Fréttablaðið - 30.01.2009, Page 12
12 30. janúar 2009 FÖSTUDAGUR
Umsjón: nánar á visir.is
KAUPHÖLL ÍSLANDS [Hlutabréf]
Fjöldi viðskipta: 94 Velta: 161 milljóni
OMX ÍSLAND 15 OMX ÍSLAND 6
314 -1,92% 909 -0,43%
MESTA HÆKKUN
EIMSKIPAFÉLAGIÐ +1,63%
STRAUMUR BR. +0,59%
MESTA LÆKKUN
BAKKAVÖR -6,76%
FØROYA BANKI -2,54%
ATLANTIC AIR. -1,79%
HLUTABRÉF Í ÚRVALSVÍSITÖLU: Alfesca 3,90 +0,00% ... Atlantic
Airways 165,00 -1,79% ... Atlantic Petroleum 565,00 +0,00% ...
Bakkavör 1,93 -6,76% ... Eik Banki 91,50 +0,00 ... Eimskipafélagið
1,25 +1,63% ... Føroya Banki 115,00 -2,54% ... Icelandair Group 13,41
+0,00% ... Marel Food Systems 65,20 -0,76% ... SPRON 1,90 +0,00%
... Straumur-Burðarás 1,70 +0,59% ... Össur 95,60 -0,21%
Snúum vörn í sókn
Nánari upplýsingar um fundina og félagsstarf Sjálfstæðisflokksins má finna á heimasíðu flokksins, www.xd.is, eða í síma 515 1700.
Miklar sviptingar hafa orðið í íslenskum stjórnmálum að undanförnu. Stjórnarsamstarfi
Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar hefur verið slitið með tilheyrandi óvissu um þær
þýðingarmiklu björgunaraðgerðir og það uppbyggingarstarf sem framundan er í íslensku
þjóðfélagi. Boðað er til opins stjórnmálafundar á Grand Hótel föstudaginn 30. janúar.
Allir sjálfstæðismenn velkomnir!
Kl. 13.00 Fundarsetning
Sturla Böðvarsson, forseti Alþingis, setur fundinn.
Kl. 13.10 Ræða formanns
Geir H. Haarde, formaður Sjálfstæðisflokksins, fer yfir
stjórnmálaástandið, stjórnarslitin og horfurnar í íslensku
þjóðfélagi.
Kl. 13.40 Flokksstarfið framundan
Andri Óttarsson, framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins, fer
yfir flokksstarfið framundan.
Kl. 14.00 Kaffihlé
Boðið verður upp á kaffi og með því.
Kl. 14.30 Formaður Sjálfstæðisflokksins og fráfarandi ráðherrar sitja fyrir svörum
Ráðherrar úr ríkisstjórn Geirs H. Haarde sitja fyrir svörum.
Hanna Birna Kristjánsdóttir, borgarstjóri, stýrir umræðum.
Kl. 16.40 Samantekt og lokaorð
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, varaformaður
Sjálfstæðisflokksins, tekur saman það sem fram kom á
fundinum og flytur lokaorð.
Kl. 17.00 Fundarslit
Kl. 17.30 Móttaka í Valhöll
Sjálfstæðisflokkurinn býður fundargestum upp á léttar
veitingar í Valhöll.
Sparisjóðabankinn og Exista
hefur sagt upp um þriðjungi
starfsfólks fyrirtækjanna síð-
astliðna viku, eða 38 í allt. Þá
tilkynnti Spron um uppsögn
tíu manns í fyrradag samhliða
hagræðingu í rekstri.
Sparisjóðabankinn segir upp
flestum, eða 34 í heildina. Af
þeim hefur átján verið sagt
upp en samið um starfslok við
tólf. Ekki er ráðið í stað fjög-
urra kvenna í barneignaleyfi.
Rúmlega sextíu starfa hjá
bankanum eftir uppsagnir.
Þá var átta manns sagt
upp hjá Existu í síðustu viku.
Félagið hefur sagt upp tólf
manns í kjölfar bankahrunsins
í okt óber í fyrra en skrifstofu
Existu í Lundúnum hefur verið
lokað. Starfsmenn Existu voru
um þrjátíu fyrir hrun bank-
anna. Þeir eru nú sextán, allir
hér á landi.
Friðbert Traustason, fram-
kvæmdastjóri Samtaka starfs-
manna fjármálafyrirtækja,
segir 900 manns hafa misst
vinnuna innan fjármálageirans
í fyrra. Líklega séu uppsagnir
í mánuðinum nú um hundrað.
Erfitt sé að meta það þar sem
starfsmenn fjárfestingafélag-
anna hafi almennt staðið utan
verkalýðsfélaga ólíkt kolleg-
um þeirra hjá viðskiptabönk-
um og sparisjóðum. Sem dæmi
hafi aðeins einn starfsmanna
Existu, sem sagt var upp, verið
félagsmaður.
Starfsmenn Stoða (áður FL
Group), Straums, Saga Capital
og Askar Capital stóðu utan
félagsins þar til í haust en
síðan hafa einhverjir þeirra
sótt í að gerast félagsmenn.
Friðbert telur erfiðara árferði
nú valda því að fleiri sæki í
verkalýðsfélagið. - jab
FRIÐBERT TRAUSTASON Erfitt
árferði veldur því að starfsmenn
smærri fjármálafyrirtækja sækja í
öryggi verkalýðsfélagsins.
Fjöldauppsagnir í fjármálafyrirtækjum
Erfitt að meta ástandið því margir standa utan verkalýðsfélags. 48 manns sagt upp í vikunni.
Bankastjórn Seðlabanka Íslands
kveðst þeirrar skoðunar að nú
hafi verið tímabært að lækka
stýrivexti og sú afstaða hafi verið
kynnt Alþjóðagjaldeyrissjóðnum
(AGS). „Framkvæmdastjóri hans
hvatti hins vegar til þess að vöxt-
um yrði haldið óbreyttum að sinni
meðal annars vegna tímabund-
innar óvissu í íslenskum stjórn-
málum. Bankastjórn þykir rétt að
taka mið af þessum tilmælum,“
segir í stefnuyfirlýsingu banka-
stjórnarinnar sem gefin var út í
gær. Vextir eru því óbreyttir í 18
prósentum.
Í svari við fyrirspurn Frétta-
blaðsins vísar fulltrúi AGS þó
fremur til þess að vaxtalækkun
þurfi að gerast samhliða afnámi
gjaldeyrishafta. Hagfræðisvið
Seðlabankans er á sama máli
og kveður um leið mikilvægt að
horfa til raunstýrivaxta í land-
inu, sem séu nálægt núlli þar sem
vaxtastigið sé nær jafnhátt verð-
bólgunni. Verðbólga sé nærri
hámarki og komi til með að lækka
hratt. Við það færist raunstýri-
vextir nær þeim hæðum sem þurfi
til að styðja við gengi krónunnar
um leið og gjaldeyrishöftum verði
létt af í þrepum.
Ummæli bankastjórnar Seðla-
bankans um aðdraganda vaxta-
ákvörðunarinnar hafa vakið
athygli. Greining Glitnis segir
þau „vægast sagt óvenjuleg“ og
vandséð hvaða tilgangi þau þjóni
til útskýringa á ákvörðun bankans,
enda sé hún á endanum á ábyrgð
bankastjórnarinnar. „Ummælin
hafa þegar vakið furðu erlendis
og þykja til þess fallin að draga
úr trúverðugleika þeirrar efna-
hagsáætlunar sem unnið er eftir
af stjórnvöldum og AGS,“ segir á
vef Glitnis.
Þá fullyrðir Beat Siegenthal-
er, sérfræðingur TD Securities í
London, í daglegu fréttabréfi að
bankastjórn Seðlabankans hafi
verið ein um að vilja lækkun. Hag-
fræðingar bankans hafi verið sam-
mála mati AGS um að halda þeim
óbreyttum.
„Segja má að við höfum góðar
fréttir og slæmar. Þær slæmu eru
að verðbólgan hefur aukist veru-
lega, en þær góðu að hún hefur
aukist minna en við spáðum,“
segir Arnór Sighvatsson, aðalhag-
fræðingur Seðlabankans, en hann
kynnti efnahags- og verðbólgu-
spá bankans í gær. Önnur frávik
frá fyrri spá séu að atvinnuleysi
hafi hins vegar aukist mun hrað-
ar en ráð var fyrir gert og gengi
krónunnar reynst veikara en búist
var við. Verðbólga nái hámarki í
þessum mánuði eða næsta og gæti
farið upp í 19 prósent, eða um fjór-
um prósentum minna en spáð var
í nóvember.
Í stefnuyfirlýsingu bankastjórn-
arinnar er einnig bent á að krónan
hafi styrkst hægar en Seðlabank-
inn vænti, þrátt fyrir verulegan
vöruskiptaafgang síðustu mánuð-
ina, skilaskyldu á gjaldeyri og höft
á fjármagnshreyfingum. „Ástæður
þessa kunna að vera ýmsar. Meðal
annars má nefna að greiðslufrest-
ir hafa styst hjá innflutningsfyr-
irtækjum en lengst hjá útflutn-
ingsfyrirtækjum. Viðskiptakjör
hafa versnað eins og áður segir og
erfiðleikar fara vaxandi í mark-
aðslöndum Íslands í þeirri heims-
kreppu sem nú gengur yfir. Einnig
kann birgðasöfnun útflutningsfyr-
irtækja að hafa haft nokkuð um
þessa þróun að segja.“ Öll efni eru
þó sögð standa til áframhaldandi
styrkingar krónunnar á næstu
misserum. olikr@markadurinn.is
SEÐLABANKI Í KLAKABÖNDUM Engar
skýringar hafa fengist á því að banka-
stjórn Seðlabankans hélt ekki að venju
fund til að kynna stýrivaxtaákvörðun
sína. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
Bankastjórnin
vildi lækkun nú
Stýrivextir eru óbreyttir. Stjórn Seðlabankans taldi
lækkun samt tímabæra. Ósamræmi er milli skoðun-
ar bankastjórnarinnar og hagfræðisviðs bankans.
„Peningastefna Seðlabanka Íslands
hefur skilað þeim árangri að ná
fram gengisstöðugleika. Við
styðjum ákvörðun Seðla-
bankans að halda vöxtunum
óbreyttum, enn sem komið
er, til að styðja áframhald-
andi stöðugleika gengisins
á tímum töluverðrar óvissu.
Þegar viðræður munu fara fram við
fyrstu endurskoðun áætlunarinnar,
munu sendinefnd AGS og yfirvöld,
koma sér saman um áætlun til að
lækka stýrivexti í skrefum jafn-
fætis samhangandi niðurfellingu
hafta á gjaldeyrismarkaði. Bæði
þessi atriði verður að skoða
í samhengi. Við búumst við
að viðræður um endurskoð-
un muni hefjast fljótlega.
Dagsetning verður ákveðin í
samráði við nýja ríkisstjórn,“
segir Mark Flanagan, sem fer
fyrir sendinefnd Alþjóðagjaldeyris-
sjóðsins á Íslandi í næsta mánuði
þegar fram fer endurskoðun á
efnahagsáætlun ríkisstjórnarinnar.
- ss/óká
VIÐHORF ALÞJÓÐAGJALDEYRISSJÓÐSINS
Svali Björgvinsson, starfsmanna-
stjóri Kaupþings, hefur samið um
starfslok sín hjá bankanum en hann
mun setjast í stól
starfsmanna-
stjóra hjá Ice-
landair Group í
næsta mánuði.
Svali sendi
starfsfólki bank-
ans bréf í gær
þar sem fram
kemur að brott-
hvarf hans sé
í fullri sátt við
stjórnendur Kaupþings og muni
hann ljúka ýmsum verkefnum áður
en hann hverfur á braut.
Svali kom til starfa hjá Kaupþingi
við sameiningu hans og Búnaðar-
bankans fyrir sex árum. „Ég kveð
með gríðarlegum söknuði úr því
mannauðshafi sem er hér,“ segir
hann í samtali við Fréttablaðið. - jab
Svali flýgur frá
Kaupþingi
SVALI
BJÖRGVINSSON
Krónan styrktist um rúm 1,5 pró-
sent í gær og endaði gengisvísital-
an í 196,3 stigum.
Hún hefur styrkst um 12,5 pró-
sent á hálfum mánuði en annað
eins gengi hefur ekki sést síðan
snemma í desember í fyrra.
Tiltölulega lítil viðskipti eru
sögð skýra styrkinguna; tekjur af
utanríkisviðskiptum og krónuvið-
skipti Seðlabankans.
Velta á millibankamarkaði er
margfalt minni nú en fyrir fall
bankanna í október í fyrra. Hún
nemur nú um þrjú hundruð millj-
ónum króna að meðaltali á dag
auk þess sem Seðlabankinn hefur
keypt krónur fyrir um hundrað
milljónir á dag upp á síðkastið.
Fyrir fall bankanna í október í
fyrra nam veltan á bilinu 20 til 40
milljörðum króna á dag. - jab
KRÓNA Gengi krónunnar hefur ekki verið sterkara síðan í byrjun desember í fyrra.
FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
Krónan styrkist