Tíminn - 24.11.1982, Blaðsíða 4

Tíminn - 24.11.1982, Blaðsíða 4
MIÐVIKUDAGUR 24. NÓVEMBER 1982 45 létust með voveif- legum hætti — á síðasta ári í Reykjavík ■ Alls létust 45 raanns í Rcykjavík meövoveiflegum hætti árið 1981. Þar af 10 vegna áfengisneyslu og eitrana. í 11 tilvikum var um sjálfsvíg að ræða, 6 vegna umferðarslysa, 2 voru myrtir, 2 drukknuðu, 8 létust af öðrum slysum óflokkuðum og í 4 tilvikum var orsök ókunn, að því er fram kemur í Ársskýrslu Heilbrigðisráðs Reykjavík- ur 1981. Samkvæmt lögum bcr ávallt að kalla borgarlækni til ef um er að ræða voveifleg mannslát.ef lík finnst, eða ef dánarvottorð fæst ekki út gefið. Réttarkrufningar að undangcnginni mannskaðarannsókn urðu 110 á síð- asta ári.45 sinnum reyndist um vofeif- lega dauðdaga að ræða sem fyrr segir, en 65 sinnum var um eðlilegan dauð- daga að ræöa. Af þcim 65 er þó talið að álykta megi að í þrem tilvikum hafi ofnotkun áfengis eða eiturefna (lyfja) átt hlut að máli. - HEl. Samband ungra jafn- aðarmanna: Fylgir ekki Vilmundi ■ „Samband ungra jafnaðarmanna sem slíkt fylgir Vilmundi ckki, enda er sambandið í skipuiagslegum tengslum við Alþýðuflokkinn“, sagði Snorri Guðmundsson, formaður Sambands ungra jalnaöarmanna, þegar blaða- maður Tímans spurði hvort S.U.J. myndi fylgja Vilmundi Gylfasyni að málum, nú eftir að hann hefur sagt sig úr Alþýðuflokknum. „Það hefur enginn sagt sig úr samtökum okkar enn,“ sagði Snorri, „og ég hef ekki orðið var við að slíkar úrsagnir væru á döfinni." - AB. Erling skipaður fógeti á Sigló ■ Forscti íslands hefur skipað Erling Óskarsson, fulltrúa, til að vera bæjar- fógeta á Siglufirði fr.á 1. desember næstkomandi að telja. Auk Erlings sóttu þeir Guðmundur K. Sigurjóns- son, fulltrúi ísafirði og Þorbjörn Árna- son, fulltrúi Sauðárkróki um embætt- ið. Bætur almanna- trygginga hækka til samræmis vid laún ■ Heilbrigðis- og tryggingamála- ráðuneytið gaf í gær út reglugerð um liækkun bóta almannatrygginga 1. desember n.k.. Grunnlífeyrir hækkar uni sömu prósentu og verðbætur á laun, eða 7,72%. Heimilisuppbót, og vasapeningar hækka meira cða um 10.24% og tekjutrygging um 12,40%. Samanlagt hækka grunnlífeyrir og tekjutrygging um 10,24%, og kemur þar m.a. til lenging orlofs og löggild- ing frídags verslunarmanna, sem almenns frídags samkvæmt bráða- birgðalögum ríkisstjórnarinar frá í ágúst. 'Grunnlífeyrir verður eftir hækkun- ina kr. 2.399,- á mánuði, tekjutrygging kr. 2.789,- og heimilisuppbót kr. 917,- eða 6.105,- samtals. Veröbólgan 58-103% eftir því við hvað er miðað: ,ÁLDREI MEiRI f 1100 ARA SÖGU ÞJÓÐARINNAR” — segir Björn Friðfinnsson, formaður samtaka sveitarfélaga - ■ „Verðbólgan er 58 - 103% eftir því hvaða mælikvarða menn veija sér og hefur hún aldrei verið meiri í 1100 ára sögu þjóðarinnar. Verulegur samdráttur í neyslu og fjármunamyndun er fyrirsjá- anlegur á næsta ári“.sagði Björn Frið- finnsson, formaður Sambands ísl. sveit- arfélaga m.a. við setningu ráðstefnu um fjármál sveitarfélaga í gær. Á ráðstefn- unni kom m.a. fram aðárin 1980og 1981 eyddu kaupstaðirnir samanlagt - utan Reykjavíkur - um 6 - 7% umfram tekjur, sem þá kemur óhjákvæmilega fram í aukinni skuldasöfnun. „Menn voru allir sammála um að þannig geti ekki haldið áfram", sagði Björn aðspurður. „Það eru því mjög erfiðir tímar framundan hjá sveitafé- lögunum. Þau verða að grípa til harka- legra aðgerða til að styrkja stöðu sína, þannig að þau geti líka mætt þeim félagslegu vandamálum sem bersýnilega eru framundan bæði vegna atvinnusam- dráttar og fleira". Björn sagði menn sammála um að árið 1983 verði erfitt ár, en 1984 þó enn verra, þar sem tekjur síðara ársins markist af samdrættinum sem fyrirsjáan- legur er á næsta ári. -HEI ■ Nemendur í Laugalækjarskóla gæða sér á innihaldi nestispakkanna Tímamynd Ella Tilraun hafin með skólamáltídir: og AusturbæjarskóJa. Fyrst og fremst erum við að reyna að koma þessu.inn hjá efstu bekkjum grunnskólans, það er margra ára reynsla fyrir því að nemendur í neðri bekkjunum koma yfirleitt í skólann með gott nesti að heiman, en þegar kemur upp í 7. bekk er eins og nemendum finnst ekki lengur við hæfi að koma með brauð og mjólk í skólann og taka gjarna sjoppuna fram yfir. Þessir fjórir skólar hafa orðið fyrir valinu með það í huga að fá ákveðna breidd í tilraunina, þeir standa dreift um borgina, sumir eru þéttsetnir aðrir minna setnir. Mjóikursamsalan hefur með aðstoð sérfræðinga útbúið nestis- pakka,það er sérstakur matseðiil útbúinn fyrir mánuðinn þannig að það er aldrei það sama í pakkanum tvo daga í röð. Annars er brauðsamloka af einhverju tagi í hverjum pakka, mjólk, súkkulaði- mjólk eða ávaxtadrykkur, ávöxtur og jógúrt. Verðið í dag á nestispakkanum er 20 krónur, við miðum við það að þessu fylgi ekki meiri kostnaður fyurir heimilin en ef þau útbyggju nesti fyrir börnin. Við höfum átt mjög gott samstarf við Mjólkursamsöluna, sem býður fram pakkana á þessu verði. En við hljótum að vonast eftir því að ríkisvaldið sýni þessu máli velvild og komi inn í þennan kostnað. Við greiðum stórfé í uppbætur vegna útflutnings landbúnaðarafurða og FJOLBREYTT FÆÐA Á HRÁEFNISVERÐI raett við Ragnar Júlíusson skólastjóra ■ Þetta er tilraun og til að hún takist þarf að takast gott samstarf milli allra aðila sem um það fjalla, skólastjóra, kennara svo og milli skólanna og heimilanna. Takist ekki slíkt samstarf þá mistekst tilraunin. Þetta er ástæðan fvrir því að við förum hægt af stað.byrjum á fjórum skólum í vetur,“ sagði Ragnar Júlíusson skólastjóri Álftamýrarskóla, í samtali við blaðið í gær, en Ragnar er formaður nefndar, sem þessa dagana er að hefja tilraunir með dreiflngu nestis • pakka til skólabarna í Reykjavík. - Þetta mál á þann aðdraganda að árið 1981 skipuðu þrjú ráðuneyti Heil- brigðisráðuneytið, Menntamálaráðu- neytið og Landbúnaðarráðuneytið þriggja manna nefnd til að gera tillögur um tilhögun skólamáltíða. I henni áttu sæti Oddur Helgason frá Mjólkursam- sölunni, Bryndís Steinþórsdóttir nám- stjóri og Baldur Johnsen læknir. Þau héldu fund með skólastjórum um nær- ingarmál skólabarna og fræðsluráð skip- aði svo aðra nefnd í mars s.l. til að kanna þessi mál nánar og eftir sveitarstjórnar- kosningarnar urðu mannaskipti í nefnd- inni og þá kom það í minn hlut að veita henni forustu. Við erum núna að gera tilraun til að leysa þessi mál og í vetur nær hún til fjögurra skóla í Reykjavík, Lauga- lækjarskóla, Seljaskóla, Langholtsskóla að úr því við getum greitt þessar vörur niður fyrir útlendinga, þá ætti að vera sjálfsagt að greiða þær niður í þágu skólabarnanna okkar. Ragnar var að lokum spurður að því hvers vegna ekki hefði verið leitað tilboða frá öðrum fyrirtækjum en Mjólk- ursamsölunni í gerð pakkanna, og sagði hann að slíkt væri ekki mögulegt meðan málið væri á tilraunastigi, en ef þessi tilraun heppnaðist vel yrði að sjálfsögðu leitað tilboða frá öðrum fyrirtækjum. -JGK Sovétmenn um frekari kaup á saltsíld: Vildu kaupa saltsíld á kostnad fredfisks •9 ■ Vegna frétta af sölu á viðbótarmagni af saltsíld til Sovétríkjanna hefur Við- skiptaráðuneytið sent frá sér yfirlýsingu, þar sem vakin er athygli á nokkrum „staðreyndum" sem varða þetta mál. í yfirlýsingunni segir m.a.: „Við gerð nýs 5 ára viðskiptasamnings við Sovétríkin árið 1980 var kvóti fyrir saltsfld hækkað- ur úr 20 -40 þúsund tunnum í 150 - 200 þúsund tunnur. Á grundvelli þessa hagstæða samnings hefur Síldarútvegs- nefnd getað selt árlega 150 -160 þúsund tunnur, en það er þreföldun á því magni, sem flutt var út til Sovétríkjanna á næstu árum þar á undan. í júlí sl. var samið um sölu á 150 þúsund tunnum og í október samþykkti sovéski kaupandinn „Prodintorg“ að hækka magnið um 10 þúsund tunnur. Umsamið sfldarmagn verður ekki flutt til Sovétríkjanna fyrr en eftir áramót og er því salan talin falla undir innflutningskvóta Sovétríkjanna fvrir árið 1983.“ í framhaldi yfirlýsinganna er gerð grein fyrir að Sfldarútvegsnefnd og stjórnvöld hafi gert allt það sem í þeirra valdi hefur staðið til að fá sovésk stjómvöld til að samþykkja kaup á 40 þúsund tunnum til viðbótar, þannig að erfi ramma viðskipta- samningsins væri náð. Þctta liefur ekki gengið, en samkvæmt upplýsingum við- skiptaráðuneytisins þá hafa Sovétmenn gefið ádrátt um að nota mætti hluta af fjárveitingu sem ætluð var til kaupa á íslenskum freðfiski til kaupa á saltsfld. Þesssarí hugmynd neituðu islensk stjórn- völd alfarið, ekki síst vegna hinna miklu birgða af karfaflökum sem safnast hafa saman í landinu. -ESE Stóra fíkni- efnamálid: „Alltaf ad taka á sig nýjar myndir,, ■ „Málið er alltaf að taka á sig nýjar myndir svo ég get eiginlega ekkert sagt um magn sem er í spilinu.’1 sagði Gísli Björnsson, yfirmaður fíkniefnadeildar lög- reglunnar í Reykjavík, þegar hann var spurður um rannsókn stóra fíkniefnamáls- ins sem nú er tíl mcðferðar hjá lögreglunni. Gísli sagði að tveimur mönnum, sem voru í haldi vegna þessa máls. hefði verið sleppt á föstudagskvöld. Á laugardag hefði hins vegar nýr maður verið handtekinn og hann úrskurðaður í sjö daga gæsluvarð- hald. Nú eru tvær stúlkur og einn piltur í varðhaldi vegna málsins.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.