Tíminn - 10.11.1982, Qupperneq 20

Tíminn - 10.11.1982, Qupperneq 20
Opið virka daga 9-19. Laugardaga 10-16 HEDDk Skemmuvegi 20 Kopavogi Simar (91)7-75 51 & 7 80 30 Varahlutir Mikiö úrval Sendum um land allt Ábyrgö á öHu Kaupum nýlega bíla til niðurrifs Gagnkvæmt tryggingaféJag ^^Mabriel <Ó HÖGGDEYFAR Tj Givarahlutir ÍSl'&S MIÐVIKUDAGUR 10. NÓVEMBER 1982. ■ Rannveig Vigfúsdóttir í íbúð sinni á hjúkrunardeild DAS í Hafnarfirði. Á innfelldu myndinni afhenda synir Rannveigar, Vigfús og Einar Sigurjónssynir, Pétri Sigurðssyni forstjóra DAS málverk af Sigurjóni Einarssyni. Einnig er á myndinni Brynhildur Sigurðardóttir, hjúkrunarfræðingur. Tímamynd GE. „HANN HELGAM UF SITT HAGSMUNAMAUIM SJdMANNA” — segir Rannveig Vigfúsdóttir, fyrsti vistmaðurinn á hjúkrun- ardeild DAS f Hafnarfirði, um mann sinn Sigurjón Einarsson ■ „Mér líst Ijómandi vel á mig hérna. Húsakynnin eru lýsandi dæmi um þann stórhug sem alltaf hefur verið ríkjandi hjá DAS,“ sagði Rannveig Vigfúsdóttir, fyrsti vistmaðurinn á sjúkradeild Dvalar- heimilis aldraðra sjómanna í Hafnar- firði, sem formlega var tekin i notkun í gær. Rannveig er vel kunnug málum Dvalarheimilis aldraðra sjónianna. Hún var fyrsta húsfreyja á llrafnistu í Reykjavík og maður hcnnar, Sigurjón Einarsson skipstjóri, sem látinn er fyrir nokkrum árum, var þar fyrsti for- stjórinn, frá 1957 til 1965. „Áður en Hrafnista í Reykjavík var opnuð," sagði Rannveig, „fórunr við hjónin og skoðuðum dvalarheimili fyrir aldraða í þremur löndum, Danmörku, Þýskalandi og Noregi og þá sáum við svo ekki varð um villst að Hrafnista var í flestu tilliti bctra dvalarheimili en þá voru í þessum löndum. Ég held að enn sé það sama uppi á teningnum; við Islendingar erum skrefi á undan ná- grannaþjóðunum í þessum efnum,“ sagði Rannveig. „Fórum með potta og pönnur“ „Þegar maðurinn minn tók við Hrafn- istu fyrir cinunt tuttugu og fimm árum vantaði margt þrátt fyrir glæsileg húsa- kynni á þeirra tíma mælikvarða. Til dæmis man ég eftir því að við tókum með okkur potta og pönnur og ýmislegt annað þegar við fluttum þangað. Það var farið af stað af stórhug og bjartsýni þótt ekki væri til mikið af peningum,“ sagði Rannveig. - Þið hjónin unnuð bæði mikið að hagsmunamálum sjómanna? „Við gerðum það bæði og þó aðallega hann. Það var til dæmis fyrir tilverknað Sigurjóns og Henrýs Hálfdánarsonar, loftskeytamanns, að fyrsti sjómannadag- urinn var haldinn í júní 1938. Þeir ræddu það einhvern tíma sín á milli í talstöð úti á sjó, að sjómenn þyrftu að eiga almennan frídag eins og aðrar stéttir. Síðan hittust þeir félagar í landi og varð úr að ákveðið var að kanna undirtektir sjómanna almennt. Þegar í Ijós kom að þær voru góðar eftir að málin höfðu verið rædd fram og aftur í talstöð úti á miðnunum, var ákveðið að gera sjó- mannadag að árlegum viðburði og hafá hann fyrsta sunnudag í júní. Fyrst var hann aðeins haldinn í Reykjavík og Hafnarfirði, en nú er hann haldinn um allt land. Já það má eiginlega segja að maðurinn minn hafi helgað hagsmunamálum sjó- manna líf sitt. Hann tók til dæmis mjög virkan þátt í starfi SVFÍ og það gerði ég reyndar sjálf líka. Ég var í 23 ár formaður kvennadeildar Slysavarnar- félagsins í Hafnarfirði og í 22 ár sat ég í stjórn aðalsamtakanna,“ sagði Rann- veig. Hjúkrunardeild DAS í Hafnarfirði er á þremur hæðum og var aðeins sú neðsta tekin í notkun í gær. Áætlað er að taka hinar hæðirnar tvær í notkun fyrir miðjan desember næstkomandi og mun þá hjúkrunardeildin rúma 88 vistmenn. -Sjó. fréttir Vinnuverndar- ráðstefna ■ Ráðstefna um vinnu- vernd verður haldin á Hótel Loftleiðum dagana 11. og 12. nóvember. Efni hennar skiptist í þrjá höfuðflokka. Fyrsta efni á dagskrá nefnist „Viðfangsefni vinnuverndar" og verða fluttir þar sex fyrirlestrar um: Vinnuslys, atvinnu- sjúkdóma, hávaða og heyrnarskerðingu, varhug- arverð efni í starfsum- hverfi, hönnun vinnustaða og tækniþróun og vinn- uvernd. Annað efni sem tekið verður fyrir eru „Fram- kvæmd vinnuverndar". Fyrirlestrar verða fimm: Löggjöf um vinnuvemd á íslandi, skipulag og starf- semi vinnueftirlits í land- inu, áhættuþættir í starfs- umhverfi, gildi fræðslu og upplýsingastarfs og heilsu- vernd starfsmanna. Síðasta efnið ber yfir- skriftina „Þjóðfélagslegt gildi vinnuverndar“. Þar flytur Eyjólfur Sæmunds- son erindi er nefnist Vinnu- vernd og efnahagur. Þá fjalla tveir danskir gestir sem boðið var að sitja ráðstefnuna um viðhorf manna þar í landi á þessu sviði. Þeir eru Mogens Falk skrifstofustjóri danska Vinnuveitenda- sambandsins og Jörgen Eli- kofer, fulltrúi danska Al- þýðusambandsins. Einnig munu aðilar vinnumarkað- arins hér á landi kynna viðhorf sín, þ.e. frá: ASÍ, VSÍ, BSRB, fjármálaráðu- neytinu, og Vinnumála- sambandinu. Að síðustu flýtja fulltrúar þing- flokkanna ávörp. Það er starfshópur á vegum fyrrnefndra aðila vinnumarkaðarins ásamt Vinnueftirlitinu sem undir- búið hefur ráðstefnuna. Skráðir þátttakendur eru tæp 200 víðs vegar að af landinu. - HEI dropar Snúa Jón Baldvin og Vilmundur bökum saman? ■ Menn hafa gert sér mat úr því þessa dagana að Jón Bald- vin Hannibalssnn náði ekki kjöri í framkvæmdastjórn Al- þýðuflokksins á þingi flokksins nú um helgina. Hafa andstæð- ingar Jóns Baldvins cinkum viljað meina að með þessu tapi sínu hafi hann goldið mikið aflirnð og einangrast innan flokksins. Dropateljari hitti Jón Baldvin að máli í hinu háa Alþingi í gær og spurði hann hvaða augum hann liti þetta kosningatap sitt. Sagðist JBH hafa boðið sig þarna fram í ákveðnum tilgangi, þ.e. til þess að kanna að hve miklu leyti þarna væri um bundna kosningu að ræða, þar sem formcnn kvenfélaga, ungra krata og landsfulltrúar ættu sín ákveðnu sæti og að hve miklu leyti hún væri óbundin. Hann hefði komist að þeirri niður- stöðu að hún væri með öllu bundin. „Annars er ákaflega gott til þess að vita,“ sagði Jón Baldvin, „að við Vilmundur höfum tapað sinni kosningunni hvor. Það er bara spurningin um það hvort við eigum ekki að snúa bökum saman!“ Og hér með koma Dropar þessum orðum Jóns Baldvins á fram- færi, í dálki þeim í blaðinu sem Dropar hafa fyrir satt að skipi fyrsta sæti á vinsældalista ViI- mundar. 1750 kall dagurinn ■ Laxveiðitímabilinu á þessu ári er tiltölulega nýlokið. Þrátt fyrir það hefur þegar verið tekið til við skipulagningu næsta tímabils, og á fundi borgarráðs í gær var samþvkkt gjaldskrá Elliðaáa fyrir næsta ár. Samkvæmt henni mun hver' laxveiðidagur verðleggjast á 1750 kr., þannig að menn geta strax farið að safna fyrir veiði- leyfinu. 40 frímerkja umslagið ■ Það er ýmis glaðningur sem berst í póstkassa dagblað- anna. Sjaldgæft er þó að um- búðirnar séu jafn glæsilegar og skrautlegar eins og þetta um- :> M ■ . siag sem Tímanum barst frá Iðntæknistofnun nýlega. Hvað sem því veldur þá eru hvorki fleiri né færri en fjörutíu frí- merki á því. Ætla má að starf frímerkjasleikjara sé verulegt hjá stofnuninni. Krummi ... ...skilur ekkert í Þjóðviljanum í gær að vísa á fréttir af Fiskiþingi á forsíðu sem ekki fyrirfmnast í blaðinu.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.