Fréttablaðið - 30.01.2009, Page 2
2 30. janúar 2009 FÖSTUDAGUR
Björn, ertu nokkuð að reisa
þér hurðarás um öxl?
„Ég hef gert það alla ævi, en maður
verður að muna að þegar einar dyr
lokast þá opnast alltaf aðrar.“
Björn Björnsson trésmiður lokaði
fyrirtæki sínu, Útihurðum og gluggum, í
góðærinu en hefur nú opnað það aftur.
DÓMSTÓLAR Hæstiréttur hefur dæmt tvo karl-
menn, Arnar Óla Bjarnason og Róbert Wayne Love
til fangelsisvistar fyrir að ryðjast inn á heimili
manns, svipta hann frelsi, beita hann ofbeldi og
hótunum til að reyna að ræna frá honum verðmæt-
um. Arnar Óli var dæmdur í tveggja og hálfs árs
fangelsi. Róbert var dæmdur í tveggja ára fangelsi.
Hæstiréttur þyngdi þar með dóm héraðsdóms yfir
Arnari Óla um 12 mánuði.
Mennirnir ruddust, ásamt stúlku, inn til manns-
ins. Innrásarmennirnir þvinguðu hann til að setj-
ast á stól. Stúlkan batt hann þar fastan með reipi
og límbandi, keflaði hann með munnkúlu og setti
leðurgrímu yfir höfuð hans. Mennirnir kýldu hann
síðan og spörkuðu í hann. Arnar Óli hellti eldfim-
um vökva yfir hann og hótaði honum limlestingum
og lífláti. Róbert barði hann með járnstöng og fékk
þannig lykla að bifreið hans. Mennirnir tveir söfn-
uðu síðan saman munum úr íbúð mannsins, hlóðu í
bifreið hans og óku heim til stúlkunnar.
Þremenningarnir voru dæmdir til að greiða
fórnarlambinu tæpa hálfa milljón króna í skaða-
bætur.
Stúlkan hafði áður verið dæmd í átján mánaða
fangelsi í héraðsdómi. Þeim dómi var ekki áfrýjað
til Hæstaréttar.
Tveir menn dæmdir fyrir húsbrot, frelsissviptingu og rán:
Áralangt fangelsi fyrir ofbeldi
OFBELDISMÁL Tveir sakborninganna mæta til aðalmeðferðar í
héraðsdómi. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
BANDARÍKIN, AP Repúblikan-
ar í fulltrúadeild Bandaríkja-
þings greiddu ekki atkvæði með
efnahagsráðstöfunum Baracks
Obama. Frumvarpið var þó sam-
þykkt, þar sem demókratar hafa
nægan meirihluta í deildinni.
Obama hafði hins vegar gert
sér vonir um að þingmenn beggja
flokka myndu samþykkja ráðstaf-
anirnar. Hann vonast enn til að fá
stuðning einhverra repúblikana
í öldungadeildinni, þegar frum-
varpið kemur til atkvæðagreiðslu
þar.
Robert Gibbs, blaðafulltrúi
Hvíta hússins, sagði Obama átta
sig á því að „það muni taka meira
en nokkra daga að breyta starfs-
háttum í Washington“.
Efnahagsráðstafanirnar kosta
ríkissjóð samtals 819 milljarða
dala. Obama segir nauðsynlegt að
þetta fé verði sem fyrst til reiðu
svo bjarga megi Bandaríkjunum
upp úr verstu efnahagslægð sem
þekkst hefur síðan á fyrri hluta
síðustu aldar.
„Þessi endurreisnaráætlun mun
skapa meira en þrjár milljónir
nýrra starfa á næstu árum,“ sagði
Obama. Reiknað er með að hann
geti undirritað lögin um miðjan
febrúar.
Í gær undirritaði Obama síðan
lög sem eiga að tryggja konum
og körlum sömu laun fyrir sömu
vinnu. - gb
Efnahagsráðstafanir Baracks Obama samþykktar í fulltrúadeild:
Repúblikanar voru á móti
JAFNLAUNASTEFNA Obama undirritaði
lög um að karlar og konur fengju sömu
laun fyrir sömu vinnu. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
SVISS, AP Lögreglan í Sviss hefur
upprætt umfangsmikla maríjú-
anaframleiðslu eftir að lögreglu-
menn fundu fyrir tilviljun stóran
maríjúanaakur með loftmyndafor-
ritinu Google Earth.
Málið hefur leitt til handtöku
samtals sextán manna. Lagt hefur
verið hald á 1,2 tonn af maríjúana,
og andvirði um 89 milljóna króna
í reiðufé.
Maríjúanaakurinn var um 7.500
fermetrar, og var inni í miðjum
kornakri. Lögreglumenn notuðu
Google Earth til að finna heim-
ili bænda sem grunaðir voru um
tengsl við glæpahring, og sáu
akurinn strax. - bj
Svissneskir lögreglumenn:
Fundu eiturlyf
með Google
ÍRAK, AP Flóttamannastofnun
Sameinuðu þjóðanna býst við því
að um hálf milljón manna, sem
hrakist hefur að heiman vegna
stríðsástands síðustu ára, snúi
aftur heim á þessu ári. Þetta er
tvöföldun frá því í fyrra.
Ástandið í Írak hefur skánað
verulega undanfarið, segir Dani-
el Endres, fulltrúi flóttamanna-
stofnunarinnar í Bagdad.
„Þótt öryggisástandið sé enn
brothætt, þá hefur þetta skilað
sér í því að í fyrra sneru margir
heim,“ sagði hann.
Á síðasta ári komust 220 þús-
und manns aftur heim til sín.
- gb
Flóttafólk frá Írak snýr aftur:
Hálf milljón
heim á árinu
VINNUMARKAÐUR Kjararáð und-
irbýr nú að lækka opinbera emb-
ættismenn í launum um fimm til
fimmtán prósent. Guðrún Zoëga,
formaður kjararáðs, segir að
þeir hæst launuðu lækki mest en
lægst launuðu minnst. Engir séu
þó með lægri laun en 450-500
þúsund krónur á mánuði.
Embættismennirnir, sem eru
um sex hundruð talsins, hafa
fengið bréf frá kjararáði þar
sem launalækkunin er útskýrð
og hafa andmælarétt til mánaða-
móta. Ekki hefur verið ákveðið
hvað gert verður varðandi launa-
lækkun til handa hæstaréttar-
dómurum og héraðsdómurum. - ghs
Kjararáð undirbýr aðgerðir:
Laun embættis-
manna lækkuð
LÖGREGLUMÁL Lögreglan á höf-
uðborgarsvæðinu stöðvaði mjög
umfangsmikla kannabisrækt-
un í húsi á Álftanesi í fyrradag.
Við húsleit fundust tæplega 200
kannabisplöntur, flestar á loka-
stigi ræktunar. Karlmaður á þrí-
tugsaldri var handtekinn.
Fyrrnefnd aðgerð er liður í
að hamla gegn sölu og dreifingu
fíkniefna en sem fyrr minnir lög-
reglan á fíkniefnasímann 800-
5005. Í hann má hringja nafnlaust
til að koma á framfæri upplýsing-
um um fíkniefnamál. -jss
Lögregla stöðvar framleiðslu:
Tvö hundruð
plöntur gerðar
upptækar
GRÓSKUMIKIL RÆKTUN Plönturnar voru
flestar á lokastigi ræktunar.
HÁTÍÐ Brigdehátíð Hótel Loftleiða
hófst í gær en keppendur eru um
þrjú hundruð talsins. Að sögn
Helgu Tryggvadóttur, fjölmiðla-
fulltrúa keppninnar, hefur þátt-
taka erlendra keppenda aldrei
verið meiri.
Forskot var tekið á sæluna í
fyrradag en samkvæmt hefð er
svokallaður stjörnutvímenning-
ur haldinn daginn fyrir fyrsta
keppnisdag. Meðal stjarna sem
þá tóku í spil voru Jón Steinar
Gunnlaugsson hæstaréttardóm-
ari og Gunnar I. Birgisson bæjar-
stjóri Kópavogs. - jse
Bridgehátíð Hótel Loftleiða:
300 spilarar
mættir til leiks
Í ÞUNGUM ÞÖNKUM Jón Steinar situr
hér með aðra hendi uppi á borði, gegnt
honum er Þórarinn Sigþórsson.
MYND/JÓN BJARNI
SJÁVARÚTVEGUR Sjávarútvegsráðu-
neytið hefur auglýst til umsókn-
ar tæplega 50 tonna kvóta af blá-
uggatúnfiski.
Túnfiskur er einn dýrasti fisk-
ur í heimi en Íslendingar hafa
lítið veitt hann í gegnum tíðina.
Fleiri en eitt fyrirtæki hafa þó
sýnt áhuga að þessu sinni, að sögn
Brynhildar Benediktsdóttur, sér-
fræðings í sjávarútvegsráðuneyt-
inu.
Hæsta verð sem vitað er að
greitt hafi verið fyrir einn fisk er
um 100 þúsund dollarar, eða um
12,5 milljónir króna. Hver fisk-
ur getur orðið allt að 100 kíló að
þyngd.
Sem strandríki á Ísland rétt á
túnfiskkvóta en hann hefur sjald-
an verið nýttur. Undantekning var
þó í fyrra þegar Borg ehf. í Hrís-
ey bauð í kvótann og fékk. Var
frystitogarinn Eyborg þá sendur
á túnfiskveiðar í Miðjarðarhafi. Í
áhöfn á Eyborginni voru kafarar
sem smöluðu túnfiskinum í nót til
eldis í kvíum við Möltu.
Birgir Sigurjónsson gerði
Eyborgina út á túnfiskveiðarn-
ar. Hann segir að veiðarnar hafi
gengið ágætlega en ekki sé ljóst
með verðmæti aflans. Um til-
raunaveiðar hafi verið að ræða.
Skipið hafi verið í Miðjarðar-
hafinu og því hafi hann ákveðið
að bjóða í kvótann í fyrra. Hefði
skipið hins vegar verið hér við
land hefði veiðin varla borgað sig
þar sem sigla þarf 3.200 mílur
aðra leiðina á miðin.
„Fiskverð fer almennt lækk-
andi,“ segir Birgir. „En þetta er
mjög dýr fiskur, algjör munað-
arvara,“ segir hann og bendir á
að túnfiskurinn sem Íslendingar
þekki úr blikkdósunum sé aðeins
uppsópið, ruslið sem falli af borð-
um. Birgir er þó ekki bjartsýnn á
veiðarnar og segir að Grænfrið-
ungar séu farnir að herja á tún-
fiskveiðiskip eins og önnur skip.
Túnfiskur er víðförull uppsjáv-
arfiskur sem heldur sig í Mið-
jarðarhafi og öllu Atlantshafi.
Túnfiskurinn gengur í íslenska
lögsögu en þó minna undanfarin
ár þar sem stofninn hefur verið
lítill. Brynhildur segir kvótann
hafa verið minni undanfarið í
því skyni að reyna að ná stofnin-
um upp svo að hann fari að ganga
meira í Atlantshafið eins og hann
gerði áður.
Erfitt er að segja nákvæm-
lega hversu mikil verðmæti fel-
ast í túnfiskskvóta Íslendinga því
margir verðflokkar eru í gangi.
Verðið fer meðal annars eftir því
hvernig fiskur veiðist, hvort hann
fer í eldi eða á markað og þá hvaða
markað. ghs@frettabladid.is
Nokkur fyrirtæki
sýna túnfiski áhuga
Íslendingar hafa lítið hirt um að veiða einn dýrasta fisk í heimi, túnfiskinn, sem
gengur inn í íslenska lögsögu. Það gæti þó breyst. Íslendingar eiga tæplega 50
tonna kvóta sem nú er auglýstur. Fleiri en eitt fyrirtæki hafa sýnt áhuga.
EINN DÝRASTI FISKUR Í HEIMI Túnfiskur er einn dýrasti fiskur heimi og Íslendingar
geta veitt tæplega 50 tonn af honum í ár. Birgir Sigurjónsson útgerðarmaður gerði
Eyborgina út á túnfisk í fyrra og segir það hafa gengið ágætlega
SPURNING DAGSINS