Tíminn - 10.11.1982, Side 13
MIÐVIKUDAGUR 10. NÓVEMBER 1982.
17
Tþróttir
'Umsjón: Sigurður Helgason
ER PEIUR EKKI LOGLEGUR?
— Hann hefur ákveðið að leika með ÍR, en hefur hann réttindi
til að leika sem áhugamaður?
■ Pétur Guðmundsson, sem leikið
hefur með bandaríska körfuknattleiks-
liðinu Portland Trailblazers að undan-
förnu hefur snúið heim og ákveðið að
leika með liði ÍR í úrvaisdeildinni. Varð
ÍR fyrir valinu, en hann hafði staðið í
viðræðum við önnur félög en niðurstaðan
varð sú, að hann óskar eftir að leika með
ÍR-liðinu, sem er eitt á botni úrvalsdeild-
arinnar og hefur ekki hlotið stig ennþá
en leikið sex tapleiki. Það er mikill
styrkur fyrir ÍR-inga að fá Pétur tii liðs
við sig, en þá hefur einmitt vantað
illilega stóran leikmann í leikjunum að
undanförnu.
En sú spurning hefur vaknað hjá
mörgum körfuknattleiksáhugamönnum,
hvort Pétur, sem leikið hefur sem
atvinnumaður sé löglegur í áhuga-
mennskunni hér á landi. Til að fá
upplýsingar í því sambandi hafði Tíminn
samband við Heiga Ágústsson formann
KKÍ og spurði hvort Pétur væri löglegur
hér í úrvalsdeildinni.
Helgi sagði, að hann muni í dag hafa
samband við Alþjóðakörfuknattleiks-
sambandið og Körfuknattleikssamband
Bandaríkjanna og ætlaði hann að ræða
lagalega stöðu Péturs. Bandaríska sam-
bandið þarf að gefa út áhugamannaskír-
teini fyrir Pétur eigi hann að geta leikið
sem áhugamaður.
„Það eru fordæmi fyrir því, að
erlendir leikmenn sem verið hafa hér á
landi séu fyrrverandi atvinnumenn. Má
nefna Stewart Johnson, en hann hefur
fengið áhugamannaskírteini, en hvernig
veit ég ekki,“ sagði Helgi Ágústsson að
lokum.
Þetta er stórmál hvort Pétur geti
gengið beint inn í keppni hér á landi og
stingur það nokkuð í stúf við t.d. þá
afstöðu sem beiðni Janusar Guðlaugs-
sonar um leyfi til að ieika handknattleik
með FH fékk hjá forystumönnum í-
þróttahreyfingarinnar. Gekk mjög illa
að fá fram afstöðu í því máii, vegna þess
að Janus er fyrrverandi atvinnumaður í
knattspyrnu og það kom í veg fyrir að
hann fengi keppnisleyfi í handknattleik
hér á landi.
Það er mjög mikilvægt fyrir alla aðila
að úr því verði skorið sem allra fyrst
hver staða Péturs sé, hvort hann megi
leika hér á landi eða ekki. Það væri verra
ef einhver málarekstur yrði eftir á og
það kynni að valda miklum skaða. Þess
vegna er nauðsynlegt að koma málinu á
hreint og vinnur stjórn KKÍ að því þessa
dagana. Næsti leikur IR í urvalsdeildinni
er gegn ÍBK 19. nóvember n.k. sh
Hörður
medÍA
■ Hörður Helgason hefur verið
ráðinn þjálfari 1. deildarliðs IA í
knattspyrnu á næsta keppnistímabili.
Forráðamenn knattspyrnumála á
Akranesi fóru þess á ieit við Hörð að
hann tæki starfið að sér og gaf hann
jákvætt svar við því. Hörður hefur
áður stjórnað liði IA eftir að George
Kirby fór aftur til Bretlands 1980 og
þá náði lið í A ijórða sæti í 1. deild.
Allir leikmenn ÍA eru mjög
ánægðir með ráðningu Harðar og er
mikill hugur í Skagamönnum eins og
endranær að standa sig vel í hinni
hörðu 1. deilarkeppni næsta sumar.
■ Hörður Helgason
Tveir
unglinga
leikir
— gegn írum og
Norður írum
■ í kvöld verður háður síðari lands-
leikur íslands og írlands í Evópukeppni
unglingalandsliða í Dublin. Fyrri leikur-
inn var háður í Reykjavík 6. október s.l.
og lauk honum með jafntefli 1-1. Það
lið sem sigrar í leiknum í Dublin kemst
í úrslitakeppnina sem fram fer í Englandi
í maí í vor.
Unglingalandsliðinu hefur einnig verið
boðið að leika vináttulandsleik gegn
Norður-írum og verður sá leikur háður
í Belfast á morgun fimmtudag.
Haukur Hafsteinsson landsliðsþjálfari
hefur valið eftirtalda leikmenn til þátt-
töku í leikjunum teimur:
Markmenn:
Friðrik Friðriksson, Fram
Birkir Kristinsson, ÍBV
Aðrir leikmenn:
Engilbert Jóhannesson, ÍA
Guðni Bergsson, Val
Ingvar Guðmundsson, Val
Jón Sveinsson, Fram
Magnús Magnússon, UBK
Stefán Pétursson, K.R.
Hlynur Stefánsson, ÍBV
Ólafur Þórðarson, ÍA
Pétur Arnþórsson, Þrótti
Sigurður Jónsson, ÍA
Örn Valdimarsson, Fylki
Halldór Áskelsson, Þór
Steindór Elísson, UBK
Steingrímur Birgisson, KA
sh
■ Pétur Guðmundsson í leik með Portland.
Mills fer til
Sunde
■ Mick Mills, sem var fyrirliði
enska landsliðsins í heimsmeistara-
keppninni á Spáni hefur verið seldur
frá Ipswich. Það var Sunderland sem
hreppti þennan frækna kappa sem
þykir afbragð annarra varnarmanna
og mikill baráttumaður og góður
félagi. Chelsea var einnig á höttunum
á eftir Mills, en hann sýndi því ekki
áhuga og er það talið vera vegna
mikilla fjárhagserfiðleika sem félagið
á við að stríða, eins og reyndar svo
mörg lið í Englandi.
Að undanförnu hafa verið háværar
raddir uppi í Englandi um það að
senn liði að því að Mills færði sig um
set og fengu þær raddir byr undir
báða vængi cr félagaskiptin voru
tilkynnt.
■ MickMills.
Söluverð Mick Mills var 50.000
pund.
ÞiTr nýir
— í landsliðshóp Englands
■ Þrír ungir og bráðefnilegir lcik-
menn hafa veríð valdir í landsliðshóp
Englands, sem leikur gegn Grikkjum
í Salonika 17. nóvember næstkom-
andi. Þetta eru þeir Paul Goddard
West Ham, Sammy Lee Liverpool
og Danny Thomas Coventry. Þeir
hafa allir leikið mjög vel að undan-
förnu og eftir leik Englendinga og
Vestur-Þjóðverja undir 21 árs tóku
að heyrast háværar kröfur um sæti
til handa Sammy Lee í A-landsliði
Englands. Þessar raddir virðast hafa
fengið áheyrn hjá Bobby Robson og
líklegt er, að hann muni nota þetta
tækifæri vel verði hann látinn leika
með.
Hvorki Glenn Hoddle né Ray
Wilkins munu leika með og eykur
það vissulega líkurnar á að Sammy
Lee verði látinn leika með gegn
Grikkjum.
Tveir þeirra leikmanna sem voru í
hópnuin gegn Þjóðverjum verða
ekki með, vegna þess að þeir hafa
verið valdir í lið leikmanna undir 21
árs sem leikur gegn Grikkjum í
Aþenu 16. nóv. Þetta eru þeir Mark
Chamberlain Stoke og John Barnes
Watford.
Almenn
ánægja
með
McField
á Akureyri
■ Mikil ánægja er á Akureyri með
Robert McField, Bandarikjamann-
inn sem ieikur nteð 1. dcildarliði
Þórs í körfuknattleik. Hann þykir
rnjög góður þjálfari og einnig er hann
gcysistcrkur lcikmaður. Til marks
um styrk hans, niá nefna að í þcim 7
leikjum sem Þórsarar hafa leikið í
haust hcfur hann skorað 43jStig sem
er frábær árangur. Og ekki þykir það
verra, að skotanýting hans er mjög
góð. Um siðustu helgi léku Þórsarar
eins og sagt var frá í blaðinu í gær i
Borgarncsi og í lcikjunum tveimur
þar skoraði McField hvorki meira né
minna cn 110 stig.
★
Knattspyrnu-
deild Breiða-
bliks með
adalfund
■ Aðalfundur knattspyrnudeildar
Breiðabliks vcrður haldinn um næstu
hclgi, nánar tiitekið á laugardag
klukkan 13.00 í Félagsheimili Kópa-
vogs. Á dagskrá verða venjuleg
aðalfundarstörf og iagabreytingar.
★
ÍS leikur í
1. umferð
■ Þcgar dregið var í bikarkeppni
KKÍ í fyrradag vantaði eitt lið í
pottinn lýrir mistök. Þar af lciðandi
vcrður ekkert úr því að lið ÍS sitji hjá
í 1. uinfcrð, lieldur fær það leik gegn
B-liði ÍR sem ckki hafði vcriö tekið
með.
★
Ársþing KSI
■ Ársþing Knattspyrnusambands
íslands verður haldið dagana 4. og 5.
dcscnbcr næstkomandi að Hótel
Loftleiöum. Það hefst klukkan 10.00
á laugardcginum.
Sambandsaðilar eru minntir á að
skila ársskýrslum þcgar í stað.
★ X
Þeir flýdu
af hólmi
■ Fyrir skömmu voru þrír norskir
lyftingamcnn scndir í lyfjapróf á
lögreglustöð í Osló. ETkki hcfur
samviska þeirra allra verið alvcg
hrein, því tveir þeirra flýðu af hólmi.
Einn þeirra var starfandi lögreglu-
maður og þekkti allar leiðir út af
stöðinni. Honum og fclögum hans
hefur vcrið fyrirskipað að mæta til
lyfjaprófs innan einnar viku. Ástæð-
an fyrir því að sá frcstur er settur er,
að ef lcngur cr beðið gætu áhrif
anaboliska steroider, sem er eitt
þeirra lyfja sem notuð cru.fjarað út.