Fréttablaðið - 23.01.2009, Blaðsíða 38
26 23. janúar 2009 FÖSTUDAGUR
folk@frettabladid.is
> SPRINGSTEEN Í TÓNLEIKAFERÐ
Bruce Springsteen ætlar í tónleikaferð um Evr-
ópu í sumar ásamt hljómsveit sinni E-Street Band
til að fylgja eftir sinni nýjustu plötu, Working on
a Dream. Kemur hún út 27. janúar. Þegar hafa tíu
tónleikar verið staðfestir og verða þeir fyrstu 30.
maí á Pink Pop-hátíðinni í Hollandi.
Einnig ferðast Springsteen meðal
annars til Danmerkur, Noregs og
Svíþjóðar.
Rómantíska fantasían The Curious
Case of Benjamin Button hlaut þrett-
án tilnefningar til Óskarsverðlaun-
anna í ár. Næst á eftir kom Slumdog
Millionaire með tíu tilnefningar.
Báðar ofantöldu myndirnar voru tilnefndar sem
besta myndin ásamt Frost/Nixon, Milk, The
Reader og Slumdog Millionaire.
The Dark Knight var aftur á móti ekki til-
nefnd eins og svo margir höfðu vonast eftir. Hún
fékk engu síður átta tilnefningar, þar á meðal
Heath Ledger sem besti aukaleikarinn, en engar
í stærstu flokkunum. Tilnefning Ledgers kom
nákvæmlega ári eftir að hann lést af völdum of
stórs lyfjaskammts. Margir telja að hann eigi
Óskarinn vísan, enda þótti hann standa sig eink-
ar vel sem Jókerinn eins og Golden Globe-verð-
laun hans bera vitni um. Fái Ledger verðlaunin
verður það í annað sinn sem leikari fær Óskar-
inn eftir dauða sinn. Sá fyrsti var Peter Finch
árið 1976 fyrir hlutverk sitt í Network.
Sem besti aðalleikarinn voru tilnefndir Brad
Pitt (Benjamin Button), Frank Langella (Frost/
Nixon), Sean Penn (Milk), Richard Jenkins (The
Visitor) og Mickey Rourke (The Wrestler), sem
vann einmitt Golden Globe-verðlaunin á dögun-
um fyrir hlutverkið.
Kate Winslet, sem vann tvenn Golden Globe-
verðlaun, var tilnefnd sem besta leikkonan fyrir
hlutverk sitt í The Reader ásamt þeim Anne
Hathaway (Rachel Getting Married), Melissa
Leo (Frozen River), Angelinu Jolie (Changeling)
og Meryl Streep (Doubt), sem hlaut þarna sína
fimmtándu Óskarstilnefningu.
Í flokknum besti leikarinn í aukahlutverki
voru tilnefndir auk Heaths Ledger, þeir Josh
Brolin (Milk), Robert Downey Jr. (Tropic
Thunder), Philip Seymour Hoffman (Doubt)
og Michael Shannon (Revolutionary Road). Í
kvennaflokki fengu þær Amy Adams (Doubt),
Penélope Cruz (Vicky Christina Barcelona),
Viola Davis (Doubt), Taraji P. Henson (The Cur-
ious Case of Benjamin Button) og Marisa Tomei
(The Wrestler) tilnefningar.
Þá voru Wall-E, Bolt og Kung Fu Panda til-
nefndar sem bestu teiknimyndirnar og einn-
ig voru Entre les murs (Frakklandi), Okuri-
bito (Japan), Revanche (Austurríki), Vals im
Bashir (Ísrael) og Der Baader Meinhof Kom-
plex (Þýskalandi) tilnefndar sem bestu erlendu
myndirnar.
Óskarsverðlaunin verða afhent í 81. sinn í
Kodak-leikhúsinu í Hollywood 22. febrúar.
Benjamin með 13 Óskarstilnefningar
BESTA MYNDIN
Slumdog Millionaire
The Reader
The Curious Case of Benjamin Button
Frost/Nixon
Milk
Mick Harvey, einn af stofn-
endum hljómsveitarinnar Nick
Cave and the Bad Seeds, hefur
ákveðið að yfirgefa hljómsveit-
ina. „Af ýmsum persónulegum
og öðrum ástæðum hef ég ákveð-
ið að hætta samstarfi mínu við
Nick Cave & the Bad Seeds,“
sagði í yfirlýsingu frá Harvey.
„Eftir 25 ár yfirgef ég hljóm-
sveitina á einum af mörgum
hápunktum hennar; í mjög heil-
brigðu ásigkomulagi og með frá-
bærar framtíðarhorfur.“
Harvey fæddist í Ástralíu og
kynntist Nick Cave og Phil Cal-
vert, trommara The Bad Seeds,
í skóla í Melbourne. Eftir að
hljómsveitin var stofnuð árið
1983 hefur hún notið mikilla vin-
sælda. Síðasta plata hennar, Dig
Lazarus, Dig!!!, kom út í fyrra.
Yfirgefur
Bad Seeds
THE BAD SEEDS Mick Harvey er hættur í
hljómsveitinni eftir 25 ára starf.
„Ég er bara rétt að byrja, en mark-
miðið er að klára bókina á þessu ári
og ég stend yfirleitt við það sem
ég ætla mér,“ segir Guðjón Berg-
mann, jógakennari og rithöfund-
ur, sem vinnur nú að nýrri skáld-
sögu á ensku sem kallast The
Search. „Þetta er sjálfsævisögu-
leg skáldsaga, sem fjallar um leit-
ina að tilganginum í lífinu, hvern-
ig hlutirnir eru ekki alltaf eins og
þeir sýnast og hvernig hversdagsleik-
inn getur verið merkilegur. Margar
af þeim hugmyndum sem ég hafði
um hvað það var að vera andlegur
molnuðu í minni leit og með því að
setja það fram í skáldsögu frekar
en sjálfsævisögu get ég sett hlut-
ina í samhengi út frá upplifunum
karaktersins í stað þess að segja þá
persónulega. Enda er ég allt of ungur
til að skrifa sjálfsævisögu,“ segir Guð-
jón og hlær.
Aðspurður segist hann sjálfur lesa
mest á ensku og finnst tungumálið
opna fleiri möguleika hvað varðar
útgáfu. „Ég skrifaði eina bók árið 2006
sem ég gaf út sjálfur á amazon.com
og heitir Seven human needs. Það er
mun erfiðara að koma sér á framfæri
erlendis en býður samt upp á möguleik-
ann á að ná til stærri hóps.
Persónulega les ég nánast bara á
ensku og hef gert síðastliðinn tíu eða
fimmtán ár. Allt tungutakið í kringum
mínar upplifanir hefur verið í tengsl-
um við enska kennara, bækur, nám-
skeið eða vini, svo nýja bókin kemur
mjög eðlilega á ensku,“ bætir hann við.
- ag
Skrifar skáldsögu á ensku
NÝ BÓK Á ÁRINU Væntanleg bók Guðjóns
Bergmann ber heitið The Search og er sjálfs-
ævisöguleg skáldsaga. FRÉTTABLAÐIÐ / ANTON BRINK
THE CURIOUS CASE OF BENJA-
MIN BUTTON Brad Pitt hefur
verið tilnefndur til Óskarsins
fyrir hlutverk manns sem
fæðist gamall og yngist eftir
því sem árin líða.
Mig langar til að …
... geta verið löt að loknum
vinnudegi þegar börnin eru sofnuð
enda eru letiköst eitt helsta áhuga-
mál mitt. Í sjónvarpssófanum með
Kellogg's Special K bliss og góða
bíómynd. Er það ekki bara allt í lagi?
Kristjana Guðbrandsdóttir,
blaðamaður og móðir
Kellogg’s Special K
kemur mér á sporið
Við fjölskyldan borðum alltaf morgunmat, eins og t.d. Kellogg's Special K.
Það auðveldar mér líka að komast á sporið á ný eftir jólaboðin og áramótin.
Með vel samsettum morgunmat hættir mér líka miklu síður til að detta í
óhollustu á miðjum morgni eða fituríkan skyndibita í hádeginu. Eftir allt
laufabrauðið og heimagerða konfektið mitt yfir jólin er frábært að
eiga gómsæta Special K stöng að grípa til. Þá þarf ég heldur ekki að
hafa neinar áhyggjur af því að innbyrða of margar hitaeiningar.
specialk.is
F
í
t
o
n
/
S
Í
A
F
I
0
2
4
2
9
1