Fréttablaðið - 30.01.2009, Qupperneq 18
BRIDDSHÁTÍÐ stendur nú yfir á Hótel Loftleiðum
en hún hófst í gær og stendur fram á sunnudag. Kepp-
endurnir eru um þrjú hundruð talsins og hafa aldrei
fleiri erlendir spilarar mætt til leiks en í ár.
„Við erum að fara að sýna verk-
ið Gibbla Yggdrasils sem er nýtt
verk eftir okkur,“ segir Katla Þór-
arinsdóttir sem er ein af þremur
atvinnudönsurum í dansflokknum
Darí Darí Dance Company.
Verkið verður eitt af fjórum
nýjum verkum í sýningaröðinni
108 Prototype. Sýningarnar verða
tvær, önnur í kvöld klukkan 21 á
Skúlagötu 26, og á sama tíma á
laugardagskvöld.
Auk Kötlu eru það Guðrún Ósk-
arsdóttir og Inga Maren Rúnars-
dóttir sem mynda Darí Darí-dans-
flokkinn. Þær hafa dansað saman í
eitt og hálft ár og voru með fyrstu
sýninguna fyrir ári. „Við settum
þá upp sýninguna Hoppala í Nor-
ræna húsinu og seinna á listahátíð
í Barcelona,“ útskýrir Katla en í
allt haust unnu þær stöllur í sam-
starfi við Íslenska dansflokkinn í
danshöfundasmiðjunni. „Við sömd-
um stutt dansverk og vorum með
kennslu og fræðslu í grunnskólum
í Reykjavík,“ segir Katla en verk
þeirra Gibbla Yggdrasils byggir á
þeim grunni.
En hvaðan kemur heitið Gibb-
la Yggdrasils? „Orðið gibbla þýðir
einhvers konar vera. Okkur fannst
það passa vel við okkur.
Við þekkjum þessa veru ekki
enn þá en kynnumst henni vonandi
einn daginn,“ segir Katla glettin
en innblásturinn í verkið fengu
þær einnig frá aski Yggdrasils
og þeirri þekkingu og visku sem
trénu fylgir.
Það er UglyDuck.Productions,
flokkur sjálfstæðra atvinnudans-
ara og danshöfunda, sem stend-
ur fyrir sýningaröðinni 108
Proto type. Markmiðið með sýn-
ingaröðinni sem fór af stað haustið
2006 var að skapa nýjan vettvang
þar sem áherslan væri lögð á sköp-
unarferlið, hugmyndir, áhættur og
tilraunir í danssköpun.
Aðrir dansarar í sýningaröð-
inni eru Kama Jezierska sem sýnir
sólóverkið Angusta, Steinunn Ket-
ilsdóttir sem sýnir verk í vinnslu
og Katrín Gunnarsdóttir sem sýnir
sólóverk í vinnslu sem byggir á
rannsóknum á ísbjörnum.
solveig@frettabladid.is
Dans um tré viskunnar
Fjögur ný dansverk verða frumsýnd á sýningaröðinni 108 Prototype í kvöld og annað kvöld. Dansflokkur-
inn Darí Darí Dance company er með eitt af fjórum atriðum á sýningunni sem fram fer á Skúlagötu 26.
Dansflokkurinn Darí Darí
dance company frumsýnir
verkið Gibbla Yggdrasils.
• Kjólar
• Ermar
• Leggings
• Skart
Laugaveg 54,
sími: 552 5201
Góð þjónusta - fagleg ráðgjöf
Laugavegi 178 • Sími: 551 2070
Opið: mán - fös: 10 -18, lau 10 -14
www.misty.is
VÍNLANDSLEIÐ 6 - S: 533 3109
TOPPSKÓR Á RUGLVERÐI
40-60% afsláttur af kvenstígvélum
OPIÐ MÁN.-FÖS. 11 - 18 · LAU. 11 - 16 · SUN. 12 - 16
Ponny Sympate
68465005 & 68165003
Litir: Blár, Svart
Style Grand
SPR2803TX
Litir: Rautt, Grænt, Blátt
Barnaskór
E-70452 52944
Litur: Marine blár
6.995 kr.-
Verð áður:
Verð nú:
3.995kr.-
10.995 kr.-
Verð áður:
40% afsláttur:
6.597kr.-
6.995 kr.-
Verð áður:
Verð nú:
3.995kr.-
Sérstakt tilboð
2.495kr.-
Ecco Snowdrop
E-78762 00809
7.995 kr.-
Verð áður:
Verð nú:
4.495kr.-
Cruiser stígvél
CRU508223
Litir: Svart, fjólublátt , beige
10.995 kr.-
Verð áður:
40% afsláttur:
6.597kr.-
Ecco Snowdrop
E-7877 25105
3 gerðir