Fréttablaðið - 30.01.2009, Page 24

Fréttablaðið - 30.01.2009, Page 24
6 föstudagur 30. janúar Valgerður Matthíasdóttir hefur verið reglulegur gestur inni á heimilum landsmanna í 23 ár. Með frumkvöðlakraft- inum hefur hún náð að endurnýja sig reglulega og hennar mottó er að sinna aldrei leiðinleg- um verkefnum. Nú fetar hún nýjar og spennandi brautir og leggur sín lóð á vogarskálarnar til að breyta ímynd Íslands Viðtal: Marta María Ljósmyndir: Stefán Karlsson Hár: Masha Salon VEH J ákvæðnin og gleð- in drýpur af Valgerði Matthíasdóttur eða bara Völu Matt eins og hún er jafnan kölluð. Undanfar- ið ár hefur lítið farið fyrir henni í fjölmiðlunum en það er þó ekki hægt að segja að hún hafi setið auðum höndum. Vala hefur verið að vinna þróunarvinnu og undir- búa jarðveginn fyrir verkefni sem brátt mun líta dagsins ljós. Hið nýja verkefni mun þó ekki vera í formi sjónvarpsþátta heldur er hún að vinna innslög fyrir Höfuð- borgarstofu. Þegar hún er spurð að því hvort hún hafi verið orðin leið á hefðbundinni sjónvarpsvinnu segir hún svo ekki vera, hún elski sjónvarpsvinnuna. Hún játar þó að hún þrífist best í frumkvöðlastarfi og þegar hún fer út fyrir þæginda- rammann sinn í nýjum og fram- andi verkefnum. „Þegar við Jón Óttar og Hans Kristján stofnuð- um Stöð 2 á sínum tíma upplifði ég ótrúlega spennandi tíma og var alveg í essinu mínu og sama má segja þegar ég tók þátt í stofnun Skjás eins. Í dag hef ég sömu til- finningu fyrir birtingu á lifandi efni á Netinu sem er í raun orðin alheimssjónvarpsstöð. Það er lyk- ilatriði fyrir mig að vera í stöðugri þróunarvinnu. Að endurnýja mig og ögra sjálfri mér. Ég hef alltaf hætt í þeim þáttum sem ég hef verið að vinna að þegar ég hef fundið fyrir leiða og mér fundist ég vera farin að endurtaka mig. Þá bý ég mér til ný verkefni og fer í aðrar áttir. Nú finnst mér næsta ævintýri liggja á internetinu. Og það sem er svo skemmtilegt við Netið er hvað það er orðinn stór hluti af okkar daglega lífi. Í raun er það stærsta sjónvarpsstöð heims í dag þar sem þú vinnur efni og sendir út fyrir alla heimsbyggð- ina! Mér finnst það alveg stór- kostlegt og það opnar stærsta gluggann út í heim. Móðir mín til dæmis í eldri kynslóðinni getur ekki án þess verið og sækir jafn- vel ráðstefnur í gegnum tölvuna og er þá í raun að horfa á beina útsendingu. Þetta er náttúru- lega þvílíkt ævintýri og er rétt að byrja! Í dag er Netið að verða lyk- ilatriði í öllu okkar daglega lífi. Svo hefði Obama til dæmis aldrei náð svona yfirburðakosningu nema af því að hann nýtti sér Netið ósp- art í sinni kosningabaráttu. Og í dag sjáum við einnig áhrif Nets- ins hér heima í allri okkar þjóð- málaumræðu,“ segir hún. Innslög- in sem Vala er að vinna að fyrir Höfuðborgarstofu fjalla aðallega um menningu, hvort sem það er íslensk hönnun, arkitektúr, mat- armenning eða söfn og listagallerí og margt fleira. Í þeim fangar hún þá stemningu sem ríkir í Reykja- vík. Markmiðið er að fá enn þá fleiri erlenda ferðamenn til lands- ins og breyta um leið ímynd lands- ins út á við. Verkefnið vinnur hún náið með Sif Gunnarsdóttur, forstöðumanni Höfuðborgarsofu. „Sif hefur skýra framtíðarsýn og er einstaklega lif- andi og skemmtileg og það er mjög gaman að vinna þetta verkefni með henni. Allt kvikmyndað efni geri ég svo í samvinnu við strákana hjá kvikmyndafyrirtækinu Filmus, en þeir eru algjörir snillingar. Ég vinn innslögin alveg eins og ég væri að gera efni fyrir sjónvarsþátt nema við munum birta þetta á Netinu,“ segir hún og það lifnar yfir henni þegar hún telur upp allt það dás- amlega sem Reykjavík hefur upp á að bjóða. Vala er mikil stemnings- manneskja og á auðvelt með að hrífa fólk með sér þegar hún upp- lifir eitthvað skemmtilegt. JÁKVÆÐUR SKÖPUNAR- KRAFTUR Hvernig ætlar þú að breyta ímynd Íslands? „Þegar fólk fer á Netið hvar sem er í heiminum og skoðar þetta efni frá Reykjavík sér það hvað borgin hefur upp á mikið að bjóða. Ég er einnig að fara að miðla þess- ari þróunarvinnu til landsbyggðar- innar því úti á landi leynast ótrú- leg ævintýri og flottir og spennandi hlutir sem ég hef kynnst í minni sjónvarpsvinnu og nú þarf að draga fram og sýna á meira lifandi hátt. Það er alveg ómetanlegt fyrir þá ímynd sem við þurfum að senda út í heim,“ segir hún og bætir því við að þetta starf sé mjög gefandi. „Þetta er eitt skemmtilegasta verk- efni sem ég hef unnið. Umfjöll- un um Ísland á alþjóðavettvangi hefur að undanförnu verið nær öll á neikvæðum nótum. Það er búið að flytja nær eingöngu neikvæð- ar fréttir frá Íslandi og það er því mjög mikilvægt að sýna hina hlið- ina á Íslandi og snúa vörn í sókn. Við verðum að sýna hvað við erum mikil menningarþjóð og hvað hér er mikill jákvæður sköpunarkraft- ur. Það eru því forréttindi að fá að taka þátt í þessu uppbyggingar- starfi og láta gott af sér leiða.“ SKIPTI UM GÍR Um mitt síðasta ár ákvað Vala að selja glæsilega íbúð sína í Garða- bænum og flutti aftur í minna húsnæði í 101 í Reykjavík, í hús teiknað af einum af hennar uppá- halds arkitektum Guðna Pálssyni. Sástu hrunið fyrir? „Nei ég sá það nú ekki fyrir en ég sá það í hendi mér að öll þessi tómu hús myndu ekki seljast í bráð og var því svo heppin að selja áður en allt fraus á fasteignamarkaðinum. Ég veit ekki hvaða heillavættir vöktu yfir mér, en ég gat greitt upp nokk- ur lán og varð frjálsari fyrir vikið. Svo gat ég einbeitt mér að þess- ari undirbúnings- og þróunar- vinnu. En það hefur kostað sitt að byrja á svona glænýju og áður VINNUR FYRIR GLEÐINA Með jákvæðnina að vopni Vala Matt ætlar að leggja sitt af mörkum til að laga ímynd Íslands út á við. ✽ ba k v ið tjö ldi n Besti tími dagsins: Ég hef alltaf verið morgunhani. Þó eru morgnarnir mis- jafnir. Stundum vakna ég með kvíðaverk í maganum þar sem ég er alltaf að berjast við fáránlega fullkomnunar- áráttu og þar af leiðandi alltaf hrædd um að standa mig ekki nógu vel. En oftast vakna ég með tilhlökkun. Uppáhaldsmaturinn: Allur lífrænn matur. Get orðið illa borðað mat með auka- eða eit- urefnum. Er orðin mjög mat- vönd. Finnst í rauninni sjálf- sögð mannréttindi að allir fái að borða lífrænan eiturlaus- an mat en hann er bara allt of dýr. Elska líka franskar kart- öflur og litla kók í gleri! Hvernig heldur þú þér ungri? Ég veit að það hljómar dáld- ið „boring“ en ég borða mjög meðvitað hollan og lífræn- an mat og nota ýmis trix í matargerð sem ég hef lært af henni Sollu Eiríks. Ég hef aldrei reykt eða drukkið og svo er ég kvöldsvæf sem gerir það að verkum að ég fæ alltaf meira og minna góðan svefn. Svo nota ég besta krem sem hægt er að fá, en það er Secret De Vie kremið frá Lancôme. Get helst ekki án þess verið. Ég lít mest upp til: Foreldra minna, þau eru hugsjónafólk og kenn- arar. Faðir minn var eldklár og ótrúlega skapgóður og hlýr. Móðir mín er engri lík. Yfir- burða gáfuð. Draumafríið: Annaðhvort til einhverr- ar af borgunum í kringum okkur í langa helgarferð. Vera á skemmtilegu hót- eli og fara á spennandi veit- ingastaði. Eða Ítalíuferð þar sem skoðaður er arkitektúr og hönn- un og borðað yfir sig af ítölskum mat. Algjört ævintýri!

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.