Tíminn - 23.12.1982, Blaðsíða 15

Tíminn - 23.12.1982, Blaðsíða 15
FIMMTUDAGUR 23. DESEMBER 1982 Hsnlm 15 ■ „Þá settist gamli maðurinn niður við stofuorgel og fór að spila og ekki leið á löngu þar til við vorum farnir að syngja fullum hálsi.“ (Tímamynd Róbert) kjör þessara manna. Ég hef líka sagt það við marga kunningja mína í laugunum, sem ég er oft að þræta við um pólitík, að ég tel alþingismenn vera að jafnaði betur gerða menn en almennt er, og þá er ég ekki fyrst og fremst að tala um gáfur, heldur mannkosti. Þeir eru betri menn að jafnaði og til þess liggja sjálfsagt þær ástæður að þeir þekkja betur til vandamál einstaklinga en aðrir, vegna þess hve mikið er til þeirra leitað. Þótt ólíku sé saman að jafna þá hef ég sjálfur fengið að kynnast því hve mikið það tekur af tíma manns og athygli, þegar margir þurfa til manna að leita.“ Það mun oft hafa verið ónæðissamt á skrifstofunni hjá þér, Þráinn? „Já, öll þessi ár hefur verið mikið til mín leitað. Menn hafa komið til mín með alls konar vandkvæði, sem þeir þurfa að bera sig upp undan. Oft er það svo ákveðin verk sem ég hef ætlað mér að vinna um daginn dragast úr hömlu af þessum sökum, - öll manns starfsáætlun hrynur. Bæði koma til mín'fleiri einstakl- ingar til skrafs og ráðagerða en ætlað var, hringingar fleiri og svo framvegis. En alla tíð hef ég látið samskiptin við fólkið sitja í fyrirrúmi en ekki einhverjar áðurgerðar áætlanir. Þetta sýnir að það er nokkuð annað að vinna við flokks- skrifstofu eða ýmis fyrirtæki önnur. En ég má einnig vera afskaplega þakklátur fyrir það hve ég hef haft góða samstarfs- menn í flokknum, - þar á ég við húsbændur heimilisins. En mest á ég þó að þakka þeim skilningi sem ég hef notið hér á heimilinu. Konan mín, Elise Valdimarsson, sem kom hingað öllum ókunnug frá Danmörku hefur afborið það ótrúlega vel hve mikið ég hef verið að heiman. Án hennar skilnings hefði mér verið alveg óbærilegt að gegna þessu. Þessi skilningur er því einstæðari, þar sem hún er sjálf alveg ópólitísk. Þá er vandséð hvernig maður hefði átt að koma yfir sig þaki og sjá sér farborða ef hún hefði ekki haldið jafn vel utan um hlutina og raun er á, því auðvitað er það eins hjá Framsóknarflokknum og öllum stjórn- málaflokkum að fjármálaleg vandræði er alltaf við að glíma og Iaunakjör því oft í knappara lagi. Já, ég hef alltaf talið það mjög vafasamt og beinltnis vitlaust að stjórn- málaflokkunum skuli ekki vera skaffað nægilegt fjármagn, svo þeir þurfi ekki að vera sífellt að gera fjármálalegar kröfur til flokksmannanna. í staðinn finnst mér að ætti að gera þá kröfu til flokkanna að þeir gefi út bæklinga þar sem þeir gera grein fyrir sínum grund- vallarsjónarmiðum og afstöðu til hinna ýmsu mála í þjóðfélaginu. Nú ert þú að hætta sem framkvæmda- stjóri Framsóknarflokksins eftir 36 ára starf? „Enn haf ég sama brennandi áhugann á stjórnmálum og ég alltaf hef haft, en ef til vill er aldurinn farinn að segja örlítið til sín, því ég er satt að segja farinn að hlakka afskaplega mikið til þess að geta losnað undan önnum og því mikla starfi, sem á mér hefur hvflt. Mér líður eiginlega alveg eins núna og þegar ég var strákur í barnaskóla og var búinn að taka síðasta prófið og vissi vorið bíða fyrir utan. Auðvitað vona ég að ég sé ekki alveg hættur að skipta mér af málum, en þó í allt öðrum mæli en var. Þetta starf hefur verið þannig að ég hef ekki getað skipt mér mikið. Vorið 1948 var ég þó kjörinn í stjórn Sambands ungra Framsóknarmanna og formaður þess 1952. Það var ég svo til 1956. í miðstjórn var ég frá upphafi míns starfs til 1959, þegar ég ákvað að segja öllum trúnaðarstörfum lausum, því mér þótti óviðkunnanlegt að framkvæmdastjóri væri í hinum og þessum stjórnum. Sagði ég mig þá úr fulltrúaráðinu, miðstjórn og fleiru. Ég vissi sem var að ég mundi geta og bæri oft skylda til að mæta þarna, en vildi að aðrir hefðu einnig möguleika. Það hefur verið mín grundvallarregla upp frá því að taka ekki að mér trúnaðarstörf á vegum flokksins, þar til nú á flokksþinginu, er ég leyfði að mér var stillt upp í miðstjórn og er þakklátur fyrir það, því þá hef ég þó tækifæri til að þefa af þessu! Svo er það húsnæðismálastjórn? „Já, í húsnæðismálastjórn hef ég verið frá 1971 og hef alltaf verið þar varafor- maður, - sama hver ríkisstjórn hefur verið og hver formaður. Ég reikna með að vera þar eitthvað áfram, því þar eru áhugaverð mál á ferð. Starfið hefur ekki síst verið ánægjulegt vegnaþesshve lítil átök hafa verið á milli manna frá hinum ýmsu stjórnmálaflokkum og ég man ekki eftir því þau ár sem ég hef verið þarna að upp hafi komið pólitísk ágreiningsmál. Það er því ómaklegt og sem betur fer orðið sjaldheyrt að einhver segi sem svo að þarna séu í gangi pólitísk hrossakaup." Hefur þér geflst tími til að sinna einhverjum áhugamálum þínum jafn- framt þessunt störfum? „Þar er skemmst frá að segja að til slíks hefur gefist allt of lítill tími. Ég hef átt margvísleg áhugamál og þar á meðal alltaf haft mikinn áhuga á tónlist, einkum söng. Um tíma var ég í Karlakór Reykjavíkur og tvívegis varð ég af ferðum með kórnum þar sem upp komu kosningar og aðrar annir. En upp á síðkastið hef ég verið með „öldungun- um“ svonefndu, mönnum frá 37 ára og upp í 87 ára. Þetta er afskaplega góður félagsskapur, enda eru söngmenn tilfinn- ingamenn að mínum dómi öðrum fremur og oftast ágætismenn. Þessu hef ég þó getað sinnt of lítið. Ég hef líka getað lesið minna en ég vildi og mikið af bókunum mínum bíður þess að ég fái tíma til að lesa þær. Ekki get ég þó sleppt að minnast á það að ég hef á hverjum einasta morgni í 30 ár farið í laugarnar, en ég fer á fætur hálf átta á morgnana og er kominn í laugarnar klukkan átta. Þar hitti ég ágætis fólk og félaga. Ekki þarf að lýsa hve líkamlega hollt þetta er, en þó er það ekki síður sálarlega gott að hitta þessa áhyggjulausu menn, sífeílt fulla af gamansemi. Við hittumst á hverjum laugardegi klukkan níu í kaffi á ákveðn- um stað og ræðum þar málefni samtíðar- innar og kannske framtjðarinnar, en allt er þetta í gamansömum tón. Við höfum okkar ákveðna foringja, - köllum hann „Fúhrer,“ og þótt nafnið minni á Hitler, þá er þetta þó enginn einræðis- herra. Þetta er afar frjálslegur og myndarlegur félagsskapur og stundum förum við í heimsóknir til fyrirtækja og kynnumst starfseminni, en það byggist þá á því að einhver kunningjanna sé tengdur því, - helst einhver úr hópnum. Ég er búinn að ferðast um allt landið, það er að segja byggðina, en öræfin á ég alveg eftir að sjá og ef til vill fer nú að gefast tækifæri til þess. Börnin eru nú bæði uppkomin, en sonur minn Örn er nú 29 og vinnur hjá Skýrsluvélum Ríkisins og Reykjavíkur- borgar, en dóttirin Hildur er úti í Danmörku við nám í iðjuþjálfun. Þau eiga hvort sinn strákinn og kemur sonur Arnar oft að heimsækja afa sinn og ömmu en nafna minn í Danmörku sé ég sjaldnar, eins og von er. Að endingu Þráinn, - getur þú nefnt mér eitthvað öðru fremur sem inntak þinnar lífsskoðunar í fáum orðum? „Ég er í eðli mínu mikill bjartsýnis- maður, - eða svo segir konan ntín og hún ætti að þekkja mig best. Þannig trúi ég því að við íslendingar eigum eftir að •sigrast á sjálfum okkur og afleiðingum fljótfenginnar velmegunar. Sú mikla umbreyting sem hefur átt sér stað til velferðar, öryggis og jöfnunar í þjóðfélaginu frá þeim tíma er ég og mínir jafnaldrar vorum ungir er meiri- háttar undur. Þetta undur hefði aldrei gerst ef þjóðin á þeim tíma hefði ekki verið nægjusöm. hver einstaklingur gerði þá ekki síður strangar kröfur til sjálfs síns en annarra um iðjusemi og trúmennsku. Stefán G. Stefánsson sagði mönnum að „hugsa ekki í árum en öldum, að alheimta ei daglaun að kvöldum, því svo lengist mannæfin mest.“ En auðvitað er það svo að þótt mikið hafi áunnist verður alltaf þörf fyrir ný átök nýja framþróun. En verkefni unga fólksins verða að ýmsu leyti önnur en þeirra sem eldri eru að árum. Það verður ekki barátta fyrir því að hafa í sig og á eða að búa mannsæmandi lífi yfirleitt. Barátta þeirra getur þurft að snúast gegn þeim hættum sem af velmegum hlýst. Við þekkjum öll þau vandamál, þótt þau séu enn meiri og alvarlegri úti í hinum stóra heimi. Erfiðleikarnir sem ungt fólk á eftir að mæta í uppeldi barna sinna geta orðið miklu meiri en okkar, sem eldri erum, ef ekki er hugað að þeirri staðreynd í tíma að þeir eru margir púkarnir sem dafna, ef menn gleyma sér í lífsgæða- kapphlaupinu. HugUr íslendinga snýst nú mikið um virkjanir fallvatna okkar. Og ekki skulum við gleyma þeim. En hvað um þá orku sem er allri orku máttugri og æðri, - mannsandann? Væri ekki full þörf á að skólarnir og heimilin og myndarleg samtök æskufólks hæfu öfl- uga sókn til þess að vekja menn til umhugsunar um það sem raunverulega gefur lífinu gildi: Frið milli þjóða, tillitssemi og virðingu hver fyrir öðrum og öllu sem lifandi er. Að læra að njóta kyrrðar og fegurðar, hvar sem hún býtðst, . vera sannir ræktendur þess besta í mannssálinni. Til þess að vinna að þessu og öðru, sem gert getur líf okkar fegra og fullkomnara, þurfum við ekki að lifa neinu meinlætalífi, heldur tileinka okkur lifandi, öfgalausa kristna trú.“ AM ■ „Förinni var auðvitað heitið austur að Meiritungu.“ (Tímamynd Róbert) stjórar flokkanna hittumst, - en við höldum stundum með okkur fundi: Á síðustu tíu til fimmtán árum hefur minnkað þessi mikla fórnarlund sem við þekktum áður. Ég man eftir strákum sem komu til okkar í fríum úr háskólan- um, - ég gæti nefnt mörg góð nöfn - og það sama gilti um menn í erfiðisvinnu. Nú er þetta talsvert breytt, þótt við höfum jafnan stóran áhugamannahóp, sem fórnar sér verulega, t.d. í ungsam- tökunum hjá okkur nú, þar sem ég tel að sé að renna upp nýtt skeið. Samt er þetta takmarkaðara en áður. Menn höfðu ekki síður mikið að gera þá, en nú er það svo margt sem glepur. Félögin eru orðin svo mörg og menn verja ekki nema litlum tíma til starfs í hverju. Þá er að nefna sjónvarpið og sitthvað annað sem einnig hefur sitt að segja. Hvaða kosningar eru þér minnisstxð- astar? „Því er erfitt að svara, því þær eru margar. En ég verð að segja að síðustu kosningar, 1979, eru mér mjög eftir- minnilegar. Bæði vegna þess hve stutt er síðan, og vegna hins að við höfðum farið illa út úr kosningunum 1978, misst fimm þingmenn. En við stóðum í upphafi þessa kosningaslags mjög vel að vígi. Mikil vinna hafði verið lögð í góða stefnumótun fyrir flokkinn og framsókn- armenn voru alveg einráðnir í því að endurheimta það sem hafði tapast. Mín reynsla er sú að framsóknarmenn vinni aldrei kosningar nema hæfilega hræddir. Það voru menn einmitt þarna, óttuðust að þrátt fyrir allt tækist ekki að vinna upp gamla tapið. Fyrir vikið var líka áhuginn alveg ódrepandi og eilífur straumur af áhugafólki til okkar sem vildi vinna fyrir flokkinn. Því vil ég að fyrir næstu kosningar verði menn hæfi- lega hræddir." Þú átt margar góðar minningar frá framboðsfundum og öðrum samkomum flokksins. Margir forystumenn fram- sóknarmanna hafa verið góðir hagyrð- ingar og notað þá gáfu sína við ýmis slík tækifxri? „Mér kemur þá fyrst í hug saga, sem ég að vísu hef oft sagt, en þykir líka sígild. Sú saga er af Hermanni, sem átti mjög hægt um vik að koma saman góðum vísum. Það var eitt sinn, ég held að hann hafi verið ráðherra þá, að hann var boðinn austur á Selfoss til Egils Thorarensen kaupfélagsstjóra og í þetta gilli voru og boðnir ýmsir forretningsmenn úr Reykjavík. Þegar kvöldaði og menn voru búnir að borða og fá sér hressingu, stóð Hermann skyndilega upp og fór með vísu, þar sem vikið er að því að Egill, sem vegna dugnaðar og stjórnsemi var af mörgum nefndur „Harðstjórinn. Þessi vísa var svona: „Harðstjórinn er heldur fár, hann er orðinn fullur. En ég er aleinn alveg klár, innan um þessar buUur.“ Egill brást hinn versti við og sagði að þetta væri bölvaður dónaskapur af Hermanni, sem hér hefði þegið miklar og ríkulegar góðgerðir og heimtaði bragarbót. Þá sagði Hermann. „Þetta eru ýkjur, því er ver, það er nærri lygi. En þetta kom af sjálfu sér, svona í fylleríi.“ Hér áður voru afar margir þingmenn vel hagorðir og eru það reyndar enn, til dæmis er Ólafur Jóhannesson ágætur vísnasmiður. í þingveislu alþingismanna, sem hald- in er einu sinni á ári er bannað að halda ræður nema í bundnu máli. Einu sinni höfðu þau Ólafur og Svava Jakobsdóttir verið að skella vísum hvort á annað um hríð og var Einari Ágústssyni loks farið að leiðast þetta ástarhjal. Setti hann því saman þessa vísu: „Þó ég svona glaum og glys og gaman vilji hafa. Þau ættu að fara afsíðis, Ólafur og Svava.“ Þá svaraði Ólafur: „Ef með Svövu einn og sér, ég aðeins fengi að vera. Hef ég þá í huga mér, hvað við mundum gera.“ Svava var leikinn vísnasmiður líka og svaraði: „Við skulum ekki hafa hátt, hvers ég mundi beiða. En eflaust mundi eitthvað smátt af okkar fundi leiða.“ Nei, ég er ekki viss um það að margir þeir sem sjá ofsjónum yfir því að alþingismenn og ráðherrar eru taldir í heldur góðum launum, geri sér grein fyrir því hve mikið fórnarstarf þessir menn vinna. Þessir menn þurfa alltaf að vera viðbúnir og hafa eiginlega enga fría stund. Þeir þurfa að vera á fundum vítt og breitt um landið, eru kallaðir frá fjölskyldu sinni, hvenær sem er og þurfa að standa í argi og þvargi um alla hluti. Finnst mér því það vera til skammar hvernig margir láta varðandi t.d. launa-

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.