Fréttablaðið - 30.01.2009, Síða 8
8 30. janúar 2009 FÖSTUDAGUR
STJÓRNMÁL Framsóknarflokkur-
inn setur þrjú skilyrði fyrir stuðn-
ingi við minnihlutastjórn Vinstri
grænna og Samfylkingar. Sig-
mundur Davíð Gunnlaugsson segir
að unnið sé að fyrstu tveimur;
aðstoð við skuldsett heimili og því
að koma atvinnulífinu í gang. Hið
þriðja er að stjórnarskráin verði
endurskoðuð. Framsóknarflokk-
urinn kynnti hugmyndir sínar þar
um í gær.
Flokkurinn vill að kosið verði
til stjórnlagaþings sem geri heild-
stæða endurskoðun á stjórnar-
skránni. Á því sitji 63 kjörnir full-
trúar sem kosnir verði almennri
kosningu. Þingmenn, ráðherrar
og forseti Íslands verði ekki kjör-
gengir. Þingið starfi í sex til átta
mánuði og þurfi tveir þriðju þess
að samþykkja breytingar á stjórn-
arskránni. Hún verði síðan lögð
undir þjóðaratkvæði.
„Með þessu viljum við að þjóð-
in ákveði hvernig stjórnarskrá-
in lítur út. Hún hefur verið nán-
ast óbreytt í 135 ár. Endurskoðun
hennar getur verið grundvöllur
hins nýja samfélags,“ segir Sig-
mundur Davíð.
Hann segir hina væntanlegu
stjórnarflokka vita af þessum
kröfum. Þeir hafi fallist á endur-
skoðun, en hvernig að henni verði
staðið sé útfærsluatriði. - kóp
Endurskoðun stjórnarskrár skilyrði fyrir stuðningi Framsóknar við ríkisstjórn:
Framsókn vill stjórnlagaþing í haust
Febrúar 2009 Fyrri samþykkt Alþingis á frumvarpinu. Þing rofið í kjölfarið.
Apríl 2009 Kosið til Alþingis samkvæmt gildandi stjórnarskrá.
Maí 2009 Síðari samþykkt Alþingis á frumvarpinu.
Ágúst 2009 Kosið til stjórnlagaþings samkvæmt frumvarpi.
Maí 2010 Þjóðaratkvæðagreiðsla um tillögu að nýrri stjórnarskrá samhliða
sveitarstjórnarkosningum.
Verði tillagan samþykkt mun annaðhvort þurfa að rjúfa þing og kjósa á ný
eftir nýrri stjórnarskrá eða, líkt og flokkurinn stingur upp á, að þing sitji eftir
gömlu stjórnarskránni en kosið verði eftir þeirri nýju samhliða forsetakosn-
ingum 2012.
Ef tillögu stjórnlagaþings er hafnað þarf það að koma saman aftur og kjósa
síðan um tillögu þess. Kjósa þarf aftur um tillögu þess.
MÖGULEGUR FERILL
BRUSSEL, AP Framkvæmdastjórn
ESB vill verja 3,5 milljörðum evra,
andvirði um 545 milljarða króna,
af framkvæmdafé sambandsins
sem ekki var eytt á síðasta fjár-
lagaári í að gera aðildarríkin
minna háð jarðgasi frá Rússlandi.
Framkvæmdastjórnin leggur
til að sjónum verði einkum beint
að verkefnum eins og lagningu
nýrra jarðgasleiðslna á borð við
Nabucco-leiðsluna svonefndu, sem
á að flytja gas frá Mið-Asíulöndun-
um við Kaspíahaf um Georgíu og
Tyrkland til ESB-landa.
Á fundi í Búdapest á þriðjudag
gáfu bankastjórar Fjárfestingar-
banka Evrópu, EIB, og Evrópska
þróunarbankans, EBRD, samþykki
sitt við að taka þátt í að fjármagna
Nabucco, sem áætlað er að muni
kosta alls um 7,9 milljarða evra.
Nabucco-leiðslan á að liggja 3.300
kílómetra leið frá Kaspíahafslönd-
unum Aserbaídsjan, Kasakstan og
Túrkmenistan, þar sem eru miklar
gaslindir, um Georgíu og Tyrkland
til Balkanskagans og þaðan áfram
til Mið-Evrópu.
Sjö ár eru síðan fyrst var farið
að vinna að þessu verkefni. Vafi
á tryggum aðgangi að nægilegu
magni jarðgass hefur hamlað
áhuga fjárfesta. Það hik hafa Rúss-
ar og Kínverjar óspart nýtt sér til
að tryggja sér aðgang að miðasísku
gaslindunum. Stríðið sem blossaði
upp í Georgíu í fyrrasumar jók líka
á áhyggjur hugsanlegra fjárfesta
af öryggi leiðslunnar, lægi hún um
Georgíu. Hinn kosturinn er sá að
hún liggi um Íran, sem einnig þykir
óæskilegt af pólitískum ástæðum.
Og jafnvel þótt Nabucco-áformin
gangi alveg eftir þá mun leiðslan
ekki geta séð ESB-löndunum fyrir
nema í mesta lagi átta prósentum
af gasþörf þeirra.
Til að flækja málið enn frekar
hafa Rússar lagt til að lögð verði
svonefnd SouthStream-leiðsla undir
Svartahaf, það er að segja í stórum
dráttum sömu leið og Nabucco á að
liggja um.
Rússar sjá nú þegar ESB-lönd-
unum fyrir um fjórðungi af gas-
þörf þeirra og útlit er fyrir að það
hlutfall hækki enn á næstu árum,
ekki síst eftir að svonefnd Nord-
Stream-leiðsla undir Eystrasalt
kemst í notkun, en hún mun geta
flutt gas beint frá Rússlandi til
Þýskalands, fram hjá Úkraínu og
Póllandi. audunn@frettabladid.is
Jarðgas fram
hjá Rússlandi
Evrópusambandið leitar leiða til að verða minna háð
jarðgasi frá Rússlandi, einkum gasi úr leiðslum sem
liggja um Úkraínu. Því á að leggja fé í nýjar leiðslur.
ESB fjárfestir í Nabucco-gasleiðslunni
Framvkæmdastjórn Evrópusambandsins áformar að sjá til þess að 250 milljarðar evra
úr sameiginlegum sjóðum sambandsins verði varið í fjármögnun Nabucco-gasleiðsl-
unnar, sem ætlað er að leiða jarðgas frá Kaspíahafslöndum í Mið-Asíu til Evrópu-
sambandslanda. Fjárfestingin yrði liður í viðleitni ESB til að verða minna háð gasi frá
Rússlandi í gegn um leiðslur sem liggja um Úrkaínu.
Norður-
sjór
ÞÝSKALAND
AUSTURRÍKI
SPÁNN
ALSÍR
ÍTALÍA
ÚKRAÍNA
Svarta-
haf Kaspía-
haf
ASERBAÍDSJAN
KASAKSTAN
TYRKLAND
ÍRAN
Moskva
St. Pétursborg
Megingas-
leiðslur í gegn
um Rússland
ESB-lönd
Evrópsk áform um gasleiðslur annars
staðar frá en Rússlandi
1 NABUCCO
Kostnaður 7,9 milljarðar evra
Lengd 3.300 km
Áformuð opnun 2011
Flutningsgeta 31 ma. m3/ári
Kostn. 900 m. evra
Lengd 210 km
Opnun 2009
Flutn.g 8 ma. m3/ári
2 MEDGAZ 3 GALSI
Kostn. 2 ma. evra
Lengd 1.470 km
Opnun 2012
Flutn.g 8 ma. m3/ári
Áform Rússa um gasleiðslur fram hjá
Úkraínu
4 NORD STREAM
Kostn. 7,4 ma evra
Lengd 1.220 km
Opnun 2012
Flutn.g 55 ma. m3/ári
5 SOUTH STREAM
Kostn. 10 ma evra
Lengd 900 km*
Opnun 2013
Flutn.g 30 ma. m3/ári
Jarðgaslindir
Þúsundir milljarða rúmmetra
Rússland 45
Kaspíahaf 34
Önnur
lönd
99
Heimildir: Nabucco Gas Pipeline Int. GmbH, MEDGAZ
MEM, Nord Stream AG, ENI, GAZPROM, BP
Aserbaídsjan, Íran,
Kasakstan, Túrkmenistan
TÚRKMENISTAN
RÚSSLAND
SVEITARSTJÓRNIR Bæjarráðsfulltrú-
ar meirihluta Á-listans á Álftanesi
hafna kröfu minnihluta sjálfstæð-
ismanna um að rifta samningi við
rafþjónustufyrirtæki fyrrverandi
forseta bæjarstjórnar.
Kristján Sveinbjörnsson, sem
hætti sem bæjarfulltrúi og forseti
bæjarstjórnar í desember eftir
lögreglurannsókn á nafnlausum
óhróðri á spjallsíðu sveitarfélag-
ins, hefur um árabil haft samn-
ing við bæinn um rafþjónustu.
Skömmu fyrir jól samþykkti bæj-
arráð að semja á sama grunni við
fyrirtæki Kristáns undir nýrri
kennitölu. Sjálfstæðismenn eru
ósáttir við þetta.
„Bæjarráð samþykkir að rifta
nú þegar samningi, sem gerður
var við Kristján Sveinbjörnsson
í nafni Rafmagnsþjónustunnar
ehf. og draga til baka samþykkt á
kennitölubreytingu þess fyrirtæk-
is, sem var samþykkt á fundi bæj-
arstjórnar 18. desember,“ sagði
í tillögu sem fulltrúi sjálfstæð-
ismanna lagði fram á bæjaráðs-
fundi. „Ástæða þessa er vegna
fram kominna upplýsinga um
óheilindi Kristjáns og einnig er
ljóst að kennitölubreyting sú, sem
samþykkt var í desember síðast-
liðnum á fundi bæjarstjórnar er
algerlega fráleit.“
Fulltrúar Á-lista vísuðu tillög-
unni frá. „Bæjarfulltrúar Á-lista
telja samþykkt bæjarstjórnar frá
18. desember síðastliðnum eðlilega
og í samræmi við hefð í hliðstæð-
um málum á vettvangi sveitarfé-
laganna. Vísað er á bug ásökunum
um óheilindi forsvarsmanns fyr-
irtækisins,“ bókuðu Á-listamenn.
- gar
Félagar fyrrverandi forseta bæjarstjórnar á Álftanesi:
Bæjarráð riftir ekki
samningi Kristjáns
KRISTJÁN SVEINBJÖRNSSON Samherjar
fyrrverandi forseta bæjarstjórnar segja
samning við rafþjónustufyrirtæki hans
eðlilegan og hafna riftun.
STEIN BAGGER Situr í fangelsi í Dan-
mörku grunaður um fjársvik.
FRÉTTABLAÐIÐ/AP
KAUPMANNAHÖFN Brian Sandberg,
lífvörður danska athafnamanns-
ins Steins Bagger, slapp með
skrámur þegar skotið var á hann
í hádeginu í gær á veitingastað í
Kaupmannahöfn.
Sandberg er meðlimur í vél-
hjólasamtökunum alræmdu,
Hells Angels, en talið er að árásin
tengist innbyrðisdeilum í samtök-
unum.
Bagger hvarf skyndilega í lok
nóvember á ferðalagi í Dúbaí,
en dúkkaði upp nokkrum dögum
síðar í Bandaríkjunum þar sem
hann var handtekinn, grunaður
um stórfelld fjársvik sem urðu
hugbúnaðarfyrirtæki hans, IT
Factory, að falli. - gb
Skotárás í Kaupmannahöfn:
Lífvörður slapp
með skrámur
ÍS
L
E
N
S
K
A
S
IA
.I
S
U
T
I
44
94
0
01
.2
00
9
HOLTAGÖRÐUM GLÆSIBÆ KRINGLUNNI SMÁRALIND SÍMI 545 1500
afsláttur af
brettapökkum
Brettadeildin er í Kringlunni.
30%
1 Hvað heitir framkvæmda-
stjóri NATO?
2 Hvaða hollenska knatt-
spyrnulið hefur krækt í Blikann
Jóhann Berg Guðmundsson?
3 Hver er varaformaður Vinstri
grænna?
SVÖRIN ERU Á SÍÐU 30
VEISTU SVARIÐ?