Tíminn - 23.12.1982, Blaðsíða 9

Tíminn - 23.12.1982, Blaðsíða 9
FIMMTUDAGUR 23. DESEMBER 1982 iíi'ífiií' 9 ÓLIKUR FRÁSAGNARSTÍLL INGÓLFS OG STEINDÓRS Sáttur við lífið og tilveruna ■ Ingólfur Jónsson á Hellu var um langt skeið meðal áhrifamestu og umdeildustu stjórnmálamanna á landi hér. Hann sat á þingi í meira en hálfan fjórða áratug og var ráðherra í hálfan annan áratug. Það var verk Ingólfs á Hellu meira en flestra eða allra annarra leiðtoga Sjálfstæðisflokksins, að flokkurinn hélt nokkurn veginn velli í sveitum landsins þótt ástæða væri til annars, eins og ekki þarf að segja þeim, sem lesið hafa Tímann. { héraði Ingólfs sjálfs gerði flokkur- inn enn betur og var stærsti flokkurinn þar. Jafnframt umsvifamiklu starfi stjórnmálamanns, veitti Ingólfur for- ustu samvinnufélagi, sem farnaðist vel á ýmsan hátt, eins og ráða má af því, að kringum það hefur risið myndarlegt kauptún. Samherjar Ingólfs munu hafa mjög hvatt til þess, að hann skráði eða ætti þátt í því, að ævisaga hans yrði skráð. Fyrsta bindi þessa ritverks er komið út fyrir nokkru. Páll Líndal hefur tekið að sér að skrá frásögn Ingólfs og færa hana í bókarform. Jafnframt hefur hann annazt ýmsa gagnaöflun. Þetta sameiginlega rit þeirra Ingólfs og Páls er læsilegt, en ýmsir munu þó verða fyrir vonbrigðum vegna þess, að Ingólfur er spar á upplýsingar varðandi flest það, sem hefur gerzt að tjalda- baki, og rekur stjómmálasöguna að mestu leyti samkvæmt því, sem geymt • er í blöðum og bókum. Hann er jafnframt yfirleitt mildur í dómum og færir margt til betri vegar, og skemmir því ekki þeim, sem vilja heyra það um náungann, sem miður fer. Yfirleitt finnst mér erfitt að finna í riti þessu þann Ingólf, sem gat bæði verið harður í horn að taka og háll í málflutningi. Ingólfur minnir hér miklu frekar á mann, sem er setztur í friðarstól, og er sáttur við lífið og tilveruna og sér sitthvað í öðru Ijósi en meðan hann stóð í miðri orrustunni. Samt er Ingólfur þó ekki kominn svo langt frá orrustuvellinum, að hann riti ekki söguna í samræmi við stöðu sína þar. Samkvæmt því verð ég að lýsa mig ósamþykkan ýmsu því, sem þar er rakið, án þess að ég hirði um að gera sérstakar athugasemdir. Áhrif Jónasar og Tryggva Ég hefi að því leyti lesið þetta rit þeirra Ingólfs og Páls mér til ánægju og fróðleiks, að ég þykist skilja betur en áður hvers vegna Ingólfur var eins áhrifamikill stjómmálamaður og raun ber vitni og Framsóknarflokknum eins erfiður keppinautur og kosningatölur segja frá. Að mínu mati felst skýringin í pólitísku uppeldi Ingólfs. Hann drakk í upphafi í sig þær hugsjónir, sem urðu honum varanlegt veganesti, og engin mök við íhaldið gátu unnið á. Ingólfur skýrir frá því í bók sinni, að á unglingsárum hafi hann farið að velta fyrir sér pólitískum málum, og með hvaða hætti mætti rétta hlut sveitanna, sem þá stóðu nöllum fæti. Hann segir síðan svo frá: „Tryggvi Þórhallsson ritstjóri Tím- ans og Jónas Jónsson frá Hriflu skrifuðu greinar, þar sem nýir og betri tímar voru boðaðir í landbúnaði og þar með í sveitum landsins. Þótt Tryggvi væri borinn og barnfæddur Reykvíkingur og langskólagenginn lærdómsmaður, var efling sveitanna það áhugamál, sem mest virtist gæta í fari hans. Hann taldi það höfuðhlut- verk sitt að fylkja bændum landsins til sóknar um viðreisn sveitanna og land- búnaðarins yfirleitt. Þessi sjónarmið boðaði hann í blaði sínu með miklum sannfæringarkrafti. Við hlið hans var Jónas Jónsson frá Hriflu, þessi mikli ritberserkur, sem túlkaði þennan sama málstað í snjöllum greinum, sem höfðu mikil áhrif, ekki sízt á unga menn. Jónas einskorðaði sig ekki við landbúnaðar- málin í þrengri merkingu. Hann skrif- aði um nauðsyn á bættum samgöngum, hvernig efla mætti menntunarmögu- leika unglinga og um ótal margt fleira, sem ekki er ástæða til að rekja hér. Þó verður að geta þess, að hann ritaði um áhugamá! Rangæinga, fyrirhleðslu við Þverá og Markarfljót. Hann lýsti því með skáldlegum hætti, hvernig umhorfs yrði, eftir að fyrirhleðsla væri komin við Markar- fljót og Þverá: „Þá verður hinn breiði dalur milli Seljalandsmúla og Fljóts- hlíðar fagur og gróðurmikill eins og Eyjafjörður framan Akureyrar. Nú eru þar urðareyrar, sundurskornar af kolgráum jökulkvíslum." Ingólfur segir ennfremur: „En það var einmitt í samræmi við þennan áðurnefnda boðskap sem ég flutti mína fyrstu pólitísku ræðu á opinberum vettvangi. Því miður man ég ekki, hvaða ár þetta var, en það hefur líklega verið á leiðarþingi 1928 eða 29 sem þingmenn Rangæinga héldu, þeir Einar Jónsson á Geldinga- læk og Gunnar Sigurðsson frá Sela- læk.“ Þótt svo færi, að leiðir Ingólfs Jónssonar og Framsóknarflokksins lægju ekki saman, festist umbótaboð- skapur Tímans hjá Ingólfi. Því var hann meiri framfaramaður en flestir. aðrir í þingliði Sjálfstæðisflokksins. Um þetta vitna mörg mál, sem hann flutti á þingi, og beitti sér fyrir, þegar hann varð ráðherra. Hjá KEA Annað átti svo ríkan þátt í að móta viðhorf Ingólfs til félagsmála. Eftir 1930 hóf hann að starfa við nýstofnað kaupfélag á Rauðalæk. Það var orsök þess, að hann vildi kynnast samvinnu- starfinu nánar, en þá stóð það í mestum blóma við Eyjafjörð undir forustu Vilhjálms Þór. Ingólfur segir svo frá í bók sinni: „Mér lék töluverð forvitni á því að fá að kynnast því, sem var að gerast þarna. Ég áleit það mjög lærdómsríkt fyrir mig, sem nú var farinn að stefna á verzlunarstörf, að komast til starfa hjá þessu stóra íyrirtæki undir stjórn þessa dugmikla kaupfélagsstjóra. Um þetta leyti var Ragnar Ólafsson frá Lindarbæ í Holtum, æskuvinur minn, kominn til starfa við endurskoðun og lögfræðistörf hjá SÍS. Mér datt í hug að biðja hann að kanna, hvort þessa væri nokkur kostur. Ragnar brást vel við eins og hans var von og vísa. A árunum 1933-1934 dvaldist ég að hluta á Akureyri hjá KEA eins og kaupfé- lagið er nefnt í daglegu tali. Þarna var ég við afgreiðslu- og skrifstofustörf. Það er fljótsagt, að þarna líkaði mér mjög vel. Ég hafði tiltölulega frjálsar hendur. Það má með vissum rétti segja, að ég hafi verið þarna eins við nám og við störf. Ég hvarf frá Akureyri ríkari af reynslu og sannfærðari en áður um gildi samvinnuhugsjónarinnar." Það var nokkru eftir dvölina hjá KEA og eftir að Ingólfur hafði horfið frá Rauðalæk, að hann tók að sér forustu nýstofnaðs kaupfélags á Hellu og gerði það að umfangsmiklu fyrir- tæki. Sennilega hefði Ingólfi verið í lófa lagið að koma þar á einkaverzlun. Páll Uidal Ingólfur á Hellu Umhvcrfi og ævístarf ■ Ingólfur Jónsson Fordæmi KEA beindi honum hins vegar í aðra átt. Þótt Ingólfur gengi Sjálfstæðis- flokknum á hönd, hélt hann vissan trúnað við umbótastefnu Jónasar og Tryggva og félagshyggju eyfirzkra samvinnumanna. Það má því með nokkrum rétti segja, að í stjómmála- baráttunni hafi hann barizt gegn Fram- sóknarflokknum að nokkru leyti með vopnum flokksins sjálfs. Það hefur átt sinn þátt í því, að hann náði meiri árangri en ella. Nýsköpunin og Marshallaðstoöin Annars voru það fleiri forustumenn Sjálfstæðisflokksins en Ingólfur, sem áttu á þessum tíma vissa samleið með Framsóknarflokknum. Þetta átti við um Jón Sigurðsson á Reynistað og Pétur Ottesen, sem var í upphafi þingmennsku sinnar einn mesti íhalds- maður þingsins, en gerðist stöðugt frjálslyndari og umbótasinnaðri með aldrinum. Þegar nýsköpunarstjórnin svo- nefnda var mynduð, snerust líka fimm þingmenn Sjálfstæðisflokksins gegn henni. Ingólfur Jónsson var einn þeirra og segir frá því í bók sinni. Fimmmenningarnir, eins og þeir voru kallaðir, gerðu sér grein fyrir því, að það var blekking, að stjórnin yrði framfarasfjórn, heldur myndi hún verða eyðslustjórn og sukkstjórn, eins og líka varð. Hún tók við óhemjulega miklum stríðsgróða, eyddi honum öllum á tveimur árum og skildi við þjóðina á heljarþröm. Afleiðingarnar urðu mestu viðskiptahöft, sem hér hafa verið á þessari öld, og ef til vill hefði komið til þjóðargjaldþrots, ef Marshallhjálpin hefði ekki komið til bjargar. Um viðskilnað þessarar stjórnar segir svo í riti Heimis Þorleifssonar, Frá einveldi til lýðveldis: „Þegar stjórn Stefáns Jóhanns Stefánssonar tók við völdum 1947, var gjaldeyriseign íslendinga þrotin, fram- leiðsla í minnsta lagi og verðlag íslenzkrar framleiðsluvöru lágt erlend- is, en verðbólgan heima fyrir. Stjórnin sá ekki annað ráð en takmarka ■ Steindór Steindórsson innflutning, setja hömlur á fjárfestingu og styrkja útfluningsframleiðslu með uppbótum. Á þessum árum starfaði hið svonefnda Fjárhagsráð, en það hafði með höndum úthlutun leyfa til hvers konar framkvæmda. Ekkert mátti byggja til án leyfis þess, og bílskúrar, stéttir og steyptar girðingar voru á svörtum lista. Svo undarlega hagaði til, að sjálfstæðismaður var formaður ráðsins, en sósíalistar gagn- rýndu það mjög og kölluðu „gapandi klípitöng um allt efnahagslíf og athafn- arfrelsi landsmanna". Svo mikill hörg- ull var á ýmsum erlendum nauðsynjum árin 1947-1950, að taka varð upp strangari skömmtun en þekkzt hafði á stríðsárunum. Allt þetta hefði þó tæpast dugað til að halda þjóðarskút- unni á floti, ef ekki hefði komið til sögunnar Marshallaðstoðin og stór- vinnigur í síldarhappdrætti (vetrarsíld- veiðin í Hvalfirði 1947-1948).“ Páll postuli og jeppinn Ingólfur Jónsson víkur í bók sinni að höftunum, sem fylgdu í kjölfar þess, að nýsköpunarstjórnin hafði sóað öllum stríðsgróðanum. Ingólfur segir: >’Það er fræg sagan um það, að þegar Magnús Jónsson hafði tekið við for- mennsku í fjárhagsráði, hafi hann einu sinni fengið heimsókn af presti einum, sem taldi sig eiga hauk í horni, þar sem Magnús, fyrrverandi guðfræðiprófesS- or, var. Hann bar upp erindið, sem var að fá leyfi fyrir jeppa. Þetta mun hafa verið stutt ýmsum skynsamlegum rök- um eins og gerist og gengur, en Magnús kvað hafa andæft eitthvað að venju. Þar kom að því, að prestur varpaði fram þeirri röksemd, sem átti að gilda, að hann gæti alls ekki sinnt kristnihaldi í sóknum sínum svo að lag væri á, nema hann fengi jeppa. Þá segir sagan, að Magnús, er samið hafði mikið rit um Pál postula, hafi sagt: „Ekki man ég betur en Páli postula hafi tekizt að kristna töluverðan hluta Rómaveldis - hafði: þó engan jeppa“. Fjörleg frásögn Þegar á allt er litið, tel ég verulegan feng að verki þeirra Ingólfs og Páls. Þess ber að vænta, að framhald verði á því, en hér er sagan aðeins rakin til 1959, eða þangað til viðreisnarstjómin kom til sögunnar. Annað endurminningarrit, sem ég hefi lesið nýlega, er í allt öðrum dúr en bók þeirra Ingólfs og Páls. Það er fyrra bindi sjálfsævisögu Steindórs Steindórssonar frá Hlöðum, Sól ég sá. Þar er sagan fjörlega rakin og ekki hikað við að kveða upp dóma yfir mönnum og málefnum. Margir koma þar við sögu og fá flestir eitthvað, bæði gott og vont. Saga Steindórs hefur verið furðulega viðburðarík og þó ekki ólík sögu margra samferðarmanna hans. Frá- sögnin af vinnumennskunni, sem stendur frá 14 ára til 18 ára aldurs, er ekki minnst fróðleg, en þá segir jafnframt frá mikilli harðindatíð norðanlands. Þá mun mörgum þykja fróðleg frásögn hans af kennurum Mennta- skólans í Reykjavík, þegar hann stundaði þar nám, en jafnhliða segir frá þingmönnum, því að Steindór var þá þegar farinn að fylgjast með stjórnmálum. Þeir fá harla misjafna dóma fyrir frammistöðu sína á þing- fundum. Steindór segir ekki síður skemmti- lega frá stúdentalífinu í Kaupamanna- höfn. Veigamesti þáttur bókarinnar fjallar þó um Menntaskólann á Akur- eyri og koma þar margir við sögu, skólameistarar, kennarar og nemend- ur, og fá flestir nokkrar einkunnir. Hér skal ekki dæmt um réttmæti þeirra, enda brestur til þess kunnugleik. En skemmtilegar eru þær aflestrar og bera ritleikni og frásagnargáfu Steindórs gott vitni. Möðruvellir Eins og áður segir, er hér aðeins um fyrra bindi ævisögu Steindórs að ræða. Eftir á hann að segja frá þátttöku sinni í stjórnmálum og fræðimannsstörfum, en Steindór var og er meðal hæfustu náttúrufræðinga, sem þjóðin hefur átt. Ritstörf hans eru orðin mikil að vöxtum og flest góð. Ýmsir geta þurft að búa sig undir að verða fyrir barðinu á Steindóri, þegar hann rekur stjórnmálasöguna.. Steindór Steindórsson er að vonum ánægður yfir því að meðan hann var skólameistari, tókst honum að koma upp þeirri byggingu skólans, sem kennd er við Möðruvelli, en þó ber nokkurn skugga á þá framkvæmd í seinni tíð. Þykir ekki úr vegi að ljúka þessu spjalli um bækur Ingólfs og Steindórs með frásögn Steindórs af því atviki, sem hann telur ósamboðið hinum nýju Möðruvöllum, enda er hún allgott sýnishorn þess að Steindórs forðast ekki skorinorða dóma um menn og málefni. Frásögnin er á þessa leið: „En ef einhver vill minnast verka minna í framtíðinni, þá gerði ég skólanum þetta tvennt til góða, stofn- aði náttúrufræðideild og hratt af stað og lét framkvæma byggingu Möðru- valla. Nafninu réð ég. Hugsaði ég það sem verðuga minningu þeirra náttúru- fræðinganna Þorvalds Thoroddsens og Stefáns Stefánssonar, sem báðir störf- uðu á Möðruvöllum og urpu meiri Ijóma á skólann en nokkrir aðrir með vísindastörfum sínum. Fékk ég menntamálaráðherra Gylfa Þ. Gísla- son til að festa nafnið við húsið við afhendingu þess. Lítt grunaði mig þá, að nafnið yrði tengt gapuxahreyfingu nokkurra framsóknarkomma. Hefði ég aldrei leyft fundarhald þeirra þar, ef ég hafði húsum ráðið. Sem betur fór koðnaði hreyfing sú fljótt niður við Iítill orðstír, en ekki er mér sársauka- laust að heyra nafn slíks manns sem Ólafs Ragnars bendlað við Möðru- ve!Ii.“ Þorarinn Þórarinsson, "TIi ritstjóri, skrifar

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.