Fréttablaðið - 30.01.2009, Síða 16
16 30. janúar 2009 FÖSTUDAGUR
greinar@frettabladid.is
FRÁ DEGI TIL DAGS
FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál) hdm@frettabladid.is
MENNING: Páll Baldvin Baldvinsson fulltrúi ritstjóra pbb@frettabladid.is VIÐSKIPTARITSTJÓRI: Óli Kr. Ármannsson olikr@markadurinn.is HELGAREFNI: Anna Margrét Björnsson amb@frettabladid.is og Sigríður Björg Tómasdóttir sigridur@frettabladid.is ALLT OG SÉRBLÖÐ: Emilía Örlygsdóttir emilia@frettabladid.is
og Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Henry Birgir Gunnarsson henry@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is
Ráðherrar Sjálfstæðisflokks
Sjálfstæðisflokksins bíður það hlut-
skipti að fara í stjórnarandstöðu eftir
að hafa setið óslitið í ríkisstórn síðan
1991. Á því tímabili hafa fimmtán
gegnt ráðherraembætti fyrir hönd
flokksins: Árni Mathiesen, Björn
Bjarnason, Davíð Oddsson, Einar K.
Guðfinnsson, Friðrik Sophusson, Geir
H. Haarde, Guðlaugur Þór
Þórðarson, Halldór Blön-
dal, Ólafur G. Einarsson,
Sigríður Anna Þórðar-
dóttir, Sólveig Péturs-
dóttir, Sturla Böðvars-
son, Tómas
Ingi Olrich,
Þorgerður
Katrín Gunn-
arsdóttir og
Þorsteinn Pálsson. Af öllum þing-
mönnum Sjálfstæðisflokksins hefur
aðeins einn upplifað það að vera í
stjórnarandstöðu, Geir H. Haarde, sem
senn dregur sig í hlé.
Alþýðuflokkur og Framsókn
Alþýðuflokkurinn átti sjö ráðherra frá
1991 til 1995. Þeir voru: Guðmundur
Árni Stefánsson, Jóhanna Sigurðar-
dóttir, Jón Baldvin Hannibalsson,
Jón Sigurðsson, Rannveig
Guðmundsdóttir, Sighvatur
Björgvinsson og Össur Skarp-
héðinsson. Framsóknarflokk-
urinn átti þrettán ráðherra frá
1995 til 2007: Árna Magn-
ússon, Finn Ingólfsson,
Guðmund Bjarnason,
Guðna Ágústs-
son, Halldór Ásgrímsson, Ingibjörgu
Pálmadóttur, Jón Kristjánsson, Jón
Sigurðsson, Jónínu Bjartmarz, Magnús
Stefánsson, Pál Péturssson, Siv Frið-
leifsdóttur og Valgerði Sverrisdóttur.
Samfylking
Sex hafa gegnt ráðherraembætti fyrir
Samfylkingu það sem af er kjörtíma-
bili: Björgvin G. Sigurðsson, Kristján
Möller, Ingibjörg Sólrún Gísla-
dóttir, Jóhanna Sigurðardóttir,
Þórunn Sveinbjarnardóttir og
Össur Skarphéðinsson. Alls
hafa því 39 einstaklingar gegnt
ráðherraembætti síðan 1991,
þar af ellefu konur; þrjár fyrir
Sjálfstæðisflokkinn og átta fyrir
samstarfsflokka hans.
bergsteinn@frettabladid.is
F
ráfarandi sjávarútvegsráðherra hefur eftir stutt hlé gefið
út hvalveiðiheimildir að nýju. Ráðherranum hefur varla
komið á óvart að slík ákvörðun yrði umdeild. Um þær veið-
ar hefur lengi staðið styr.
Fallast verður á að ekki hafi verið um nýja grundvall-
arákvörðun að ræða. Hlé á veiðunum var ákveðið vegna sölutregðu
sem nú virðist leyst. Á hinn bóginn vöknuðu eðlilega spurningar um
hvort ráðherra í starfsstjórn hefði heimildir til að gefa út veiðileyfi.
Málið er pólitískt í eðli sínu.
Rétt er að líta til þingræðisreglunnar í þessu samhengi. Ekki
liggur fyrir hvort ráðherrann kannaði þingviljann áður en ákvörð-
unin var tekin. Eftir á hefur hins vegar komið í ljós að hún nýtur
stuðnings Frjálslynda flokksins. Formaður Framsóknarflokksins
hefur lýst því að flokkur hans sé hlynntur hvalveiðum. Af því má
ráða að Framsóknarflokkurinn sé ekki ákveðið andvígur ákvörð-
uninni á þessu stigi að minnsta kosti.
Staða málsins er þá sú að ráðherrann hefur örugglega á bak við
sig tuttugu og níu atkvæði. Andstæðingarnir í Samfylkingu og
Vinstri grænu hafa tuttugu og sjö. Meðan Framsóknarflokkurinn
lýsir sig ekki andvígan styðst ákvörðun ráðherrans því við meiri-
hlutavilja á Alþingi. Við svo búið brýtur hún ekki gegn þingræð-
isreglunni. Ályktun Alþingis um hvalveiðar er enn í gildi. Þar af
leiðir að ráðherrann verður ekki talinn hafa farið út fyrir heimildir
sínar sitjandi í starfsstjórn.
Þá vaknar spurning um möguleika viðtakandi ráðherra í minni-
hlutastjórn til þess að fella reglugerðina úr gildi. Að óbreyttri
afstöðu verður að líta svo á að ráðherranum væri það óheimilt
með hliðsjón af þingræðisreglunni. Þegar þar að kemur þurfa að
minnsta kosti þrír þingmenn Framsóknarflokksins að taka skýra
afstöðu gegn veiðiheimildunum til þess að verðandi ráðherra geti
ógilt ákvörðunina í samræmi við þingræðisregluna. Fróðlegt verður
að sjá hvernig það gerist og með hvers kyns rökum. Ganga verður
út frá því sem vísu að nýja ríkisstjórnin muni sýna þingræðinu
fyllstu virðingu.
Athyglisvert er að í hópi mjög ákveðinna stuðningsmanna endur-
nýjaðra og aukinna hvalveiðiheimilda nú eru menn sem áður fyrr
voru þeim andsnúnir. Einn þeirra er fráfarandi dómsmálaráðherra.
Leiða má að því líkur að Evrópumálin hafi þar nokkur áhrif. Hval-
veiðarnar munu án vafa valda talsverðum erfiðleikum á síðari stig-
um í hugsanlegum aðildarviðræðum. Auðvelt er að gera andstöðu
Evrópusambandsins við þennan fullveldisrétt tortryggilega.
Hin hliðin á Evrópusjónarhorni málsins er sú að komi til aðildar-
viðræðna verða hvalveiðimálin ekki umflúin. Réttinn til hagnýting-
ar þarf að verja svo sem kostur er. Ísland verður í sterkari stöðu til
þess ef unnt er að sýna fram á að veiðar hafi í reynd haft þýðingu
fyrir atvinnu og verðmætasköpun í landinu. Samningasvigrúmið
verður þrengra ef vörnin snýst einvörðungu um fræðilegan rétt.
Margir þeirra sem ákafast tala gegn hvalveiðum eru um leið í
hópi þeirra sem eru harðastir í varðstöðu um óskertan fullveldisrétt
og í andstöðu við samvinnu við aðrar þjóðir. Rök þeirra gegn hval-
veiðum byggjast hins vegar á því að Ísland verði að fylgja alþjóða-
pólitískum rétttrúnaði án tillits til fullveldisréttinda, vísindalegrar
ráðgjafar um sjálfbæra nýtingu og heimilda að þjóðarétti. Öll er sú
rökfærsla þverstæðukennd.
Hvað sem þessu líður er eitt þó víst: Málið verður áfram eldfimt
og vandteflt.
Hvalveiðar og þingræði:
Eldfimt mál
ÞORSTEINN PÁLSSON SKRIFAR
SPOTTIÐ
UMRÆÐAN
Sigríður Dís Guðjónsdóttir skrifar um
ríkisútgjöld
Íslendingar hafa nánast eingöngu kynnst velmegun og miklum hagvexti undanfar-
in ár og risin er upp sú kynslóð sem aldrei
hefur upplifað efnahagsþrengingar. Í þeirri
efnahagsvelsæld sem ríkt hefur á Íslandi
stóð ríkisstjórn landsins frammi fyrir því
krefjandi verkefni að þenja ekki út rekstur
sinn.
Ríkisstjórnin stóðst hins vegar ekki freistinguna
og umsvif ríkisins voru stóraukin, í samkeppni við
ofþanið hagkerfi á einkamarkaði. Þegar vel áraði
og hagkerfið var í uppsveiflu hefði verið skynsam-
legt að draga saman seglin og ráðast ekki í dýrar
framkvæmdir. Slíkar framkvæmdir koma frekar
til greina þegar hagkerfið er í öldudal, því þannig
má milda niðursveiflur og forðast að ganga á fram-
leiðslugetu hagkerfisins sem einkageirinn hefur þörf
á að nýta að fullu. Einkaaðilar voru fullfærir um að
sinna verkefnum í uppsveiflu undanfarinna ára og
höfðu jafnframt nægilegt bolmagn til að halda hjól-
um atvinnulífsins gangandi án aðstoðar ríkisins.
Það er ámælisvert hvernig umsvif ríkisins hafa
aukist á undanförnum árum, meðal annars með fjölg-
un opinberra starfsmanna. Nú stendur ríkið frammi
fyrir því að senda starfsfólk út á vonlítinn vinnu-
markað. Hefði ríkisstjórnin gætt aga og skorið niður
þau verkefni sem ekki var brýn þörf á, hefðu
þeir sem misstu vinnuna við slíkar aðstæður
líklega getað snúið sér að öðrum tækifærum.
Þegar hið opinbera sýnir aðhald í upp-
sveiflum aukast möguleikarnir á að geta
haldið hjólum atvinnulífsins gangandi þegar
að kreppir. Þannig getur hið opinbera komist
hjá því að ýkja sveiflur efnahagslífsins.
Hafi hið opinbera ekki sýnt aga og ráð-
deild í ríkisfjármálum á uppsveiflutímum,
blasa við ýmis vandamál þegar að kreppir.
Erfiðleikar við að standa undir eigin rekstri
steðja nú að ríkinu, eins og sést glöggt á nýsamþykkt-
um fjárlögum. Með þeim neyddist Alþingi til að sam-
þykkja að ríkissjóður væri rekinn með meiri halla en
dæmi eru um, eða um 154 milljarða króna halla.
Nú þegar allt útlit er fyrir að við stjórn landsins
taki vinstriflokkarnir er sérstaklega dapurlegt að
hugsa til þeirra vannýttu tækifæra sem Sjálfstæðis-
flokkurinn hafði á síðustu árum. Við sjálfstæðismenn
eigum að láta þetta okkur að kenningu verða og sýna
meiri visku og skynsemi næst þegar þjóðin veitir
okkur umboð til að fara með stjórn landsins.
Viðbrögð hins opinbera verða því miður vænt-
anlega að hækka skatta og margvíslegar álögur
á almenning. Þessar hækkanir vinna þvert gegn
því markmiði að koma hjólum atvinnulífsins aftur
í gang, auk þess að ganga þvert gegn hagsmunum
heimilanna í landinu.
Höfundur situr í stjórn SUS.
Taktlaus ríkisútgjöld
SIGRÍÐUR DÍS
GUÐJÓNSDÓTTIR
ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf.
RITSTJÓRAR: Jón Kaldal jk@frettabladid.is og Þorsteinn Pálsson thorsteinn@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI:
Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is. Fréttablaðið kemur út í 103.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili
á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur
sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871
RV
U
N
IQ
U
E
01
09
03
Rekstrarvörur
- vinna með þér
Réttarhálsi 2 • 110 Reykjavík
Sími: 520 6666 • Fax: 520 6665
sala@rv.is • www.rv.is
Lengri
opnun
artími
í verslu
n RV
Opið
mán.
til fös
. frá 8.0
0 til 19.
00
Lauga
rdaga
frá 10.
00 til 1
7.00
Rekstrarvörur
- fyrir stofnanir, fyrirtæki og heimili,
sem vilja spara og hagræða!