Tíminn - 23.12.1982, Blaðsíða 12

Tíminn - 23.12.1982, Blaðsíða 12
12 FIMMTUDAGUR 23. DESEMBER 1982 „HEF LÁTIB SAM- SKIPTIN VIB FÓLKIÐ SITJA í FYRIRRÖMI” ■ Nú um áramótin lætur Þráinn Valdimarsson af störfum sem framkvæmda- stjóri Framsóknarflokks- ins eftir 36 ára starf. í tilefni af því átti Tíminn eftirfarandi viötal við Þráinn, þar sem hann segir okkur frá ýmsu af störfum sínum og reynslu, en óhjá- kvæmilega veröur margt útundan sem fengur hefði orðið í að hafa með. Þráinn hefur af nógu að taka í frásögnum úr litríku starfi og af kynnum við ótöluleg- an fjölda manna og þegar rætt er við slíka menn, ber að hafa í huga að hefði viðtalið átt sér stað ein- hvern annan dag, mundu ef til vfll enn aðrar frásagn- ir hafa komið inn í spjallið, en þær sem hér birtast. En það verðum við að láta okkur lynda - ef til vill gefast aftur tækifæri til að ræða við Þráinn hér í blaðinu. Við hefjum við- talið með mjög hefðbundn um hætti og spyrjum Þrá- inn um ætt og uppvöxt: „Ég er fæddur á Ásólfsstöðum í Gnúpverjahreppi í Árnessýsiu," segir Práinn, „en þar kynntust foreldrar mínir, Valdimar Stefánsson múrari, sem er ættaður úr Skagafirði og Húnavatns- sýslum og móðir mín, Guðrún Vil- hjálmsdóttir, sem er frá Meiritungu í Holtum. Ég er fæddur þann 9. janúar 1923 og var að Ásólfsstöðum með foreldrum mínum fram til vors það ár, en þá fluttu þau til Hafnarfjarðar. Þar voru þau stutta stund, en flytja svo til Reykjavík- ur, þar sem faðir minn hefur búið allan sinn búskap að því undanskildu að hann var í fjögur ár vitavörður á Hornbjargs- vita. Þar mætti honum sú mikla sorg að missa þar tvo syni sína, tvíbura, svo og konu sína í sömu vikunni. Þá flutti hann aftur til Reykjavíkur. Ekki fór ég með foreldrunum vestur. Ég var um hríð vistaður hjá afa mínum og ömmu í Meiritungu, en svo átti að fara að ég ílentist þar alveg. Atvikaðist það svo að þegar ég var vart þriggja ára var komið með mig til Reykjavíkur. Það var móðurbróðir minn sem flutti mig í bæinn og einhvern grun mun ég hafa haft um það að ekki ætti ég að fara aftur austur. Tók ég það því til bragðs seinni part dags að '-g lagði upp í ferðalag. Förinni var auðvitað heitið austur að .Meiritungu. Ég gerði mér náttúrulega enga grein fyrir því að þetta var um 90 kílómetra leið. Það tók víst nokkurn tíma að finna mig, en daginn eftir held ég að það hafi verið var farið með mig austur að Meiritungu aftur. Þar ólst ég svo upp hjá afa og ömmu, eins og fyrr segir, þeim Vilhjálmi Þorsteinssyni og Vigdísi Gísladóttur. Hjá þeim var ég óslitið fram undir tvítugt. Já, það má segja að ég hafi snemma valið mér eigin stefnu, eins og sjá má af þessu. Annars var afi gallharður sjálf- stæðismaður, alveg fram að kosningun- um 1937. {þessum kosningum sat ég við útvarpstækið á meðan á talningu stóð og afi gamli var að koma inn öðru hvoru og spyrja mig að því hvernig farið hefði í hinum ýmsu kjördæmum. Ég var himinlifandi, því kosningaúrslitin voru Framsóknarflokknum hagstæð og þegar ég segi honum að flokkurinn hafi unnið bæði sætin í Rangárvallasýslu, rumdi í karli og hann sagði: „O, jæja. Ég kaus þá líka núna, helvítin þau arna.“ Þetta var því merkilegra vegna þess að í gamla daga var það erfiðara fyrir marga en nú er að skipta um flokk. Eftir þetta var afi kjósandi Framsóknarflokksins til dauða- dags. Amma og móðurbræður mínir sem þarna áttu heima voru hins vegar öll löngu orðin framsóknarfólk. Það hafði sýnilega mikil áhrif á mig, því ég var ekki nema sjö ára, þegar ég fór á næsta bæ að hlusta á útvarpsumræður. Strax þá var ég orðinn rammpólitískur og stóð í hörkuslag við karlana. Höfðu þeir auðvitað gaman af að æsa mig upp. Af sjónum í Laugarvatnsskóla Ég var 18 eða 19 ára, þegar ég fór til sjós og reri á trillu sem gerð var út úr Vogunum. Þetta var erfiður tími, því það voru „eilíf helvítis góðviðri," eins og þeir sögðu í gamla daga, þegar aldrei kom landlega, en róið eldsnemma á hverjum morgni. Verst var að þótt veðrið væri gott, þá var ég ákaflega sjóveikur allan tímann. Formaður þessa báts var Sæmundur í Minni Vogum, einstakur maður og einn SPEGILLINN af þeim mörgu sem ég hef kynnst um mína daga og vil nefna einstaka gæða- mann. Hann var svo vandaður að hann sagði aldrei ljótt orð. Hann var ævareið- ur, þegar hann sagði „hver rækallinn." Það vissu allir. En þessi sjómennska varð þó til þess að þarna eignaðist ég nokkra peninga og einn félagi minn, Hjalti Þórðarson frá Kvíarholti í Holtum, sem vissi að mig langaði á skóla, gerði sér lítið fyrir og sótti um skólavist fyrir mig á Laugar- vatni, án þess að ég vissi um. Vissi ég því ekki hvaðan á mig stóð veðrið, þegar ég um sumarið fékk bréf frá Bjarna skólastjóra, þar sem sagði að ég mætti koma á skólann um haustið. En þannig æxlaðist það að ég fór á Laugarvatn og hafði það fjármagn sem til þurfti. Félagsmál Á Laugarvatni var ég þrjá vetur, fyrst í yngri deild, þar sem ég varð þegar veturinn 1943 formaður skólafélagsins. Þetta var þó algjör tilviljun, þar sem menn höfðu auðvitað enga reynslu af mér á þessu sviði frekar en öðrum á Laugarvatni. En er ég kom í efri deildina var ég svo formaður alls skólafélagsins og er ég kom í gagnfræðadeildina, 1945-1946 hélt ég áfram í þessu embætti. Þótt þetta hlyti að tefja mig í námi og gerði mér því ýmsan óleik þá var þetta félagsmálastarf mér samt góður skóli. Ef til vill hefði ég fengið betri próf, hefði ég getað einbeitt mér meir að náminu og hafði orð á því við Bjarna Bjarnason skólastjóra, að þetta tefði mig meir en góðu hófi gegn di, því í skólanum á Laug arvatni voru fleiri hundruð manns. En Bjarni sagði alltaf: „Blessaður vertu ekki að hugsa um einkunnirnar, því hvað heldurðu að þær séu á móti þeirri félagslegu skólun sem þú færð út úr þessu.“ Bjarni var einstakur maður, einstakur stjórnandi og maður sem ekki var annað hægt en að líta upp til. Ég man til dæmis eftir því að ef við vorum ósammála Bjarna á skólafélagsfundum, þá reisti hann sig upp, barði í borðið og sagði: „Þetta líkar mér strákar, - þið rífið kjaft og það eigið þið að gera, ef þið hafið einhverja sannfæringu!“ Ég hef aldrei átt nema ánægjulega daga á æfinni, en þessir skóladagar á Laugarvatni voru einn besti tími ævi minnar. Þarna kynntist ég gífurlega: mörgu fólki, alls staðar að af landinu, og það sem var ef til viil ánægjulegast var það hvernig ungt fólk sem þarna kom og hafði verið fremur einangrað áður, gjörbreyttist, varð frjálsmannlegt og opnaðist allt saman, - varð allt aðrar manneskjur. Héraðsskólarnir hér í gamla daga voru stórmerkar stofnanir og ég tel að ef vel er stjórnað geti heimavistarskólarnir haft meira upp- eldislegt gagn en aðrir skólar. Hugsum okkur stráka, sem aldrei höfðu orðið að vaska upp eða þvo af sér. Þama voru þeir skikkaðir til þess að gera þetta allt sjálfir, ekki síður en stelpurnar. Samvinnuskólinn Þegar ég hafði lokið gagnfræðaprófinu á Laugarvatni var það fljótlega ákveðið að ég skyldi fara í efri deild Samvinnu- skólans, sem þá var til húsa í Sambands- húsinu í Reykjavík. Um sumarið 1946 höfðu mér að vísu verið boðin ýmis störf og þar á meðal ræddu við mig þeir Ingólfur á Hellu, Sigurjón í Raftholti og Haraldur á Efri Rauðalæk, sem allir voru miklar sjálfstæðiskempur og báðu mig að gerast útibússtjóri kaupfélagsins Þórs. Skyldi útibúið vera staðsett rétt hjá heimaslóðum mínum, við vegamótin niður að Meiritungu. Þeir buðu mér mjög góð laun. Þetta voru ágætismenn sem ég mat mikils, þótt auðvitað hefði ég oft jagast við þá um pólitík. Ég sagði þeim að þetta kæmi ekki til greina fyrr en ég hefði lokið Samvinnuskólanum, en eftir þvf sem ég hugsaði málið betur, gerðist ég þessu fráhverfari. Ég sagði þeim loks að ég gæti ekki fellt mig við þá tilhugsun að þurfa að berjast gegn vinnuveitendum mínum, því alltaf var ég jafn pólitískur, og þar með var það útrætt. Já, pólitíkin hafði frá því er ég var krakki átt djúpar rætur í mér og um þær hafði ekki losnað. Ég man eftir því þegar ég var krakki og var á leið upp að Vegamótum með mjólkina, þá flutti ég ári miklar ræður, þar sem ég skammaðist við foringja andstæðjnganna, Ólaf Thors og Einar Olgeirsson. Ég var auðvitað einn á vagninum og ef ég heyrði eitthvert hljóð, þá hrökk ég í kút, - hélt að einhver væri að hlusta á mig. Það var þessi áhugi sem átti eftir að ráða ákvörðun minni varðandi þetta starfstil- boð og einnig það að er ég yfirgaf Samvinnuskólann með nokkuð svip- legum hætti, þá tek ég til starfa á þessu áhugasviði mínu, pólitíkinni, og gerist starfsmaður Framsóknarflokksins. Hverjar voru orsakir þess að þú hættir í Samvinnuskóianum? „Það hafði verið nokkur óvissa um það þarna í skólanum, hvort nemendum skyldi leyft að halda áfram að halda skemmtanir sínar þarna í skólanum. Jónas var hræddur um það að þangað kæmist inn „fólk utan af götunni," eins og hann orðaði það, sem mundi spilla heilbrigðri skemmtan nemenda en skól- inn var þá í Sambandshúsinu við Sölvhólsgötuna, eins og ég minntist á. Aldrei hafði það þó átt sér stað að slíkt gerðist og ef einhverjir gamlir nemendur komu á skemmtanir, þá var reglusemin eftir sem áður algjör, - það var ekki einu sinni reykt á þessum samkomum. Fannst okkur þetta heldur hart, þar sem nemendafélagið var að safna fé, til þess að geta farið í skemmtiferð að prófúm loknum. Höfðunt við enda lofað að það ■ Skopmynd úr Speglinum árið 1953 af forystumönnum ungra Framsóknarmanna: Frá vinstri: Þráinn Valdimarsson, Sveinn Skorri Höskuldsson, Steingrímur Þórisson, Bjarni V. Magnússon og Skúli Benediktsson.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.