Tíminn - 23.12.1982, Blaðsíða 2

Tíminn - 23.12.1982, Blaðsíða 2
2 FIMMTUDAGUR 23. DESEMBER 1982 ■ Sú var tíð að trúfræðileg vandamál skipuðu stærri sess í lífi kristinna þjóða en þau gera á okkar dögum. Guðfræðilegar útlisanir á veru Krists og leyndardómi hins þríeina Guðs kristinnar kirkju varð þrotlaus uppspretta að guðfræðilegum og háspekilegum hugleiðingum en um leið svip hatrömmustu deilna á tímum fornkirkjunnar og raunar fram allar miðaldir. Og þessar deilur voru ekki einkamál páfa og kirkjuþinga, patríarka og preláta hinnar kaþólsku kirkju, ef trúa má samtíma heimildum fornum. A strætum og torgum og hvarvetna þar sem menn komu saman hneig orðræða þeirra fyrr en síðar að hinum mikla leyndardómi - veru Krists. Var hann skapaður eða óskapaður, var vilji hans og vera eitt með föðurnum? og þannig án enda. Hvert kirkjuþingið af öðru var kvatt saman, ýmist að boði hins byzanska keisara eða að undirlagi páfa eða patríarka Austurkirkjunnar. Þar skyldi girt fyrir það að villukenningar skytu rótum innan kirkjunnar og afvegaleiðendur eins og Arius klerkur í Alexandríu fengju vélað um fyrir hinum trúæuðu með kenningum sínum. En allt kom fyrir ekki, í stað þess að lægja öldurnar virtust öll þessi þing og þeirra trúarjátningar fremur auka sundrung en efla sáttfýsi. Hið skelfilega orð anaþema, er kallaði útskúfun og dóm yfir þá sem leyfðu sér að rísa gegn kenningum kirkjuþinga, varð eins og olía á eld trúarofstækisins. Hingar kristologisku eða krists- fræðilegu deilur urðu ekki settar niður á kirkjuþing- um, „villukenningarnar" lifðu áfram bæði á dögum fornkirkjunnar og fram allar miðaldir, tóku á sig nýjar myndir, hlutu ný nöfn. Valdesar, Albigensar og Pálikánar vforu þeirra á meðal, og þessir villuráfandi sauðir, sem ekki urðu hamdir í hinu mikla sauðabyrgi páfans í Róm eða partríarka Austurkirkjunnar, eignuðust sína píslarvotta þegar svarf til stáls með þeim og rannsóknarrétti Rómarkirkju. Hvorki kirkjuþing eða rannsóknarréttur fengu fellt trú manna og skoðanir í eitt mót rétttrúnaðar, en hinar kristsfræðilegu deilur tóku á sig nýja mynd á 8. og 9. öld. Nú var deilt um íkóna (nafnið er dregið af gríska orðinu eikón sem þýðir mynd) - helgimyndir af Kristi og Maríu guðsmóður og öðrum dýrðarmönnum í sögu kristinnar trúar. Slíkar myndir voru þegar hér var komið sögu tilbeðnar bæði í kirkjum og í heimahúsuin. íkónaklastarnir eða myndbrjótarnir, sem litu allar myndir af Kristi og Guðsmóður hornauga, kröfðust þess að þær yrðu brotnar og fjarlægðar úr guðshúsum. En þeir sem þessar myndir höfðu í hávegum, íkónódúlarnir eða mynddýrkendurnir, vörðu af ofurkappi þessar myndir og réttlættu af innsæi og rökfimi að þeim skyldi lotning sýnd. Hér var ekki verið að deila um list eða liststefnur, að baki þessum deilum lágu djúpstæðari ágrein- ingsmál. Deilurnar stóðu raunverulega um skilning kristinna manna á holdtekju guðs, hvert eðli hans hefði raunverulega verið er hann birtist hér á jörð sem maðurinn Jesús frá Nazaret. Það var deilt um viðhorf kristinnar kirkju til efnis og hins áþreifan- lega veruleika, efnisheimsins, um það hvað raun- verulega fælist í endurlausnarhlutverki Krists. Áhrif íslams Árið 726 tekur ný keisaraætt völdin í rómverska ríkinu - hinir svonefndu ísáríönsku keisarar, kenndir við Ísáríuhérað í Litlu-Asíu, og ríkja þeir ásamt hinum amoníönsku keisurum sem einnig komu frá Asíu, allt fram til ársins 843. í hart nær hálfa aðra öld eða allt valdaskcið þessara tveggja keisaraætta geisa hinar svonefndu myndadeilur innan kirkjunnar. Þessir Asíumenn létu mála yfir allar helgimyndir í kirkjum ríkisins, a.m.k. þeim höfuðukirkjum stórborganna þar sem ekki varð staðið gegn hinu keisaralega valdboði. Allar styttur og bílæti voru brotin og fjarlægð úr kirkjuhúsunum og það eina skraut sem fann náð fyrir augum myndbrjótanna voru fornhelg tákn eins og krossar og óhlutlægar myndir svipaðar þeim er prýddu moskur eða bænhús þeirrar trúar sem á þessum tíma fór sigurför um heiminn - íslams. Mikill fjöldi kristinna kirkna var á þeim landsvæðum sem á þessum tíma komst undir yfirráð hina islömskuk kalífa, og þótt þeir sýndu kristnum mönnum yfirleitt umburðarlyndi í trúarmálum áttu þeir ekki allir víðsýni til að bera. Þannig krafðist kalífinn Jesid þess að allar helgimyndir yrðu fjarlægðar úr kirkjum í ríki hans. Innan kirkjunnar sjálfrar hafa einnig á öllum tímum verið þeir menn sem af hreintrúar sökum hafa viljað allar myndir feigar. En það er skemmst frá að segja, að allar tilskipanir og valdboð um niðurrif mynda mæltust illa fyrir með flestum kirkjunnar mönnum og hjá alþýðú manna, einkum í vesturhluta ríkisins eina og á Ítalíu. Þegar hér var komið sögu höfðu helgimyndir náð slíkri útbreiðslu og vinsældum innan kristinnar kirkju, að ýmsum vandlætingasömum strangtrúar- mönnum þótti jaðra við skurðgoðadýrkun. f Móselögum eru ströng bönn við myndagerð og tilbeiðslu þeirra og hefur mörgum kristnum manni að líkum orðið það torskírt í hverju mynddýrkun 8. aldarmanna væri frábrugðin þeirri skurðgoða- dýrkun sem Biblían, bannar svo afdráttarlaust. Gyðingar, sem jafnan voru fjölmennir í stærstu borgum rómverska ríkisins, voru að vísu lítils metnir í trúarlegu tilliti, en valdhafarnir gátu vart skellt skollaeyrum við gagnrýni hinna múhameðsku IKONAR helgimyndir Austurkirkjunnar ■ Frelsarinn. Hluti af mynd í fullri stærð í dómkirkjunni í Zvenigorod, eftir Andrei Rublev. Frá fyrri hluta fímmtándu aldar. ■ Hluti myndar af „Heilagri þrenningu“ Gamla testa mentisins, eftir Andrei Rublev frá 1411 og 1422. Þetta er mynd engils sem stendur til vinstri handar við „þrenning- una.“ ■ Rússneskur íkon frá Karelíu við strönd Hvítahafs. sigurvegara á kirkjuna og þá spillingu sem þar hafði búið um sig að þeirra dómi og fráhvarf frá boðskap meistarans frá Nazaret, þeim boðskap er þeir töldu spámanninn frá Mekka kjörinn til að hefja til vegs á ný og fullkomna. Enda litu ýmsir leiðtogar kirkjunnar á íslam hinar fyrstu aldir sem kristna villukenningu fremur en ný trúarbrögð. Það er því engin tilviljun, að þeir keisarar 8. og 9. aldar sem gengu fram fyrir skjöldu við að útrýma íkónum úr kirkjum ríkisins voru allir frá Litlu-Asíu komnir og studdust við her úr austurhluta ríkisins. En einmitt þar voru samskipti nánust við bæði gyðinga og þá er gengið höfðu hinni sigrandi nýju trú á hönd. Hver borgin af annarri í Sýrlandi, Palestínu og Egyptalandi féll fyrir hinum vígreifu stríðsmönnum íslams og reyndist þá verndarmáttur helgra íkóna ná skammt, þótt klerkar gengju með myndir af Maríu Guðsmóður, píslarvottum og dýrlingum, að ógleymdum Kristi, konungi dómsdags, fram á víggarða borganna veifandi reykelsiskerjum og syngjandi hymna og bænastef, þar sem hinir heilögu voru beðnir ásjár gegn herjum íslams. Klaustraauður og keisarar Ýmsum getum hefur verið leitt að því, hvað ráðið hafi gerðum Leós keisara III, sem fengið hefur viðurnefnið íkónóklast eða myndbrjótur í sögunni, og annarra eftirmanna hans á veldisstóli, t.d. Leós V. Sumir sagnfræðingar hafa talið að gerðum þeirra hafi verið beint gegn ofurvaldi klaustranna og árásirnar á myndadýrkunina hafi því verið yfirvarp eitt, það hafi verið vald og auður klaustranna sem keisari hafði ætlað að hnekkja með atlögu sinni. Aðrir hafa talið þetta sprottið af siðferðilegri vandlætingu og hafi þar áhrif frá íslam og gyðingadómi ráðið nokkru um, eins og fyrr segir. Mynddýrkun hafi verið komin á villigötur, myndin sjálf hafi verið orðin að skurðgoði sem tilbeiðslan beindist öll að en ekki þeim guðdómi sem hún átti upphaflega að minna á og leiða fyrir jarðneskar sjónir hins ólæsa og menntunarsnauða lýðs, er kirkjan hafði tekið í sinn náðarfaðm. ' Hvort þessar skýringar eigi við rök að styðjast skal ósagt látið, en eitt er víst, að á 8. öld vaknar sú spurning í hugum margra áhrifamanna bæði leikra og lærðra, hvort helgilist eigi yfirleitt rétt á sér, Forn helgisögn arabisk segir að á degi dómsins verði hver og einn sem myndir hafi gjörðar á jarðvistardögum sínum krafinn þess að hann blási þeim lífsanda í nasir, og munu þá margir skjálfa fyrir Allah, þeim er lífið gefur, og iðrast hroka síns á gengnum hérvistardögum, er þeir brugðu sér í gervi skaparans sjálfs gjörandi bílæti andvana og einskis nýt. En kirkjan snerist hart til varnar hinum helgu myndum og sótti sér andlega vopn og rök til neoplatónskrar heimspeki og biblíulegrar lífssýnar, en hún réttlætti myndirnar og dýrkun manna á þeim. Einkum var það hinn rniklu guðfræðingur Jóhannes fra Damaskus, sem réðst gegn Byzans- keisara, er fyrirskipað hafði niðurtekt allra helgi- mynda. Sjálfur var Jóhannes í öruggu skjóli kalífans í Damaskus, þar sem refsivöndur hins keisaralega myndhatara náði ekki til hans. Var þetta hvorki í fyrsta né síðasta skipti að kristnir menn nutu verndar hinna íslömsku valdhafa í hatrömmum deilum sínum um guðdóminn. En athugum nú nánar uppruna íkónanna, helgimyndanna, sem urðu tilefni að deilum erstóðu á aðra öld og kostuðu fleiri mannslíf en talin verða. Frumkirkjan hafði ímugust á notkun mynda, enda stóð hún hinar fyrstu aldir föstum rótum í forngyðingalegri hefð í viðhorfum til skurðgoða. Er atburðurinn í Efesus órækast vitni þess, en þar gerðu silfursmiðir samblástur gegn Páli postula og varð hann að flýta borgina til að bjarga lífi sínu. Silfursmiðir þessir höfðu atvinnu af myndlist sinni, seldu styttur af Artemishofinu fræga í borginni. Þótti þeim óvænkast sinn hagur, ef menn legðu eyra að orðræðum Páls, sem hamaðist gegn heiðnum átrúnaði og skurðgoðum þetta Efesusbúa. Uppruni íkóna Er stundir liðu skipuðu myndir þó stærra rúm í helgisiðum og skreytingum kirkjuhúsanna. Ýmsir siðir frá fornkristilegri tíð, eins og knéfall, kertaljós, reykelsi voru teknir upp í helgisiði kirkjunnar ásamt myndunum, þótt frumherjar trúarinnar hefðu án efa litið slíkt hornauga. Myndimar hafa oft verið taldar arfur frá egypskum grafar eða múmíu myndum. Óneitanlega er margt við hina fornu íkóna sem minnir á egypskar myndir frá fyrstu og annarri öld okkar tímatals. Minning hinna látnu skyldi lifa í þessum egypsku myndum, er þeir væru gengnir af heimi hér, dánarmyndirnar skyldu verða brú milli vina, milli lifenda og dánarheima. Hinir látnu voru málaðir í blóma lífsins, ungir, fagrir, geislandi af lífsorku, augun voru stór og opin, þannig skyldu eftirlifendurnir minnast hinna dánu. í myndunum skyldu þeir lifa og sigrast á gleymsku og dauða. Elstu kristnu íkónamir og mósaík- eða tíglamyndir Austur- kirkjunnar byggðu á þessari egysku myndhefð. Dýrlingarnir sem þar eru uppteiknaðir horfast í augu við skoðandann eins og þeir vilji taka hann tali, eigi við hann brýnt erindi og alla sína kristnu bræður. Þótt 16 aldir skilji hina rússnesku íkóna og hinar egypsku grafarmyndir, þótt hinar fyrrnefndu séu málaðar norður í Novgorod en þær síðarnefndu í pálmalundum Nílardalsins er svipmótið hið sama, óslitin sameiginleg hefð býr að baki beggja, að baki báðum þessum myndum býr sú sannfæring og vissa að í listinni hafi maðurinn eignast það vopn sem lyfti honum yfir mannlegar takmarkanir, gleymsku og dauða. Raunar er margt sem skilur milli hinna egypsku grafarmynda og rússnesku íkónanna, enda væri annað óhugsandi. T.d. er andlitsfall íkónans annað. Allt sem benti til nautna og munúðar var máð burt. Þannig var munnurinn ekki lostafullur heldur gerður sem minnstur, nefið þunnt og langt. Hið andlega eðli mannsins skyldi opinberað í íkónanum. Svipur augnanna er einnig orðinn annar. Þau geymdu ekki lengur söknuð og þrá þess manns sem ófús skilst við þetta hverfula líf munaðar og unaðssemda, heldur skín úr þeim hátignarleg ró hins upphafna dýrlings sem heill hefur náð ströndu á landi ódauðleikans. Dýrlingar íkónanna skyldu flytja þeim er eftir lifðu boðskapinn um þann frið sem mannlegum skilningi er ofvaxinn en öllum þó fyrirbúinn, þeim er vilja feta í fótspor hinna heilögu. fkóninn skyldi verða skuggsjá hins kom- andi lífs, ríkis Guðs sem opinberast myndi í fyllingu tímans. íkóninn sýndi sigurvegarann, dýrlinginn, sem opinberaði í ásjónu sinni þá staðreynd að maðurinn er þess ekki ómegnugur að eignast hlutdeild í óforgengileikanum, hinu guðlega lífi. Þegar hinir trúuðu horfast í augu við þessar myndir finna þeir til samkenndar með hinum heilögu og löngunar til að feta í fótspor þeirra, segja dýrkendur þessara helgu mynda. íkónar - efnið gjört guðlegt Þegar síðustu ofsóknum gegn mynddýrkendum lauk árið 843 með dauða hins armenska keisara Leós V voru íkónar aftur leiddir til öndvegis í kirkjunni og var það gert samkvæmt valdboði Theodóru keisaraynju. Þessa sigurs er enn minnst í Austurkirkjunni á 1. sunnudegi í föstu. Hin fornu rök þeirra guðfræðinga í Austurkirkjunni er fastast vörðu mynddýrkun, skrif manna eins og Jóhannesar frá Damaskus og Theódors frá Studíum, en þeir voru báðir teknir í helgra manna tölu, eru í meginatriðum hin sömu og rök þau er guðfræðingar þessarar kirkju færa máli sínu til stuðnings nú á 20. öld. Jóhannesi frá Damaskus farast orð á þessa leið: „Til foma varð hinn óholdtekni og ólýsanlegi Guð alls ekki uppteiknaður. En nú er Guð hefur birst í holdinu og lifað meðal manna þá gjörum vér mynd af þeim Guði sem séður verður. Ég tilbið ekki efnið heldur skapara þess, sem mín vegna íklæddist holdi og þóknaðist að dvelja í efninu og gegnum efnið endurleysti mig. Ég mun ekki láta af að tilbiðja það efni sem ég hefi verið endurleystur með.“ Með því að afneita öllum myndum af Guði sást myndbrjótunum yfir að meta til hlítar áhrif holdtekjunnar. Þeir féllu eins og svo margir

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.