Fréttablaðið - 23.01.2009, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 23.01.2009, Blaðsíða 10
10 23. janúar 2009 FÖSTUDAGUR Bláa lónið er opið alla daga frá kl. 10.00–20.00 • Sími 420 8800 • www.bluelagoon.is Mótmælin halda áfram Formenn aðildarfélaga ASÍ taka í dag afstöðu til tillögu atvinnu- rekenda um að fresta framleng- ingu kjarasamninga fram í júní. Upphaflega var stefnt að nokkurs konar þjóðarsátt með aðkomu ASÍ, SA, hins opinbera og ríkisstjórn- arinnar en nú er lagt til að endur- skoðun verði frestað og hefur mið- stjórn ASÍ hvatt ríkisstjórnina til að boða til kosninga í vor. „Sögu- leg tíðindi,“ segir Kristján Gunn- arsson, formaður Starfsgreina- sambandsins, SGS. Samkvæmt kjarasamningum sem átti að endurskoða um miðj- an febrúar er launahækkun 1. mars og svo aftur 1. janúar 2010. Atvinnurekendur vilja fresta þessum dagsetningum þannig að launahækkanir komi seinna og kostnaðarlækkun framkallist hjá atvinnulífinu. Kristján segir varn- arviðbrögð að fresta samningum frekar en að slá þá af. „Atvinnurekendur hafa óskað eftir viðræðum um meiri sveigj- anleika með tímasetningar til að efna ákvæði kjarasamninga en þó þannig að á samningstímanum reyni þeir að standa við innihaldið. Þetta gera þeir vegna þess að fyr- irtækin eru illa stödd. Við höfum sagt að þetta komi til álita,“ segir Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ. Gylfi bendir á að atvinnurek- endur geti líka sagt samningun- um upp. „Við erum að reyna að búa okkur til tíma til að vinna úr þessum erfiðu aðstæðum,“ segir hann. Forystumenn á vinnumark- aði tilkynntu ríkisstjórninni í nóvember að hún þyrfti að treysta ímynd sína og endur- nýja umboð sitt með uppstokk- un. Hún væri rúin trausti. Gylfi segir að ríkisstjórnin hafi ekki viljað neina uppstokkun og því sé komið að endalokum þess sem hún geti staðið að. Verka- lýðshreyfingin treysti sér ekki til að ræða við ríkisstjórnina við núverandi aðstæður. „Við erum að ræða við ASÍ um mögulega frestun samninganna en Samtök atvinnulífsins hafa hingað til ekki tekið afstöðu með eða á móti ríkisstjórninni. Við höfum alltaf unnið með ríkis- stjórninni,“ segir Þór Sigfússon, formaður SA. „Að mínu viti hefur margt gengið vel og margt gengið illa líka. Ég hefði viljað sjá menn bretta meira upp ermar núna, það eru vonbrigði mín, en það þýðir ekki að ég hefði viljað sjá skipt um ríkisstjórn,“ segir hann. ghs@frettabladid.is Alþýðusambandið hefur gefist upp á ríkisstjórninni Verkalýðshreyfingin hefur gefist upp á því að ræða við stjórnvöld um þróun kjara samhliða endurskoðun samninga. Formenn aðildarfélaga ASÍ ákveða í dag hvort viðræðum verði frestað í von um nýja ríkisstjórn. SÖGULEGT „Söguleg tíðindi,“ segir Kristján Gunnarsson, formað- ur SGS, um samþykkt miðstjórnar um að boða til kosninga. BÚA TIL TÍMA „Við erum að reyna að búa okkur til tíma,“ segir Gylfi Arn- björnsson, forseti ASÍ. BRETTA UPP ERMAR „Ég hefði viljað sjá menn bretta meira upp ermar,“ segir Þór Sigfússon, formaður SA. Blaðamannafélag Íslands lýsir undrun á því hversu margir fréttaljósmyndarar og tökumenn urðu fyrir piparúða við aðgerðir lögreglunnar í Alþingisgarðinum 20. janúar síðastliðinn. Í ályktun félagsins segir að margar myndir af vettvangi sem og fjöldi þeirra sem urðu fyrir úðanum bendi til þess að lög- reglan hafi vísvitandi gripið til aðgerða gagnvart þessum hópi sem var einungis að sinna störf- um sínum. Blaðamannafélagið harmar ef þetta er til vitnis um nýja stefnu lögreglunnar gagn- vart fjölmiðlum og fer fram á að málið verði rannsakað. - ovd Blaðamannafélag Íslands: Harmar nýja stefnu lögreglu ÁTÖK RÍKISSTJÓRNAR OG ASÍ Ýmsar aðstæður hafa komið upp í samskiptum verkalýðshreyfingar og stjórnvalda en ekkert sambærilegt við það sem er að gerast nú þegar verkalýðshreyfingin vill fresta kjara- samningum fram yfir kosningar. 1956 Vinstristjórnin hrökklaðist frá völdum vegna þess að þing ASÍ hafnaði þeirri efnahagsstefnu sem stjórnin lagði fyrir ASÍ-þingið. Nokkrum árum síðar hrökklaðist stjórnin frá. 1977-1978 Verkalýðshreyfingin gerði harða atlögu að ríkis- stjórn Geirs Hallgrímssonar eftir sólstöðusamningana 1977 og inngrip ríkisstjórnarinnar í þá en ríkisstjórnin þraukaði þó til loka kjörtímabilsins 1978. 1990 Þjóðarsáttarsamningarnir. Stjórnvöldum var boðið upp á það að aðilar vinnumarkaðarins í sam- vinnu við stjórnvöld, sveitarfélög, banka og bændasamtök mótuðu efnahags-, atvinnu- og kjarastefnu til nokkurra ára. Nokkrir Fésbókarhópar hafa sam- einast um að efna til mótmæla gegn ofbeldi og eignaspjöllum á Lækjartorgi, sunnudaginn næsta klukkan 15. Júlía Helgadóttir kemur að mótmælunum og segir hún þau vera vettvang til að hvetja borg- arana til að sýna stillingu og mót- mæla með friðsamlegum hætti. Beita eigi rödd og penna í stað hnefa og grjóts. Búast megi við fjölda fólks, því í stærsta hópnum séu tæplega 9.000 félagar á netinu, segir Júlía. Mótmælin séu ekki hugsuð sem vettvangur fyrir fólk sem vilji berjast gegn mótmælendum, það er hvítliða. - kóþ Hópur stofnaður á Fésbók: Halda mótmæli gegn ofbeldi

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.