Fréttablaðið


Fréttablaðið - 30.01.2009, Qupperneq 36

Fréttablaðið - 30.01.2009, Qupperneq 36
20 30. janúar 2009 FÖSTUDAGUR ■ Pondus Eftir Frode Øverli ■ Gelgjan Eftir Jerry Scott & Jim Borgman ■ Handan við hornið Eftir Tony Lopes ■ Kjölturakkar Eftir Patrick McDonnell ■ Barnalán Eftir Jerry Scott & Rick Kirkman Hmmm. Calvin Klein! Það er aldeilis... Er ekki til Harry Klein? En mun ég þá lykta eins og Calvin? Þetta er jú hans lykt, ekki mín! Hvað með Hugo Boss? Þessi heitir „Soul“. Það er nú ekki leiðum að líkjast! Gengur ekki! Ég mun ekki hvíl- ast fyrr en ég er kominn með mína eigin lykt á svitalyktareyði og rakspíra! Hvíldu í friði, Hugo! „Íþrótta- sokkur“ Fyrir karl- menn! Ókei, hérna er vatnsflaska, kex, banani, tveir plástrar, týndi dúkkuhausinn og litakassi. Vantar ykkur eitthvað fleira? Þetta er ekki fjölskyldubíll... þetta er kjörbúð á hjólum. Kisi og bróðir hans Kisa, hvernig komust þið út úr dýraathvarfinu? Það var erfitt. Á hverju kvöldi bað ég þess að þú yrðir ættleiddur. Það virðist sem einhver hafi hlustað á ykkur. Í víðómi. Nei, veistu, ég held að við þurfum ekki að læsa! Alltaf orkar það tvímælis þegar áberandi fólk í samfélaginu gefur út æviminn-ingar sínar um það bil hálftíma eftir að það hrökklast úr embætti. Þetta tíðkast víða erlendis, en Íslendingar í svipaðri stöðu hafa löngum sýnt meiri þolinmæði og hefur jafnvel tekist að hemja sig í nokkur ár með að ausa úr skálum reiði sinnar, ata forna fjendur auri og reyna að hreinsa ímynd sína á prenti. Þó eru undantekningar þar á; til dæmis ritaði Guðmundur Árni Stefánsson lífssögu sína, Hreinar línur, skömmu eftir að hann sagði af sér embætti heilbrigðis- og félagsmálaráðherra og stuttu eftir að Ingva Hrafni Jónssyni var vikið úr starfi frétta- stjóra RÚV leit bókin Og þá flaug Hrafninn dagsins ljós. Í ljósi atburða vikunnar er vert að velta fyrir sér hvort von sé á holskeflu bóka af þessum toga í næsta jólabókaflóði. Margir bíða spenntir eftir bók Davíðs Oddssonar, sem mun líklega bera titil- inn Oft spurði ég ömmu. Þar sem íslenska efnahags undrið hefur vakið verðskuldaða athygli umheimsins verður bókin þýdd og gefin út á ensku undir heitinu I‘ll be back! Geir Haarde hyggur einnig á landvinninga með bók sinni Geirnegldur, eða Live Free or Die Haarde. Einkavæðing heilbrigðiskerfisins verð- ur ofarlega á baugi í sögu Guðlaugs Þórs Græðum á sárunum og titill bókar Björns Bjarnasonar, Þjóð bjarnarins mikla, skýrir sig sjálfur. Árni Mathiesen verður á ljúfsáru nót- unum í ...Það sem að mér var rétt og Einar K. slær í gegn með Hvalræði á norðurslóð. En met- söluhöfundurinn verður án efa Þorgerður Katrín Gunnarsdótt- ir með bókina Þrykkt! - Ævi- minningar handboltamömmu og menntamálaráðherra. Ævisögur og endurminningar NOKKUR ORÐ Kjartan Guðmundsson Sýningar um helgina Þjóðleikhúsið Miðasala í síma 551 1200 og á www.leikhusid.is Hart í bak Jökull Jakobsson Hrífandi verk sem snertir okkur öll EB, FBL lau. 24/1 uppselt sun. 25/1 uppselt Sumarljós Jón Kalman Stefánsson leikgerð og leikstjórn Hilmar Jónsson Hrífandi, einlæg og æsandi sýning fös. 30/1, lau 31/1 örfá sæti laus Sýningum að ljúka Kardemommu- bærinn Thorbjörn Egner Frumsýning 21. febrúar Miðasala í fullum gangi! ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ Heiður Joanna Murray-Smith Drepur girndin ástina? JVJ, DV fös. 30/1 örfá sæti laus Skoppa og Skrítla snúa aftur í febrúar! Javier Bardem Penélope Cruz Scarlett Johansson Ekkert hlé á góðum myndum! Skráning á póstlistann margborgar sig www.graenaljosid.is Sýnd í Háskólabíói GOLDEN GLOBE TILNEFNINGAR BESTA LEIKKONAN REBECCA HALL BESTI LEIKARINN JAVIER BARDEM LEIKKONA Í AUKAHLUTVERKI PENÉLOPE CRUZ GOLDEN GLOBE SIGURVEGARI BESTA MYNDIN ÓSKARSTILNEFNING BESTA LEIKKONA Í AUKAHLUTVERKI PENÉLOPE CRUZ

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.