Fréttablaðið - 30.01.2009, Side 25
30. janúar föstudagur 7
MORGUNMATURINN: Hérna á Ít-
alíu finnst mér best að búa mér til
pressaðan agúrku- og selleríssafa,
bragðbæta hann með nýkreistum
sítrónum og setja svo örlítið af Turbo
Greens frá Dr. Gillian út í, þamba
hann og þá glaðvakna ég.
SKYNDIBITINN: Reggio Cala-
bria býður aðeins upp á McDonalds
þegar kemur að þessum týpíska
skyndibita. Ég fæ mér frekar pitsu
með mozzarella di bufala, fersk-
um tómötum og basiliku þegar
mig langar í eitthvað fljótlegt
og gott.
RÓMÓ ÚT AÐ BORÐA: Ég
og Emil kærasti minn eigum
okkur einn uppáhaldsveitinga-
stað hérna í Reggio. Sá heitir Via
Veneto og býður upp á ekta ítalsk-
an mat. Sjávarréttirnir þar eru æð-
islegir, pastað mjög ítalskt og hálfs
metra löngu pitsurnar þeirra eru óm-
ótstæðilegar.
LÍKAMSRÆKTIN: Það eru nokkrir
góðir tennisvellir hérna í nágrenninu
sem ég hef gaman af að fara á. Ég á
mér draum um að verða góð í tenn-
is og því kjörið að æfa sig hérna.
Svo er líka hollt og gott að fara út að
hlaupa meðfram strandlengjunni.
UPPÁHALDSVERSLUN: Aðalbúð-
in í borginni heitir Foti G og hana á
samnefndur eigandi fótboltaliðsins
Reggina Calcio. Þar selur hann heit-
ar merkjavörur á aðalstjörnur borg-
arinnar.
BEST GEYMDA LEYND-
ARMÁLIÐ: Er ítalskan.
Allra einasta tungumálið
sem hér er talað!
BEST VIÐ BORGINA: Sólin kemur
snemma upp á morgnana og sest
ekki fyrr en hún á að setjast, það
er að segja á kvöldin. Og svo elska
ég að geta lagt bílnum hvar sem er,
hvenær sem er án þess að nokkur
kippi sér upp við það.
BEST AÐ EYÐA DEGINUM: Það er
fullkomið að byrja daginn á mark-
aðnum, finna sér eitthvað gott að
borða þar og ganga svo niður á
strönd. Á ströndinni er mikið fjör
á sumrin, mikið um lifandi tónlist,
lítið um túrisma og því gaman að
skemmta sér meðal innfæddra langt
fram á nótt.
REGGIO CALABRIA
Ása María Reginsdóttir
A perfect world húðserum frá Origins er ekkert venjulegt and-
litskrem. Það gerir húðina silkimjúka og kemur í veg fyrir að um-
merki öldrunar sjáist í andlitinu. Hvítt te varnar því að húðin slitni
eða þorni og boswellia virkjar streitulosandi prótín auk þess sem
það verndar húðina gegn umhverfisáhrifum. Mimosa, appelsína
og bergamotviður gefa ljúfan náttúrulegan ilm.
Serumið má nota bæði kvölds og morgna, bæði undir dagkrem,
farða eða eitt og sér. Það hentar öllum húðgerðum og mjúk
áferðin kemur í ljós samstundis.
FULLKOMIN HÚÐ MEÐ
HVÍTU TEI
óþekktu verkefni. Ekki bætir úr
skák að öll lán hækka bara og
hækka og lífeyrissjóðurinn skert-
ist. Ég hef alltaf látið hjartað ráða
för og hef aldrei stjórnast af pen-
ingum. Ef svo hefði verið væri ég
í einhverri allt annarri vinnu en
fjölmiðlavinnu. Ég var líka alltaf
með það á planinu að flytja aftur
í bæinn því krakkarnir mínir vilja
búa þar og hafa ekki nennt að vera
mikið á ferðinni í Garðabænum. Ég
sá því að ég yrði að flytja þó mér
hafi liðið mjög vel við sjóinn í Sjá-
landinu. Það er ótrúlega gaman
að vera komin aftur í miðbæinn.
Hér geng ég nokkur skref og er þá
komin á öll skemmtilegu kaffihús-
in og galleríin. Ég er samt áfram
með sjávarútsýni sem mér finnst
yndislegt. Mér finnst líf mitt hafa
orðið fjölbreyttara og meira spont-
ant eftir að ég flutti. Þegar ég bjó í
Garðabænum nennti ég ekki eins
að rjúka út úr húsi án fyrirvara.
Þetta hefur því sannarlega auðg-
að líf mitt,“ segir Vala
ÞRÍFST BEST Í BARÁTTU
Þegar talið berst að breyttu þjóðfé-
lagi segist Vala fyllast krafti þegar
á móti blási. „Ég þrífst mjög vel
í baráttu. Mér hefur alltaf fund-
ist skemmtilegast að vinna frum-
kvöðlastarf með eldhugum og það
er yfirleitt sprottið fram af ein-
hvers konar byltingu. Þjóðin er í
erfiðleikum. Þegar staðan er eins
og núna kemur baráttuandinn
upp í mér og það finnst mér mikil
ögrun. Að leggja mitt af mörk-
um til að bæta ímynd Íslands úti
í heimi finnst mér alveg ómetan-
legt og alveg nauðsynlegt að halda
í jákvæðnina og fókusera á það
sem er fallegt og gott. Það hefur
alltaf verið rauður þráður í minni
fjölmiðlavinnu, hvort sem það
hefur verið í sjónvarpi, útvarpi eða
prentmiðlum. Ég hef aldrei viljað
vera með neikvæða umfjöllun. Ég
hef valið að skoða það fallega og
miðla því sem vel er gert. Það er
nóg af neikvæðu röddunum.
Það er einmitt núna sem við
þurfum að sjá sóknarfærin í
ástandinu eins og það er í dag.
Sjónvarpsstöðvarnar fjalla alls
ekki nægilega mikið um sprota-
fyrirtækin, hugmyndirnar og það
fólk sem er að koma með lausnir
og hugmyndir að nýjum leiðum,“
segir hún. Hvernig ferðu að því að
vera svona jákvæð? „Mér getur nú
stundum fundist erfitt að vera já-
kvæð en það hefur alltaf verið mér
svo eðlilegt að reyna að snúa nei-
kvæðu yfir í jákvætt. Það hefur í
raun litað allt mitt líf. Þannig hef
ég verið frá því ég man eftir mér og
margir til vitnis um það. En auð-
vitað krefst það stöðugrar áminn-
ingar og vinnu. Það gerist ekki af
sjálfu sér, en léttir ótrúlega lífið
þegar erfiðleikar sækja að. Og við
höfum aldrei þurft eins mikið á
því að halda og nú sem þjóð.“
Mesta dekrið:
Heilsubótardag-
ar eins og hún
Sigrún Olsen
var með bæði á
Reykhólum og
Akureyri. Það
sem ég lærði
hjá henni bjarg-
aði lífi mínu! Svo
finnst mér frábært að stunda
jóga hjá Ingibjörgu Stefánsdótt-
ur í Yoga Shala.
Áhrifavaldurinn:
Svo margir á svo ólíkum tíma-
bilum í lífinu en ég er alltaf að
læra.
BORGIN
mín
REYKJAVÍK STORE, LAUGAVEGUR 86-94, S: 511-2007
operated by v8 ehf
opið
föstudag 11-18.30
laugardag 11-17.
nýjar gallabuxur komnar !
mikið úrval af fl ottum nýjum “týpum”
Viðar Ingi
Pétursson
s. 512 5426
vip@365.is
Hrannar
Helgason
s. 512 5441
hrannar@365.is