Fréttablaðið - 23.01.2009, Blaðsíða 12
12 23. janúar 2009 FÖSTUDAGUR
h
„Frænka mín kom í heimsókn frá Litháen og vildi hún ólm kynnast sem mestu í
íslensku þjóðlífi,“ segir Algirdas. „Ég fór meðal annars með hana á mótmælin á
Austurvelli og það var nokkuð magnað að sjá. En frænka mín hafði lesið mikið
um ófarirnar hér en hún hafði orð á því að það væru svo sem ekki mikil fátækt-
armerki að sjá á landi og þjóð. Ég sem bý hér gat þó sagt henni að fólk hefði
fengið sinn skammt af óförunum, misst vinnuna og tapað eigum sínum sem og
fjármunum. Henni fannst Íslendingar bera sig vel miðað við allt saman.“ Algirdas segist ekkert vera á
förum þrátt fyrir ástandið. „Við erum búin að vera hér í tíu ár, börnin eru hér í skóla og ég legg bara
mitt af mörkum svo landið komist upp úr þessu. En svo veit enginn hvað framtíðin ber í skauti sér.“
Algirdas Slapikas:
Fór á mótmælin
VIKA 46
DAGBÓK NÝRRA ÍSLENDINGA
„Gaia, nemendafélag meistaranema í umhverfis- og
auðlindafræðum, stendur fyrir Grænum dögum sem
standa munu í fimm daga í byrjun mars. Þetta er víst í
annað sinn sem félagið stendur fyrir
Grænum dögum. Ég er að hjálpa til
við undirbúninginn. Við vinnum þetta
í samstarfi við Norræna húsið. Við
ætlum meðal annars að fjalla um líf-
rænt ræktaðar vörur, fáum fyrirlesara
og bjóðum upp á lífrænt ræktaðar
matvörur. Við erum meðal annars að
reyna að fá nemendur í Listaháskól-
anum til liðs við okkur, til dæmis í
veggspjaldagerðina. Svo ætlum við
að vera með fataskipti þar sem fólk kemur með gömul
föt og skiptir þeim fyrir önnur föt því við erum að reyna
að sannfæra fólk um að í kreppunni eigi það ekki að
kaupa eitthvað sem það getur fengið með fataskiptum.
Einnig erum við að reyna að fá fólk í fatahönnunardeild
Listaháskólans til að sýna fólki hvernig það getur breytt
gömlum fötum. Annars er nóg að gera í skólanum.“
Charlotte Ólöf Jónsdóttir Ferrier:
Undirbýr græna daga
heimur heillandi hluta og hugmynda
Stekkjarbakka 6 - Sími 540 3300 - www.gardheimar.is
20 túlipanar
Komdu á óvart á bóndadaginn!
Með öllum blómum frá
Garðheimum fylgir
2 fyrir 1
á myndina
RocknRolla í
SAMbíóunum
2 fyrir 1
í fallegum blómvendi
1.950kr
10 túlípanar
í búnti
990kr
út að borða
í hádeginu
í turninum
á Nítjándu
TILBOÐ
Kaffi- og Ostakörfur
2.990kr
verð frá
tekörfur
1.990kr
verð frá
TILBOÐTILBOÐTILBOÐ
Eins og Junphen greindi frá lenti hún í hremmingum fyrir jól þar sem hún
var stöðvuð í Englandi og henni meinað að halda áfram til Póllands þar sem
hún ætlaði að halda jól með unnusta sínum. Þau fóru því til baka en þessi
óskemmtilega reynsla varð ekki til þess að eyðileggja hátíðarhöldin. „Við höfð-
um það verulega gott um jólin, þrátt fyrir allt. Íslenskir, taílenskir og pólskir
vinir okkar komu saman og við áttum góða stund. En núna er lítið að frétta,
vinnan er aftur tekin við.“
Junphen Sriyoha:
Hremmingar urðu að kátínu
SJÁVARÚTVEGUR Heildarskuldir sjáv-
arútvegs í ríkisbönkunum eru um
427 milljarðar króna. Þetta kemur
fram í svari fjármálaráðherra við
fyrirspurn Kristins H. Gunnars-
sonar. Mestar eru skuldirnar í
Nýja Landsbankanum, eða 1.300
milljónir evra. Það eru tæpir 168
milljarðar króna. Skuldir greinar-
innar í Nýja Glitni eru 125 milljarð-
ar króna og í Nýja Kaupþingi 85,5
milljarðar.
„Það er ekki ástæða til að hafa
áhyggjur ef þetta eru heildarskuld-
ir greinarinnar, þetta eru um það
bil þrefaldar árstekjur. Það er nokk-
uð víst að greinin ræður við það, ef
þessu er dreift á nokkur ár, sem það
örugglega er,“ segir Kristinn.
Hann segist hins vegar hafa
ástæðu til að ætla að ekki séu
allar skuldir inni í þessari tölu.
„Það vantar skuldir í öðrum fjár-
málastofnunum inn í þessa tölu. Þá
gætu ýmis kvótakaup verið færð
undir fjármálafyrirtæki. Oft eru
það einkahluta-
félög sem hafa
umsýslu með
þv í .“ K r i s t-
inn segir veð-
mál hins vegar
áhyggjuefni.
„ Þ ega r verð
hefur lækkað
um 50 prósent
þá er nokkuð
víst að við erum
að ræða um áhættulán.“
Svör við því hve mikið af lán-
unum væri vegna kvótakaupa og
hvaða tryggingar hefðu verið gefn-
ar fengust ekki. Kristinn segir það
einnig áhyggjuefni. - kóp
Heildarskuldir sjávarútvegs um 427 milljarðar króna:
Skulda þrefaldar árstekjur
KRISTINN H.
GUNNARSSON
Það vantar skuldir í
öðrum fjármálastofn-
unum inn í þessa tölu. Þá gætu
ýmis kvótakaup verið færð undir
fjármálafyrirtæki
KEISTINN H. GUNNARSSON
ALÞINGISMAÐUR
DÓMSTÓLAR Hæstiréttur hefur
dæmt karlmann í sex ára fangelsi
fyrir kynferðisbrot gegn stjúp-
dóttur sinni. Staðfesti rétturinn
þar með dóm héraðsdóms. Mað-
urinn var einnig dæmdur til að
greiða stúlkunni tvær og hálfa
milljón króna í bætur.
Í dómnum segir að brot manns-
ins gegn stúlkunni hafi verið
mjög alvarleg og beinst að ungri
stúlku á heimili hennar sem var
griðastaður hennar. Jafnframt
að þau hafi verið framin á fjög-
urra mánaða tímabili. Brotin
voru einnig að mati dómara til
þess fallin að valda stúlkunni
verulegum skaða. - jss
Sex ára fangelsi:
Braut gegn
stjúpdóttur
TVEIR Á GRÆNNI GREIN Pandabirnirnir
Ying Ying og Le Le sitja í mestu mak-
indum og éta gulrætur. Eins og flestir
vita eru pandabirnir í útrýmingarhættu
en Kínverjar gátu séð af þeim tveimur
og gáfu þá í skemmtigarðinn Ocean
Park í Hong Kong. Þeir eru hinir við-
kunnanlegustu svo ljóst má vera að sú
gjöf var enginn bjarnargreiði.
FRÉTTABLAÐIÐ/AP
Kristinn H. Gunnarsson:
Bauðst að tala
en gerði ekki
ALÞINGI Kristinn H. Gunn-
arsson, þingmaður Frjáls-
lynda flokksins, var ekki
meðal ræðumanna flokksins
í umræðunum um efnahags-
mál í gær. Í umræðunum,
sem skiptust í fjórar umferð-
ir, talaði Guðjón A. Kristj-
ánsson formaður í tvígang.
Kristinn segir að sér hafi
boðist að tala en hann afráð-
ið að gera það ekki. Hann
vill ekki segja af hvaða
ástæðu.
Spurður hvort hann sé á
leið úr þingflokki Frjáls-
lyndra kveðst Kristinn ekk-
ert vilja um það segja. „En
ég tel að það þurfi að verða
miklar breytingar á áhersl-
um og forystu flokksins.“ - bþs