Fréttablaðið - 23.01.2009, Blaðsíða 16
16 23. janúar 2009 FÖSTUDAGUR
Umsjón: nánar á visir.is
KAUPHÖLL ÍSLANDS [Hlutabréf]
Fjöldi viðskipta: 62 Velta: 62 milljóni
OMX ÍSLAND 15 OMX ÍSLAND 6
319 -0,03% 863 -0,09%
MESTA HÆKKUN
BAKKAVÖR 9,04%
ÖSSUR 0,52%
MESTA LÆKKUN
ALFESCA 2,26%
HLUTABRÉF Í ÚRVALSVÍSITÖLU: Alfesca 3,90 -2,26% ... Atlantic
Airways 168,00 +0,00% ... Atlantic Petroleum 550,00 +0,00% ...
Bakkavör 2,05 +9,04% ... Eik Banki 91,50 +0,00 ... Eimskipafélagið
1,30 +0,00% ... Føroya Banki 112,00 +0,00% ... Icelandair Group
13,26 +0,00% ... Marel Food Systems 66,20 +0,00% ... SPRON 1,90
+0,00% ... Straumur-Burðarás 1,22 +0,00% ... Össur 97,00 +0,52%
Jákvæðar afkomutölur bandarískra tæknifyrirtækja á borð
við Apple og IBM hífðu hlutabréfamarkað vestanhafs upp
í fyrradag eftir skell daginn áður þegar S&P 500-hluta-
bréfavísitalan féll um rúm fimm prósent.
Menn eru almennt sammála um að skipan Timothys
Geithners í stöðu fjármálaráðherra í nýrri ríkisstjórn Bar-
acks Obama og boðaðar björgunaraðgerðir hafi ýtt undir
bjartsýni í röðum fjárfesta til skemmri tíma litið.
Hagnaður Apple nam 1,6 milljörðum dala, jafnvirði 200
milljarða króna, á síðasta ársfjórðungi, sem er sá fyrsti í
bókum Apple. Þetta er 30 milljónum dölum meira en árið
á undan og þvert á spá Bloomberg-fréttaveitunnar um
samdrátt upp á 21 prósent. Þá rufu tekjurnar tíu milljarða
múrinn og hafa aldrei verið meiri í sögu fyrirtækisins.
Þá nam hagnaður IBM 4,4 milljörðum dala á fjórðungn-
um, sem er 57 prósenta aukning milli ára.
Gengi hlutabréfa í báðum fyrirtækjum rauk upp um
meira en níu prósent og tóku þau önnur tæknifyrirtæki
með sér í uppsveiflunni. Við það fór S&P-vísitalan upp um
rúm fjögur prósent. - jab
Apple blæs á svartsýnisspár
Héraðsdómur Reykjavíkur fram-
lengdi í gær greiðslustöðvun Stoða
(áður FL Group) til 6. apríl næst-
komandi.
Stjórn Stoða óskaði eftir greiðslu-
stöðvun eftir yfirtöku ríkisins á
Glitni í septemberlok í fyrra. Um
leið var starfsfólki félagsins sagt
upp. Sú greiðslustöðvun rann út í
byrjun vikunnar.
Stoðir voru kjölfestufjárfestir
Glitnis banka með rúmlega 30 pró-
senta hlut. Hlutirinn varð einskis
virði við ríkisvæðinguna. Stærstu
eignir Stoða í dag eru Trygginga-
miðstöðin, drykkjarvörufram-
leiðendurnir Royal Unibrew og
Refresco. Þá eru ótaldar fjöldi
smærri eigna. - jab
Stoðir fá frest
fram í apríl
Straumur óskar eftir því að
Seðlabanki og Fjármálaeft-
irlitið skoði gjaldeyrisvið-
skipti bankans. Starfsmenn
hafa orðið fyrir áreiti vegna
ásakana um brot á gjaldeyr-
isreglum.
Straumur hefur farið þess á leit
við Fjármálaeftirlitið og Seðla-
bankann að gjaldeyrisviðskipti
bankans verði tekin til skoðunar
og hefur látið allar upplýsingar um
viðskiptin í hendur eftirlitsaðila.
Bankinn er sakaður um að hafa
keypt gjaldeyri á yfirverði af
útflutningsfyrirtækjum bæði beint
og óbeint í gegnum útibú hans
erlendis og ekki skilað inn í land-
ið eins og gjaldeyrisreglur Seðla-
bankans um skilaskyldu gjaldeyr-
is, sem Alþingi samþykkti í lok
nóvember í fyrra, kveða á um. Við-
skiptin hafi komið í veg fyrir eðli-
lega styrkingu krónunnar.
„Starfsfólk Straums hefur orðið
fyrir áreiti af völdum þessara
ásakana,“ segir Georg Andersen,
framkvæmdastjóri upplýsinga-
sviðs Straums. Áreitið tengist að
nokkru leyti grun um að bankinn
haldi gengi krónu lágu en ekki síst
því að Björgólfur Thor Björgólfs-
son er stjórnarformaður bankans
og umsvifamestur hluthafa.
William Fall, forstjóri Straums,
segir í tilkynningu ásakanir í garð
bankans alrangar enda hafi hann
ávallt unnið samkvæmt reglunum.
„Við höfum engu að leyna,“ segir
hann.
Straumur bendir á að bank-
inn hafi keypt gjaldeyri fyrir 4,5
milljarða króna frá því gjaldeyris-
reglurnar voru samþykktar, þar af
hafi um helmingur gjaldeyrisvið-
skipta átt sér stað utan landsteina,
svo sem við sænska bankann SEB
Enskilda og í gegnum skrifstofu
Straums í Lundúnum í Bretlandi.
Viðskipti sem eiga sér stað
erlendis við erlendan eiganda
gjaldeyris og koma aldrei hingað
til lands eru ekki skilaskyld.
Málið verður tekið til skoðunar,
samkvæmt upplýsingum frá Fjár-
málaeftirlitinu.
Eftir því sem næst verður kom-
ist úr bankageiranum eru viðskipti
Straums innan ramma laganna.
Upphæðirnar sem um ræði séu
lágar og hreyfi ekki gengi krónunn-
ar nema að litlu leyti, hugsanleg
áhrif séu innan við eitt prósent.
Mál manna er að framboð og
eftirspurn ráði mun meiru um
hreyfingar krónunnar. Innflutn-
ingsfyrirtæki þurfi gjaldeyri til
greiðslu á vörum auk þess sem
ýmsir innlendir aðilar hafi keypt
gjaldeyri til greiðslu lána. Þá sé
beinlínis fátt sem hvetji útflutn-
ingsfyrirtæki til að skila gjald-
eyri heim. Nýti þau hann fremur
til rekstrar erlendis.
jonab@markadurinn.is
Straumur biður
um rannsókn
WILLAM FALL Forstjóri Straums segir að bankinn hafi farið að lögum um gjaldeyris-
viðskipti og hafi engu að leyna. FRÉTTABLAÐIÐ/RÓSA
Veljum íslenskt
í Bónus
HEILSUFÆÐI
Það fara fimm kíló af ferskum roðlausum og beinlausum
ýsuflökum í að búa til eitt kíló af Gullfiski. Gullfiskur notar kælda
framleiðsluaðferð, sem tryggir að ferskleiki og næringargildi
vörunnar heldur sér þótt vatnið sé dregið úr henni.
Langhollasti þorramaturinn
VELJUM
ÍSLENSKT
Nýherji birtir í dag uppgjör fyrir fjórða
ársfjórðung síðasta árs og ríður með
því að venju á vaðið, fyrst skráðra
félaga. Með þessu er hafið tímabil
ársuppgjöra, en næstu vikur tínast inn,
eitt af öðru, ársuppgjör þeirra félaga
sem enn eru skráð hér á markaði.
Næst birta uppgjör Eimskip á
fimmtudaginn eftir viku og Exista degi
síðar.
Í nýlegri umfjöllun IFS Greiningar
um hlutabréfamarkaðinn og komandi
uppgjör er útlit sagt fyrir erfiða byrjun
á árinu. Þar spili inn í að horfur í efna-
hagslífinu séu dökkar og það dragi
úr væntingum, vextir innanlands séu
háir og áhættulausir, afkomuhorfur
hafi versnað og óvissa sé um stöðu
einstakra félaga auk þess sem óvissa
sé um þróun á erlendum mörkuðum.
- óká
Uppgjör hafin í kauphöll
NASDAQ OMX KAUPHÖLLIN Fyrsta
ársuppgjör félags sem hér er skráð í
kauphöll birtist í dag. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
Bretar óttaslegnir
„Ef marka má það sem margir Bretar rita í
athugasemdum við greinina mína í Guardian í
gær [fyrradag] óttast þeir að samskonar hrun og
hér hefur orðið geti brátt orðið þar í landi,“ segir
Eiríkur Bergmann Einarsson stjórnmálafræðingur
í bloggfærslu á Eyjunni í gær. Hann hefur fengið
þó nokkur viðbrögð við grein sem hann ritaði í
breska dagblaðið Guardian um ástandið hér á
landi með fyrirsögninni „The heat is on“. Í gær-
kvöldi voru komnar 70 færslur lesenda við grein-
ina á vef Guardian. Einn segir allt stefna í sömu átt
og á Íslandi í Bretlandi. „Löndin eru í
skuggalega svipaðri stöðu: sprungin
fasteigna- og lánabóla, hagkerfi
þar sem mjög hefur verið dregið úr
regluverki, stjórnvöld sem haga sér
eins og höfuðlaus hænsn [...] Allt
hljómar þetta kunnuglega,
Bretland ætti að búa sig
undir það versta.“
Útlendingar vilja Moggann
Erlendir fjárfestar eru sagðir áhugasamir um að
kaupa Árvakur, útgáfufélag Morgunblaðsins.
Þykir það nokkuð djarfur leikur af útlendingum
að kaupa dagblað í taprekstri í landi þar sem
þeir kannski þekkja lítið til og hefðu kannski átt
að kalla til ráðgjafar einhvern sem
reynslu hefur af slíkum ævintýr-
um. Hér eru einhverjir sem enn
svíður Nyhedsavisen. Svo getur
náttúrulega verið að fjárfestarnir
séu hér öllum hnútum kunnugir.
Aldrei upplýstist hver var á bak
við kaup á fimm prósenta hlut
í í Straumi í ágúst í hittið-
fyrra, en þau urðu tilefni
rannsóknar hjá FME til að
útiloka að yfirtökuskylda
hefði myndast, eða reglur
brotnar um flöggunar-
skyldu.
Peningaskápurinn ...