa og fóta og væru þegar búnir að
senda frá sér jólapóstinn til fjarlægra
heimshorna.
„Ágætt að ýta við fólki“
Haukur Gunnarsson verslunarstjóri
Rammagerðarinnar tjáði okkur, að að-
eins hefði komið hreyfing á um mánaða-
mótin, en reynslan væri sú, að það væri
ekki fyrr en upp úr miðjum nóvember,
sem fólk tæki virkilega við sér. En fólk
er þegar farið að kynna sér, hvaða vörur
eru á boðstólum og velta því fyrir sér,
hvað til greina komi að senda vinum og
vandamönnum á erlendri grund. „Og
það er ágætt að ýta aðeins við fólki,“
sagði Haukur.
Spurningunni um það, hvað fólk sendi
helst héðan til útlanda, svaraði Haukur
á þá leið, að værðarvoðir héldu alltaf
vinsældum sínum. Gæruskinn eru líka
vinsæl. Þá má nefna keramik, t.d.
hraunkeramik frá Gliti. Haukur sagði,
að fólk hefði verið hrætt við að senda
hana, þar sem hún er mjög brothætt, en
Rammagerðin hefur margra ára reynslu
í að pakka inn keramikmunum til
sendingar og ábyrgist að þeir komist
heilir í höfn. Þá má nefna ullarvörur
margs konar, s.s. húfur, trefla og
peysur. Þó sagði Haukur ekki þar
aðallega um iopapeysur að ræða, þar
sem íslendingar virtust „prjóna hver á
annan", eins og hann orðaði það. Þá
nefndi hann handofin hálsbindi frá
vefstofu Guðrúnar Vigfúsdóttur á ísa-
firði. Hann vildi leggja áherslu á, að
úrvalið í þessum varningi sé orðið mjög
gott.
Rammagerðin skilar daglega af sér í
pósthús þeim sendingum, sem fyrir
liggja og eiga síðan eftir að fara til allra
heimshorna.
„Kanada eina landið
sem við ábyrgjumst ekki
að varan komist til“
Hilmar Svavarsson verslunarstjóri
hjá Kjötverslun Tómasar tjáði okkur, að
fólk væri lítið farið að senda matvæli til
útlanda í tilefni jólanna. Svo virðist, sem
fólk kippi við sér um miðjan nóvember
í þeim efnum. En algengan jólamat, s.s.
hangikjöt, harðfisk og reyktan lax sagði
Hilmar óhætt að senda með góðum
fyrirvara. „Það er aðeins eitt land, sem
við höfum ekki tekið ábyrgð á að
pakkarnir komist til skila. Það er
Kanada. Þeir eru strangir með kjöt-
rneti," sagði Hilmar.
Heilbrigðisvottorð fylgja öllum mat-
vælasendingum frá Kjötverslun Tómasar
til útlanda og sagði Hilmar verslunina
útvega þau. Viðskiptavinirnir þurfa ekki
að gera annað en að ganga inn í
verslunina, velja þær vörutegundir, sem
þeir óska eftir að fari í pakkann, og
leggja fram nafn og heimilisfang viðtak-
anda. Og svo náttúrlega greiða fyrir
þjónustuna.
„Réttur frágangur á
bögglapósti mikilvægur“
„Það er mikilvægt, að rétt sé búið um
póstsendingar og rétt burðargjald greitt,
annars fæst ekkert bætt, ef eitthvað
skemmist,“ segir Rósa Oddsdóttir full-
trúi hjá Pósti og síma. Hún benti á, að
ef sendingar eru brothættar, verði ekki
eingöngu að sjá til þess, að þeim sé
pakkað vel inn, heldur þurfi einnig að
gæta þess, að þær séu fluttar „laust“,
þ.e. séu ekki sendar í póstpokum, sem
oft verði fyrir óhæfilega miklu hnjaski
og gjarna sé hvolft úr. Þessi sendingar-
máti krefst aukins burðargjalds, en sé
rétt búið um pakkann og komi eitthvað
fyrir, tryggir hann bætur að vissu marki,
sem ákveðið er skv. burðargjaldskránni,
eða skv. verðmæti þess, sem í pakkanum
er, ef upphæð er lægri.
í títtnefndum pésa Póst- og símamál-
astjórnarinnar er einmitt vakin athygli á
sérhönnuðum umbúðum fyrir póstsend-
ingar. Pappakassar í þrem stærðum fást
á öllum póststöðvum og hafa gert
undanfarin ár. Rósa sagði okkur, að
þessar umbúðir hefðu líkað afskaplega
vel og sé notkun þeirra alltaf að aukast.
Sem dæmi nefndi hún, að fyrirtæki
notuðu þær í sívaxandi mæli.
Aðspurð um það, hvort þegar hefði
orðið vart við aukningu á pósti vegna
jólanna, svaraði Rósa, að það væri síður
en svo enn sem komið er, enda góður
tími til stefnu.
'
V s c- V 0 0 • • 0 0 • 0 0 0 0
z / V V \ \ • 0 0 0 0 0 • • 0 0 • 0 0 0
• 0 0 0 0 0 0 • • 0 t s
X X X • 0 0 0 0 0 0 • • 9
X X • 0 0 0 0 0 0 • 0 0
X X • 0 X •' X x 0
X X X X X x > * i' .. # + .■ i
X X X X X í t .* t t h
X X K X X > .. .• • •
X tð X X .* .* .* • • .* .* • •
X X X X .* ,j .* • •
X X ð X 5< • • • •
2j X í X • • 0 • •
x X X X w X X X X • 0 0 • • • • 0 •
X X X X X X. • • 0 0 • 0 • 0 • 0
X X X X X • • • 0 0 • • • • 0 • 0 •
x X X X x' X X • • • • 0 0 • • 0 • • 0 • 0 • 0
X X X X X X X • • • • 0 0 • 0 • • 0 • 0 • 0
X X X X1 • • • • • 0 0 • 0 • 0 • 0 0 • 0 0
x X X X X p X, X • • • • • 10 0 • 0 • • 0 • 1 • 0 0 0
X X X X X • • • • 0 0 • 0 0 • • 0 • • 0 0
X X X X X X y X • • • 0 0 0 0 • • 0 • 0 0
X X X X X X X • • • • 0 0 0 0 • 0 • • 0 0
X X X X X X • • • 0 0 9 0 • • 0 • • 0 0
X X X X X X X • • • 0 0 0 0 • • 0 0 0
X X] X X X X • • • 0 0 0 0 • 0 0 • 0 0
X X X X X X |X & • • • 0 0 0 • 0 • 0
X X X rx X X x • • 0 0 0 0 • 0 0 •
X X X ;* X X X X X X 9 0 0 0 0 0 • • 0 0
K X x^ X X 0 0 0 0 0 • • 0 0
■ Einn jólasveinn er í hverri munnþurrku
D M C GARN
(725 gult - 1 þráður
1972 gult - 1 þráður
* 906 grænt
* 666 rautt
•• 353 bleikt
0 798 blátt
* 435 brúnt
■ Úr hvítum java má búa til fallegar
borðservíettur og munnþurrkur, auð-
vitað má hafa efnið í öðrum lit, en við
rauða jólasveinana og græn tré með gulri
stjörnu í toppinn fer best hvíti liturinn í
grunninn. Garnið er áætlað DMC-garn
í eftirfarandi litum:
■ Jólalegar borðservíettur með jólasveinum og grenitrjám
Borðser-
víettur
með jóla-
sveinum
og litlar
þurrkur f
stfl við
■ Munstur í borðservíettuna